Morgunblaðið - 25.11.1995, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 9
FRÉTTIR
BSRB vill veiðileyfa-
gjald í sjávarútvegi
BANDALAGSRÁÐSTEFNA
BSRB samþykkti í gær ályktun
um sjávarútvegsmál þar sem lagt
er til að tekið verði upp veiðileyfa-
gjald. Að mati BSRB hefur núver-
andi fiskveiðistjórnkerfi ekki skil-
að tilætluðum árangri. Bæta þurfi
umgengni um auðlindina og gera
þá kröfu til útgerðarinnar að öllum
afla sé landað.
„Núverandi fiskveiðistjórnunar-
kerfi hefur ekki skilað tilætluðum
árangri. Kvótinn hefur safnast á
fáar hendur, umgengnin við auð-
lindina er slæm, sóun í kerfinu er
mikil og kerfið hefur stuðlað að
því að útgerðarmenn eru farnir
að líta á kvótann sem eign sína.
Þar af leiðandi er kerfið lokað og
engin endurnýjun á sér stað meðal
útgerðaraðila.
BSRB telur að sníða eigi gallana
af fiskveiðistjórnuninni og breyta
kerfinu þannig að ríkið taki gjald
fyrir aflaheimildir. Kvótinn gengur
nú þegar kaupum og sölum þann-
ig að með þessu er ekki verið að
íþyngja útgerðinni með auknum
álögum. Taka verður tillit til nú-
verandi handhafa kvóta og veita
þeim aðlögunartíma að nýju og
breyttu kerfí. Áhersla verði lögð
á verndunarsjónarmið og sjálfbær
nýting höfð í fyrirrúmi. Allur afli
skal fara um innlenda fiskmark-
aði, en með því fæst eðlileg verð-
myndun á aflanum auk þess sem
eftirlit verður skilvirkara. Stuðla
þarf að því að fullvinnsla sjávaraf-
urða aukist hér á landi,“ segir í
ályktuninni.
BSRB vill að íslenskur sjávarút-
vegur sé áfram undir stjórn Islend-
inga, en telur rétt að löggjöfin um
erlenda eignaraðild verði endur-
skoðuð þannig að óbein erlend
aðild verði viðurkennd í lögum,
enda sé slík eignaraðild þegar
staðreynd.
Dregið úr opinberri
verðlagningu á búvörum
Bandalagsráðstefnan sam-
þykkti einnig ályktun um landbún-
aðarmál, en í henni er hvatt til
þess að dregið verði úr tengingu
á milli byggðastefnu og sauðfjár-
og mjólkurframleiðslu. Höggvið
verði á framleiðslutengingu
styrkja í landbúnaði. Gerð verði
langtímaáætlun um stuðning í
landbúnaðarframleiðslu þannig að
framleiðendur viti hvað framtíðin
beri í skauti sínu. BSRB vill einn-
ig að endurskoðunarákvæði
GATT-samkomulagsins verði nýtt
þannig að tollvernd verði lækkuð
í áföngum. Þá vill BSRB að lögum
verði breytt þannig að öllurn opin-
berum afskiptum af verðlagningu
búvara, öðrum en kindakjöti og
mjólk, verði hætt.
í ályktun BSRB um fæðingaror-
lof er krafist tveggja vikna fæð-
ingarorlofs fyrir feður. Jafnframt
er þess krafist að foreldrum ungra
barna verði gert kleift að fara
.tímabundið í hlutastarf óski þeir
þess. Ráðstafnan samþykkti einn-
ig að hvetja atvinnurekendur,
bæði hjá hinu opinbera og á al-
mennum markaði, að greiða ið-
gjöld í sameiginlegan fæðingaror-
lofssjóð. Sjóðurinn standi undir
gi-eiðslum til foreldra í fæðingaror-
lofi, en ekki viðkomandi atvinnu-
rekandi beint.
Hugbúnaðarkerfi Kögunar hf. tilbúið á síðari hluta næsta árs
Hönnun og smíði loftvarna-
kerfisins flutt til Islands
íslenskum starfsmönnum fjölgað við verkefnið
HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ
Kögun hf. hefur flutt alla starfsemi
sína frá Bandaríkjunum til íslands
en fyrirtækið hefur undanfarin ár
unnið að hönnun og uppbyggingu
hugbúnaðarkerfís' fyrir íslenska
loftvarnakerfíð, sem Hughes-flug-
vélaverksmiðjumar eru að smíða
fyrir Atlantshafsbandalagið og sett
verður upp hér á landi.
Aðalverktakinn Hughes Air-
craft og Computer Science Corpor-
ation, sem sér um fjarskiptahluta
verksins, hafa einnig flutt starf-
semi sína vegna smíði loftvarna-
kerfisins til Islands og hefur ís-
lenskum tæknimenntuðum starfs-
mönnum verið fjölgað við þessi
verkefni á kostnað útlendinga.
19 af 20 starfsmönnum Kögun-
ÞÓRUNN Sveinbjömsdóttir, for-
maður Sóknar, var kjörin formaður
Sambands almennra lifeyrissjóða
(SAL) á aðalfundi sambandsins í
gær og tekur hún við af Gunnari
J. Friðrikssyni.
Þórunn hefur setið í fram-
kvæmdastjórn SAL frá árinu 1986
og var fyrsta konan sem tók þar
sæti á sínum tíma.
Auk hennar voru kjörnir í fram-
ar, sem hafa verið í Kaliforníu frá
árinu 1990 vegna verkefnisins, eru
komnir til Islands en einn starfs-
maður varð eftir í Washington þar
sem hann leitar nýrra verkefna
fyrir Kögun, að sögn Gunnlaugs
M. Sigmundssonar, framkvæmda-
stjóra fyrirtækisins.
Hugbúnaðurinn sem notaður
verður í þetta nýja loftvarnakerfí
hefur aldrei verið smíðaður áður.
Verkið er nú þegar töluvert á eft-
ir áætlun en gert er ráð fyrir að
Kögun ljúki smíði hugbúnaðarins
á síðari hluta næsta árs. Þá verður
kerfíð tekið út og ætti að vera til-
búið til gangsetningar um áramót-
in 1996/97. Kögun hf. hefur
einkaleyfí á viðhaldi og þróun hug-
búnaðarins hér á landi.
kvæmdastjórn-
ina þeir Amar
Sigurmundssson,
varaformaður,
Þórarinn V. Þór-
arinsson, Hall-
grímur Gunnars-
son, Kári Amór
Kárason og Guð-
mundur Hilmárs-
son.
Samtals voru rúmlega 70 ís-
lendingar, að meðtöldum fjölskyld-
um starfsmanna Kögunar, í Kali-
forníu vegna verkefnisins. „Við
höfum lokað skrifstofunni sem við
vorum með í Los Angeles en nú
erum við að bæta við okkur fólki
hér heima. Við ráðum aðallega
véltæknimenn og fjölgum starfs-
liðinu um tíu alls,“ segir Gunn-
laugur. Samtals munu því 32
starfa hjá fyrirtækinu eftir áramót.
Koma vel undirbúnir úr
Háskóla íslands
Upprunalega áætlunin gerði ráð
fyrir að smíði hugbúnaðarkerfisins
yrði lokið í ágúst 1994 en það er
orðið mun stærra og viðameira en
ráð var fyrir gert í upphafi og er
komið i 650 til 700 þúsund forrita-
línur, að sögn Gunnlaugs.
íslenskir rafmagnsverkfræðing-
ar, tölvunarfræðingar og stærð-
fræðingar störfuðu við hönnun
hugbúnaðarins og að gerð hermi-
líkana fyrir loftvarnakerfið hjá
Hughes verksmiðjunum á vegum
Kögunar. Gunnlaugur sagði
ánægjulegt að fylgjast með hversu
vel undirbúnir og sérhæfðir þessir
einstaklingar hefðu komið úr Há-
skóla íslands. Sagði hann að þeir
hefðu staðið sérfræðingum Hugh-
es flugvélaverksmiðjanna fyllilega
á sporði.
MaxMara
Glœsilegur vetrarfatnaður
Ný sending
Opið í dag frá kl.12—15
Mari
Hverfisgötu 52-101 Reykjavík - s. 562-2862.
Kjörin formaður SAL
Næring og heilsa
David Calvillo gefur viðskiptavinum
góð ráð um vítamín og notkun
lækningajurta laugardag og sunnudag
Jólagjöfin
ar
i
Hitateppi,
hitadínur
Verð frá
Verð frá kr. 8.900
á meðan birgðir endast
Hitapúðar við
gigt og vöðvabólgu
Verð frá kr. 2.961
Olíufylltir rafmagnsofnar^®k
Eitt mesta úrval á landinu
Síðumúla 19,
sími 568-4911.
Nýjar húsgagnasendingar
Mikið úrval borðstofuhúsgagna á mjög hagstæðu verði, t.d.
Ijós eik - lituð eik - beyki - svart - hvítt - krisuberjaviður o.fl.
Mikið úrval af sófasettum og rókókóstólum frá de Angeli.
Vönduð vara - hagstætt verð.
Ath.: Ný sending af hjólaborðum o.fl.
Opið í dag til kl. 16 - Sunnudag frá kl. 14-16.
mrarannm
HUSGAGNAVERSLUN
Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 565 4100