Morgunblaðið - 25.11.1995, Page 12
12 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Ársskýrsla Akureyrar-
bæjar fyrir síðasta ár
Útgáfan
hefur ýst
til hliðar
FYRIR næsta fund bæjarráðs á
að liggja fyrir tillaga um hvort
útgáfu á skýrslu Akureyrarbæjar
fyrir árið 1994 verður sleppt eða
hvort hún verði gefin út í mun
minna formi en vani er. Þetta kom
fram í svari bæjarstjóra, Jakobs
Björnssonar við fyrirspum Sigurð-
ar J. Sigurðssonar, Sjálfstæðis-
flokki, um hvað liði útgáfu skýrsl-
unnar sem enn hefur ekki litið
dagsins ljós.
Jakob sagði margar ástæður
fyrir því að skýrslan hefði ekki
komið út, m.a. „ídúður innanhúss“
eins og hann orðaði það. I önnum
dagsins hefði útgáfan ýst til hlið-
ar. Hann væri samt þeirrar skoð-
unar að gefa ætti út vandaða árs-
skýrslu með aðgengilegum upplýs-
ingum um rekstur bæjarins.
Viðamikilli endurbyggingu á orgeli Akureyrarkirkju lokið
Endurvígsla við
hátíðarmessu
Morgunblaðið/Kristján
CARL August Bruhn orgelsmiður og Björn Steinar Sólbergs-
son organisti við orgel Akureyrarkirkju sem verður endurvígt
við hátíðarmessu í kirkjunni á morgun.
ORGEL Akureyrarkirkju verð-
ur endurvígt við hátíðarmessu
í kirkjunni á morgun, sunnu-
daginn 26. nóvember, kl. 14.
Viðamikil endurbygging
orgelsins hefur staðið yfir frá
þvi í sumar, en orgelið var ;
byggt árið 1961 af Steinmeyer
& Co og endurbyggt af dönsku
orgelsmiðjunni P. Bruhn & Son
Orgelbyggeri í sumar. Orgelið
hefur 49 raddir (3.290 pípur)
sem skiptast á 3 hljómborð og
pedala. Aætlað er að viðgerðin
sé fjárfesting sem endist í 150
til 200 ár með reglulegu við-
haldi.
Herra Pétur Sigurgeirsson
biskup annast vígslu orgelsins,
en sr. Birgir Snæbjörnsson, sr.
Svavar A. Jónsson héraðsprest-
ur og Valgerður Valgarðsdótt-
ir djákni þjóna fyrir altari.
Formaður sóknarnefndar
Akureyrarkirkju, Guðríður Ei-
ríksdóttir, flytur ávarp.
Orgelið í fyrirrúmi
Tónlistarflutningur við
messuna verður mjög fjöl-
breyttur þar sem orgelið verð-
ur í fyrirrúmi. Frumfluttur
verður hluti nýs verks eftir
Hafliða Hallgrímsson sem
hann nefnir „4 hugleiðingar
um umbreytingu Krists á Qa.ll-
inu“. Auk þess tveir nýir sálma-
forleikir eftir Hróðmar I. Sig-
urbjörnsson og Jón Hlöðver
Áskelsson. Kór Akureyrar-
kirkju flytur m.a. tvo þætti úr
„Messe solennelle" eftir Louis
Vierne og sálmalagið „Gegnum
Jesú helgast hjarta“ eftir Jak-
ob Tryggvason fyrrverandi
organista kirkjunnar. Einnig
syngúr Barna- og unglingakór
Akureyrarkirkju undir stjórn
Hólmfríðar Benediktsdóttur.
Sérstakir vígslutónleikar
verða um kvöldið, kl. 20.30, þar
sem Björn Steinar Sólbergsson
organisti leikur á hið nývígða
orgel. Með efnisskránni verður
leitast við að kynna sem flesta
möguleika hljóðfærisins og
jafnframt nýju raddirnar sem
bættust við. Flutt verða verk
eftir Bach, César Franck, Pál
ísólfsson og Louis Vierne auk
þess sem hið nýja verk Hafliða
Hallgrímssonar verður flutt í
heild sinni.
Aðgangur að tónleikunum
er ókeypis og öllum heimill en
tekið verður við frjálsum fram-
lögum í orgelsjóðinn í lok tón-
leikanna.
Gijótgarðurinn í Ólafsfirði skemmdist í óveðrinu í síðasta mánuði
Messur
Heimamenn hafa áhyggjur
af skipum í höfninni
GRJÓTGARÐURINN í Ólafsfirði
skemmdist töluvert í óveðrinu í síð-
asta mánuði og á meðan hann hefur
ekki verið lagfærður, hafa heima-
menn áhyggjur af skipaflota sínum í
höfninni í vondum veðrum. Ólafur
Sæmundsson, hafnarvörður, segir að
svokallaður Norðurgarður hafi farið
ilia og nú flæði yfír hann og inn í
höfnina og gijót og óþverri skolist
beint upp á bryggju. Jafnvel gijót sem
eru einhver hundruð kílóa að þyngd.
Trébryggja sem skipin liggja við
og er innan við Norðurgarðinn brotn-
EIGNASALA Akureyrarbæjar var
til umræðu á fundi bæjarstjórnar á
þriðjudag, en viðræður eru að hefj-
ast um sölu á 80% hlut bæjarins í
Krossanesi, hlutabréf bæjarins í
Skinnaiðnaði eru í sölu á almennum
markaði þessa dagana og þá sam-
þykkti bæjarstjórn að selja hlut sinn
í fóðurverksmiðjunni Laxá.
Sigurður J. Sigurðsson, Sjálfstæð-
isflokki, nefndi í framhaldi af því
VERSLUNIN Nettó, ein af verslun-
um Kaupfélags Eyfirðinga dregur
til sín æ fleiri viðskiptavini en þar
hefur orðið veruleg aukning á meðan
aðrar matvöruverslanir kaupfélags-
ins hafa verið að tapa.
Þetta kom fram í máli Magnúsar
Gauta Gautasonar kaupfélagsstjóra
á aðalfundi Akureyrardeildar KEA.
Velta verslana kaupféiagsins á
Akureyri nam rúmum 2,2 milljörðum
króna á fyrstu 8 mánuðum ársins
sem er 2,4% samdráttur miðað við
sama tíma í fyrra. Verslanir félags-
aði I öllum látunum í veðrinu á dög-
unum. Togarinn Mánaberg ÓF lá við
bryggju í Ólafsfirði í vikunni en þeg-
ar Veðurstofan spáði versnandi veðri
á Norðurlandi var togarinn færður
til Dalvíkur.
„Það er allur veturinn framundan
og stærsta flóð á öldinni er um jólin
og því eru menn hræddir. Flóðin í
ár eru mun hærri en í meðalári eða
sem munar allt að 30 cm og geri
norðaustan rök með lágum loftþrýst-
ingi verður hér margfalt meira flóð
en venjulega," segir Óiafur.
hvort ekki væri skynsamlegt að huga
að sölu á hlutabréfum bæjarins í
Útgerðarfélagi Akureyringa. Það
væri spurning hvort hlutabréfaeign
bæjarins stæði í vegi fyrir eðlilegum
viðskiptum með hlutabréf í fyrirtæk-
inu. „Það er ekki úr vegi að skoða
það næst hvort við eigum að selja
okkar hlut í fyrirtækinu," sagði Sig-
urður.
ins utan Akureyrar veltu rúmum 500
milljónum króna, þannig að heildar-
velta í versluninni er um 2,7 milijarð-
ar á þessu tímabili.
Verslun hefur dregist mjög saman
í nágrannabyggðum Akureyrarbæj-
ar, þannig minnkaði veltan í Svarf-
dælabúð á Dalvík um rúm 9% á
fyrstu 8 mánuðum ársins miðað við
sama tíma á liðnu ári og í versl-
uninni í Hrísey um 16%. Þar er fyrst
og fremst um minnkandi olíusölu að
ræða eftir að Súlnafellið, skip KEA,
var selt í ársbyrjun.
Ólafsfírðingar eiga stóran fiski-
skipaflota, 5 stóra togara, 2 stóra
báta og fjölmarga minni báta. „Það
verða allar hafnir í Eyjafirði fullar
af heimaskipum um jólin og því verða
okkar skip sjálfsagt að vera hér.“
Vantar mikið af grjóti í
Norðurgarðinn
Ólafur segir að til þess að aðstæð-
ur í höfninni verði í lagi þurfí að setja
mikið af gijóti í Norðurgarðinn og
það hafí reyndar staðið til í langan
tíma. „Ástandið hefur farið versnandi
STRAUMRÁS við Furuvelli 3
á Akureyri hélt upp á 10 ára
afmæli nýlega og bauð af því
tilefni viðskiptavinum sínum
upp á kaffi og meðlæti.
Fyrirtækið var stofnað í nóv-
ember árið 1985 af þeim hjón-
um Evu Ingólfsdóttur og Guð-
mundi Jóhannssyni ásamt Vali
Finnssyni. Síðustu árin hafa
Eva og Guðmundur rekið fyr-
irtækið. Straumrás er alhliða
þjónustufyrirtæki einkum við
og það hefur alltaf átt að gera eitt-
hvað í málinu en aldrei verið gert
neitt í því sambandi. Eg hef heyrt
að það sé búið að fá einhveija pen-
inga í þetta verk nú og vonandi fer
eitthvað að gerast. Það eru engin
smáverðmæti í þessum flota okkar
Ólafsfirðinga og því er nauðsynlegt
að eitthvað fari að gerast,“ sagði
Ólafur.
Að undanfömu hefur verið unnið
við garðinn við ósinn við Vesturhöfn
og telur Ólafur að sú hætta sem var
þar sé liðin hjá.
sjávarútveg, en þar er að finna
vökvabúnað af margvíslegu
tagi, háþrýstislöngur ogtengi
og legur. A liðnu ári fékk fyrir-
tækið umboð fyrir Arctic Cat
vélsleða.
í fyrstu var Straumrás til
húsa við Furuvelli 1 en flutti
sig um set þegar húsið númer
3 var keypt fyrir tveimur
árum. Fjórir starfsmenn vinna
lyá fyrirtækinu.
AKUREYRARKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli Akureyrarkirkju verður á
morgun, sunnudag, kl. 11.00. Kirkju-
bílar aka, allir velkomnir. Hátíðar-
guðsþjónusta kl. 14.00. Herra Pétur
Sigurgeirsson biskup vígir orgel kirkj-
unnar, sem hefur verið endurbyggt
að miklu leyti. Fundur í æskulýðsfé-
lagi kl. 17.00 og um kvöldið kl. 20.30
verða orgeltónleikar í kirkjunni, org-
anistinn Björn Steinar Sólbergsson
leikur á hið volduga orgel. Biblíulest-
ur á mánudagskvöld kl. 20.30 í safn-
aðarhehnilinu.
GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og
bænastund í kirkjunni kl. 13.00 í dag.
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00 á
morgun. Barnakór kirkjunnar syngur.
Fundur æskulýðsfélagsins kl. 18.00
sama dag.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Kvöld-
vaka í kvöld kl. 20.30, sunnudaga-
skóli á morgun kl. 13.30 og samsæti
fyrir hjálparflokks- og heimilissam-
bandskonur kl. 15.30 og almenn sam-
koma kl. 17.00.
HVÍT ASUNNUKIRKJ AN: Vakn-
ingasamkoma í umsjá ungs fólks í
kvöld kl. 20.30, vakningasamkoma í
umsjá biblíuskólanemenda kl. 15.30,
biblíulestur kl. 20.30 á miðvikudag
og bænasamkoma 1. des. kl. 20.30.
KFUM og KFUK, Sunnuhlíð: Mið-
nætursamkoma fyrir ungt fólk á öll-
um aldri í kvöld kl. 20.30. Mikil og
fjölbreytt tónlist, hljómsveitin Nars-
issa flytur lög af nýútkomnum geisla-
disk, frábært dramaatriði og góðir
vitnisburðir frá ungu fólki. Almenn
samkoma á morgun kl. 20.30, ræðu-
maður Bjarni Guðleifsson.
KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyrar-
landsvegi 26: Messa kl. 18.00 í dag,
laugardag, og kl. 11.00 á morgun,
sunnudag.
------»■■■» »---
Háskólinn
Fyrsti styrkur
úr fram-
kvæmdasjóði
FRAMKVÆMDASJÓÐUR Háskól-
ans á Akureyri verður kynntur á
fundi sem hefst kl. 15 í stofu 24 í
húsi skólans við Þingvallastræti 23.
Einnig verður tilkynnt um fyrstu
styrkveitingu úr sjóðnum á fundinum.
Dr. Þorsteinn Gunnarsson háskóla-
rektor setur fundinn og Haraldur
Bessason formaður stjórnar sjóðsins
skýrir frá tildrögum stofnunar hans
og stefnumörkun. einnig taka til
máls Einar Njálsson, bæjarstjóri á
Húsavík, sem sæti á í stjórn sjóðsins,
og fulltrúi þeirra sem brautskráðst
hafa frá háskólanum.
Fundurinn er öllum opin.
Eignasala Akureyrarbæjar
Skoðað hvort selja
eigi hlut í ÚA
Morgunblaðið/Kristján
Straumrás 10 ára
Matvöruverslanir KEA
Aukning í Nettó