Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Greiðslukortaveltan stefnir í 100 milljarða króna á ármu ísland gæti orðið fyrsta seðlalausa þjóðfélagið MIKIL greiðslukortanotkun hér á landi setur ísland í fremstu röð meðal landa sem eiga möguleika á að verða seðlalaus. ÍSLENDINGAR eiga mikla mögu- leika á því að verða fyrsta ríki heimsins til að láta greiðslukort og rafræna greiðslumiðlun leysa algjörlega af hólmi peningaseðla og mynt. Þetta kom fram í ræðu Hatim A. Tyabji, forstjóra" Veri- Fone, sem er leiðandi fyrirtæki á sviði rafrænna viðskipta í Banda- ríkjunum, á hádegisverðarfundi VISA íslands á fimmtudag. ísland stendur framar öðrum löndum Hann sagði að íslendingar stæðu framar öðrum þjóðum á sviði greiðslumiðlunar þar sem hann þekkti til og tók fram að fyrirtæki sitt stundaði viðskipti í 90 löndum. Það væri staðföst trú sín að greiðslukort með minn- iskubbi, möguleikar alnetsins og fullnægjandi öryggi myndi gera íslendingum kleift að verða fyrstir til lýsa því yfir að þjóðfélagið væri seðlalaust. Hér væru allar forsendur fyrir hendi bæði hvað snerti tækni og hugarfar. Kvaðst hann raunar ekki lengur þeirrar skoðunar að hér væri um mögu- leika að ræða heldur væri hann orðinn sannfærður um að þetta ætti eftir að gerast hér á landi. Þeirri spurningu væri aðeins ósvarað hvenær af þessu gæti orð- ið, en líklega yrði þess ekki langt að bíða. Tyabji vísaði í máli sínu til uppiýsinga sem fram komu á fundinum um greiðslukortaveltu hér á landi. Viðskipti með VISA- kreditkort eru áætluð um 50 millj- arðar króna á þessu ári og yrði það um 10% aukning frá árinu 1994. Þá hafa debetkortaviðskipti aukist hratt og er gert ráð fyrir að velta gegnum VISA-Electron kort verði nálægt 25 milljörðum á árinu þannig að heildarkortavelta VISA nemi um 75 milljörðum. Greiðslukortaveltan röskur þriðjungur einkaneyslu Áætlað er að Eurocard hafi um fjórðungs hlutdeild á þessum markaði þannig að alls má gera ráð fyrir að heildarkortaveltan nemi um 100 milljörðum á árinu. Þetta samsvarar röskum þriðjungi áætlaðrar einkaneyslu í landinu á þessu ári. Á sama tíma hefur tékkanotkun farið ört minnkandi. í máli Einars S. Einarssonar, framkvæmdastjóra VISA íslands, kom fram að íslendingar bera höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir hvað snertir greiðslukortanotkun. Framundan eru nýjungar á þessu sviði og nefndi Einar þar sérstak- lega myntkort, sem ætlað er að leysa seðla og mynt af hólmi í smærri viðskiptum. Mikil eftirspurn eftir kerum Sæplasts Ný ársfjórðungsskýrsla VÍB Stefnir í 15% veltu- aukningu á þessu ári MJÖG mikil eftirspurn hefur verið eftir framleiðsluvörum Sæplasts hf. siðustu vikur og mánuði, og hefur verksmiðja félagsins verið keyrð á fullum afköstum við framleiðslu á fisk- Spá hækkun langtíma vaxta kerum frá því í ágústbyrjun. Því hefur verið unnið á auka- vöktum um allar helgar síðustu þrjá mánuði, og fyrirsjáanlegt að svo verði á næstunni, segir í frétt frá Sæplasti. Verkefnastaða fyrirtækisins er góð um þessar mundir, og gera áætlanir ráð fyrir að rekstrartekjur fyrirtækisins aukist um allt að 15% á þessu ári, en á síðasta ári var velta fyrirtækisins 361 mkr. í kjölfar þessarar eftirspurnar er nú ver- ið að gera áætlanir um að auka afkastagetu fyrirtækisins í keraframleiðslu. hóf Sæplast framleiðslu á plast- rörum og hefur sú framleiðsla aukist um 60% milli ára. Starfsmenn Sæplasts hf. eru nú 29 talsins. Velta fyrirtækis- ins fyrstu 6 mánuði ársins var 191 mkr., sem er 16% aukning frá árinu 1994. Hagnaður fé- lagsins fyrstu 6 mánuði ársins var ríflega 20 m.kr. VERÐBRÉFAMARKAÐUR ís- landsbanka (VÍB) spáir því að vext- ir hér á landi eigi eftir að hækka á fjórða ársfjórðungi og er það rak- ið til aukinnar eftirspurnar eftir ijármagni. Ekki er þó gert ráð fyr- ir stórvægilegri vaxtahækkun, en búist er við að verðtryggðir vextir hækki um fímm til tíu punkta. Af þessum sökum er lögð áhersla á stutt verðtryggð skuldabréf en dregið úr vægi bréfa til langs tíma í fjárfestingarstefnu fyrirtækisins. Þetta kemur fram í nýrri árs- fjórðungsskýrslu VÍB en þar segir að aukin eftirspurn eftir fjármagni sé tilkomin bæði frá opinberum aðilum og fjármálastofnunum. Bent er á að fyrstu átta mánuði ársins hafi verið seld markaðsskuldabréf til lengri tíma fyrir rúma 24 millj- arða eða fyrir rúma 3 milljarða á mánuði að jafnaði. Búist er við að framboð skuldabréfa verði mun meira á seinni hluta ársins 1995. Þannig hafi sveitarfélög, fyrirtæki, banka og aðrar fjármálastofnanir boðið út skulda.bréf fyrir samtals 7,4 milljarða í ágúst og september. „Erum ekki sannfærð um að lækkun sé varanleg" Ásgeir Þórðarson, forstöðumaður hjá VÍB, segir að fyrirtækið hafi tekið þeirri vaxtalækkunarhrinu sem orðið hafi að undanförnu af meiri varfærni en aðrir. „Við erum ekki sannfærð um að lækkun sé varanleg heldur gætu vexirnir farið upp aftur. Skoðun okkar sem birt- ist í skýrslunni er meira í takt við það ennþá. Lækkunin breytti byij- unarpunktinum en við sjáum þróun- ina fyrir okkur með sama hætti. Byijunarpunkturinn varð lægri en kom fram í okkar módeli. Við teljum okkur sjá merki þess á markaðnum að hann sé að komast í jafnvægi og eftirspurnin eftir bréfum sé að minnka en framboðið að aukast." Hugmyndastefna fjármálaráðherra um nýskipan í ríkisrekstri Hvatt til umbóta í ríkisrekstri Ker seld til 25 landa í öllum heimsálfum Sala fyrirtækisins á kerum hefur eins og áður skipst nokk- uð jafnt mili sölu innanlands og erlendis. Á þessu ári hefur Sæ- plast selt ker til um 25 landa í öllum heimsálfum. Framleiðsla á plastvörum fyrir byggingariðnaðinn er nú orðin um 15% af heildarveltu fyrirtækisins, og hefur aukist jafnt og þétt. Hér er um að ræða rotþrær, tengibrunna og nú síðast plaströr. Á síðasta ári FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráð- herra, efnir til námstefnu nk. þriðjudag, 7. nóvember kl. 9.00 á Scandic Hótel Loftleiðum. Þetta er fyrsta námstefna sinnar tegundar, en á henni verða kynntar aðgerðir og hugmyndir um bætta stjórnun og verklag í ríkisrekstri. Fjármálaráðherra setur stefnuna og mun kynna yfirmönnum ríkis- stofnana og öðrum gestum mark- mið fjárlagafrumvarpsins, áherslur í ríkisrekstri og langtímaáætlun í ríkisfjármálum Að lokinni ræðu ráðherra munu fjölmörg ráðuneyti, stofnanir og fyrirtæki, - opinber og einkarekin, kynna nýjungar í rekstri í sérstök- um sýningarbásum. Þar á meðal munu Flugleiðir benðtr á leiðir til að spara í ferðalögum opinberra starfsmanna og kynna Saga Class 2 fargjöld sem eru 10-42% ódýrari en hefðbundin Saga Class fargjöld. Fluttir verða á fjórða tug fyrir- lestra. Hugmyndastefnan á að hvetja opinberar stofnanir og fyrir- tæki til nýjunga og umbóta í rekstri. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að ríkissjóður verði rekinn hallalaus árið 1997. Umtalsverður árangur hefur náðst í lækkun ríkis- útgjalda hér á landi á undanförnum árum, en þau hafa lækkað um 6-7% frá 1991. En hyggist ríkis- stjórnin ná fram settum markmið- um þarf enn að finna leiðir til sparnaðar. Markmið nýskipunar í ríkisrekstri er að leita leiða til þess að einfalda og bæta reksturinn og draga úr ríkisútgjöldum. Er hug- myndastefnunni ætlað að efla áhuga sem flestra á því að ná því markmiði. Olían treystir stöðu sína London. Reuter. OLÍA treysti stöðu sína á heimsmarkaði í gær eftir 35 senta hækkun á verði tunn- unnar í vikunni. Desemberverð í London lækkaði um 4 sent í 16,60 dollara tunnan í gær. Sú litla lækkun var talin eðlileg afleið- ing hækkana fyrr í vikunni sem náðu hámarki á fimmtu- dag. Þá komst verðið í 16,64 dollara tunnan og hafði ekki verið hærra í sex vikur, en það var 16,27 dollarar tunnan í vikubyijun. Athyglin beinist æ meir að ráðstefnu Samtaka olíusölu- ríkja, OPEC, sem hefst í Vín 21. nóvember. Þar verða ákvarðanir teknar um fram- leiðslumagn næstu tólf mán- uði. í London er sagt að olíu- verðið muni ekki hækka meir vegna OPEC-fundarins, en búizt er við litlum lækkunum. Spáð er kuldakasti í Evrópu og kaldara veðri en í meðallagi í miðvesturríkjum Bandaríkj- anna. Sala á gasolíu og olíu til upphitunar hefur aukizt. Staða hráolíu er talin hafa styrkzt við það að hráolíufram- leiðsla ríkisolíufyrirtækisins Pemex í Mexíkó dróst saman um einn þriðja í október vegna skemmda af völdum fellibylja. Volvo spáð minni gróða Stokkhólmi. Reuter. VOLVO mun skila hagnaði upp á 11 milljarða sænskra króna fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við 12.7 milljarða á sama tíma 1994 samkvæmt könnun Re- uters. Hagnaður á árinu í heild fyrir skatta verður 15.3 millj- arðar sænskra króna saman- borið við 16.4 milljarða í fyrra. Volvo hefur sagt að eigna- tekjur upp á 3.1 milljarð sæn- skra króna verði taldar með í níu mánaða yfirliti, sem verður kunngert 8. nóv. Á níu mánuðumn til sept- emberloka seldi Volvo 56.700 vörubíla, 15% fleiri en á sama tíma í fyrra. Volvo hefur stefnt að því að smíða 80.000 vöru- bíla í ár, en seldi 68.490 í fyrra. Evrópsk gæðavika hefst á mánudag EVRÓPSK gæðavika, sem haldin er hér á landi, hefst á mánudag. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá alla vikuna sem er þátttakendum að kostnaðarlausu. Markmiðið með evrópskri gæðaviku, að því er fram kemur í frétt, er að tileinka eina viku á ári hveiju aukinni almennri gæða- vitund og kynna gildi og mikil- vægi gæða fyrir samkeppnis- hæfni evrópsks efnahagskerf- is. Alls eru skipulagðar átta uppákomur vegna gæða- vikunnar víðs vegar um borg- ina, auk einnar uppákomu á Akureyri. Það er Gæðastjórn- unarfélag íslands sem stendur fyrir evrópskri gæðaviku hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.