Morgunblaðið - 04.11.1995, Side 4

Morgunblaðið - 04.11.1995, Side 4
4 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg KISTA Þórðar Júlíussonar borin frá Fella- og- Hólakirkju. Flateyringar j arðsungnir TVÖ fómarlömb snjóflóðanna á Flateyri voru jarðsungin í gær. Benjamín Gunnar Oddsson, var jarðsunginn frá Flateyrarkirkju. Fjölmenni var við útförina. Sr. Kristinn Jens Sigurþórsson, sókn- arprestur á Þingeyri, jarðsöng. Kirkjukórinn á Þingeyri söng við útförina og Árni Brynjólfsson lék á harmóniku. Jarðsett var í Holts- kirkjugarði. Þórður Júlíusson var jarðsung- inn frá Fella- og Hólakirkju í Reykjavík. Séra Hreinn Hjartars- son jarðsöng, kirkjukór Fella- og Hólakirkju söng, Bergþór Pálsson söng einsöng, organisti var Lenka Mátéova. Fjölmenni var við útför- ina, þar á meðal forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir. Morgunblaðið/Þorkell KIRKJAN á Flateyri var full út úr dyrum við útför Benjamíns Gunnars Oddssonar. Morgunblaðið/Þorkell úr Skollahvilft SNJÓFLÓÐIÐ sem féll úr Skollahvilft á Flateyri var gríðarlega stórt. Undanfama daga hafa verið hlýindi á Flat- eyri og í gær rigndi þannig að snjórinn hefur sjatnað mikið og er ekki lengur talin snjó- flóðahætta í byggð. Öll umferð um fjallið er þó stranglega bönnuð. Morgunblaðið/Þorkell SKÓFLUR björgunarsveitarmanna standa við Bakariið á Flat- eyri, þar sem stjórnun hreinsunarstarfsins fer fram, í jaðri snjóflóðsins. 110-120 manns við hreinsun og hjálparstörf Fjölskylda flytur á ný á heimili sitt við Unnarstíg 8 . • xau'; ( Tnrowi Morgunblaðið/Þorkell HJÓN með tvö böm fengu í gær heimild til að flytja að nýju inn í hús sitt við Unnarstíg 8 á Flateyri. Húsið stendur i jaðri snjó- flóðsins og er það fyrsta húsið á hættusvæði sem flutt er í eftir að snjóflóðið féll í síðastliðinni viku. ÖLL hreinsun á snjóflóðasvæðinu á Flateyri lá niðri eftir hádegi í gær vegna útfarar Benjamíns Gunnars Oddssonar sem fram fór frá Flat- eyrarkirkju kl. 14. Síðdegis kom hópur björgunarmanna til Flateyrar og leysti af hópinn sem hefur unnið að hreinsun á svæðinu síðustu daga. Verður hreinsun haldið áfram fram á sunnudag. Alls hafa milli 110 og 120 manns unnið við hreins- un og önnur hjálparstörf í tengslum við uppbygginguna á Flateyri eftir snjóflóðið á seinustu dögum. Björg- unarsveitarmenn koma alls staðar að af landinu. Komu m.a. hópar björgunarsveitarmanna úr Þingeyj- arsýslu og af Austfjörðum til Flat- eyrar í fyrradag. Björgunarsveitarmenn, sem rætt var við í gær, sögðu að hreinsunin gengi mjög vel og luku þeir miklu lofsorði á það fólk sem starfað hefði þrotlaust undanfarna daga við mat- seld og veitt aðra aðstoð í tengslum við björgunar- og uppbyggingar- starfið á Fiateyri. Vinnsla afla hélt áfram hjá Kambi í gær og á sunnudagskvöld er Gyllir væntanlegur með afla til vinnslu. Milli tíu og tuttugu manns víða á landinu hafa að undanförnu spurst fyrir um vinnu hjá Kambi. Húsið stendur í jaðri snjó- flóðsins Flatcyri. Morgunblaðið. HJONIN Guðríður Kristjáns- dóttir og Matthías Arnberg Matthíasson fluttu síðdegis i gær ásamt tveimur börnum sín- um inn i einbýlishús sitt við Unnarstíg 8 á Flateyri. Húsið stendur í jaðri snjóflóðsins sem féll á byggðina aðfaranótt 2G. október. Flóðið féll alveg upp að húsinu en olli þó engum skemmdum á því, hins vegar skemmdist bilskúr, sem verið er að bj/ggja við húsið, nokkuð af völdúm flóðsins. Enginn í húsinu þegar flóðið féll Húsið var mannlaust þegar snjóflóðið féll. Matthías og Guð- ríður voru stödd í Reyly'avík en börn þeirra voru í pössun í ör- uggu húsnæði á Flateyri nóttina þegar hamfarirnar urðu. Almannavarnanefnd Flateyr- kr heimilaði fjölskyldunni í gær að flylja á ný inn í húsið eins og þau höfðu óskað eftir, þar sem snjóflóðahættuástandi hef- ur verið aflétt á Flateyri. Mok- uðu björgunarsveitarmenn frá húsinu svo hægt væri að flytja inn í það. Byrjaði á að kveikja kertaljós Guðríður sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að nokkur uggur væri í þeim hjón- um en hún var þá nýkomin inn á heimili sitt með börnin. Hún sagði að þau hefðu talið skyn- samlegast að flylja aftur inn í húsið, þar sem margir væru í þörf fyrir húsnæði á Flateyri. Kvaðst hún hafa byrjað á að kveikja á kertaljósum þegar hún kom inn í gær og setja þau út í glugga, því n\jög tómlegt væri um að litast og engin ljós sjáanleg í kring eins og þau voru vön. „Við ætlum að reyna þetta, að minnsta kosti á meðan það er svona gott veður. Ég veit ekki hvert framhaldið verð- ur. Ætli húsið sé ekki inni á rauðu svæði. Við verðum bara að sjá til hvernig okkur gengur að sofa í nótt,“ sagði hún. I \ \ \ I \ i % § i i i \

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.