Morgunblaðið - 25.11.1995, Page 2
2 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Forsætisráðherra hleypti Stöð 3 af stokkunum í gærkvöldi
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra gangsetur útsendingu Stððv-
ar 3 í gær. Hjá honum stendur framkvæmdastjóri stöðvarinn-
ar, Úlfar Steindórsson.
Áhorfendum og stöðinni
óskað til hamingju
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráð-
herra, hleypti Stöð 3 formlega
af stokkunum með aðstoð Úlf-
ars Steindórssonar, sjónvarps-
stjóra, kl. 19.30 í gærkvöldi.
Forsætisráðherra óskaði stöð-
inni og áhorfendum til ham-
ingju með áfangann og nýja
möguleika í sjónvarpsflórunni.
Bjarni Árnason, auglýsinga-
stjóri, bauð áhorfendur vel-
komna að skjánum fyrir hönd
starfsfólks og eigenda Stöðvar
3. Hann sagði að markmið
Stöðvar 3 væri að veita áhorf-
endum sínum vandaða og góða
dagskrá á góðu verði. „Við bjóð-
um fjölbreytta dagskrárrás en
að auki fjórar endurvarpsrásir
sem eru: frétta- og fréttaskýr-
ingarásin CNN, fræðslu- og
heimildarásin Discovery,
íþróttarásin Euro-sport og tón-
listarrásin MTV,“ sagði hann.
Von á nýjuhgum
á næstu vikum
Hann sagði að tæknibúnaður
Stöðvar 3 væri einn sá full-
komnasti sem völ væri á í
heiminum i dag. „En það sem
fer af stað hjá okkur í kvöld
er bara byijunin. Margar
nýjungar eiga eftir að líta
dagsins Ijós á næstu vikum. Og
sú sem þið verðið fyrst vör við
er afruglarinn okkar en með
honum er hægt að afrugla allar
fimm útsendingarrásir Stöðvar
3 samtímis. Þetta þýðir að t.d.
getur unglingurinn á heimilinu
verið að horfa á tónlistarrásina
MTV á sama tíma og aðrir
fjölskyldumeðlimir njóta
dagskrárrásar Stöðvar 3.“
Bjarni kynnti Úlfar Steind-
órsson, sjónvarpsstjóra, og Dav-
íð Oddsson, forsætisráðherra,
og óskaði Davíð stöðinni og
áhorfendum til hamingju með
áfangann og nýja möguleika í
sjónvarpsflórunni. Að þvi loknu
hleypti hann fyrsta dagskrár-
liðnum að. Grínleikarinn Rowan
Atkinson varð fyrstur á skjáinn
í fyrsta þætti nýrrar þáttarað-
ar. Að honum loknum var sýnt
nýlegt einkaviðtal BBC við Dí-
önu prinsessu í íslenskri þýð-
ingu.
Morgunblaðið/Þorkell
Ljósabúnaði
stolið af
lögreglu-
bifreiðinni
ísafjörður. Morgunblaðið.
AÐFARANÓTT föstudags var
aðvörunarljósabúnaði stolið af
einni af bifreiðum lögreglunnar
á ísafirði, þar sem hún stóð
fyrir utan bifreiðaverkstæði í
bænum og beið varahluta frá
umboðsaðila.
Síðdegis í gær höfðu þjófam-
ir ekki fundist og er málið í
rannsókn. Að sögn lögreglunn-
ar á ísafirði er verðmæti ljósa-
búnaðarins á þriðja hundrað
þúsund krónur. Aðfaranótt
miðvikudags var brotist inn í
veitingahúsið Sjallann á
ísafirði og þaðan stolið skipti-
mynt dagsins auk 50 króna
peninga sem tilheyra spilaköss-
um sem em á staðnum. Nóttina
á eftir var aftur brotist inn á
sama stað og tugþúsundum af
50 króna mynt stolið úr spila-
kössunum sjálfum auk þess
sem nokkurra flaskna af áfengi
er saknað.
Málið er í rannsókn og biður
lögreglan alla þá sem geta veitt
upplýsingar um bæði málin að
hafa samband hið fyrsta.
Hugmynd utanríkisráðherra um
gagnkvæma tryggingu fiskveiðiríkja
Tryggingakerfi nái
til allra ríkja Norð-
urskautsráðsins
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra setti fram þá hugmynd í
ræðu á miðstjórnarfundi Framsókn-
arflokksins í gærkvöldi, að væntan-
leg aðildarríki Norðurskautsráðsins
gætu sameinazt um gagnkvæmt
tryggingakerfi í fiskveiðum, reglur
til að hamla gegn mengun í Norður-
höfum og stefnumörkun um sjálf-
bæra nýtingu auðlinda.
í ræðu á fískiþingi fyrr í vikunni
ræddi utanríkisráðherra hugmyndir
um gagnkvæmt tryggingakerfi í
þorskveiðum, þannig að Islendingar
fengju heimild til veiða í norskri eða
rússneskri lögsögu þegar þorsk-
stofninn í íslenzkri lögsögu væri í
lægð, en Norðmenn og Rússar
fengju veiðiheimildir í íslenzkri lög-
sögu, þegar betur áraði við landið.
Norðurskautsráðið
öðrum til eftirbreytni
„Ég sé þessa hugmynd fyrir mér
í mun stærra samhengi," sagði Hall-
dór er hann fiutti yfirlitsræðu sína
á fundi miðstjórnar Framsóknar-
flokksins í gærkvöldi. Hann sagði
að fiskveiðiþjóðir í Norðurhöfum, til
dæmis þær átta, sem hyggjast
standa að stofnun Norðurskauts-
ráðsins í mars næstkomandi, gætu
orðið öðrum þjóðum til eftirbreytni
með því að sameinast um þrennt.
Halldór nefndi í fyrsta lagi strang-
ari reglur gegn mengun í Norðurhöf-
um, í öðru lagi stefnumörkun um
grundvallaratriði hvað varðar sjálf-
bæra nýtingu auðlinda og í þriðja
lagi gagnkvæmt tryggingakerfi í
veiðum. Slíkt kerfi sagði Halldór að
gæti minnkað álag á fiskistofnum
og jafnframt miðað að því að byggð-
arlög og þjóðir, sem ættu allt sitt
undir nýtingu auðlinda hafsins, yrðu
ekki fyrir alvarlegum skakkaföllum
vegna eðlilegra sveiflna í stærð mik-
ilvægra fískistofna.
Sameiginleg ábyrgð
heils heimshluta
„Ef slíkt samkomulag tækist væri
það fyrsta stóra skrefið í þá átt að
heill heimshluti taki sameiginlega
ábyrgð á umhverfí sínu og auðlind-
um,“ sagði utanríkisráðherra.
Gert er ráð fyrir að ísland, Noreg-
ur, Svíþjóð, Finnland, Danmörk,
Bandaríkin, Kanada og Rússland
verði stofnríki Norðurskautsráðsins,
sem á að stofna í Inuvik í Kanada
í marz á næsta ári.
Fjármálaráðherra um flutning grunnskóla
Tekjuskattshlutfall
lækki og- útsvar hækki
„ÉG HEF lagt áherslu á að flutning-
ur tekjustofna frá ríki til sveitarfé-
laga vegna grunnskólans taki mið
af áætluðum kostnaði ríkisins þegar
verkefnaflutningurinn á sér stað. Að
þessu leytinu til ætlar ríkið að sjálf-
sögðu ekki að hagnast af tilflutn-
ingnum heldur einungis að vera jafn
sett og áður,“ sagði Friðrik Sophus-
son fjármálaráðherra í ræðu sem
hann flutti á ráðstefnu um íjármál
sveitarfélaga í fyrrakvöld.
„Til að mæta þessum kostnaði er
lagt til að tekjuskattshlutfallið lækki
um tiltckna prósentu og að útsvars-
hlutfall hækki um samsvarandi pró-
sentu að meðaltali. Talið er að hver
prósenta í staðgreiðslu gefí tæplega
2,6 milljarða króna. Af hagkvæmn-
isástæðum er lagt til að báðar þessar
breytingar taki gildi hinn 1. janúar
1997. Hins vegar verði sveitarfélög-
um bættur kostnaður vegna flutn-
ings verkefna frá 1. ágúst til ársloka
1996, þannig að ríkið greiði þeim
hluta af fjárveitingum í fjárlögum
1996 vegna kostnaðar við grunn-
skólaverkefni sem flytjast frá ríki til
sveitarfélaga," sagði Friðrik.
Fram kom í máli fjármálaráðherra
að hann teldi að sveitarfélög stæðu
ríkinu ekkert að baki hvað varðaði
getu þeirra til þess að standa undir
rekstri grunnskólans og halda úti
öflugu grunnskólastarfi.
Félagsdómur úrskurðar í máli VSÍ gegn verkalýðsfélaginu Baldri á ísafirði
Frávísunarkröfu
ASÍ hafnað
. Morgunblaðið/Ásdís
RAGNAR Árnason, lögmaður VSÍ, skoðar úrskurð Félagsdóms.
Björn Bergsson, lögmaður ASÍ, fylgist með.
FÉLAGSDÓMUR hafnaði í gær
frávísunarkröfu lögfræðings ASÍ í
máli VSI gegn verkalýðsfélaginu
Baldri á Isafirði. Lögfræðingur ASI
tók sér frest til að íhuga hvort
málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar.
Ljóst er að málinu verður ekki lok-
ið áður en Iaunanefnd ASI og VSÍ
lýkur störfum um næstu mánaða-
mót.
Félagsdómur féllst í einu og öllu
á lagarök lögfræðings VSÍ í mál-
inu. Dómurinn telur að ákvæði
kjarasamnings um sáttanefnd girði
ekki fyrir að VSI geti borið ágrein-
ing aðila undir Félagsdóm, en
ákvæði um sáttanefnd hefur verið
í samningi félagsins í 45 ár án þess
að nefndin hafi komið saman. Þá
hafnar Félagsdómur því að VSÍ
hafí borið að stefna öðrum verka-
lýðsfélögum á Vestfjörðum, sem
sömdu um leið og Baldur, líkt og
lögfræðingur ASÍ hélt fram. Fé-
lagsdómur telur ekki útilokað að
VSÍ hafi lögvarða hagsmuni af því
að skorið sé úr ágreiningi um upp-
sögn Baldurs á kjarasamningi fé-
lagsins. Niðurstaða dómsins er því
að hafna, beri frávísunarkröfu ASI.
Vika í ákvörðun
um áfrýjun
Bjöm Bergsson, lögmaður ASÍ,
sagðist þurfa að skoða vandlega
rökstuðning Félagsdóms fyrir því
að hafna frávísunarkröfu áður en
hann gæti tekið ákvörðun um hvort
málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar.
Ákvörðunar væri ekki að vænta
* fyrr en um miðja næstu viku. Frest-
ur til að áfrýja er ein vika. Ákvörð-
un um áfrýjun þarf því ekki að
liggja fyrir fyrr en eftir að launa-
nefndin hefur lokið störfum.
Björn sagði að ef launanefndin
myndi segja upp samningum væri
tæplega ástæða til að halda máli
Baldurs áfram fyrir Félagsdómi þar
sem þá væri komin niðurstaða um
það atriði sem deilt væri um. Það
væri þó alfarið í höndum lögmanns
VSÍ að taka ákvörðun um það.
Ragnar Árnason, lögmaður VSÍ,
sagði að VSÍ hefði haldið því fram
að það hefði tæplega verið ástæða
til að leggja fram frávísunarkröfu
í þessu máli. Niðurstaða dómsins
staðfesti það mat. Hann sagðist
vera þeirrar skoðunar að krafan
hefði verið lögð fram í þeim til-
gangi að te§a málið þannig að nið-
urstaða í því fengist ekki fyrir
mánaðamót.
Sjálfstæðismenn
um Ásmundarsal
Listamenn
gangi inn í
tilboðið
FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks í
menningarmálanefnd Reykjavíkur
hafa lagt fram tillögu um að borgin
endurskoði áform sín varðandi kaup
á Freyjugötu 41, Ásmundarsal, og
bjóði listamönnunum Sigríði Jó-
hannsdóttur og Leifi Breiðfjörð, sem
gerðu tilboð í húsið, að ganga inn í
kaup borgarinnar. Afgreiðslu tillög-
unnar var frestað á síðasta fundi
menningarmálanefndar.
Flutningsmenn tillögunnar benda
á að húsið hafi mikið byggingasögu-
legt gldi. Það hafí verið tengt mynd-
list í 62 ár. „Því hefur verið haldið
fram að húsið sé slíkur kjörgripur
að leitun sé að öðru eins í gervallri
Evrópu,“ segir í greinargerð þeirra.
Sigríður og Leifur hafí hugsað sér
að búa í húsinu með vinnuaðstöðu
sína á sama hátt og upphaflega var
stofnað til. „Slík tilhögun tryggir
áfram menningarsögulega tilvist
Freyjugötu 41, Asmundarsals," segir
ennfremur.