Morgunblaðið - 25.11.1995, Side 38
38 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MESSUR
MINNINGAR
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Guðsþjónusta kl. 14 með þátt-
töku Arnfirðingafélagsins í Reykja-
vík. Sr. Jakob A. Hjálmarsson préd-
ikar. Kaffi eftir messu. Árni Bergur
Sigurbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjön-
usta kl. 11. Foreldrar hvattir til þátt-
töku með börnunum. Guðsþjónusta
kl. 14. Sr. Ingólfur Guðmundsson
messar. Ræðuefni: „Vakið, hús-
bóndinn kemur". Organisti Guðni
Þ. Guðmundsson.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Skírn.
Prestur sr. Hjalti Guðmundsson.
Organleikari Marteinn H. Friðriks-
son. Dómkórinn syngur. Barnastarf
í safnaðarheimilinu á sama tíma og
í Vesturbæjarskóla kl. 13. Guðs-
þjónusta kl. 14. Prestur sr. María
Ágústsdóttir. Kór Menntaskólans í
Reykjavík syngur. Stjórnandi og
organleikari Marteinn H. Friðriks-
son. Ungmenni flytja bænir.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón-
usta sunnudag kl. 10. Sr. GylfiJóns-
son. Einsöngur Guðmundur Gísla-
son. Organisti Kjartan Ólafsson.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma
kl. 11. Messa kl. 14. Prestur sr.
Halldór S. Gröndal. Organisti Árni
Arinbjarnarson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðsluer-
indi kl. 10. Af hverju lét Guð slysið
verða? Um Guð og þjáninguna. Sr.
Karl Sigurbjörnsson. Barnasam-
koma og messa kl. 11. Organisti
Hörður Askelsson. Sr. Ragnar Fjal-
ar Lárusson. Ensk messa kl. 14.
Sr. Karl Sigurbjörnsson. Kaffiveit-
ingar á eftir.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
HÁTEIGSKIRKJA: Kl. 11. Barna-
guðsþjónusta. Sr. Helga Soffía
Konráðsdóttir. Messa kl. 14. Org-
anisti Pavel Manasek. Sr. Tómas
Sveinsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Messa kl. 11. Sr.
Sigurður Sigurðarson prédikar og
þjónar ásamt sóknarpresti, sr.
Flóka Kristinssyni. Organisti Jón
Stefánsson, Kór Langholtskirkju
(hópur III) syngur. Barnastarf á
sama tíma. Kaffisopi eftir messu.
LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Væntanleg fermingar-
börn aðstoða. Barnastarf á sama
tíma. Félagar úr Kór Laugarnes-
kirkju syngja. Organisti Gunnar
Gunnarsson. Kvöidguðsþjónusta kl.
20.30. Lífleg tónlist, einfalt form.
Kór Laugarneskirkju syngur. Leikið
á píanó, gítar, bassa og trommur.
Ólafur Jóhannsson.
NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.
Húsið opnað kl. 10. Föndur o.fl.
Munið kirkjubílinn. Guðsþjónusta
ki. 14. Sr. Halldór Reynisson
SELTJARNARNESKIRKJA: Messa
kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára
Guðmundsdóttir. Organisti Vera
Gulasciova. Barnastarf á sama tíma
í umsjá Elínborgar Sturludóttur
ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14.
Organleikari Sigrún Steingríms-
dóttir. Guðsþjónusta kl. 20 á vegum
Æskulýðsfélags Árbæjarkirkju með
rokk- og poppívafi. Prestarnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á
sama tíma. Samkoma Ungs fólks
með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson
Fríkirkjusöfnuðurinn
í Reykjavík
Flautuskólinn í dag, laugardag,
Kl. 11:00 í Safnaðarheimilinu.
Síðasta sunnudag kirkjuársins
guðsþjónusta kl 14:00.
Þriðjudag kl. 16:00.
Kátír krakkar
i Safnaðarheimilinu.
Starf fyrir 8-12 ára.
íé
Guðspjall dagsins:
Dýrð Krists.
(Matt. 17.)
DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11.
Altarisganga. Organisti Smári Óla-
son. Sunnudagaskóli á sama tíma.
Gunnar Sigurjónsson.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð-
mundur Karl Ágústsson. Organisti
Lenka Mátéová. Barnaguðsþjón-
usta á sama tíma í umsjá Ragnars
Schram. Prestarnir.
GRAFARVOGSKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11 í kirkjunni og
12.30 í Rimaskóla. Guðsþjónusta
kl. 14. Ferming: fermdur verður
Svavar Örn Eysteinsson, Vesturfold
36. Organisti Ágúst Ármann. Guðs-
þjónusta á hjúkrunarheimilinu Eir
kl. 16. Prestarnir.
HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Alt-
arisganga. Organisti Oddný J. Þor-
steinsdóttir. Vænst er þátttöku
fermingarbarna. Barnaguðsþjón-
usta kl. 13. Bryndís Malla Elídóttir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í
safnaðarheimilinu Borgum kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 11. Altarisganga.
Organisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sig-
urgeirsson.
SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Farið í heimsókn í Bústaða-
kirkju. Bíll frá Seljakirkju kl. 10.50.
Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Valgeir
Ástráðsson prédikar. Barnakórinn
og kirkjukórinn syngja. Guðsþjón-
ustunni verður utvarpað. Guðsþjón-
usta kl. 14. Sr. Irma Sjöfn Óskars-
dóttir prédikar. Altarisganga. Org-
anisti Kjartan Sigurjónsson.
Sóknarprestur.
FRÍKIRKJAN, Rvík: Flautuskólinn í
safnaðarheimilinu í dag kl. 11.
Guðsþjónusta sunnudag kl. 14.
Organisti Pavel Smid. Cecil Har-
aldsson.
KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há-
messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk
messa kl. 20. Laugardaga messa
kl. 14. Aðra rúmhelga daga messur
kl. 8 og kl. 18.
KFUM og KFUK, v/Holtaveg: Sam-
koma á morgun kl. 17. Ræðumaður
Ragnar Gunnarsson. Barnasamver-
ur á sama tíma. Léttar veitingar
seldar að lokinni samkomu.
MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa
kl. 11 á sunnudögum.
JÓSEPSKIRKJA, Hafnarfirði:
Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga
er messa kl. 18.
HVfTASUNNUKIRKJAN Ffladelfia:
Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðu-
maður Hafliði Kristinsson. Allir
hjartanlega velkomnir.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Messa kl.
14. Barnastarf á sama tíma. Kaffi
og maul eftir messu.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálpræð-
issamkoma sunnudag kl. 20. Reid-
un og Káre Morken stjórna og tala.
MOSFELLSPRESTAKALL: Guðs-
þjónusta í Lágafellskirkju kl. 14.
Barnastarf í safnaðarheimilinu kl.
11. Bíll frá Mosfellsleið fer venjuleg-
an hring. Jón Þorsteinsson.
BRAUTARHOLTSKIRKJA, Kjalar-
nesi: Barnaguðsþjónusta í kirkjunni
sunnudag kl. 11. Sigurður Grétar
Sigurðsson kemur í heimsókn með
gítarinn. Brúðuleikhús. Öll börn vel-
komin og einnig foreldrar þeirra.
Gunnar Kristjánsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn.
Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Ólaf-
ur W. Finnsson. Safnaðarheimilið
Strandberg opið eftir guðsþjón-
ustu. Gunnþór Ingason.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnamessa
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr.
Lárus Halldórsson messar. Sigurð-
ur Helgi Guðmundsson.
FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna-
samkoma kl. 11. Einar Eyjólfsson.
KAPELLA St. Jósefssystra,
Garðabæ: Þýsk messa kl. 10.
JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði:
Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga
messa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Messa
sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl.
8. Allir velkomnir.
INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 13. Baldur Rafn
Sigurðsson.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Fjöl-
skylduguðsþjónusta sunnudag kl.
11. Kirkjukórinn syngur undir stjórn
Steinars Guðmundssonar. Fólk er
hvatt til að mæta og taka þátt í
sunnudagshelginni í kirkjunni.
Sunnudagaskóli kl. 11. Baldur Rafn
Sigurðsson.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga-
skóli kl. 11. Nýja og gamla hjartað.
Munið skólabílinn. Guðsþjónusta á
Hlévangi kl. 10.15. Messa kl. 14.
Prestur Ólafur Oddur Jónsson. Kór
Keflavíkurkirkju syngur. Organisti
Einar Örn Einarsson. Prestarnir.
KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík:
Messa kl. 14.
HVALSNESKIRKJA: Messa sunnu-
dag kl. 14. Arngrímur Jónsson.
HVERAGERÐISKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Fundur með
fermingarbörnum og foreldrum kl.
16. Sóknarprestur.
SELFOSSKIRKJA: Sunnudagaskóli
kl. 11. Messa sunnudag kl. 14.
Sóknarprestur.
EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Svein-
björn Einarsson prédikar. Altaris-
ganga. Úlfar Guðmundsson.
STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA, Hvols-
velli: Kirkjuskóli laugardag kl. 11.
Sigurður Jónsson.
ODDAKIRKJA, Rangárvöllum:
Sunnudagaskóli í grunnskólanum á
Hellu sunnudag kl. 11. Messa í
Oddakirkju kl. 14. Skálholtskórinn,
ásamt Hilmari Erni Agnarssyni org-
anista í Skálholti, kemur í heimsókn
og tekur þátt í messunni með
heimafólki. Kirkjukaffi í safnaðar-
heimilinu að loknu embætti. Sigurð-
ur Jónsson.
VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta
og surinudagaskóli kl. 11. Kirkjukór
Vídalínskirkju syngur. Organisti
Gunnsteinn Ólafsson. Bragi Frið-
riksson.
GARÐASÓKN: Biblíulestur í dag,
laugardag kl. 13 í Kirkjuhvoli.
KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskóli
í dag, laugardag í Stóru-Vogaskóla
kl. 11. Bjarni Þór Bjarnason.
LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum:
Sunnudagaskóli kl. 11. Almenn
guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga.
Barnasamvera meðan á prédikun
stendur. Messukaffi.
AKRANESKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta í dag laugardag kl. 11. Stjórn-
andi Sigurður Grétar Sigurðsson.
Messa sunnudag kl. 14. Messa á
Dvalarheimilinu Höfða kl. 12.45.
Eðvarð Ingólfsson, guðfræðingur,
prédikar við báðar guðsþjónusturn-
ar. Björn Jónsson.
BORGARPRESTAKALL: Barna-
guðsþjónusta kl. 11.15. Messa kl.
14. Guðsþjónusta á Dvalarheimili
aldraðra í Borgarnesi kl. 15.30.
Þorbjörn Hlynur Árnason.
ÞÞ
&co
»>. M>RGRIMSSON &CO
ÁRMÚLA 29 • I08 REYKJAVlK
Sl'MAR 553 8640/568 6IOO,fax 588 8755.
Klæðningin
sem þolir
íslenska
veðráttu
, Leitið tilboða
AVALLT TIL A LAGER
GYÐA
GUNNARSDÓTTIR
+ Gyða Gunnars-
dóttír var fædd
í Borgarnesi 26. jan-
úar 1944. Hún lést
á Landspítalanum
18. nóvember síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Sigur-
ást Sigurðardóttir,
f. 25.10. 1915, d.
16.12. 1994, og
Gunnar Jónsson, f.
25.3. 1909, d. 16.4.
1976. Hálfbróðir
hennar er Júlíus
Heiðar.
Gyða giftist Hilm-
ari L. Sveinssyni 18. mars 1972.
Bjuggu þau á Tryggvagötu 14b
á Selfossi. Börn þeirra eru Sól-
veig Arndís, f. 21.1. 1973, og
Elías, f. 26.10.1980.
Aður átti Gyða jtvö
börn með Ólafi Ög-
mundssyni: 1)
Þröstur, f. 16.1.
1962, sem kvæntur
er Guðbjörgu
Drengsdóttur og
eiga þau eina dótt-
ur, Gyðu Kolbrúnu,
f. 24. 10. 1994. 2)
Ásta María, f. 5.8.
1963, d. 18.3. 1990.
Sólveig á dótturina
Ástu Maríu Guð-
mundsdóttur, f. 23.
mars 1992.
Útför Gyðu fer fram frá Sel-
fosskirkju laugardaginn 25.
nóvember og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
„ÞVÍ AÐ hvað er það að deyja
annað en standa nakinn í blænum
og hverfa inn í sólskinið? Og hvað
er að hætta að draga andann annað
en að frelsa hann frá friðlausum
öldum lífsins, svo að hann geti risið
upp í mætti sínum og leitað ófjötr-
aður á fund guðs síns.“ (Kahlil Gibr-
an)
Við kveðjum í dag með trega í
hjrata elskulega mágkonu og vin-
konu Gyðu, nokkuð sem okkur hefði
ekki órað fyrir í vor er hún var
með okkur í fermingarveislu glöð
og hress.
En skjótt skipast veður í lofti, í
maí fékk hún hinar þungbæru frétt-
ir að hún væri haldin illvígum sjúk-
dómi og þrátt fyrir mikla bjartsýni
og kjark varð hún að lúta í lægra
haldi.
Hugurinn reikar aftur til þess
tíma þegar við sáum Gyðu fyrst.
Það var á fögrum sumardegi er hún
kom til okkar í heimsókn með Hilm-
ari verðandi eiginmanni sínum. Það
sem er minnisstæðast frá þessum
degi er það hve fljót hún var að
laða litla, feimna tveggja ára telpu
að sér og fá hana upp í faðminn.
En þannig var Gyða, hún hafði
gaman af börnum og tók þeim allt-
af opnum örmum.
Á kveðjustund viljum við sérstak-
lega þakka hve hún var alltaf hlý
og góð dætrum okkar tveim. Hún
talaði oft um það að hún ætlaði að
koma í fermingarveislu Einars
barnabarns okkar að vori. En þegar
Einar litli frétti að hún væri dáin
sagði hann aðeins: „En hún verður
með okkur samt.“
Gyða og Hilmar bjuggu allan sinn
búskap á Tryggvagötunni á Sel-
fossi, en Gyðu fannst sérstaklega
gott að eiga heima á Selfossi og
vildi hvergi annars staðar vera,
enda átti hún þar góða vini og
granna eins og annarstaðar þar sem
leið hennar lá.
Gyða varð fyrir þeirri sáru sorg
að missa dóttur sína Ástu Maríu
mjög skyndilega árið 1990 aðeins
27 ára að aldri. En það var kominn
nýr'gleðigjafi í íjölskylduna, önnur
Ásta María, dóttir Sólveigar, sem
nú er þriggja ára gömul og skilur
ekki alveg hvað orðið er af ömmu
sem alltaf var henni svo góð. Kvöld-
ið sem Gyða dó sagði hún við okk-
ur: „Amma er dáin.“ En daginn eft-
ir er aftur var haldið niður á spítala
til að sækja dánarvottorð spurði
hún: „Er amma núna ekki dáin?“
Síðustu misseri hafa verið fjöl-
skyldunni erfið. Við höfum öll fylgst
með baráttu Gyðu milli vonar og
ótta. Öll dáðumst við að henni fyrir
þann andlega styrk er hún sýndi
og alltaf gaf hún af bjartsýni sinni
og uppörvaði þá er að sjúkrabeði
hennar komu, en þeir voru margir
því Gyða var vinamörg, enda kona
sem hafði góða nærveru og laðaði
fólk að sér.
Hún var ákveðin og þorði að
segja nei þegar það átti við, en
átti stórt hjarta og börnin hennar
bera vitni góðu uppeldi, en þau
hafa sýnt æðruleysi og stillingu á
þessum erfiðu dögum.
Einnig hefur hugur okkar dvalið
hjá Hilmari eiginmanninum sem var
við sjúkrabeð hennar nótt sem dag
síðustu vikurnar.
En Gyða dó sátt. Hún sagði við
Hilmar: „Við skulum fyrirgefa þeim
sem við höfum ekki verið sátt við.“
Og svo kvaddi hún og við trúum
að ástvinir hennar sem farnir eru
hafí beðið hennar við landamærin
með opinn faðminn.
Elín dóttir okkar er dvelur á ítal-
íu og getur ekki fylgt henni hinsta
spölinn biður fyrir sérstakar kveðjur
og þakkir fyrir öll hlýju faðmlögin
og alla dagana er hún gætti hennar
lítillar telpu.
Elsku Hilmar, Þröstur, Sólveig,
Elli og þið öll, megi minningin um
góða konu og móður lýsa ykkur
fram á veginn.
Gunnlaug og Sigurður.
Mig langar að minnast elskulegr-
ar vinkonu minnar sem lést 18.
þessa mánaðar, langt um aldur
fram, aðeins 51 árs að aldri. Við
Gyða kunntumst fyrir um það bil
18 árum þegar við unnum saman
í Sláturfélagi Suðurlands í Þórshús-
inu sem þá hét. Þar voru fullunnar
vambir og garnir. Við Gyða unnum
í vömbunum. Þarna var mikið að
gera á haustin og margt fólk í vinnu
og oft mikið fjör. Gyða var afskap-
Iega fljót að kynnast fólki, var opin
og einlæg, hress og glöð, það var
eisn og allir löðuðust að henni. Við
urum fljótt góðar vinkonur. Ég get
séð Gyðu fyrir mér þar sem hún
sat innan um hóp af hvítklæddum
konum, þar sem hún er að segja
einhverja skemmtilega sögu eða
bara eitthvert smáatvik sem hafði
hent hana og henni fannst spaugi-
legt. Með glettnislegt blik í augun-
um, síðan kom prakkaralegt bros
og dillandi smitandi hlátur sem
endaði oft með því að tárin
streymdu niður kinnarnar. Já, hún
hreif alla með sér þar til allur hópur-
inn var farinn að gráta úr hlátri,
enda vildu allir vera sem næst henni
til að missa ekki af neinu. Gyða
gat líka svarað vel fyrir sig ef henni
fannst á sig hallað eða sér misboð-
ið og sagði þá óhrædd meiningu
sína, enda sat hún sjaldan uppi með
innibyrgða reiði. Það er best að
gusa út úr sér, var hún vön að segja.
Þarna unnum við saman í þrjú
ár en ég hætti en Gyða hélt áfram
í mörg ár. Við héldum kuningsskap
áfram og áttum okkar yngstu börn
með fimm mánaða millibili og síðar
áttum við barnabörn á líkum aldri.
Já, oft lenti ég inni hjá Gyðu þegar
ég fór út að ganga og var þá stund-
um lengur en til stóð því margt
höfðum við að spjalla. Gyða var
raunsæ og ráðagóð og sá alltaf
björtu hliðarnar á lífinu. Hún hafði
þann eiginleika að geta sætt sig
við það sem ekki fæst breytt. Þessi
eiginleiki kom best í ljós er hún
missti Ástu Maríu dóttur sína að-
eins 26 ára gamla. Ásta María varð
bráðkvödd í mars árið 1990. Þá kom
erfiður tími hjá Gyðu minni, eins
og hjá öllum þeim er missa börnin