Morgunblaðið - 25.11.1995, Page 11

Morgunblaðið - 25.11.1995, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ______________________________________________________________LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 11 FRÉTTIR Fjöldi tilboða út nóvember OpiS laugard. kl. 10-16. Sunnud. kl. 13-17 Næg bílastæði - Full búð af nýjum vörum - Næg bílastæði HAMRAB0R6 3 • SÍMI 554 1754 Fulltrúar Barnaheilla íGenf tónleikar upphafíð ÞAÐ TELST til tíðinda þegar tvær konur um f immtugt taka sig til og gefa út sinn fyrsta geisla- disk. Þetta eru þær að gera Þuríð- ur Baxter, söngkona og skrif- stofustjóri hjá STEF, og Guðný Aðalsteinsdóttir, sendiherrafrú í' Paris, sem leikur með á píanó. Að þær væru æskuvinkonur og væru að láta gamlan draum ræt- ast var það fyrsta sem blaða- manni datt í hug. „Nei, við erum að verða vinkonur núná í gegnum þessa samvinnu, þó að við höfum þekkst í nokkur ár — og hug- myndin kviknaði svo snöggt, að það er eiginlega ekki hægt að tala um draum fyrr en þá núna, þegar við bíðum eftir að sjá og heyra diskinn okkar.“ Þær segjast hafa kynnst fyrir um það bil tíu árum í „Lellun- um“. Eftir því sem á samtalið Hð- ur verður ljóst að „Lellurnar" koma alltaf öðru hveiju við sögu. „Lellurnar eru leikfimihópur sem siðustu árin hefur æft í Kramhús- inu snemma á morgnana. Upphaf- lega voru þetta að mestu vinkonur Rögnu Ragnars og vinkonur þeirra — konur sem höfðu nokkuð fijálsan vinnutíma, heimavinn- andi konur, þýðendur, leikkonur og þess háttar, en það hefur , breyst eins og flest annað," út- skýrir Þuríður. „Það var reyndar Ragna sem ýtti mér út í söngnám- ið fyrir um það bil tíu árum. Það hafði aldrei hvarflað að mér að læra að syngja, ég hafði ekki einu sinni verið í kór, hvað þá meira.“ Listamenn án lokaprófa Þuríður og Guðný segjast ein- göngu vera áhugamenn í tónlist- inni, en i ljós kemur að þær kom- ust langt í náminu, þó svo að hvor- ug þeirra hafi tekið lokapróf. Báðar hafa lært hjá mörgum ágætum listamönnum. Guðný hóf píanónám sex ára gömul hjá dr. Edelstein. „Ég dáist enn að þolin- mæði mömmu, sem sat hjá mér tímunum saman og hélt mér við efnið,“ segir hún. A unglingsárun- um hætti hún píanónáminu. „Ég missti áhugann,“ segheldur hún áfram. „Hann kviknaði þó aftur þegar ég var umsjónarmaður með þættinum Lög unga fólksins um 1963. Þá byijaði ég aftur að læra á pianó og síðan hef ég verið hjá ótal píanistum — reynt að finna mér góðan kennara þar sem ég hef verið hveiju sinni.“ A faraldsfæti Ein ástæða þess hve Guðný hefur átt kost á að kynnast mörg- um kennurum er sú að hún hefur búið langdvölum erlendis og sjaldan lengi á hveijum stað. Hún er gift Sverri Hauki Gunnlaugs- syni sendiherra og nú eru þau búsett í París. „Það hefur haft bæði kosti og galla í sambandi við pianónámið að vera á þessu flakki," segir hún. „Mér finnst t.d. trúlegt að ég hefði drifið mig í lokapróf heima, hefði ég verið þar, en próf skiptir svo sem eng- um sköpum fyrir mig. Aðalatriðið er að hafa tækifæri til að æfa hjá góðum kennara og hafa að ein- hveiju að stefna“. Þær eru sammála um að þar hafi „Lellurnar" gegnt mikilvægu hlutverki. „Þær eru svo yndislegir áheyrendur og hveljandi. Þarna höfum við spilað saman og sungið í áranna rás, þó vissulega sé sam- keppni um hljóðfærið. Það eru fleiri góðir píanistar í hópnum en ég,“ segir Guðný og hlær. „Við Ragna Ragnars æfðum t.d. saman Fimmtugar vinkonur gefa út geisladisk Afínælis- Morgunblaðið/Sverrir VINKONURNAR Þuríður Baxter og Guðný Aðalsteinsdóttir við hljóðfærið. flotta efnisskrá fjórhent og flutt- um fyrir vinkonurnar." „I hópnum eru líka góðar radd- ir,“ bætir Þuríður við, „þó svo að engin þeirra hafi lagt út í jafn- stíft nám og ég — þetta varð að ástríðu þegar ég var byrjuð á annað borð. Min tónlistarskóla- ganga fékk snöggan endi þegar ég tók við starfi skrifstofustjóra þjá STEF. Ég réð hreinlega ekki við hvort tveggja. En ég hef ver- ið dugleg að sækja tíma og fara á námskeið með ungum og upp- rennandi söngvurum. Það er ofsa- lega gaman.“ Tónlist í blóðinu Guðný segir að bæði í föður- og móðurætt sinni sé mikill tón- listaráhugi. Á heimili hennar var tónlist hluti af daglegu lífi — móðir hennar, Hulda, lék t.d. á píanó og móðurbróðir hennar, Haukur Óskarsson, bæði söng og spilaði. Á heimili Þuríðar var ekk- ert hljóðfæri. „Ég var send í ball- ett og ég elskaði tónlistina. Þá . var alltaf leikið undir æfingarnar á píanó, aðallega Chopin, enda langaði mig alltaf til að læra á píanó, ég sagði bara engum frá því. Mamma hins vegar söng frá morgni til kvölds og var og er enn i söngtimum, ég lærði mikið af henni. Sem unglingur hlustaði ég á ljóðasöng, sinfóniur og óperu- tónlist, en ég flíkaði því ekki, hef sjálfsagt verið hrædd við að vera stimpluð einhver sérvitringur. - Hvernig stóð á að þið ákváð- uð að gefa út geisladisk? „Ég var að hugsa um að halda „Þetta eru óskalög vina okkar og okk- ar eigin. Diskurinn stendur alveg undir nafni því hann heit- ir „Mitt er þitt“. upp á fimmtugsafmælið mitt í vor sem leið með því að gefa út disk, en hætti við og hélt tónleika í staðinn," segir Þuríður. „Guðný æfði með mér í jólafríinu sumt af því sem var á efnisskránni, og mér fannst svo gaman að vinna með henni að þessari alvarlegu tónlist. Seinna sló þessari hug- mynd niður - að þetta gætum við gert saman - að gefa út disk. Mér fannst það strax svo spenn- andi og Guðný var sama sinnis." Þær eru sammála um að í upp- hafi þær ekki ætlað að ana að neinu, en eldmóðurinn varð slík- ur, einkum eftir að þær höfðu verið saman í París og æft af kappi í sumarleyfinu, að þær ákváðu að drífa í upptökum og sjá hvernig gengi. Óskalög vinanna - Hvers konar lög eru á diskn- um? „Þetta eru óskalög vina okkar og okkar eigin. Diskurinn stendur alveg undir nafni því hann heitir „Mitt er þitt“. Þarna eru stand- ardar úr „lelluboðum" og lög sem hafa verið flutt í stórafmælisveisl- um, þar sem þykir tilheyra að flytja tónlist, að ógleymdum dans- inum sem er aðalsmerki hópsins. Þarna hafa þær spilað til skipt- is, Guðný, Ragna Ragnars og Kristrún Eymundsdóttir, og nú síðast bættist Ester Kaldalóns í hóp píanistanna. I þessum flokki er að finna gamla kvikmynda- og söngleikjatónlist, negrasálma og fleira. Einnig er þar tónlist í létt- ari kantinum, sem Þuriður hefur troðið upp með opinberlega, Kurt Weill-lög með nýjum texta eftir Þorstein Gylfason, að ógleymdu nýja lagi eftir ungt tónskáld, Egil Gunnarsson, sem hann hefur sam- ið við þýðingu Þorsteins Gylfason- ar á ljóði Bertolds Brecht „Minn- ing um Maríu A“. Annars byijar diskurinn á mjög svo þjóðlegum stemmum sem Þur- íður lærði af ömmu sinni, verka- lýðsfrömuðinum Þuríði Friðriks- dóttur, en hún var m.a. einn af stofnendum Kvæðamannafélags- ins Iðunnar. Síðan kemur „Ég lít í anda liðna tíð“, „Tondeleyó“ hans Sigfúsar Halldórssonar, tvö lög eftir Jón Ásgeirsson við ljóð eftir Halldór Laxness og tvö splunkuný sönglög eftir John Speight við Ijóð eftir Mariu Skag- an.“ - Hvenær er von á diskinum? „ Við erum að vonast til að það geti orðið í lok nóvember, í síð- asta lagi í byijun desember. Það er rosalega erfitt að bíða. Síðustu vikurnar verstar - eins og í með- göngunni!" FULLTRÚAR Barnaheilla fóru til Genfar í Sviss á fund í gær, 24. nóvember, þar sem þeir munu gera Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóð- anna grein fyrir skýrslu samtak- anna um stöðu barna og unglinga og framkvæmd Bamasáttmálans hér á landi. Það eru Kristín Jónas- dóttir, framkvæmdastjóri Bama- heilla, og Ragnar Aðalsteinsson hrl. sem halda utan með skýrsl- una, sem var unnin fýrir Barna- heill af Mannréttindaskrifstofunni. í fréttatilkynningu frá Barna- heill segir að ætlunin hafi verið að þessi ferð til Genfar færi saman við lokin á kynningarátaki Barna- heilla, sem hófst 24. október og er einkum fólgið í kynningu á Barnasáttmála SÞ á vinnustöðum. Þegar er búið að heimsækja á þriðja hundrað fyrirtækja og stofn- ana á höfuðborgarsvæðinu en nú hefur verið ákveðið að framlengja átakið og halda út á landsbyggð- ina. Stendur átakið í tvær vikur til viðbótar og í næstu viku fara tveir hópar norður í land og austur á Egilsstaði, en aðrir tveir verða hér á Vestur- og Suðurlandi. 12 manns í fjómm hópum fara í þess- ar heimsóknir á vinnustaði og skiptast þátttakendur jafnt á milli kynja. -----»-»"4------ Sljórn SUF Hafna innrit- unargjöldum á sjúkrahús STJÓRN Sambands ungra fram- sóknarmanna hafnar alfarið fram- komnum hugmyndum um innritun- argjöld á sjúkrahús og telur þau í algerri andstöðu við gmndvallar- stefnu Framsóknarflokksins um samvinnu, samhjálp og félags- hyggju. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar SUF sl. fimmtudag. Hyggjast ungir framsóknar- menn fylgja ályktuninni eftir á fundi miðstjórnar Framsóknar- flokksins sem fram fer nú um helg- ina. í ályktuninni er lögð áhersla á að halla ríkissjóðs verði eytt með aukinni ábyrgð stjórnenda, hag- kvæmni í rekstri og sameiningu stofnana. Þess verði þó gætt að aðgerðir þessu samhliða bitni ekki á þeim sem síst skyldi og hafna ungir framsóknarmenn því áform- um í fjárlagafrumvarpinu um inn- ritunargjöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.