Morgunblaðið - 25.11.1995, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 39
sín í blóma lífsins. En með góðra
manna hjálp, vinnufélaga, vina og
vandamanna komst hún furðufljótt
yfir það versta. Lífið heldur áfram,
sagði hún hægt og rólega.
Gyða starfaði í ræstingum á
Ljósheimum, dvalarheimili aldr-
aðra hér á Selfossi, svo og í Sand-
víkurskóla í fjöldamörg ár. Á Ljós-
heimum féll henni afar vel. Að
vera innan um gamla fólkið og hún
gaf sér góðan tíma til að spjalla
við það, fylgjast með heilsu þess
og gaf frá sér birtu og yl, enda
þótti fólkinu afar vænt um hana.
Ég man sérstaklega eftir hve hún
talaði oft um háaldraðan vistmann,
sem hún kallaði alltaf vininn sinn
eða Palla sinn og gáfu þau hvort
öðru jólagjafir, svo náin voru þau
orðin, en Páll lést fyrir ári.
Gyða var mikill vinur og félagi
barnanna sinna. Ósjaldan sáust
þær mæðgur á gangi, Sólveig og
Gyða með Ástu Maríu litlu, dóttur
Sólveigar. Já, bæjarlífið verður
snauðara er hún hættir að sjást á
götum bæjarins. Gyða aðstoðaði
Sólveigu mikið við uppeldi Ástu
Maríu litlu. Þeim á eftir að bregða
mikið við og sakna elskulegrar
mömmu og ömmu, svo og Ella
mínum.
Síðastliðin misseri var Gyða oft
slöpp, og ekki eins hress og henni
var eiginlegt að vera, en engum
datt þó í hug, síst henni sjálfri, að
hún gengi með illkynja sjúkdóm
sem drægi hana til dauða á fáeinum
mánuðum, en Gyða greindist með
krabbamein í maí síðastliðnum.
Ég dáðist að þeim óhemju kjarki
og dugnaði sem hún sýndi í veikind-
um sínum. Hún trúði svo sterkt og
einlæglega á bata að allir hrifust
með. Hún talaði ekki um dauðann
heldur hvað hún ætlaði að gera og
fá sér þegar hún færi að hressast,
og sló á létta strengi þótt hún lægi
helsjúk. Þannig var Gyða.
Nú er hún farin yfir móðuna
miklu. Ég hugga mig við og er
þess fullviss að þar hefur verið tek-
ið vel á móti henni og að henni líði
vel í faðmi horfínna ástvina. Elsku
Gyða mín, ég þakka fyrir að hafa
verið svo lánsöm að hafa kynnst
þér, hafa átt með þér svo margar
ánægjulegar stundir. Ég sakna þín
mikið. Þakka þér fyrir allt og allt.
Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum,
það yrði margt, ef telja skyldi það.
I lífsins bók það lifir samt í minnum,
er letrað skýrt á eitthvert hennar blað.
Ég fann í þínu heita stóra hjarta,
þá helstu tryggð og vináttunnar ljós,
er gerir jafnvel dimma daga bjarta,
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
(Margrét Jónsdóttir)
Elsku Hilmar, Sólveig, Elías,
Ásta María, Þröstur, Guðbjörg og
litla Gyða Kolbrún. Guð veri með
ykkur og gefi ykkur styrk á erfíðum
stundum.
Gróa K. Bjarnadóttir.
Við erum alltaf jafn orðlaus þeg-
ar við stöndum frammi fyrir því að
kveðja kæran vin sem kveður svo
snemma; hvenær kallið kemur veit
enginn. Við viljum geta hringt, hist
og spjallað saman eins og venju-
lega. Eitt er víst, þú ferð beint í
ljósið því verkin þín bera ekki vitni
um annað. Þetta líf er búið að vera
strangur og gleðiríkur skóli. Við
vorum um tíma í sama bekk í þess-
um skóla, þetta líf er skóli fyrir
okkur öll. Þegar ég kynntist þér
þá unnum við hjá Sláturfélagi Suð-
urlands. Þar var hress hópur og þar
varst þú hrókur alls fagnaðar eins
og venjulega. Þá eins og síðari ár
hefur þú verið verkakona, þegið þín
lágu laun fyrir mikla vinnu. Oft
varstu þreytt.
Á þessum launum gerir maður
ekki stóra hluti. Þú ert búin að slíta
marga kílómetra ef allt er reiknað
í fermetrum og uppmælingu.
^rfidrykkfur
frá kr. 590 pr. mann
Sfmar:
551 1247
551 1440
MINIMINGAR
Elsku Gyða mín, fátækleg orð
til að minnast góðrar konu sem var
öllum gleðigjafí. Við söknum þín
öll héðan frá Selfossi, öllum þótti
vænt um þig og fjölskyldu þína.
Þú trúðir á annað líf og ég veit
að þú verður nálægt okkur þó við
sjáum þig ekki. Þú leiðir og verndar
fjölskyldu þína og vini.
Elsku Hilmar, Sólveig, Elías,
Þröstur, Guðbjörg, Ásta María og
litla Gyða, skarðið er stórt en Guð
veri með ykkur alla daga, styrki
ykkur og styðji.
Ó, faðir gjör mig lítið ljós
um lífs míns stutta skeið
til hjálpar hveijum hal og drós
sem hefur villst af leið.
(Matthías Joch.)
Signrbjörg Eyjólfsdóttir.
Elsku vinkona. Nú ertu farin eft-
Ir allar þjáningarnar, hetjan stóra.
Alltaf jafndugleg og gafst öllum
kjark og von sem komu til þín. Þú
elskaðir lífíð og neitaðir að gefast
upp. Ég þakka fyrir að hafa verið
hjá þér þegar þú kvaddir þennan
heim og fórst inn í ljósið sem beið
þín; fyrir vináttu þína og tryggð.
Nú líður þér vel og ég veit að Hilm-
ar, börnin þín, bamabörnin og
tengdadóttir þín muna þig eins og
þú varst, þitt góða skap og hlýjuna
sem streymdi frá þér. Þín elskulega
fjölskylda stóð eins og klettur við
hlið þér í gegnum þetta allt. Þau
misstu aldrei vonina frekar en þú.
Að leiðarlokum, Guð varðveiti þig
um alla eilífð, Gyða mín. Ég kveð
þig kæra vinkona með þessurn fal-
legu erindum:
Ó, íeyf mér þig að leiða
til landsins fyallaheiða
með sælusumrin löng,
þar angar blómabreiða
við blíðan fuglasöng.
Þar aðeins yndi fann ég,
þar aðeins við mig kann ég,
þar batt mig tryggðarband
því þar er allt sem ann ég,
þar er mitt draumaland.
(Jón Trausti.)
María Guðmundsdóttir.
Það er alveg einkennilegt hve
maður verður alltaf vanmáttugur
og orðvana þegar einhver manni
kær kveður þetta jarðneska líf.
Dauðinn kemur manni alltaf í opna
skjöldu og eftir stöndum við hnípin
og sorgmædd.
Svo er um hana Gyðu, hún Gyða
sem alltaf var svo hress í anda og
miðlaði okkur hinum svo miklu.
Gyða var einhver elskulegasta kona
sem ég hef kynnst. Þegar komið
var heim á Tryggvagötu 14b var
maður alltaf umvafinn kærleika og
ástúð hennar og alltaf var maður
jafnvelkominn. Alltaf átti Gyða
létta lund og hlátur og var alltaf
svo innilega hreinskilin.
Ég kynntist Gyðu fyrst þegar ég
var dagmamma á Selfossi og var
með Elías son hennar í pössun. Þá
skynjaði ég strax að þarna fór ákaf-
lega heilsteypt kona, kona með
áræði og kjark.
Seinna meir þegar Guðmundur
sonur minn og Sólveig dóttir henn-
ar eignuðust saman hana Ástu
Maríu bundumst við enn traustari
böndum sem ekki slitnuðu þótt
börnin okkar hafi ekki borið gæfu
til að halda áfram að vera saman.
Það skyggði ekkert á okkar vin-
skap, síður en svo, og ef eitthvað
var þá var maður bara meira vel-
kominn. Hún litla Ásta María okkar
átti líka sinn stóra þátt í því, hún
var augasteinninn hennar ömmu
sinnar á Tryggvagötunni. Að sjálf-
sögðu kom umönnun hennar meira
við Gyðu því þær mæðgur, Sólveig
og Ásta María, héldu meira og
minna til þar heima.
Síðasta skiptið sem ég kom til
Gyðu var í Sjúkrahúsið á Selfossi,
þegar hún, orðin mikið veik, tók á
móti okkur Guðmundi með opinn
faðminn eins og alltaf áður. Þá
eins og alltaf fyrr var hún með
glettin tilsvör. Það sást best á því,
þennan stutta tíma sem við dvöld-
um þama við rúmið hennar, hversu
vinsæl hún var, því alltaf var ein-
hver að koma í gættina til að kasta
kveðju á Gyðu og vita hvemig líð-
anin væri hjá henni. Öllum tók
Gyða opnum örmum. Þótt hún
væri greinilega orðin fársjúk átti
hún til gamanyrði sem fyrr. Þá kom
það mér virkilega á óvart er hún
fór að spyija mig hvort ég hefði
fengið kleinupottinn sem ég hafði
auglýst eftir og þegar hún vissi
að ég hefði ekki fengið neinn þá
mátti hún til að láta mig fá pottinn
sinn sem hún eignaðist eftir móður
sína. Annað kom ekki til mála en
að hún gæfi mér hann. Ég gleymdi
þá að þakka henni Gyðu fyrir en
ég þykist þess fullviss að hún
myndi bara hlæja að gleymskunni
í mér.
Þessi kveðjuorð áttu að vera
fleiri. En mér er orða vant og ég
er ekki viss um að hún Gyða hefði
kært sig um einhveija langloku, en
hennar verður alltaf minnst í huga.
okkar.
Elsku Ásta María, þú hefur misst
góða og kærleiksríka ömmu. Sól-
veig, Elías, Hilmar og þið öll. Megi
algóður guð gefa ykkur styrk og
kraft á erfiðri stundu.
Ég kveð hana Gyðu, mína kæru
vinkonu, með þakklæti og hlýju og
þakka fyrir samfylgdina.
Blessuð veri minning hennar.
Sæunn Sigurlaugsdóttir.
+
Ástkær dóttir okkar, systir og frænka,
JÓHANNA BJÖRGÓLFSDÓTTIR,
Heiðarbraut 5c,
Keflavík,
lést 21. nóvember.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju
föstudaginn 1. desember kl. 13.30.
Unnur Jóhannsdóttir, Björgólfur Stefánsson,
Oddný Björgólfsdóttir,
Björgólfur Stefánsson yngri,
Jóhann Björgólfsson,
Þórólfur Beck, Vilborg Einarsdóttir,
Ólöf Oddný Beck.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
SIGFÚSAR GUÐMUNDSSONAR,
Hraunbúðum,
Vestmannaeyjum.
Jóhann G. Sigfússon, Gunnvör Valdimarsdóttir,
Guðmundur Þ. Sigfússon, Jóna Ósk Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
DANHEIÐUR ÞÓRA
DANÍELSDÓTTIR
+ Danheiður Þóra
Daníelsdóttir
var fædd á Garðbæ
í Grindavík 20. jan-
úar 1912. Hún lést á
Hrafnistu í Hafnar-
firði 17. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Daníel Daníelsson
og Þóra Jónsdóttir.
Danheiður giftist
Maríasi Guðbjarti
Guðbjartssyni 4. júlí
1936 en hann lést
23. janúar 1987. Þau
bjuggu á Bjarma-
landi í Grindavík. Börn þeirra
eru Sólveig Guðbjört og Olafur
Benóný. Sólveig er f. 3. mars
1940. Eiginmaður
hennar er Guð-
björn Agnar Guð-
mundsson, f. 8. júní
1940, og eiga þau
fimm börn og tvö
barnabörn. Olafur
er fæddur 4. jan-
úar 1949. Eig-
inkona hans er
Anna Marie Kjart-
ansdóttir, f. 1.
febrúar 1950, og
eignuðust þau þrjú
börn en eitt er lát-
ið. Barnabörn
þeirra eru tvö.
Útför Danheiðar fer fram
frá Grindavíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Vertu guð faðir, faðir minn
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgr. Pét.)
fyrir allar yndislegu stundimar sem
við áttum með þér og afa. Þetta
eru dýrmætar minningar sem við
munum geyma í hjörtum okkar alla
tíð.
Elsku amma.
Nú þegar við kveðjum þig reikar
hugurinn ósjálfrátt til baka og
minningarnar hlaðast upp. Við vor-
um ekki mjög gamlar þegar við
vomm farnar að vilja vera hjá ykk-
ur afa öllum stundum; að fara með'
ykkur að sinna kindunum og hjálpa
til við heyskapinn á sumrin. Alltaf
vorum við velkomnar og við fengum
meira að segja hrífur í samræmi
við stærð svo við gætum rakað líka.
Elsku amma, minningamar em
svo margar að erfítt er að taka eitt-
hvað eitt út, en ofarlega er minning-
in um kvöldin hjá ykkur. Við sátum
inni í herberginu inn af eldhúsinu
og spiluðum manna. Eftir spila-
mennskuna fengum við oft ís og
ávexti áður en við fómm að sofa.
Nú fer að líða að jólum og. þá
reikar hugurinn til jólaundirbún-
ingsins með ykkur. Við hlökkuðum
óskaplega til að fá að skreyta jóla-
tréð ykkar og raða englunum á
bómull undir því. Þó jólatréð væri
lítið fannst okkur það samt falleg-
asta tré sem við höfðum séð.
Jólin verða tómleg án þín en við
vitum að þér líður vel núna hjá afa
og Reyni.
Elsku amma, við þökkum þér
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
háns dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Guð blessi minningu ykkar.
Svava og Heiðbjört.
Crfisdrvkkjur
anpt-mn
Sími 555-4477
+ Móðir okkar, JÓHANNA ÞÓREY DANÍELSDÓTTIR, Æsufelli 2, Reykjavfk, andaðist á Sólvangi í Hafríarfirði 23. nóvember. Börnin.
+ Elskulegur maðurinn minn, JÓNATAN JÓHANNESSON, sjómaður, Laufásvegi 5, lést þann 23. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar.
Þórunn Sigriður Gísladóttir.
+
Ástkær elginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
LILLY SVAVA SNÆVARR,
Granaskjóli 7,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
mánudaginn 27. nóvember nk.
Athöfnin hefst kl. 13.30.
Sverrir Ingólfsson,
Unnur Sverrisdóttir, Bergsteinn Georgsson,
Laufey Brynja Sverrisdóttir,
Svava Guðlaug Sverrisdóttir,
Sverrir og Unnur Ásta Bergsteinsbörn.