Morgunblaðið - 25.11.1995, Page 31

Morgunblaðið - 25.11.1995, Page 31
30 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. RÉTT ÁKVÖRÐUN RÁÐHERRA SÚ ÁKVÖRÐUN Halldórs Blöndals samgönguráðherra að lýsa því yfir í fyrradag, að hann tæki uppsagnir flugumferðarstjóra til greina og að stÖrf þeirra yrðu aug- lýst hérlendis sem erlendis strax nú um helgina, er rétt ákvörðun, þótt hún geti haft vissa erfiðleika-í för með sér. Ákveðnar starfsstéttir hafa átt það til að beita skæru- hernaði, verkföllum og uppsögnum, til þess að knýja fram kjarabætur, umfram það sem gerst hefur á markaði. Slíkar baráttuaðferðir eru gamaldags og það á ekki að líðast að fámennir hópar geti lamað samgöngur til og frá landinu, svo dæmi sé tekið. Þess heldur er það virðingarvert nú, að ráðherrann skuli spyrna við fótum og segja hingað og ekki lengra, þegar flugumferðarstjórar hvika í engu frá launakröfum, sem samninganefnd ríkisins metur þannig, að hefðu í för með sér 26% til 30% hækkun launakostnaðar til flugumferðar- stjóra á næsta ári, væri gengið að kröfum þeirra. Ráðherr- ann lýsti því hér í blaðinu í gær, að kröfur flugumferðar- stjóra, fram til aldamóta, hefðu í för með sér 82% hækkun á launakostnaði ríkisins, væri gengið að þeim. Að ganga að slíkum kröfum væri firra. Slík kröfugerð nær auðvitað ekki nokkurri átt og það á ekki að líðast, að fámennir hálaunaþrýstihópar, í skjóli mikilvægis starfs síns, geti þröngvað ríkisvaldinu til samn- inga, þvert á það sem almennt hefur verið að gerast hér á vinnumarkaðnum undanfarin ár. Hafa ber í huga, eins og kom fram hér í blaðinu í gær, að flugumferðarstjórar hér á landi eru með 320 þúsund krónur í meðaltalsmánaðarlaun. Því verður ekki annað séð en þeir hefðu átt að geta sætt sig við tilboð ríkisins um 8% launahækkun og hagræðingu á vinnutíma. Samgönguráðherra hefur tekið uppsagnir 82 flugumferð- arstjóra til greina. Auðvitað getur það kostað erfiðleika við samgöngur í lofti til og frá landinu og yfir landinu að 82 flugumferðarstjórar hætti störfum á sama tíma. En það er enginn bráðavandi sem blasir við, því ráðherra er heim- ilt að framlengja uppsagnarfrestinn um þrjá mánuði, lögum samkvæmt. Ráðherrann hefur a.m.k. gefið þeim afdráttar- laus svör í þá veru, að uppsagnir eru ekki leiðin til samninga. SKULDIR SVEITARFÉLAGA MILLI ÁRANNA 1992 og 1993 jukust skuldir sveitar- félaga í landinu um 4,7 milljarða króna. Milli áranna 1993 og 1994 jukust þær enn um 7,2 milljarða. í árslok 1994 voru skuldir sveitarfélaganna komnar langleiðina í 35 milljarða króna. Athuganir Sambands íslenzkra sveitar- félaga benda ofan í kaupið til þess að heildarskuldir 30 stærstu sveitarfélaganna aukist langleiðina í einn milljarð króna á líðandi ári í stað þess að lækka um 300 m.kr. eins og fjárhagsáætlanir þeirra stóðu til. Flest sveitarfélög í landinu stóðu að verulegu hagræðing- ar- og sparnaðarátaki á þessu ári. Þau náðu hins vegar hvergi nærri þeim markmiðum um lækkun skulda, sem fjár- hagsáætlanir þeirra stóðu til. Skuldaaukningin 1995 er samt sem áður verulega minni en á árabilinu 1992 til 1994, samanber tölur þær sem tíundaðar eru hér að ofan. Atvinnuleysi síðustu ára hefur leitt til töluverðra út- gjalda hjá sveitarfélögum, bæði vegna „átaksverkefna", til að sporna gegn atvinnuleysi, og vegna aukinnar félagslegr- ar þjónustu, m.a. tengdri atvinnuleysinu. Kröfur á hendur sveitarfélaga hafa og aukizt með nýrri löggjöf og reglugerð- um, einkum í sambandi við umhverfis- og velferðarmál, sem og félagslega íbúðakerfið. Þá má gera ráð fyrir að flutning- ur grunnskólans til sveitarfélaganna, sem fyrir dyrum stendur, kalli á töluverðan kostnaðarauka þeirra. Ríkið og sveitarfélögin eiga sýnilega brekku eftir, og hana bratta, að hallalausum búskap hins opinbera. Þá brekku verður samt sem áður að ganga og það fyrr en síðar. Jafnvægi í fjármálum hins opinbera er mikilvægt af tveimur ástæðum. I fyrsta lagi er þjóðhagslegur sparnaður hér allt of lítill. í annan stað eru opinberar skuldir, einkum erlendar, of háar. Ríki og sveitarfélög verða með öðrum orðum að bæta afkomu sína á næstu misserum og árum og stuðla þann veg að auknum þjóðhagslegum sparnaði. Þannig verður grunnur hagvaxtar og batnandi lífskjara bezt tryggður. Verði fyrirætlanir um sameiginlega evrópska mynt að veruleika Kallar á endurmat á stöðu krónunnar Sameifflnleg evrópsk mynt hefur veríð á teikni- borðinu um nokkurra ára skeið, en miklar efa- semdir eru þó um það hvort hún muni líta dagsins ljós á næstu árum. Viðmælendur Morg- unblaðsins eru þó flestir sammála um að ef það verði sé ástæða fyrir ísíendinga að staldra við og íhuga framtíð íslensku krónunnar. Friðrik Sophusson Finnur Ingólfsson Ef til vill skynsamlegt Breytingar á fjarvistartíðni starfsmanna á Landspítala vegna Veiklndadagar á hvern veikinda 1992-94 starfsmann á ári* Breyting 1992 1994 1992-94 Barna- og unglingageðdeild 9,9 23,6 +139,2% Bráðamóttaka 8,5 14,4 : +69,1% Ræsting 14,0 23,6 +68,8% Endurhæfingardeild 19,1 30,5 +59,5% Krabbameinslækningadeild 14,6 17,5 +19,7% IB Meðaltal 13,2 21,9 +65.8% ■] ’ Tölurnar um veikindaflarvlstir ern gefnar upp sem veikindastundir á ári. I þessum útreikningi er gert ráð fyrir að vlnnudagur sá 8 stundir og tölunum breitt þartnig til veikindadaga á starfsmann á ári. - Veikindadagar á hvert A Borgarspitala atöðugiWI á ári* Breyting 1992 1994 1992-94 Sjúkradeild A-2 3,0 15,1 +404,0%” Gjörgæsludeild 12,6 ; 20,2 +60,0% Deild B-4 14,9 20,4 +37,1 % Röntgendeíid 21,8 27,7 +26,9% Sjúkradeild A-6 11,3 14,2 +25.5% , ( Skurðstofa 12,5 15,1 +21,2% Deild B-5 10,9 12,5 +14,3%” ■ Sjúkradeild A-4 12,2 13,0 +5,9%” Ræstingakonur 43,8 41,4 -5,5% Sjúkradeild A-3 16,8 15,5 -7,9% Eldhús 23,3 20,8 -10,8% Sjúkradeild A-5 8,3 M -23,2% Sjúkradeild A-7 12,7 9,1 -28,3% 11 Meöaltal 15,7 17,8 +13.3% Hl ‘ Tðlumar um veíkindarjarvistir eru gefnar upp sem veikindadagar á hvert stöðugitdi á mánuði. Hér eru þessar íölur reiknaðar til 12 mánuða, í veikindadaga á hvert stöðugildi á ári. Hér er einungis um hjúkrunarfræðinga og sjukraliða að ræða, nema annað komi fram, Á Landakoisspítaia Speglun 7,5 37,8 +404,0% ” Bráðadeildir 1B 3,4 9,3 +173,5%” Röntgentæknar 3,5 6,7 +91,4% Allarbráðadeildir 5,6 10,3 +83,9% Ræsting (starfsstúlkur) 5,6 10,3 +83,9%” Svæfing Pf- 3,9 7,1 +82,1% Öldrunardeildir 8,6 15,4 +79,1 % Hjúkrunarfræðingar 5,3 n 7,8 +47,2% Skurðstofur 6,1 8,7 +42,6% Annað starfsfólk ■ bráðadeildir ■ 14,9 +34,2% §j| Sjúkraþjálfarar 9,8 12,6 +28,6% : Almenn skrifstofa 4,i 10,2 (•12,1% Dagdeild 7,8 7,5 -3,8% Augnskurðstofa 12,3 4,7 -61,8% H Meðaltal 7,1 ' 11,7 +64,8% ■ • Tölurnar um veikindafjarvistir ooi Hér gefnar upp sem veikíndadagar á hvert stöóugildi á ári. [ | * * Um iangtimafjarvistir eins aoa fárta er aö ræóa. MeóaHöto oru útreikningar Morgunbladsin^. ] Fjarvistum vegna veikinda heilbrigðisstarfsfólks fjölgar Streita og mik- ið álag taldar helstu ástæður Áður voru íslenskir hjúkrunarfræðingar minna frá vinnu vegna veikinda en starfssystkini í nágrannalöndum. Þegar Brynja Tomer skoðaði skýrslu sem landlæknir lét gera, sá hún að dæmið hefur snúist við. NOKKRAR umræður hafa spunnist um framtíð ís- lensku krónunnar eftir að Þorsteinn Þorsteins- son, einn af æðstu yfir- mönnum Norræna fjár- festingarbankans, varpaði því fram í viðtali við Frjálsa verslun að íslenska króna eigi aðeins eftir 10-15 ár sem gjaldmiðil), þar sem ólíklegt sé að lítið myntsvæði eins og Ísland geti lifað af eftir að komin verði á stór myntbanda- lög eins og allt stefni í. íslendingar verði að finna aðra lausn á myntmálum sínum og teTigjast stórum myntbanda- lögum. Að öðrum kosti megi búast við að vaxtastig verði yfirleitt hærra hér en í samkeppnislöndum okkar. Of djúpt í árinni tekið Birgir ísleifur Gunnarsson, seðla- bankastjóri, sagðist telja að Þorsteinn hefði tekið alltof djúpt í árinni. Hann byggi fullyrðingu sína greinilega á vissu um að þessi heimshluti muni sam- einast í stór myntbandalög á næstunni. „í fyrsta lagi vitum við ekkert um hvort það gerist og sérstaklega á það við um Evrópu. Manni sýnist margt benda til að það sé fjarlægara en ýmsir héldu að.Evrópa sameinist um eina mynt. Vaxandi pólitískur ágrein-. ingur virðist vera um það þrátt fyrir að Maastricht-samningurinn hafi verið undirritaður á sínum tíma. Maður sér til dæmis mikinn ágreining um það í Bretlandi og reyndar einnig í Þýska- landi, sem hefur verið leiðandi afl í þessari þróun, virðast vera komnar upp vaxandi efasemdir um það mál,“ sagði Birgir. Hann sagði að því væri ekkert hægt að fullyrða um þróunina á þessu sviði á næstu árum og benti á að jafn- vel þó myntbandalög yrðu niðurstaðan- hefðu sumar þjóðir, sem nálægt okkur stæðu, hafnað því að taka þátt í þeim og ákveðið að halda sinni eigin mynt, eins og Danmörk hefði gert í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Gengi mikilvægt stjórntæki „I öðru lagi verðum við auðvitað að meta það sjálfstætt hvort það er heppilegt fyrir okkur að hætta við ís- lenska krónu og taka upp annan gjaldmiðil í staðinn, hvort sem það er Bandaríkjadollar eða einhver evrópsk mynteining og þar með láta stjórn peningamála okkar að miklu leyti í hendur á erlendum aðilum hvort sem það er seðlabankinn í Washington, nýr evrópskur seðlabanki eða þýski seðla- bankinn. Það er engin vafi á því að gengi getur verið mikilvægt stjómtæki í efnahagsmálum og við þurfum auð- vitað að huga mjög vandlega að því og gera á því mjög ítarlegar rannsókn- ir að mínu mati áður en við tækjum um það ákvörðun hvort við yfirgæfum íslensku krónuna og færum yfir í ann- að gengi.“ Aðspurður sagðist hann ekki telja að við værum nauðbeygðir til að kveðja íslensku krónuna þó myntbandalög yrðu niðurstaðan. Við værum ekki frekar neyddir til þess heldur en til dæmis Danir eða Norðmenn sem hefðu hafnað þessari þróun. Erfitt væri að spá hver þróunin yrði varðandi vaxta- stig hér á landi í samanburði við önn- ur lönd. Vaxtastig réðist mjög mikið af því trausti sem efna- hagslíf eða gjaldmiðill við- komandi lands nyti. Miklu verðbólgutímabili væri ný- lokið og því væri kannski eðlilegt að við nytum ekki sama trausts og ýmsar aðr- ar þjóðir. En ef okkur tækist að halda áfram á sömu braut stöðugleika og undanfarin ár ætti vaxtamunurinn milli íslands og annarra landa að minnka. Vextir væru ennþá hærri í Danmörku en í Þýskalandi, en hann teldi að þann mun mætti fremur rekja til trausts á efnahagskerfunum sem um væri að ræða heldur en til stærðar þeirra, þó auðvitað blandaðist þetta saman. Birgir sagði að raddir þessa efnis hefðu heyrst áður. Nýlega hefði verið hér á ferð bandarískur fræðimaður á vegum hagfræðideildar Háskólans, sem hefði verið mjög ákveðið þeirrar skoðunar að við ættum að leggja niður íslensku krónuna og taka annaðhvort upp dollara eða þýsk mörk. Þá hefði ítarleg rannsókn verið gerð í þessum efnum af erlendum fræðimanni fyrir 3-4 árum. „Við höfum gengið í gegn- um svona athuganir áður og þær hafa leitt til þeirrar niðurstöðu að hagræðið af því að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil sé meira en að hverfa frá honum og setja stjóm okkar peningamála í hend- umar á öðmm,“ sagði Birgir. „En auðvitað er þetta mál sem þarf að skoða með opnum huga og við eigum ekki að vera með neina fordóma eða þess háttar. Við þurfum að taka þetta upp til athugunar með reglulegu milli- bili með tilliti til þeirrar þróunar sem á sér stað allt í kringum okkur." Aðspurður sagðist hann búast við að margir myndu líta þannig á að sjálf- stæði þjóðarinnar hefði skerst ef okk- ar eigin gjaldmiðill yrði lagður niður og tilfinningarök hlytu að vega nokkuð þungt þegar til kastanna kæmi. Það væri enginn vafi að bæði í Noregi og í Danmörku hefðu þau haft mikið að segja og sjálfstæðis- og fullveldishug- takið verið ofarlega í huga margra manna. Viðskiptakostnaður minnkar Yngvi Harðarson hagfræðingur hjá Ráðgjöf og efnahagsspám, segir að ekki sé séð fýrir endann á þróuninni til einnar Evrópumyntar, en innan Evrópusambandsins hafi menn greini- lega mikla trú á að sameiginleg mynt Evrópusambandsríkjanna muni hafa jákvæð áhrif með því að minnka við- skiptakostnað, auk þess sem það sé lykilþáttur í að stuðla að aukinni sam- keppni almennt á sameiginlegum markaði. Jafnframt muni vextir verða þeir sömu á öllu svæðinu. Á hinn bóginn segi fræðin að það geti verið hagræði af því að reka eig- in mynt og það felist einkum og sér í lagi í sveigjanleika í hagstjócn. „En til þess að menn njóti slíks hagræðis er náttúrlega mjög mikilvægt að efna- hagsstefnan sé trúverðug. Ávinningur af eigin mynt byggir á því að sú stefna sem stjórnvöld framfylgi sé trúverðug, því annars getur sjálfstæð mynt haft neikvæð áhrif, sem birtist kannski einna helst í áhættuálagi á vexti og viðskiptakostnaði sem annars væri ekki fyrir hendi. Það getur tekið lang- an tíma að byggja upp slíkan trúverð- ugleika, ekki síst þegar sagan ber vott um annað,“ sagði Yngvi. Hann sagði að hið langa tímabil óstöðugleika sem hér hefði verið væri okkur íjötur um fót og það væri fyrst nú sem menn væru farnir að upplifa stöðugleika og famir að gera ráð fyrir að hann gæti ríkt áfram. Ef efnahagsstefnan væri trú- verðug sé engin ástæða til þess að vextir hér á landi verði hærri en annars staðar að því gefnu að sú efnahagsstefna sem fylgt sé miði að svipuðu vaxtastigi. Það hins vegar að telja að krónan haldi ekki áfram sem sjálfstæð mynt lýsi vissri vantrú á því að það takist að halda hér uppi trúverðugri efnahagsstefnu. Krónan ekki markmið í sjálfu sér „Mér finnst nú vera ótímabært að gefa út dánarvottorð fyrir íslensku krónuna og dagsetja það 10-15 ár fram í tímann, en að sjálfsögðu getur margt gerst á 10-15 árum og í því sambandi nægir nú í sjálfu sér að benda mönnum á að horfa til baka jafnlangt aftur í tímann,“ sagði Þórður Friðjónsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar. Hann sagði að engu að síður væri áhugavert að velta þessari spurningu fyrir sér, því íslenska krónan væri ekki markmið í sjálfu sér heldur tæki til að ná árangri í efnahagsmálum. „Það liggur því í augum uppi að það „Það kann vel að vera að það komi að því að það sé einfaldlega skyn- samlegt að leggja krónuna niður, en rökin fyrir því eru ekki alveg augljós og það er ekki hægt að ganga að því sem vísu að það verði þannig eftir 10-15 ár. Það fer alveg eftir þvi hvemig efnahagsframvind- an verður hér og að sjálfsögðu einn- ig á alþjóðavettvangi. En við eigum að meta þessa spurningu kalt og yfirvegað og ekki líta á krónuna sem markmið í sjálfu sér heldur út frá því sjónarmiði hvort við náum hér meiri árangri í efnahagsmálum með því að halda lífinu í henni eða ekki,“ getur komið til þess að það sé einfald- lega skynsamlegt að leggja krónuna niður ef hún hættir að þjóna tilgangi sínum. Ég tel hins vegar að hún hafi gert gagn og hafi að minnsta kosti enn um sinn sjálfstæðan tilverurétt,“ sagði Þórður. Hann sagði að ef við gengjum í Evrópusambandið og myntsamruninn yrði að veruleika lægi alveg í augum uppi að við ættum að vera þar fullir aðilar og halda ekki sjálfstæðri krónu eftir það. Margt þyrfti samt sem áður að breytast. Við ættum enn við að glíma þann vanda sem væri aðlögun að sveiflum í ytri skilyrðum í þjóðarbú- skapnum. Þar hefði íslenskan króna komið að gagni og ef hún yrði lögð niður þyrfti að jafna sveiflur eftir öðr- um leiðum. Þunginn af sveiflujöfnun- inni myndi lenda á ríkisfjármálum og vinnumarkaði og enn væru ekki um- merki á þessum tveimur sviðum um að það væri mögulegt. Þeir tímar kynnu hins vegar að koma að það verði hægt að aðlaga þjóðarbúið breyt- ingum þó menn hafi ekki gengi krón- unnar til þess. „Því meginverkefni krónunnar á undanförnum árum hefur verið það að hjálpa til við aðlögun að síbreytilegum ytri skilyrðum. Við get- um bara gefið okkur sem dæmi að ef sjávarútvegur lendir skyndilega í djúp- um öldudal þá standa menn einfald- lega frammi fyrir spurningu um hvem- ig eigi að bregðast við. Ef staða þess- ara greina er ekki nægilega sterk til þess að mæta þessum breytingum þá er úr vöndu að ráða, ef menn hafa ekki gengið upp á að hlaupa. í því sambandi má til dæmis benda á að án efa hefði það komið sér vel fyrir Færeyinga að geta aðlagast breyting- unum þar með því að breyta genginu, þó í því tilviki komi sjálfsagt margt annað á móti,“ sagði Þórður. Aðspurður sagði hann að það væri nánast öruggt að við þyrftum að greiða eitthvert viðbótarálag á vexti hér með því að halda í sjálfstætt gengi. Ef við gengjum inn í ESB og mynt- bandalagið væri orðið að vemleika væri hægt að færa mjög sterk rök fyrir því að taka upp samsvarandi mynt. Ef við yrðum hins vegar áfram utan ESB þá gætum við metið þetta sjálfstætt út frá ýmsum sjónarmiðum og þar skipti mestu máli hvenær við hefðum nægi- lega gott vald og skilning á ríkisfjármálum og í vinnumarkaðsmálum til þess að geta brugðist við sveiflum í þjóðarbúskapn- um. „Það kann vel að vera að það komi að því að það sé einfaldlega skyn- samlegt að leggja krónuna niður, en rökin fyrir því eru ekki alveg augljós og það er ekki hægt að ganga að því sem vísu að það verði þannig eftir 10-15 ár. Það fer alveg eftir því hvem- ig efnahagsframvindan verður hér og að sjálfsögðu einnig á alþjóðavett- vangi. En við eigum að meta þessa spumingu kalt og yfirvegað og ekki líta á krónuna sem markmið í sjálfu sér heldur út frá því sjónarmiði hvort við náum hér meiri árangri í efnahags- málum með því að halda lífinu í henni eða ekki,“ sagði Þórður. Aðspurður hvort þarna togist ekki einfaldlega á sjónarmið um hagsmuni sjávartútvegs annars vegar og iðnaðar hins vegar, þar sem iðnaður myndi spara sér ýmsan viðskiptakostnað og keppa á jafnréttisgrundvelli ef ein og sama myntin gilti hér og í Evrópu, segir Þórður að það sé auðvitað kjami málsins, en það megi heldur ekki gleymast, sem sé ekki síður mikil- vægt, að 50% af gjaldeyrisöflun þjóð- arinnar skapist vegna sölu sjávaraf- urða. Það megi reikna með því að áfram verði verulegar sveiflur á þeim vettvangi þó hugsanlega minnki það eitthvað með betri stjórn á afla. Til þess að fýrirtæki í greininni geti mætt sveiflum þurfí þau að búa yfir ákveðnum fjárhagslegum styrk eða einhveijir sveiflujafnandi sjóðir að vera fyrir hendi. Þurfum að meta stöðu okkar Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra, segir að það sé varla tímabært að svara spurningu um það hvort leggja eigi niður íslensku gjaldmynt- ina, því enn sé alls óvíst hvort alvara verði úr þeim áformum að setja á lagg- imar eina mynt í Evrópusambandinu. „Gerist það hins vegar, sem skýrist á næstu ámm, hljótum við að þurfa að meta okkar stöðu með tilliti til þess. Ég tel þess vegna að ábending Þor- steins Þorsteinssonar sé eðlileg og verði þróunin eins og spáð er hljótum við að þurfa að svara mikilvægum spurningum eins og þeim hvort okkur er fært að halda úti sjálfstæðri gjald- mynt í ljósi þeirrar gífurlegu og harðn- andi samkeppni sem fer fram á milli þjóðanna um lífskjör," sagði Friðrik. Hann sagði að þetta væri hins vegar mjög flókið mál, því með því að leggja niður íslenska mynt eða tengja hana algjörlega við einhveija erlenda mynt, eins og væri raunin í sumum tilvikum eins og til dæmis í Luxemburg þar sem myntin væri bundin belgíska frankan- um, þyrftum við að svara mjög mikil- vægum spumingum um stjórn efna- hagsmála og umfang Seðlabankans. Friðrik segir að það sé réttmæt ábending að sjálfstæð íslensk mynt í samkeppni við stór myntbandalög þýði væntanlega hærri vexti hér á landi og það sé spurning hvort það muni ekki fæla mögulega fjárfesta í burtu. Til viðbótar kæmi að ef íslensk at- vinnustarfsemi hefði meiri tilkostnað, til dæmis vegna hærri vaxta en erlend- ar samkeppnisgreinar, væri ekki hægt að svara því nema með lægri tilkostn- aði á öðrum sviðum, til dæmis lægri launum og þar af leiðandi verri lífs- kjörum. Ef hins vegar krónan yrði lögð niður eða bundin gengi einhvers annars gjaldmiðils þá værum við á hinn bóginn að kasta frá okkur efna- hagslegum stjómtækjum eins og gengisstýringu. Partur af sjálfstæði þjóðarinnar Finnur Ingólfsson, viðskiptaráð- herra, segir að erfitt sé að spá um þróunina næstu 10-15 árin, en hann sé þó þeirrar skoðunar að íslenska krónan verði við lýði að þeim tíma liðn- um. Þó kröfur um sameiginlega mynt væm háværar innan Evrópusam- bandsins, bæði frá aðilum í viðskipta- lífinu og stjómmálamönnum, væri staðreyndin engu að sfður sú að um þetta væru mikil átök. „Mikilvægustu rökin gegn því að vera með eina sam- eiginlega mynt hafa verið að þá emm við ekki lengur með sjálfstæða stefnu í gjaldeyrismálum og það er nú svona partur af sjálfstæði þjóðarinnar að einhvetju leyti,“ sagði Finnur. Hann sagði að sér fynd- ist ekki vera nein efnahags- leg rök fyrir því að íslend- ingar stefni að myntbanda- Iagi með öðrum Evrópu- þjóðum, þó einhveijir póli- tíkusar gætu ef til fundið fyrir því sannfærandi rök vegna þess áhuga sem þeir hefðu á því að koma íslandi inn í Evrópusambandið. Þó rök væm fyrir því að vextir yrðu sennilega lægri innan stórs myntbandalags en á litlu myntsvæði, væri það ekki það eina sem þyrfti að taka tillit til. Það væri mikilvægt fyrir okkur að hafa eigin gjaldmiðil til að geta mætt sveifl- um í ytri aðstæðum þjóðarbúsins og væri tekinn upp annar gjaldmiðill myndu mjög mikilvægir þættir ís- lenskra peningamála, eins og gengis- þróun, ráðast af öðm en aðstæðum hjá okkur. „Við getum ekki búið við það að þeim sé stýrt af öðmm þar sem ekki er tekið tillit til okkar hags- muna,“ sagði Finnur. Hann sagði aðspurður að íslenska krónan væri lykilatriði í þessum efnum og því væri það ekki á dagskrá að leggja niður íslensku krónuna hvort sem niðurstaðan yrði sú að ein mynt yrði til í Evrópu eða ekki. VINNUSTREITA, aukið álag og sýkingar em algengustu ástæður þess að starfsfólk er frá vinnu vegna skamm- tímaveikinda. Það kemur fram í skýrslu um breytingar á fjarvistum vegna veikinda meðal starfsfólks á reykvískum sjúkrahúsum, sem gerð var fyrir landlæknisembættið. Skýrsl- an var kynnt á blaðamannafundi sl. fimmtudag og kom þar m.a. fram að álag á starfsfólk á sjúkrahúsum hefði aukist vemlega á síðustu ámm. Meðal- aldur sjúklinga færi hækkandi auk þess sem hver sjúklingur lægi að meðaltali skemur inni nú en áður. Það hefði í för með sér aukna umönnun allan tímann sem sjúklingur er á sjúkrahúsi. Hópurinn tók saman upplýsingar um veikindafjarvistir starfsfólks á svo- kölluðum sérgreinasjúkrahúsum í Reykjavík, Landspítala, Borgarspítala og Landakotsspítala. Einnig var gerð- ur samanburður milli landa, sem með- al annars leiddi í ljós að íslenskt heil- brigðisstarfsfólk annast að meðaltali fleiri sjúklinga sem síðan útskrifast en starfssystkini þess í Danmörku. Á sjúkrahúsum í Reykjavík, sem könnunin náði til, kom í Ijós veraleg fjölgun á fjarvistum vegna veikinda varð milli áranna 1993 og 1994 meðal hjúkmnarfræðinga á bráða-, ferils- og rannsóknardeildum og starfsstúlkna á bráða- og öldmnardeildum. Einnig meðal röntgentækna, sjúkraþjálfara og starfsstúlkna við ræstingu. Veikir 15-18 daga á ári I gegnum tíðina hefur íslenskt vinnuafl almennt verið minna frá vinnu vegna veikinda en í nágranna- löndunum. í skýrslunni kemur frain að fjarvistir vegna veikinda meðal hjúkmnarfræðinga séu að meðaltkii 15-18 dagar á ári í nágrannalöndum okkar og nú sé svo komið að tíðnin sé orðin hærri hér. Það álit kom fram hjá starfshópnum að flatur niðurskurður í heilbrigðis- kerfmu væri varasamur. Fjölga þyrfti starfsfólki á sjúkrahúsum til að dreifa álaginu og nýta þyrfti fjármagn skyn - samlega, í samræmi við hugmyndir þeirra sem vinna innan sjúkrahúsanna. Sameiginleg mynt minnkar viðskipta- kostnað Krónan hjálp- að til við að- lögun að ytri skilyrðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.