Morgunblaðið - 25.11.1995, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 25. NÓYEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREIIMAR
Sjúkraþjálfarar aðstoða við val á gönguhj álpartækjum og mikilvægt er að rétt tæki
sé valið. Bryndís F. Guðmundsdóttir og Osk Axelsdóttir úr faghópi um sjúkr a-
þjálfun aldraðra halda hér áfram umijöllun sinni um gildi hreyfíngar og byggja
sem fyrr á ítalska spakmælinu: Sá sem á frelsi og heilbrigði er ríkur og veit það ekki.
Sjúkra-
þjálfarinn
segir . . .
Hjálpartæki
til göngu
ISÍÐUSTU viku fjölluðum við um
gildi hreyfingar, útbúnað og um-
hverfi, með tilliti til göngu eldri
borgara. í dag tökum við fyrir
gönguhjálpartæki og gildi notkunar
þeirra.
En hve langt þarf að
ganga og hve oft?
Það fer eftir ástandi og getu hvers og
eins. Best er fyrir óvana að byija rólega,
til dæmis ganga í 5-10 mín. daglega og
síðan lengja tímann, eftir því sem getan
eykst. Gott er að ganga í 15-20 mín. 3-4
sinnum í viku. Til að ná góðum þjálfunar-
áhrifum þarf að ganga í 20-25 mín. 3
sinnum í viku.
Bryndís F. Ósk
Guðmundsdóttir Axelsdóttir
JÓN og Jónína nota gönguhjálpar-
tæki daglega.
Þarf ég að nota hjálpartæki á göngu?
Sjúkraþjálfarar aðstoða við val á
gönguhjálpartækjum og mikilvægt er að
rétt tæki sé valið, með þarfir hvers og
eins í huga. T.d. hentar sumum vökur
grind, en öðrum stöðug. Oft nægir góður
stafur, t.d. ef óöryggis gætir í gönguferð-
um og einstaklingurinn er upptekinn við
að horfa niður fyrir sig. Slík líkamsstaða
skerðir sjónsviðið og erfitt er að fylgjast
með t.d. bílaumferð.
Tryggingastofnun ríkisins veitir
gönguhjálpartæki til einstaklinga sem
búa heima, þegar þeirra er þörf, fyrir
milligöngu læknis, sjúkraþjálfara og iðju-
þjálfa. Við úthlutun er stuðst við reglu-
gerð TR. Skilaskylda er á gönguhjálpar-
tækjum að notkun lokinni.
Eldra fólk hefur oft neikvætt viðhorf
til gönguhjálpartækja að ófyrirsynju.
Kostir þeirra eru í mörgum tilvikum ótví-
ræðir. Þau auka á stöðugleika í göngu,
bæta þannig göngugetu, auka á öryggi
og einstaklingurinn ber sig betur. Þau
létta álagi af þungaberandi liðum líkam-
ans og minnka þannig verki í þeim.
Gæta þarf þess að hjálpartækið sé í
góðu lagi og að hæðin sé rétt stillt. End-
urnýja þarf gúmmítappa stafsins/hækj-
unnar reglulega og nota brodda undir
hann/hana í hálku. Til eru léttir álstafir
og hækjur með formuðu handfangi fyrir
hægri/vinstri hönd.
Sé göngugrindin með gúmmítöppum
að neðan, þarf að endurnýja þá á sama
hátt. Gæta þarf vel að dekk séu í góðu
lagi. Hjálpartækjamiðstöð TR gerir við
tæki í eigu stofnunarinnar. Göngugrindur
veita meiri stuðning en stafur og eru til
í mörgum gerðum. Þegar göngugrind er
notuð er mikilvægt að hafa grindina ná-
lægt sér, en ekki ýta henni langt á undan.
Til dæmis fer notkun lágra fjórhjóla
göngugrinda, með innkaupakörfu og
fleiri fylgihlutum, vaxandi hérlendis. Er-
lendis eru slíkar grindur algeng sjón á
götum úti og þykir sjálfsagt.
Ef heilsufar breytist þarf að endur-
meta hjálpartækið.
Mikilvægt er að fjölskyldan sé jákv.æð
gagnvart hjálpartækjum og hvetji til
notkunar þeirra. Hvernig væri, í næstu
heimsókn til ömmu, að bjóða henni í
gönguferð áður en hún býður upp á kaff-
ið?
Höfundar eru sjúkraþjálfarar á Hrafnistu
í Hafnarfirði.
Sameining?
í BYRJUN desem-
bermánaðar næstkom-
andi eru fyrirhugaðar
kosningar um samein-
ingu sex sveitarfélaga
á norðanverðum Vest-
ijörðum. Við sem búum
á þessu svæði þurfum
þá að vera búin að
mynda okkur skoðun á
því, hvort við viljum
sameiningu eður ei. Ég
geng út frá því vísu að
allir vilji veg síns sveit-
arfélags sem mestan
og kjósi því þann
möguleikann sem þeir
telja henta sínu sveitar-
félagi best. Sjálf er ég
ekki í vafa um hvorn möguleikann
ég kýs og vil leyfa ykkur að skoða
með mér þá þætti sem ég tel skipta
miklu máli um það, hvort við eigum
að ganga til sameiningar eður ei.
Við þurfum að vita hvað við höf-
um, til að geta byijað á að setja
spurningarmerki við sameiningu.
En hvað höfum við í dag? Við höfum
hér nokkur fámenn sveitarfélög sem
hafa átt undir högg að sækja und-
anfarin ár. Ráðist hefur verið í stór-
framkvæmdir sem hafa heimtað
mikil fjárútlát. Þegar ráðist var í
þessar framkvæmdir var það gert
af nauðsyn og einnig vegna vissu
um tekjumöguleika, til að greiða upp
þau lán sem tekin voru til að fram-
kvæma. Nú hafa þessir tekjumögu-
Ieikar brostið að miklu leyti.
Veiðikvóti sjómanna og útgerða
hefur minnkað stórlega og
fólksfækkun orðið í kjölfar þess.
Þetta eitt gerir það að verkum að
við lengjum til muna þann tíma sem
tekur að borga upp stór lán. Færrí
íbúar með minni tekjur eru lengur
að vinna lánin niður og á meðan
eru sveitarfélögin að taka við aukn-
um verkefnum frá ríkinu, ýmsum
þjónustuverkefnum sem krefjast
aukinna útgjalda. Nærtækasta
dæmið um það er yfír-
taka sveitarfélaga á
grunnskólanum. Lítið
sveitarfélag á erfitt
með að höndla það
verkefni, svo öllum sé
gert jafnhátt undir
höfði.
í lögum um grunn-
skóla er í þriðju grein
sagt, að hver grunn-
skóli skuli vera einset-
inn en að honum megi
skipta í einingar, eftir
ákvörðun hverrar sveit-
arstjórnar. Auðvelt er
að álíta sem svo að fé-
lítil sveitarfélög munu
ekki ráðast í stækkun
skólahúsnæðis og ráðningu fleiri
kennara til að mæta þessu. Hingað
til hefur ekki verið svo auðvelt að
fá góða kennara til að flytjast bú-
ferlum til Vestfjarða og fáir hafa
sest að til langframa. Hvað er þá
líklegt að lítil sveitarfélög geri, til
að mæta þessari lagagrein? Jú, mér
finnst ekki ósennilegt að sam-
kennsla beklg'a aukist á ný, þessi
samkennsla sem við höfum verið að
reyna að minnka undanfarin ár.
Eitt stórt sameinað sveitarfélag hef-
ur meiri möguleika til að halda
þannig á málum, að öllum nemend-
um verði gert jafnhátt undir höfði
í menntamálum og farið verði eftir
lögum um grunnskóla, á jafnréttis-
grundvelli.
Annað spumingarmerki við sam-
einingu er hægt að setja með því
formerki, að með henni sé hægt að
bæta til muna, þá almennu umræðu
um stöðu Vestfjarða, sem fram hef-'
ur farið í fjölmiðlum. Því miður
hafa neikvæðar raddir landsmanna
og Vestfirðinga sjálfra verið hvað
háværastar á þeim vettvangi. Þessu
er hægt að breyta með sameiningu
og leiða umræðuna á jákvæðari
nótur. Sameiginlegir hagsmunir
okkar allra verða þá augljósari og
Eitt stórt og sterkt
sveitarfélag stendur
betur að vígi en sex lítil,
að mati Unnar
Sigfúsdóttur, til að efla
blómlega byggð á
Vestfjörðum.
nábúakrytur ættu að minnka að
sama skapi.
Það sem ekki þarf að setja spum-
ingarmerki við er hins vegar margt.
Ein sameiginleg bdéjarstjórn verður
í stað sex sveitarstjórna og með því
fækkar heilmikið í yfirstjóm bæjar-
félaganna. Launakostnaður vegna
stjómunar hlýtur því að minnka og
aukið fé rennur í reksturinn. Ýmsir
hafa haft orð á því að litlu bæjarfé-
lögin muni gleymast á kostnað
stærsta bæjarfélagsins en þá vil ég
minna á, að ef fólksflótti verður úr
einu bæjarfélagi, kemur það jafnt
niður á öllum hinum. Ný bæjarstjóm
verður að halda þannig á málum
að hún reyni að efla hvern kjarna
sameinaðs sveitarfélags, til að sterk
heild náist og hver staður styðji
hvern annan. Til þess að þetta megi
verða, héfur samstarfsnefnd um
sameiningu lagt fram sínar tillögur
að nýrri bæjarstjórn, þar sem hvert
hinna litlu bæjarfélaga á sér sinn
þjónustufulltrúa sem gætir hags-
muna íbúanna.
Annar kostur við fækkun í yfir-
stjórn er sá að í sameiginlegri bæj-
arstjóm verður auðveldara að greiða
hlutlaust úr ýmsum viðkvæmum
málum, sem berast alltaf öðru
hveiju inn á borð sveitarstjórna.
Ýmis félagsleg ráðgjöf og m.a.
beiðnir um fjárhagsaðstoð fá hlut-
Unnur Sigfúsdóttir
lausari og faglegri afgreiðslu en
áður. í litlum bæjarfélögum þar sem
allir þekkja alla og skyldleiki manna
er oft mikill, er erfitt og jafnvel
ógerlegt að vera hlutlaus í þannig
málum. Þessu til áréttingar vil ég
benda á, að nú á síðasta kjörtíma-
bili ákváðu sveitarstjómir litlu sveit-
arfélaganna á þessu svæði að hafa
eina sameiginlega bamavernd-
arnefnd. Hefur það gefið mjög góða
raun og þessi barnavemdarnefnd
hefur haft mun meira að starfa en
allar litlu nefndirnar höfðu áður,
samanlagt. Þama hefur fjarlægðin
við málefnið orðið til góðs og það,
að í nýja sameiginlega nefnd hefur
verið hægt að safna saman fólki
með faglega þekkingu á málum um
bamavernd.
Með sameiningu náum við betri
stöðu í atvinnumálum. Auðveldara
verður að sameina fyrirtæki eða
samnýta þau á einhvern hátt. Allar
tekjur af fyrirtækjum og einstakl-
ingum renna í einn sameiginlegan
sjóð en ekki í sex sundraða sjóði sem
bítast um þær. Einstaklingar geta
því farið til vinnu í næsta bæjarfé-
lagi, með fullvissu um að þeir eru
ekki að færa tekjur úr einu bæjarfé-
lagi í annað og þar með verið laus-
ir við þær óánægjuraddir sem áður
heyrðust, raddir sem töldu heima-
menn eiga meiri rétt á vinnunni,
vegna teknanna sem af henni hlut-
ust. Þetta er einn af þeim stóru
þáttum sem sundrað hafa Vestfirð-
ingum á undanförnum árum og
bráðnauðsynlegt er að breyta til
betri vegar. Annar og jafnvel stærri
þáttur i þeirri sömu sundrung er,
að samkeppnin um kvótann og
vinnslu sjávarfangsins hefur verið
þó nokkur milli allra þessara staða.
Sumir hafa jafnvel ýjað að því að
sú samkeppni muni harðna við sam-
einingu og að vinnslan muni flytjast
alfarið til ísafjarðar. Ef við skoðum
þetta mál í rökréttu samhengi, gef-
ur það auga leið að ef öll fiskvinnslu-
fyrirtæki á minni stöðunum legðust
niður myndu forsendur fyrir búsetu
á þeim stöðum verða litlar sem eng-
ar. Þetta myndi þýða að fólksflótti
yrði geigvænlegur og ísafjörður
hefði aldrei möguleika á að taka við
þeirri fólksmergð sem þá yrði á far-
aldsfæti. Með því myndu forsendur
fyrir sameiginlegu bæjarfélagi
bresta og kæmi það jafnt niður á
ísfirðingum sem öðrum. Mun lík-
legra er að fyrirtæki muni fara
meira út í að sameina eða samnýta
reksturinn á einhvern hátt og jafn-
vel stuðla að meiri sérhæfingu á
vinnslu sjávarafurðanna en áður.
Við það mun rekstur þessara fyrir-
tækja fremur styrkjast en veikjast.
Ég hef tæpt hér á örlitlu broti á
forsendum fyrir sameiningu sex
sveitarfélaga á norðanverðum Vest-
fjörðum og ætti enginn að velkjast
í vafa um mína skoðun á því, hvort
ég telji rétt að sameinast eður ei.
Við erum nú fyrst að ná því marki
að komast milli þessara staða á ör-
uggari og þægilegri máta en áður,
með tilkomu brúar yfír Dýrafjörð
og jarðganga. Finnst mér þá tími
til kominn að við nýtum þann mögu-
leika á sem jákvæðastan hátt fyrir
öll bæjarfélögin. Að mínu mati ger-
um við það best með því að sameina
krafta okkar, um að efla byggð á
Vestfjörðum og styrkja hvert annað
í að blómlegt, vestfirskt mannlíf
megi verða hér um ókomna tíð. Ég
trúi, að sameining þessara sveitarfé-
laga geti unnið mun markvissara
að því takmarki en sex lítil sveitarfé-
lög, sundruð á sex mismunandi
staði. Ég bið þig, kæri lesandi, að
velta þessu fyrir þér með opnum
huga, þótt ég viti einnig að sumum
spurningum verði ekki svarað strax,
t.a.m. ýmsum spurningum um það
hvernig ný bæjarstjórn muni halda
á málum. Enginn veit fyrir kosning-
ar hvernig stjórnunin verður en eitt
vitum við þó. Vestfirðingar eiga inn-
an sinna vébanda fjölda fólks sem
vill vinna ötullega að því að styrkja
stöðu Vestfjarða á landinu sem við
byggjum, hefja til vegs og virðingar
á ný og tryggja búseturétt okkar
hér. Ef þú, lesandi góður, býrð i
einhveiju þessara sveitarfélaga, vil
ég biðja þig um að mynda þér skoð-
un og mæta til kosninga þann 2.
desember næstkomandi. Hlutleysi
getur aldrei verið þitt val, viljirðu
að byggð á Vestfjörðum haldist og
styrkist.
Höfundur er leiðbeinandi og sveit-
arstjórnnrmaður á Þingeyri við
Dýrafjörð.