Morgunblaðið - 25.11.1995, Page 10
10 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Atlanta
flýgur í
Kólom-
bíu
FLUGFÉLGIÐ Atlanta hf.
hefur nýlega gert samning
við Avianca La Aerolinea de
Colombia, sem er ríkisflugfé-
lag Kólombíu. Um er að ræða
daglegt flug milli Bogota,
höfuðborgar Kólombíu, og
New York. Samningurinn er
frá 1. desember til 14. janúar
1996 og mun Atlanta nota
eina Boeing 747-breiðþotu í
verkefnið. Um 60 starfsmenn.
munu starfa við verkefnið.
Sex breiðþotur í
pílagrímaflugi
Atlanta hefur verið boðin
til kaups Tri-Star þota sem
er í eigu American. Express
Bank og hefur félagið gert
gagntilboð en að sögn Magn-
úsar Friðjónssonar, íjármála-
stjóra Atlanta, hefur ekki
verið gengið frá neinum
samningum í því sambandi.
Pílagrímaflug á vegum Atl-
anta hefst í mars og verður
félagið með sex 747-breiðþot-
ur í því verkefni.
Stækkunarsamnmgarnir um álverið í Straumsvík
Orkuverð eftir afslátt-
artíma hærra en nú
FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð-
herra sagði í umræðum á Alþingi á
fímmtudag, að orkuverð það, sem
um var samið viðvíkjandi stækkun
álversins í Straumsvík, væri hærra
en búast hefði mátt við þegar geng-
ið var til samninga og miklum mun
hærra þegar afsláttartímabili sleppir
en samið var um þegar hækkun var
knúin fram með samningum árið
1984.
Finnur sagði að þó hefði verið
talið réttlætanlegt að „selja tíma-
bundið á lágu verði til að draga að
fjárfesta" og virtist ríkja samstaða
í öllum flokkum um þá leið.
Svavar Gestsson, þingmaður Al-
þýðubandalags í Reykjavík, situr í
stjórnarnefnd Landsvirkjunar og
sagði hann í fyrstu umræðu um að
veita stækkunarsamningnum laga-
gildi að væri þeirri reikningsaðferð
beitt, sem taka á gildi þegar afslátt-
artímabil á raforku til Alusuisse-
Lonza-samsteypunnar árið 2004, á
orkuverð í dag yrði það 21 mills á
kílówattstund í stað 17,5 nú.
Mikilvægasti
samningur frá 1966
Iðnaðarráðherra sagði að hér
væri á ferðinni mikilvægasti við-
skiptasamningur, sem gerður hefði
Frakkar hætti til-
raunasprengingnm
ÍSLENSK stjómvöld lýsa megnustu
óánægju með ákvörðun franskra
stjórnvalda um að halda áfram til-
raunasprengingum með sprengingu
fjórðu kjamasprengjunnar sl. þriðju-
dag. Skorað er á frönsk stjórnvöld
að taka tillit til almenningsálitsins
um allan heim og hætta við áform
sín um þær tvær til þrjár tilrauna-
sprengingar, sem fyrirhugaðar eru á
næsta misseri, segir í fréttatilkynn-
ingu frá utanríkisráðuneytinu.
4ra herb. íbúð m/bílskúr - Tilboð
Álfatún - Kópavogi - 4ra herbergja glæsileg íbúð á góð-
um útsýnisstað í 6 íbúða húsi til sölu. Laus nú' þegar.
Húsið er vandað og nýmálað, sameign, umhverfið og
lóðin eru sérstaklega snyrtileg og vel um gengin.
íbúðin verður seld tilbúin til að flytja inn í hana, nýmál-
uð með slípuðu og nýlökkuðu parketi.
Tilboðsverð kr. 9,5 millj. Áhvílandi hagstæð langtímalán
kr. 4,5 millj.
Upplýsingar alla helgina og virka daga milli kl. 18-22
í síma 565 8602 (Þorsteinn).
ssinsHsnm
LARUS Þ VALDIMARSSON, framkvamdasdori
KRISTJAN KRISTJANSSON, ioggiliur fasieignasau
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Rétt við FRAM-heimilið
í suðurenda við Safamýri glæsileg 5 herb. íb. um 120 fm á 1. heeð.
Eins og ný. Ágæt sameign. Góður bílskúr 48 fm. Einn vinsælasti stað-
urinn í borginni.
Ódýr íbúð við Grensásveg
3ja herb. tæpir 80 fm. Nýtt eldhús. Svalir. Útsýni. Góð sameign. Laus
nú þegar.
Ódýr íbúð í Kleppsholti
3ja herb. kjíb. tæpir 70 fm. Lítið níðurgr. Sérhiti. 40 ára húsnæðislán
kr. 2,6 millj. Vinnupláss um 10 fm fylgir. Tilboð óskast.
Á söluskrá óskast m.a:
Einbýlishús eða raðh. í Smáíbúðahverfi. Má þarfnast endurbóta. Skipti
mögul. á úrvalsíb.
2ja herb. íb., helst við Grensásveg eða nágrenni.
Einbýlishús í Hafnarfirði, raðh. kemur til greina. Má þarfnast endurbóta.
Góðar eignir, íbúðir eða sérhæðir, í vesturborginni og nágrenni.
• • •
Opiðídag kl. 10-14.
Fjöldi eigna á skrá.
Margskonar eignaskipti.
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
HUBIVE6118 S. 552 1158-552 1371
Rafmagn frá Landsvirkjun lækki
um 3% á ári eftir aldamót
verið frá því að samið var um að
reisa álver í Straumsvík árið 1966.
Stjómarandstæðingar voru flestir
hlynntir álsamningnum í umræð-
unum í gær, en ýmis atriði hans
voru gagnrýnd og þá sérstaklega
umhverfisþættir og orkuverð.
Kristín Halldórsdóttir, þingmaður
Kvennalista í Reykjavík, sagði að
það væri „með ólíkindum" hve mikið
hefði verið haft fyrir þessum áfanga
í atvinnulífi landsins og margt gerð-
Lt í atvinnulífínu án þess að þætti
tilefni til „flugeldasýningar" á borð
við þá, sem fylgdi undirritun álsamn-
ingsins. Hún benti á að störfum við
álverið fjölgaði um 90 við stækkun, ’
en fréttir af tveimur rækjuskipum,
sem nýlega var sagt að myndu skapa
70 mönnum vinnu, eða auknum
umsvifum Flugleiða, sem myndu búa
til 90 störf, hefðu ekki farið hátt.
Svavar Gestsson lýsti yfir stuðn-
ingi við frumvarpið, en kvaðst ekki
geta „skrifað upp á að þar [væru]
þau kaflaskil, sem iðnaðarráðherra
og ríkisstjórnin tala um“. Hann sagði
villandi að tala um mikilvægustu
samninga frá 1966 og varaði við því
að vekja væntingar, sem leiddu til
þess að menn fjárfestu, keyptu íbúð-
ir og flyttu búferlum til að eiga „að-
ild að veislunni. Slíkt er hrein blekk-
ingarstarfsemi“.
„Dapurlegar"
forsendur
Jóhanna Sigurðardóttir, þingmað-
ur Þjóðvaka í Reykjavík, fagnaði
samningnum, en sagði „dapurlegt"
á hvaða forsendum hann væri gerð-
ur. ísland væri orðið lágaunasvæði
og það væri notað til að freista út-
lendinga, m.a. í markaðssetningu
iðnaðarráðuneytis og Landsvirkjun-
ar. Þá væri skattaumhverfi fyrir-
tækja slíkt að ísland teldist skatta-
paradís miðað við önnur lönd og í
þriðja lagi væri „orkuverð snautlega
lágt og nánast á útsölu, að minnsta
kosti fyrstu árin“.
Hjörleifur Guttormsson, þingmað-
ur Alþýðubandalags á Austfjörðum,
gagnrýndi umhverfisþátt samnings-
ins. Hann sagði að umhverfisráð-
herra hefði gefið út starfsleyfi til
að framleiða 200 þúsund tonn á
ári, þótt aðeins hafi verið samið um
162 þúsUnd tonn og bætti við að
slíkt væri óþarfi „þegar þannig er
staðið að verki að ekki er einu sinni
farið eftir alþjóðlegum stöðlum um
mengunarvarnir". Ekki væri krafist
„béstu fáanlegrar tækni“ heldur
„ÍSAL-tækni“.
„Rýmingarsala“
óhjákvæmileg
Nokkur umræða spannst um
orkuverð, en raforka verður seld ál-
verinu með afslætti til sjö ára, frá
1997 til 2004. Steingrímur J. Sigfús-
son, þingmaður Alþýðubandalags á
Norðurlandi eystra, sagði að haldin
hefði verið „rýmingarsala á orku,
sem var óseljanleg í kerfinu“, en
þegar slík staða kæmi upp væri betra
að fá eitthvað fyrir vöruna, en ekki
neitt.
Lögð var fram fyrirspurn til iðn-
aðarráðherra um það hvaða áhrif
stækkun álversins myndi hafa á
orkuverð í landinu og svaraði Finnur
því að samkvæmt áætlun Lands-
virkjunar myndi meðalverð haldast
óbreytt fram til ársins 2000. Eftir
það yrði þriggja hundraðshluta verð-
lækkun á ári og gæti almenningur
notið góðs af því.
Tvísýnt
stjórnar-
kjör hjá
SVFR
AÐALFUNDUR Stangaveiðifé-
lags Reykjavíkur verður haldinn
á Hótel Loftleiðum á morgun og
segir Friðrik Þ. Stefánsson for-
maður félagsins að menn séu
þokkalega ánægðir með afkom-
una og reksturinn. Spennandi
stjórnarkjör er væntanlegt, því
þijár stöður meðstjórnenda losna
og eru frambjóðendur fimm tals-
ins.
„Þetta hefur að mörgu leyti verið
gott ár hjá SVFR og flest eða
allt það sem við höfum bryddað
upp á fengið frábærar viðtökur.
Bama- og unglingadagarnir í Ell-
iðavatni og Elliðaánum, fríleyfi í
Elliðavatni út á aðild að SVFR
og fleira mætti nefna. Þar sem
við stóðum fyrir hagsmunabæt-
andi aðgerðum kom alls staðar
svörun. Gljúfurá gátum við lækk-
að um 20% og hún seldist að kalla
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÓLAFUR Hauksson veiddi einn stærsta silung sem á land kom
hér á landi á nýlega yfirstaðinni vertíð. Þetta var 17 punda sjó-
birtingur sem Ölafur veiddi í Eldvatni í Meðallandi í september.
upp, fæði í Norðurá lækkaði í júní
og ágúst og á þeim tímum var
biðlisti eftir leyfum. í fyrra var
aftur á móti mikið óselt á þeim
tímabilum. Veiðileyfi í Alviðru
lækkuðu einnig verulega og það
skilaði sér í mun betri sölu. Það
leynir sér því ekki hveijar þarfir
íslenskra stangaveiðimanna eru
og verðum við að haga starfsem-
inni í samræmi við það,“ sagði
Friðrik.
Sæti Bjarna Júlíussonar, Stef-
áns A. Magnússonar og Guðlaugs
Bergmanns í stjórn losna nú og
stefnir í spennandi kosningu. Guð-
laugur er fluttur á Snæfellsnes
og hefur tilkynnt að hann gefí
ekki kost á sér áfram. Stefán og
Bjami hafa hins vegar báðir
ákveðið að gefa kost á sér til
endurkjörs, sem og Bjarni Ómar
Ragnarsson, Gunnar Pétursson
og Magnús E. Kristjánsson.
Þeir Stefán Ágúst og Bjarni
Júlíusson hafa setið í stjóm SVFR
síðustu ár og á þeim tíma hefur
félaginu orðið verulega ágengt í
að ná niður verði veiðileyfa auk
þess sem unnið hefur verið að
fieiri hagsmunamálum veiði-
manna. Bjarni Ó. Ragnarsson
hefur haldið utan um skemmti-
nefnd SVFR síðustu tvö árin og
bikamefndina síðasta árið. Gunn-
ar og Magnús hafa hins vegar
ekki áður setið í nefndum eða
ráðum SVFR.
Bandalagsráðstefna BSRB
Krefst sömu hækkana og ASÍ
BANDALAGSRÁÐSTEFNA BSRB krefst þess að allar
hækkanir sem samið verði um á almennum markaði
gangi einnig til aðildarfélaga BSRB. Fjármálaráðherra
hafi haldið því fram að hann hafí fylgt þeirri launa-
stefnu sem mótuð var með febrúarsamningunum. „Því
stendur sú krafa upp á þessa aðila nú að þeir séu sjálf-
um sér samkvæmir og gangi til samninga við aðildarfé-
lög BSRB um launahækkanir eins og VSÍ hefur gefið
til kynna að vilji sé til að semja um.“
í ályktun ráðstefnunnar um fjárlagafrumvarpið er
áformum um að skerða kjör öryrkja, aldraðra, atvinnu-
iausra og almenns launafólks harðlega mótmælt. Þess
er krafist að fallið verði frá áformum um að afnema
vísitölutengingar i fjárlagafrumvarpinu milli launa-
breytinga og tryggingabóta til’öryrkja og atvinnu-
lausra. „Bandalagsráðstefnan hvetur öll samtök launa-
fólks í landinu til að slá skjaldborg um þá hópa sem
standa höllum fæti og veist er að í fjárlagafrumvarpi
ríkisstjómarinnar og hnekkja þeim áformum sem þar
eru uppi.“
Ráðstefnan mótmælti einnig boðaðri gjaldtöku fyrir
læknisverk á sjúkrahúsum.