Morgunblaðið - 25.11.1995, Síða 33

Morgunblaðið - 25.11.1995, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 33 AÐSENDAR GREINAR SOTHYS 2 ný styrkingarkrem frá Sothys: Fyrir blandaða og þurra húð. Gefur góða vörn og næringu, - húðin verður stinn og mjúk Notist á andlit og háls. Kaupauki fylgir á ullum okkar útsulu'stotSum, mcðan birgðir endast. Jónas Magnússon Þriggja mánaða bið eftir aðgerð er hámark MIKIL umræða fer nú fram um heilbrigð- ismál. Rekstur sjúkra- húsa og heilsugæslu er í járnum. Samtímis eru nú mjög miklar breytingar á meðferð og umönnun sjúklinga. Forgangsröðun Þessu orði hefur brugðið fyrir uppá síðkastið. Það verður ekki hjá því komist við minnkandi fjármagn að endurmeta þarfir og bið sjúklinga eftir úr- lausnum. Forgangs- röðun er hvorki nýtt fyrirbrigði á spítölum né í stjórnmálum. Spítal- arnir hafa t.d. tekið upp ný með- ferðarform þannig að nýr hópur sjúklinga þarf þjónustu og dregið er úr annarri. (Dæmi: Hjartaskurð- lækningar voru hafnar 1986 án þess að bætt væri við rúmum eða skurðstofum. Fegrunarlækningar voru teknar útúr gjaldskrá TR 1991 eftir pólitískum leiðum.) Þjóðfélag- ið allt verður að koma að þessari umræðu og bera ábyrgð á ákvörð- unum. Það er ekki hægt að ætlast til þess að heilbrigðisstarfsfólk taki allar ákvarðanir eitt og sér því þær hafa gríðarlega mikil áhrif á allt þjóðfélagið. Forgangsröðunarum- ræðan verður að snúast um hvað eigi að gera og hveijir eigi að fá úrlausn því að reikningurinn verður sendur ríkissjóði. Umræðan verður að fjalla um neytendur, þ.e.a.s. sjúklingana. Því miður hefur for- gangsröðunarumræðan hérlendis stundum ijallað um hvaða stofnan- ir eigi að dafna eða visna, en sú ákvörðun er einatt háð allt öðrum sjónarmiðum, þ.e.a.s. hreinum rekstrarlegum sjónarmiðum. Skilj- anlegt er að allir veiji sínar stofn- anir með kjafti og klóm enda eru miklir hagsmunir og fjármunir í húfi, en varnarbaráttan er ekki að sama skapi fagleg né skynsamleg! Umræðan um forgangsröðun er af þeim toga að hún mun sífellt vera í gangi. Samfélagið verður þó að gera upp við sig hvað það vill með þjónustunni. Stjórnmálamenn eru þar ekki undanskildir. Biðlistar Við sláum því föstu að samfélag- ið borgi meðferð á algengum kvill- um sem endranær. Biðlistar eru staðreynd en ákaflega hvimleiðir. Sjúklingar, félagasamtök og lækn- ar beita síðan öllum tiltækum ráð- um til að mjaka sínum hluta áfram, en það leiðir til þess að aðrir sjúkl- ingar bíða lengur. Umijöllun Q'ölmiðla hefur ekki góð áhrif á þá sem bíða á viðkom- andi listum þegar t.d. dánarlíkur á listanum eru tíundaðar í fjölmiðl- um. Það væri heppilegra að tryggja ijármagn í viðkomandi þjónustu, ef hún drægist á langinn (t.d. meira en 3 mán.). Vorið ’95 var veitt 24 millj. í biðlistaaðgerðir á Lsp. Þetta fé var allt sett í átaksverkefni í lið- skiptum og sá biðlisti var kláraður á 2 mánuðum. Sparnaður síðar á árinu hefur svo orðið til þess að hann er „genginn aftur“! Ég er þess fullviss að nægjanlegt afl sé fyrir hendi í kerfinu til að Ijúka öllum þessum lista á 1-2 árum, ef ijármunum væri í það veitt. Það þarf að tryggja þegnunum að bið eftir aðgerð verði ekki meiri en t.d. 3 mánuðir. Fagleg sjónarmið Vegna sérhæfingar- innar er varla hægt að tala um almennan skurðlækni. Þeir sem þann titil bera eru nær eingöngu vinnandi í kviðarholi. Þar er nú þegar fyrir hendi skipt- ing í sérsvið. Skurð- læknar sem eru færir um að meðhöndla bein- brot — fæðingar — kviðarholssjúkdóma — kvensjúkdóma — þvagfærasjúkdóma — slys, eru sannarlega ekki á hveiju strái. Vegna faglegu sérhæfingarinnar — og einnig vegna tækjanna — eru einyrkjar eða smáar einingar í hættu vegna faglegrar stöðnunar. Sú röksemd heyrist að einfaldar aðgerðir sé sjálfsagt að gera á sem flestum stöðum. Þá er gjaman talað um t.d. æðahnútaaðgerðir, en þær þarf ekki að gera á sjúkrahúsum og eru flestar stundaðar „útí bæ“ í þéttbýlinu. Botnlangaskurður eða kviðslitsaðgerð eru dæmi um að- gerðir sem hingað til hafa þótt ein- faldar. Þróun síðustu ára er sú að gera þessar aðgerðir með kviðsjám. Þar með er búið að gera þær miklu flóknari tæknilega. Þróunin er því sú að einfaldar aðgerðir heyra sög- unni til. Sé um raunvemlega ein- falda aðgerð að ræða þarf ekki að gera hana á sjúkrahúsi. Faglega þróunin er þvi sú að skurðlæknirinn er sífellt háðari teymisvinnu og tækjaumhverfi sínu. Sé hann íjar- lægður úr því er hann hvorki fær um að nýta þekkingu sína né aðrir að njóta hennar. Frá faglegu sjónar- miði er því heppilegast að safna saman á hveiju starfssvæði þeim skurðlæknum sem þar vinna, án tillits til þess hver forgangsröðunin verður. Þróun handlækninga Vegna þess að handlækningar em mínar ær og kýr mun ég fjalla um þær en sömu þróun og ályktan- ir má yfírfæra á fjölda annarra greina. Um aldamótin var skurð- læknir sá sem notaði hníf við sínar lækningar. Hann gerði aðgerðir á nánast öllum líffærakerfum. Síðan myndast sérgreinar og þekkingin eykst og nýjar tegundir aðgerða verða mögulegar (t.d. aðgerðir í heila, bijóstholi, líffæraflutningar). Flóknari aðgerðir em framkvæm- anlegar vegna nýrra tækja og einn- ig vegna þess að skurðlæknir sér- hæfír sig í ákveðnum aðgerðum og gerir margar slíkar. (Bestu golf- leikararnir spila mest golf!) Aðal- umhverfí skurðlæknisins (skurð- stofan) hefur því tekið óhjákvæmi- legum breytingum. Hún er nú hlað- Almenningur er nægi- lega skattpíndur, segir Jónas Magnússon, og nýta verður fjármuni betur, bæði faglega séð og rekstrarlega. in hjálpartækjum (tölvur, vaktarar, rtg. græjur, öndunarvélar...). Til þess að þetta sé allt nothæft þegar til á að taka, þarf þjónustu tækni- deildar og til þess að hægt sé að gera aðgerðina þarf að auki svæf- ingarlækna, svæfingarhjúkrunar- fræðinga, skurðhjúkrunarfræð- inga, sjúkraliða. Nýjar hugmyndir um meðferð eftir aðgerð og einnig aukin þjónusta samfélagsins við sjúklinga hefur leitt til sífellt styttri legutíma eftir aðgerð. Niðurstaðan er dýrari og flóknari aðgerð, en styttri og ódýrari sjúkrahúslega. Vegna tilkomu nýrrar tækni hefur einnig verið unnt að stytta veik- indaforföll sjúklinga. Stytting legu- tíma kallar á fleiri sjúklinga og þar með aukin afköst. Okkar kerfí með föstum fjárlögum er mjög öndvert auknum afköstum. Óhjákvæmileg ályktun er að sjúkrarúm í landinu séu of mörg þegar meðallegutíminn í handlæknisfræði og lyflæknis- fræði hefur minnkað um helming á nokkrum árum. Þó verður að benda á fjölgun þjóðarinnar og einnig aldurssamsetningu (fjöldi aldraðra vex). Kostnaður við að koma upp skurðstofu er mjög hár. (Nýjasta skurðst. Lsp. kostaði 35 millj.) Þessi kostnaður vex ugg- Iaust vegna fyrirsjáanlegra tækn- inýjunga. Það er því áríðandi að fjárfestingar séu fullnýttar. í dag er verið að loka skurðstofum þrátt fyrir biðlista. Hvernig rekstur? Við sláum því föstu að rúmin séu of mörg og við lokum einhveijum. Við getum notað svokallaða osta- hnífsaðgerð og tökum x% af öllum. Ostahnífsaðgerðinni hefur verið beitt á undanförnum árum og er að leiða til kyrkingar á öllu kerfinu (hvort er betra að hafa einn dauðan og annan lifandi, en 2 hálfdauða!). Erlendis er verið að fækka rúmum og þar eru einstaka stofnanir lagð- ar niður, en hlúð að öðrum. Hér eru spítalar (Bsp. Lsp.) sem hafa svo sérhæfða þjónustu að þeim verður ekki lokað. Einnig er nánast ófært að hugsa sér allt Norðurland án spítala. Því væri skynsamlegast faglega, rekstrarlega og pólitískt að færa alla sjúkrahúsþjónustuna norðanlands til Akureyrar. Enginn vafi er á því að starfsemin þar myndi stóreflast Norðlendingum til gagns. Breyting af þessu tagi er líklegri til að nást í gegn en lokan- ir án tilfærslu. Slíkt yrði ekki gert nema með því að þær skurðstofur sem opnar eru væru notaðar lengur daglega. Það er sóun fjármuna að nota svo dýra þjónustu hluta úr degi. Það má svo enn stytta legu- tíma en þá þarf að koma til aukin hjúkrun í heimahúsum og einnig sjúkrahótel og þvílíkt. Kennsla og rannsóknir Þessir þættir eru ómissandi á lífvænlegum sjúkrahúsum. Kennsla heilbrigðisstarfsfólks er ánægjuleg kvöð. Rekstrarumhverfi umliðinna ára er aftur á móti svo erfitt að ýmsir þættir kennslunnar eru í slæmum farvegi. Húsnæðisaðstaða nemenda á Lsp. er til skammar og . kennslustofur eru niðurníddar og illa tækjum búnar. Ef innihald kennslunnar skerðist þá er grunn- urinn lagður að hnignun þjón- ustunnar. Talsverðár rannsóknir eru enn stundaðar við sjúkrahúsin. Þær leiða einatt til endurskoðunar á meðferð, nýrra meðferða, tengsla við erlendar stofnanir og aukinnar þekkingar, sem skilar sér aftur í kennslu. Ef reksturinn verður enn torveldari þá er ætlun mín að það verði talið óþarfi að leggja fé til rannsókna til þess að þjónustu- skyldunni sé fullnægt. Þegar það gerist er aftur verið að vega að gæðum þjónustunnar. Fj árhags vandinn Sem stjórnanda og skattborgara er mér mætavel ljóst að fjármála- ráðherra og heilbrigðisráðherra eru ekki jólasveinar sem úthluta heilbrigðisgeiranum peningum þegar við viljum fá þá. Það er nokkuð ljóst að heilbrigðisgeirinn getur eytt öllum 100 milljörðunum sem við höfum. Þessi geiri er sennilega nánast óseðjandi. Það er einnig ljóst að það er ekki mik- ill pólitískur vilji fyrir auknum fjár- munum í hann. Almenningur er nægjanlega skattpíndur. Aftur á móti er það skylda okkar að nota þá fjármuni betur sem nú fara í kerfið, bæði faglega séð og einnig rekstrarlega. Það er skylda okkar að loka stofn- unum, sameina sjúkrahús og fækka rúmum og nýta betur þá aðstöðu sem fyrir hendi er. Tillögur 1. Hætta ostahnífsniðurskurði. Ákveða hvaða þjónusta er nauðsyn- leg og hlú að henni. Leggja niður stofnanir í heilu lagi. 2. Færa til þjónustu og byggja upp faglega og rekstrarlega betri einingar. 3. Þriggja mánaða bið eftir að- gerð er hámark. Höfundur er prófessor. Ný hágæða 24ra stunda krem fyrir nútímakonuna á verði sem kemur á óvart. Leikur 02 losti Leikur og losti er nýr og spennandi leikur fyrir 18 ára og eldri. Hvor leikandi fyrir sig fær bók sem hefur aó geyma leyndardómsfullar upplýsingar um hlutverk hans eða hennar, svo og spil sem leiðir þau um óvæntar og forvitnilegar lendur ástar og unaðssemda. Dreifing: Sími 565 4444 BLEIUR & BLEIUBUXUR Mikið úrval • ódýrt og gott ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13 -S. 551 2136

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.