Morgunblaðið - 25.11.1995, Síða 4

Morgunblaðið - 25.11.1995, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SAMANTEKT FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR Á SÖLU BÓKA FYRIR JÓLIN 1995 1.-21. NÓVEMBER 1995. UNNIÐ FYRIR MORGUNBLAÐIÐ, RÍKISÚTVARPIÐ, FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA OG FÉLAG BÓKA- OG RITFANGAVERSLANA. Bóksölulisti 1PAULA Isabel Allende. Útg.: Mál og menning 2MARÍA, KONAN BAK VIÐ GOÐSÖGNINA Ingólfur Margeirsson. Útg.: Vaka-Helgafell hf. 3EKKERT AÐ ÞAKKA! Guðrún Helgadóttir. Útg.: Vaka-Helgafell hf. 4HRAUNFÓLKIÐ Bjöm Th. Björnsson. Útg.: Mál og menning 5BARNASÁLFRÆÐI Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Útg.: Mál og menning 6 7 8 9 10 AFREK BERTS A. Jacobsson ogS. Olsson. Útg.: Skjaldborg SKUGGAR VÖGGUVÍSUNNAR Súsanna Svavarsdóttir. Útg.: Forlagið VILHJÁLMUR STEFÁNSSON LANDKÖNNUÐUR William R. Hunt. Útg.: Hans Kristján Ámason TÝRA OG DÝRIN í SVEITINNI Pestaliozzi. Útg.: Vaka-Helgafell hf. KONUNGUR UÓNANNA Gina Ingoglia.Walt Disney. Útg.: Vaka-Helgafell hf. Einstakir flokkar: 1 HRAUNFÓLKIÐ Björn Th. Björnsson. Útg.: Mál og menning 2 SKUGGAR VÖGGUVÍSUNNAR Súsanna Svavarsdóttir. Útg.: Forlagið 3 HJARTASTAÐUR Steinunn Sigurðardóttir. Útg.: Mál og menning 4 RAUÐA SERÍAN (4 bækur) Útg.: Ásútgáfan 5_6 Á VALDI ÓTTANS Bodil Forsberg. Útg.: Hörpuútgáfan jC.fi HVÍLDARLAUS FERÐ INN í DRAUMINN Matthías Johannessen. Útg. Hörpuútgáfan 7 Á HÆTTUSLÓÐUM Jack Higgins. Útg.: Hörpuútgáfan g HVAR ER LAND DRAUMA Rögnvaldur Finnbogason. Útg.: Forlagið 9-10 VERÖLD SOFFÍU Jostein Gaarder. Útg. Mál og menning 9-10 kvöld í uósturninum Gyrðir Elíasson. Útg.: Mál og menning Almennt efni 1 2 PAULA Isabel Allende. Útg.: Mál og menning MARÍA, KONAN BAK VIÐ GOÐSÖGNINA Ingólfur Margeirsson. Útg.: Vaka- Helgafell BARNASÁLFRÆÐI Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Útg.: Mál og menning VILHJÁLMUR STEFÁNSSON LANDKÖNNUÐUR William R. Hunt. Útg.: Hans Kristján Ámason EINKALÍF PLANTNA David Attenborough. Útg.: Skjaldborg 0 RAGNAR í SKAFTAFELLI Helga K. Einarsdóttir. Útg.: Hörpuútgáfan 7 8 9 ÍSLENSKT GRJÓT Hjálmar R. Bárðarson. Útg.: höfundur KARLAR ERU FRÁ MARS, KONUR ERU FRÁ VENUS Dr. John Gary. Útg.: Bókaútgáfan Vöxtur HEIMSBYGGÐIN. MANNKYNSSAGA Sveen, Aastad o.fl. Útg.: Mál og menning ■|Q BÆTIEFNABÓKIN Sigurður Ólafsson og Harald Jóhannesson. Útg.: Mál og menning Börn og unglingar 1 2 3 4 5 6 7 8-9 8-9 10 EKKERT AÐ ÞAKKA! Guðrún Helgadóttir. Útg.: Vaka-Helgafell hf. AFREK BERTS A. Jacobsson og S. Olsson. Útg.: Skjaldborg TÝRA OG DÝRIN í SVEITINNI Pestaliozzi. Útg.: Vaka-Helgafell hf. KONUNGUR UÓNANNA Gina Ingoglia. Walt Disney. Útg.: Vaka-Helgafell hf. HUNDALÍF Walt Disney. Útg.: Vaka-Helgafell hf. SIMBI ÆFIR SIG! Walt Disney. Útg.: Vaka-Helgafell hf. POCAHONTAS ÆVINTÝRABÆKUR Walt Disney. Útg.: Vaka-Helgafell hf. ARI OG ÁSA LEIKA SÉR Endurs.: Stefán Júlíusson. Útg.: Björk SKORDÝRAÞJÓNUSTA MÁLFRÍÐAR Sigrún Eldjárn. Útg.: Forlagið KEFLAVÍKURDAGAR- KEFLAVÍKURNÆTUR Lárus Már Bjömsson. Útg.: Mál og menning Magnús L. Sveinsson Launa- nefnd ein getur sagt upp samn- ingum MAGNÚS L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, telur engan vafa leika á að það sé alfarið í valdi launanefndar ÁSÍ og vinnuveitenda að segja upp samning- um. Einstök félög geti ekki sagt þeim upp þar eð þau hafi með undir- ritun samninga lagt það mat í vald launanefndar. „Það er ekki hægt að misskilja það,“ sagði Magnús. Magnús sagði að ef eining yrði innan launanefndar um að forsendur samninga hefðu staðist myndu þeir gilda út næsta ár. Ef ágreiningur yrði innan launanefndar um samn- ingsforsendur kæmi það líklega í hlut Félagsdóms að kveða upp úr um gildi samninga. „Ef t.d. fulltrúar ASÍ í launanefnd telja að segja beri samningum upp, en vinnuveitendur telja ekki forsendur vera fyrir upp- sögn, geta þeir stefnt málinu fyrir Félagsdóm, þ.e.a.s. ef þeir vilja ekki una ákvörðun fulltrúa ASÍ.“ VR vill leiðréttingu Trúnaðarmannaráð VR kom sam- an til fundar í fyrrakvöld. Fundurinn samþykkti ályktun þar sem sett er fram krafa um „að aftur verði snúið til þeirrar stefnu, sem mörkuð var með febrúarsamningunum, til að tryggja að þeir sem lægstu launin hafa, beri meira úr býtum en þeir sem hærri laun hafa. Sú krafa er því gerð, að samið verði um hækkun til félaga innan ASÍ, til að tryggja að það markmið náist." Fundurinn bendir á að hagdeild ASÍ hafí komist að þeirri niðurstöðu að laun félagsmanna í ASÍ þurfí að hækka um 3.142 krónur til að þeir fái sömu hækkanir og opinberir starfsmenn hafi fengið. í þessari tölu sé þó ekki tekið tillit til launáhækk- ana kennara eða launahækkana al- þingismanna. Magús L. sagði nauð- synlegt að þessi munur yrði leiðrétt- ur. Mjög sterk og almenn reiði væri á meðal launþega, sem sömdu fyrst með það að leiðarljósi að þeir væru að tryggja stöðugleika og að þeir væru að stuðla að jafnlaunastefnu. Vinnuveitendur yrðu að koma til móts við þessa reiði til að afstýra meiriháttar átökum á vinnumarkaði. Alþýðusamband íslands og VSÍ hafa náð samkomulagi um endurskoðun á lífeyrissjóðakerfinu Skylduaðild verður áfram að einstökum sjóðum LAUNÞEGUM verður áfram skylt að greiða iðgjald í lífeyrissjóði við- komandi starfsstéttar eða starfs- hóps, samkvæmt nýju samkomulagi ASÍ og VSÍ sem nú liggur fyrir um Iífeyrismál. Þar er ítrekað að ið- gjaldagreiðslur og lífeyrisréttindi verði áfram hluti umsaminna kjara og viðfangsefni kjarasamninga. Þá hafa ASÍ og VSÍ jafnframt komið sér saman um nýjar og stór- hertar reglur um rekstur og upp- byggingu lífeyrissjóðanna. Eru nú tekin af öll tvímæli um að eignir þurfí að duga fyrir skuldbindingum til þess að lífeyrissjóði sé heimilt að taka við iðgjöldum. Þetta kom fram á aðalfundi Sam- bands almennra lífeyrissjóða í gær þar sem Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, og Kári Amór Kárason, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Norðurlands, kynntu samkomulagið. Er stefnt að því að það verði tekið til afgreiðslu hjá samtökum vinnumarkaðarins í næstu viku. Bankaeftirlit getur gripið inn í reksturinn Hinar nýju reglur fela í sér þá grundvallarbreytingu að ákveðin lágmörk eru sett varðandi lífeyris- réttindi. Lífeyrissjóðir sem starfa á grundvelli hins nýja samkomulags skulu tryggja hverjum sjóðfélaga rétt til ellilífeyris, endurhæfíngar- og örorkulífeyris, makalífeyris og barnalífeyris gegn greiðslu samn- ingsbundins iðgjalds. Nánar er kveðið á um útreikninga á einstök- um réttindum í reglunum. Þá verður allt eftirlit stórhert með rekstri sjóðanna og upplýs- ingagjöf til sjóðfélaga aukin tíl muna. Þannig verður stjórn lífeyris- sjóðs skylt að láta fara fram trygg- ingarfræðilega úttekt á fjárhag sjóðsins árlega og skal niðurstaða úttektarinnar vera hluti af reikn- ingsskilum lífeyrissjóðsins um hver áramót. Skal úttektin miða við sam- ræmdan reiknigrunn lífeyrissjóða. Ef úttekt leiðir í ljós að lífeyrissjóð- ur uppfyllir ekki ákvæði samnings- ins og ekki eru horfur á breytingu til batnaðar á næstu þremur árum telst sjóðurinn ekki gjaldhæfur. Við slíkar aðstæður skal stjórn Lífeyrissjóðir verða að geta staðið undir ákveðnum lágmarksrétt- indum, en skulu sameinast öðrum sjóðum ella viðkomandi sjóðs leggja fram tillög- ur um breytingu á reglugerð ef svigrúm er til að færa réttindi að eignum og tekjum. Ef sjóðurinn uppfyllir hins vegar ekki gjald- hæfískröfur miðað við lágmarks- réttindi ber stjórninni að leita sam- komulags við annan lífeyrissjóð eða sjóði um sameiningu. Ef stjóm sjóðsins eða ársfundur sinnir ekki skyldum sínum skal bankaeftirlitið hlutast til um að gripið sé til viðhlít- andi ráðstafana til að tryggja hags- muni sjóðfélaga. Skal það að undan- genginni áskorun til sjóðsstjómar um úrbætur yfirtaka rekstur sjóðs- ins og skipa honum skilanefnd. Iðgjöld til lífeyrissjóða skulu áfram nema 10% af öllum launa- tekjum -*starfsmanna, 16-70 ára, hveiju nafni sem þau nefnast. Skýr ákvæði um innheimtu liggja fyrir og skal senda sjóðfélögum yfírlit a.m.k. tvisvar á ári yfír greidd ið- gjöld þeirra vegna. Þá skal stjóm lífeyrissjóðs boða til ársfundar sjóðsins fyrir júnílok ár hvert sem hefur æðsta vald í málefnum lífeyr- issjóðsins. Allir sjóðfélagar, jafnt greiðandi sem lífeyrisþegar eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti. Sérstakt fulltrúaráð fer hins vegar með atkvæði á fund- inum. Lífeyrissjóðir skulu ennfrem- ur birta í dagblöðum helstu niður- stöður úr rekstri sínum einu sinni á ári. Strangar reglur um stjórnar- setu í fyrirtækjum ítarlegar reglur hafa verið samd- ar um störf og skyldur stjórnenda lífeyrissjóðanna. Gert er ráð fyrir að stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri lífeyrissjóðs skuli ekki sitja í stjórnum atvinnufyrir- tækja í umboði hans, Þetta gildir þó ekki um fyrirtæki sem stofnuð em til'að sinna sérstökum þáttum í starfsemi sjóðsins né heldur áhættufjármagnsfyrirtækjum sem sjóður á hlut í. Stjórn lífeyrissjóðs er skylt að ávaxta féð með hliðsjón af þeim kjömm sem best eru boðin á hverj- um tíma, að teknu tilliti til áhættu og með hliðsjón af langtímaskuld- bindingum sjóðsins. Heimilt verður að fjárfesta í ýmsum traustum skuldabréfum en hlutabréfaeign getur að hámarki orðið 50% af eig- in fé sjóðsins og skulu a.m.k. 85% fjármuna sem bundnir eru í hlutafé vera í félögum á Verðbréfaþingi Islands. Þá er einnig heimilt að fjár- festa í erlendum verðbréfum enda séu þau skráð á opinberum verð- bréfaþingum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.