Morgunblaðið - 25.11.1995, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 25.11.1995, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI 500 milljóna fjárfestingar íslenskra lífeyríssjóða í Bretlandi Framúrskarandi ávöxtun sl. 3 mánuði TÓLF lífeyrissjóðir hafa náð fram- úrskarandi góðri ávöxtun undanfar- ið á 500 milljóna króna fjárfestingu sína hjá bresku íj'árvörslufyrirtæki. Þannig hefur raunhækkun á þriggja mánaða tímabili verið 7,9%. Þetta kom fram í ræðu Gunnars J. Friðrikssonar, fráfarandi for- manns Sambands almennra líf- eyrissjóða, á aðalfundi sambands- ins í gær. „Rétt er þó að taka fram að hér er um afar stuttan viðmið- unartíma að ræða og að ávöxtun í fortíð þarf alls ekki að þýða jafn- góða ávöxtun í framtíð. Þá skiptir auðvitað máli hver þróun íslensku krónunnar verður gagnvart erlend- um gjaldmiðlum,“ sagði Gunnar. Lífeyrissjóðasamböndin sömdu fyrr á þessu ári við breska fjár- vörslufyrirtækið Gartmore um að annast fjárvörslu fyrir sjóðina. Þetta fyrirtæki sér um eignastýr- ingu á um 30 .milljörðum dollara, þ.e. 23 milljörðum dollara fyrir 187 lífeyrissjóði. Gartmore leggur áherslu á að fjárfesta á mörkuðum og í hlutabréfum fyrirtækja sem hafa vaxtarmöguleika svo fremi sem verðið sé hagstætt. Einkum er fjárfest í hlutabréfum miðlungs og stórra fyrirtækja. Varðandi skuldabréf er reynt að velja réttu markaðina en forðast ótraustari aðila og leitast er við að spá fyrir um þróun gjaldmiðla og vaxta á einstökum svæðum. Gartmore lagði til að íslensku lífeyrissjóðirnir fjárfestu í verð- bréfasjóðum sem fyrirtækið rekur en gert er ráð fyrir að heildarfjár- festing lífeyrissjóðanna verði í upp- hafi um 10 milljónir dollara. Fyrir- tækið telur ekki raunhæft að reka sjálfstætt verðbréfasafn fyrir líf- eyrissjóðiina fyrr en fjárfesting þeirra hefur náð 15 milljónum doll- ara. Dynalab kaupir 5% hlut í OZ hf. fyrir 32 milljónir króna Samsvarar 640 milljóna heildarverðmæti TÆVANSKA fyrirtækið Dynalab hefur keypt 5% hlut í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu OZ hf. fyrir 32 milljónir króna, en þetta kaupverð samsvarar því að mark- aðsverð fyrirtækisins sé um 640 milljónir króna. Að sögn Sigurðar Ólafssonar, starfsmanns hönnun- ardeildar OZ, var gengið frá samningum þessa efnis í Japan í fyrrakvöld, en forsvarsmenn OZ, þeir Guðjón Már Guðjónsson, Skúli Mogensen og Kjartan Em- ilsson, hafa verið í Japan undan- farna daga vegna þessara samn- ingaviðræðna og ýmissa annarra hluta sem eru á döfinni hjá OZ þar í landi. Dynalab er annað stærsta hug- búnaðarfyrirtækið í Tævan, að sögn Sigurðar. Samstarfið við fyr- irtækið, sem verður á sviði hug- búnaðargerðar og hönnunar á þrívíddarumhverfum fyrir inter- netið, hófst síðastliðið vor og eru kaupin á þessum 5% hlut í OZ gerð í framhaldi af því. Dynalab mun sjá um aðlögun og dreifingu á framleiðsluvörum OZ á Asíu- markaði. Sigurður segir að OZ hafi tekið þátt í mjög stórri inter- netsýningu í Yokohama í Japan 16.-18. nóvember síðastliðinn, í samstarfí við Dynalab og hafi kynning OZ vakið mikla athygli. Sigurður segir að OZ standi nú í samningaviðræðum við nokkur japönsk fyrirtæki um hugsanleg framtíðarverkefni og meðal þeirra séu Toshiba, Fujitsu, Sony og NTT. Sony hefur meðal annars leitað eftir samstarfi við OZ um hönnun þrívíddarumhverfís fyrir verslunarkringlu sem fyrirtækið hyggst reka á alnetinu, en Sigurð- ur segir það ótímabært að fara nánar út í þessar samningaviðræð- ur. Nánar verði hins vegar greint frá þessum málum að loknum aðal- fundi OZ sem haldinn verður í byijun desember. Kaupverðið sem Dynalab reiddi af hendi fyrir aðeins 5% hlut vekur athygli enda samsvarar það því að markaðsvirði fyrirtækisins sé um 640 milljónir króna. IJppgangur OZ að undanfömu þykir hafa verið ævintýri líkastur. Skemmst er að minnast samnings sem fyrirtækið gerði nýlega við Microsoft um sölu á hugbúnaði sem líkir eftir skýja- fari og vatnsyfírborði. Einnig hefur fyrirtækinu boðist að vinna verk- efni fyrir Time-Wamer, sem var hafnað og beiðni um vinnu við kvikmyndabrellur hlaut sömu ör- lög. * Ráðstefna um Island og evrópskt viðskiptaumhverfi 380 milljónir ístyrkifrá ESB á árinu ÍSLENSK fyrirtæki þurfa að bera sig meira eftir samstarfí og tengsl- um við evrópsk fyrirtæki ef þau ætla að nýta sér þá styrki sem í boði eru innan Evrópusambandsins. Þetta kom fram í máli Orra Vignis Hlöðverssonar, starfsmanns Kynn- ingarmiðstöðvar Evrópurannsókna, á ráðstefnunni ísland og evrópskt viðskiptaumhverfi sem Útflutn- ingsráð hélt á Hótel Loftleiðum í gær, í tilefni af opnun upplýsinga- skrifstofu Euro-Info á íslandi. I máli Orra kom ennfremur fram að það sem af er IV. rammaáætlun Evrópusambandsins, sem stendur yfír frá 1994-1998 hafa 380 millj- ónir komið í hlut íslenskra aðila. Stærstur hluti þessara styrkja hef- ur runnið til opnberra stofnana en um 70 milljónir króna hafa fallið íslenskum fyrirtækjum í skaut. Orri segir ástæðuna vera þá að opinberar stofnanir hafi haft langa reynslu af samstarfí við evrópskar stofnanir á sama sviði á meðan að íslensk fyrirtæki hafí lítið sinnt slíkum tengslum. Orri sagði mikilvægt að íslensk fyrirtæki gæfu slíku samstarfi betri gaum enda væri það forsenda þess að hægt væri að fá styrki úr sjóðum Evrópusambandsins. Hann lagði hins vegar áherslu á að vinnan við að sækja um þessa styrki væri ekki ýkja mikil enda hefði Sam- bandið lagt mikla áherslu á að ein- falda hana fyrir fyrirtækin að und- anförnu. Guðmundur Örn Ingólfsson, framkvæmdastjóri Máka hf. á Sauðarkróki, gangrýndi stjórnvöld nokkuð í erindi sínu á ráðstefn- unni fyrir lítinn stuðning við þró- unarstarf. Hann sagði að fyrirtæki sitt hefði fengið lítinn stuðning frá stjórnvöldum hér á landi þegar kæmi að styrkjum til þróunarverk- efna, þrátt fyrir að það stýrði nú u.þ.b. 100 milljón króna verkéfni sem styrkt væri að hálfu af Evr- ópusambandinu. Verkefnið sem hér um ræðir snýr að þróun lokaðs fiskeldiskerfis, sem byggist á end- urnýtingu vatns og nýtingu jarð- varma. Verkefnið er unnið í sam- starfi við sænsk, norsk og frönsk fyrirtæki. Guðmundur sagði að stjórnvöld hefðu einblínt alltof mikið á ein- hver risavaxin verkefni sem ættu að bjarga öllu, en sjaldnast yrði neitt úr, í stað þess að styrkja ný- sköpun hér heima fyrir. Hann sagði að sem betur fer hefði orðið vart ákveðinnar hugarfarsbreytingar í þessum efnum, enda væri það frumskilyrði fyrir áframhaldandi styrkveitingum Evrópusambands- ins hingað til lands að hérlend stjórnvöld veittu þessum verkefn- um lið. Það væri ekki mjög traustvekj- andi fyrir íslensk fyrirtæki sem væru að sækja um styrk til Evrópu- sambandsins að stjórnvöld hér heima væru vart fáanleg til þess að leggja fram nokkurt fjármagn. Kaffiverð heldur áfram að lækka London. Reuter. KAFFISÖLURÍKI hyggjast nota fund sinn í Bali í næstu viku til að binda enda á vangaveltur um að kvótakerfi þeirra sé að hruni komið, þótt flestir búist við að verð á kaffi haldi áfram að lækka. Kaffiverð í London lækkaði um 6% í 2.160 dollara á fimmtudag og í New York á miðvikudag seldist pundið á 111,05 sent, lægsta verði í 17 mánuði. Verðlækkunin stafaði af vanga- veltum um dvínandi stuðning sumra kaffíframleiðenda við áætl- un sambands kaffiframleiðslu- landa (ACPC) um að takmarka útflutning við 60 milljónir 60 kílóa poka á ári til júní 1996 og spám um að búast megi við breytingum á áætluninni. Brasilía og Kólombía flýttu sér að bera þessar sögusagnir til baka og sögðu að breytingar væru ólík- legar. Rubens Barbosa, forseti ACPC, sagði að ekki mætti búast við kraftaverki á fundinum í Bali. Indónesar krefjast breytinga á áætlun ACPC, þar sem markaðs- hlutdeild þeirra fari minnkandi vegna aukins útflutnings Víet- nama, sem eru ekki í ACPC. Sumir framleiðendur telja að eina leiðin til að friða Indónesa án þess að breyta áætlun ACPC sé að veita Víetnömum aðild. Granada spáð sigri í átökum um hótelkeðju London. Reuter. BREZKA fyrirtækið Granada, sem er kunnara fyrir sjónvarps- rekstur, virðist sigurstranglegt í átökum um yfírráð yfir Forte hótel- og veitingahúsakeðjunni, en verður ef til vill að hækka til- boð sitt, sem var upphaflega að verðmæti 3.4 milljarðar dollara, að _sögn sérfræðinga. Átökin um yfirráðin eru ein- hver hin mestu, sem um getur í Bretlandi á síðari árum, og hóf- ust þegar Granada bauð fjögur ný Granada-hlutabréf fyrir hver 15 í Forte auk 23,25 punda út í hönd. Einnig var boðið upp á að greiða 321,67 pens í reiðufé. Hlutabréf í Forte seldust á 351 pens á fímmtudag. Hlutabréf í Granada lækkuðu um 48 pens á miðvikudag, en hækkuðu um fjögur pens í 653 á fimmtudag. Stjórn Forte ráðleggur hluthöfum að hafna boðinu Stjórn Forte ráðlagði hluthöf- um að hafna boðinu, þar sem það væri of lágt. Átta forráðamenn, sem hafa tögl og hagldir í Forte, ræða boðið í næstu viku að höfðu samráði við Sir Rocco Forte stjómarformann og Granada. Japanskt drykkjarvörufyrir- tæki, Suntory, hefur borið til baka þá frétt Guardians að það hyggist bjóða betur en Granada. Fjölskyldufyrirtækið Forte á einhver frægustu hótel Evrópu auk fjölda veitingastaða í Bret- landi. Það á 68% í Savoy-hótel- fyrirtækinu í London og hótel á við hótel Georgs V í Paris, Hyde Park-hótelið og Grosvenor House í London og Ritz- hótelið í Madríd. I í í l t > l I I I I) » t t » [ l I I | I I I 1 í I [ í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.