Morgunblaðið - 25.11.1995, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 45
AFMÆLI
!
I
ÞÓRÐUR
HALLDÓRSSON
„MIKIL ósköp og
skelfing getur hann
Þórður verið lyginn,“
sögðu fínu frúrnar um
; afmælisbam dagsins.
„Hann er svo ómerki-
legur að hann skrökvar
því meira að segja að
draugur hafi kveðið
vísu!“ Sér er nú hvað!
Það er orðið hart í
heimi þegar skálda-
gáfan er stimpluð sem
lygarnar tómar! Hvað
kalla þá fínu frúrnar
þjóðskáldin?
Sjálfur hef ég
marga stundina setið við fótskör
í Þórðar frá Dagverðará og numið
| þar slík býsn af þjóðlegum fræðum,
heimspeki og skáldskap að ég hef
vart haft við að trúa! Samt hefur
aldrei hvarflað að mér að efast um
sannleiksgildi eins né neins sem
Þórður iætur frá sér fara - að því
einu frátöldu að ég leyfi mér að efa
stórlega að hann fari rétt með fæð-
ingarár sitt. Stundum hefur læðst
| að mér sá gmnur að hann hafi fitl-
Íað við kirkjubækurnar og elt sig
upp um ein 15 - 20 ár, svona til
I að skerpa á trú fólks á gagnsemi
ölkelduvatns og þjóðlegs feitmetis
til heilsu og hreysti. En þeim ber
víst saman í fæðingarárinu, honum
og þjóðskránni, svo ég hlýt að trúa.
Og níræðan skulum við kalla hann
í dag, jafnvel þótt sá aldur sé með
eindæmum þegar slíkur unglingur
sem Þórður á í hlut. Kannski er
| skýringin sú að undir Jökli er allt
j með eindæmum og þar í sveitum
eldast menn hægar en í öðrum hér-
' uðum þessa lands. Og undir Jökli
er Þórður á heimavelli, þar er hann
kóngur í sínu ríki, þekkir hverja
þúfu og laut, hvert barð og bala.
Og enginn hefur kynnst Snæfells-
nesi sem ekki hefur fetað þar slóð-
ir með Þórði frá Dagverðará, séð
hvítan makkann ýfast í jökulsvalan-
um og heyrt rödd sagnaþularins
( enduróma í tindum og hraunum. í
( félagsskap slíks förunautar breytir
. landslagið um svip og Snæfellsnes
verður mest ævintýraland á Jörðu
hér, umvafið ljóma mannlífs, sagna
og ljóða.
„Lít ég þig, Jökull, í ljóma frá minningum
fomum
leiftra í tíbránni sagnir af afrekum horfnum
kynslóðir deyja, koma aðrar og fara;
klettar og hraundrangar þöglir í húminu
i stara.
... segir Þórður í kunnu ljóði.
I Kynslóðirnar hefur hann séð koma
og fara - og sagnirnar
þekkir hann, jafnt
fornar sem nýjar. Allt
frá Eyrbyggju og
Bárðar sögu Snæfells-
áss og fram til nýtísku
íslendingasagna snæ-
fellskra, um geimskip
sem ekki lenti og ríka
og lífsleiða höfuðborg-
arbúa - í leit að ein-
hveiju meiru en þeir
hafa - sem koma vest-
ur undir Jökul til
höndla krafta Snæ-
fellsássins með því að
þegja í einum hópi. Þau
brosa að slíku og þvílíku, Þórður
og snæfellsku tófurnar, sem í sam-
einingu hafa höndlað visku fjall-
anna á háskóla Hreggnasa, Búr-
fells og Knarrarkletta. Þar er sú
menntastofnun í heimi hér sem
hvað best innrætir nemendum sín-
um jafnlyndi, hamingju og sálarró.
Og Þórður hefur lagt ríka rækt við
það námið. Um heiðar, fjöll og
hraun hafa spor hans legið í gegn-
um áratugina,'enda er hann löngu
genginn í jarðsamband við náttúru-
öflin þar vestra og orðinn hluti
þeirra. Þess er von að slíkur maður
sé ekki einhamur, enda er Þórður
ekki undir lögmál dauðlegra manna
seldur. Hann er síðasti galdramað-
urinn þar vestra, sjálfur Snæfellsás-
inn, hertur í veðrum og vindi Ness-
ins, ölduroki og brotsjóum hartnær
þrjátíu vertíða, á tímum þegar hver
maður var sinnar gæfu smiður og
vökulögin rétt miðlungi heilög í vit-
und útgerðarmanna. Við slík ævi-
kjör var ekki nema tvennt til, að
bogna og brotna - eða styrkjast
og herðast við hveija raun. Og víst
er að Þórður veit ekki hvað uppgjöf
er. Styrk er hans hönd, fijór er
hans hugur. „Streita" er orð sem
ekki fínnst í hans orðabók og „ég
skyldi hafa áhyggjur ef væri eitt-
hvert gagn að því“, segir hann.
Enda er sama hvenær hann er
mæltur málum, á nóttu sem degi;
aldrei er neitt að hjá Þórði. Hann
hefur það manna best norðan Alpa-
fjalla. Og ekki hefur hann það við
að reiðast, því „reiðin tekur frá
manni orku“. Jafnlyndið og kímnin
eru löngu orðin eins konar vöru-
merki hans og sprellarann Þórð
þekkja margir. „Það er svo gaman
að láta eins og helv ... fífl og koma
fólki til að hlæja,“ segir hann. „Þá
gleymir það sorg og sút og fer að
þykja lífið bjart og skemmtilegt!"
Fræðimanninn Þórð Halldórsson
þekkja færri, rithöfundinn og heim-
spekinginn - nú eða ljóðskáldið en
á því sviði er hann liðtækur vel.
Enn færri þekkja líklega hreysti-
mennið sem brotist hefur marga
ferðina yfir Fróðárheiði í aftakaveð-
rum til að ná í lyf fyrir sjúka sveit-
unga sína - eða þá valmennið sem
gaf umkomulítilli fjölskyldu vertíð-
arhlutinn sinn, þegar ekkert var til
í kotinu til jólanna. í slíkum og
þvílíkum verkum er líkast fólgin
hvað sönnust mannlýsing sem unnt
er að gefa.
í tilefni afmælisins mun Þórður
frá Dagverðará gleðjast með góðum
í Sjálfstæðishúsinu að Hamraborg
1 í Kópavogi frá klukkan tuttugu
í kvöld, 25. nóvember. Þá má ekki
gleyma hinu að hann mun svipta
tjöldum frá þrettándu málverkasýn-
ingu sinni sem að þessu sinni verð-
ur í Menningarstofnun Bandaríkj-
anna að Laugavegi 26 í Reykjavík.
Þar má sjá það nýjasta í list afmæl-
isbarnsins næstu tvær vikurnar.
Það lýsir listamanninum betur en
mörg orð að á dögunum sló hann
á þráðinn til mín og kvaðst vera
búinn að mála nokkrar nýjar mynd-
ir fyrir sýninguna. „Ég er að þreifa
mig áfram með alveg nýjar aðferð-
ir,“ sagði hann. „Annaðhvort slá
þessar myndir í gegn og verða
ómetanlegar í listasögunni, eða þær
eru algert rusl og fara beint á haug-
ana. Það kemur bara í ljós!“
Fátt er eðlilegra en að listmálarinn
frá Dagverðará bijóti upp stíl sinn
og form við níræðisaldurinn, enda
ekki von að þessi andans unglingur
sé búinn að ná fullum þroska! Enn
er mótunar- og þroskaskeiðið fram-
undan og vísast að list Þórðar muni
hafa tekið stökkbreytingum á sýn-
ingu sem hann fyrirhugar að slá upp
á aldarafmælinu eftir áratug. Hljóti
hann heill og hamingju í því sem
öðru. Ég óska afmælisbami dagsins
viðgangs og þroska, í lífi og list, í
samtíð og framtíð. Sannlega þekki
ég ekki aðra menn sem betur sanna
boðskap litlu vísunnar sem hann
sjálfur kenndi mér eitt sinn:
Elli, þú ert ekki þung
anda Guði kæmm
göfug sál er alltaf ung
undir silfurhærum.
Jón B. Guðlaugsson.
Þórður Halldórsson er frægur
maður. Hann er frægur á íslandi
og hann er frægur úti í löndum.
Hann er frægur meðal manna og
allir refir landsins þekkja hann,
selir, fuglar, huldufólk og draugar.
Þessi frægi maður er níræður í
dag. Níræður öldungur sem stekkur
hæð sína ef því er að skipta, þylur
utanbókar allan kveðskap sem ortur
hefur verið eftir landnám Ingólfs
og tekst ennþá að hneyksla siðsama
BRIPS
llmsjón Arnór G.
Ragnarsson
Philip Morris -
Landstvímenn-
ingur BSÍ
FÖSTUDAGINN 17. nóvember var
spilaður Philip Morris og um leið
Landstvímenningur í 4 riðlum í
húsnæði BSÍ að Þönglabakka 1. 82
. pör tóku þátt. Spilaðar voru 9 um-
ferðir með 3 spilum á milli para. 8
fyrstu umferðirnar giltu til árang-
urs í Philip Morris tvímenningnum
og bestum árangri náðu Magnús
E. Magnússon og Baldur Bjart-
marsson. Þeir fengu 1.659 stig,
69,13%, og náðu þeir ekki bara
bestum árangri í N-S á landinu
heldur voru með bestan heildarár-
angur á Iandsvísu. Bestum árangri
í A-V í Reykjavík náðu Erlendur
Jónsson ogÞórður Björnsson, 1.461
stig, 60,88%. Annars urðu úrslit
efstu para í Philip Morris tvímenn-
ingnum sem hér segir:
A-riðill:
NS
Aðalsteinn Jörgensen - Ásmundur Pálsson 60,75%
Vignir Hauksson - Sveinn R. Þorvaldsson 58,50%
Einar Guðmannsson - Helgi Kristjánsson 50,67%
AV
Erlendur Jónsson - Þórður Bjömsson 60,88%
Björg Pétursdóttir - Júlíanna Isebam 60,42%
Árni St. Sigurðsson - Sigurður Þorgeirsson 55,63%
B-riðill:
NS
MaríaÁsmundsd. - Steindór Ingimundar. 66,17%
Kristinn Karlsson - Halldór Þorvaldsson 57,58%
Magnús Eymundsson - Skúli Einarsson 54,54%
AV
Snorri Karlsson - Karl Sigurhjartarson 56,54%
Guðm. Sv. Hermannsson - Helgi Jóhanns
Hermannsson 55,79%
Kristinn Þórisson - Kristján Sigurðsson 52,79%
C-riðill:
NS
Gylfi Baldursson - Símon Símonarson 65,88%
Óskar Guðjónsson - Don Berman 62,00%
Ragnar Hermannsson - Guðm. Pétursson 59,83%
AV
Magnús Aspelund - Steingrímur Jónasson 53,58%
Garðar V. Jónsson - Þorgeir Ingólfsson 51,83%
Bjöm Ámason - Rúnar Gunnarsson 50,83%
D-riðill:
NS
Magnús E. Magnúss. - Baldur Bjartmarss. 69,13%
Sigrún Steinsdóttir - Haukur Harðarson 58,92%
Ólöf H. Þorsteinsd. - Þorsteinn Kristjáns. 57,08%
AV
Brynjar Jónsson - Rósm. Guðmundsson 55,88%
Örn Friðgeirsson - Jón Guðmundsson 55,29%
Rafn Thorarensen - Hafþór Kristjánsson 54,50%
Einnig var reiknað út salarskor með
Mitchell fyrirkomulagi. Bestum ár-
angri þar náðu:
A-riðill:
NS
Aðalsteinn Jörgensen - Ásmundur Pálsson 268
Vignir Hauksson - Sveinn R. Þorvaldsson 264
AV
Bjöm Blöndal - Arngunnur Jónsdóttir 253
Björg Pétursdóttir - Júlianna Isebam 238
B-riðill:
NS
María Ásmundsd. - Steindór Ingimundarson 289
Magnús Eymundsson - Skúii Einarsson 259
AV
SnorriKarlsson-KarlSigurhjartarson 257
Erla Ellertsdóttir - Hálfdán Hermannsson 236
C-riðill:
NS
Gylfi Baldursson - Símon Símonarson 293
Auðunn R. Guðmundss. - Ásmundur Ömóifs. 236
Ay
BjömÁmason-RúnarGunnarsson 260
Magnús Aspelund - Steingrímur Jónasson 256
D-riðili:
NS
Magnús E. Magnússon - Baldur Bjartmarss. 288
Þóranna Pálsdóttir - Ragna Briem 253
AV
Eiríkur Hjaltason — Hjalti Elíasson 248
Brynjar Jónsson - Rósmundur Guðmundss. 242
Bridsfélag Siglufjarðar
Siglufjarðarmóti í hraðsveitakeppni
lauk 6. nóvember. 9 sveitir tóku þátt
í mótinu og varð röð efstu sveita þessi:
Sveit Bræðragengisins 1432
Sveit Böðlanna 1410
SveitlngvarsJónssonar 1386
Sveit Kristrúnar Halldórsdóttur 1325
í sveit Bræðragengisins spiluðu
borgara. Andlegur kraftlyftinga-
maður. Ekki held ég að honum finn-
ist aldurinn neitt sérlega hár, því
eins og hann hefur sjálfur sagt:
Fátt er hraustum manni um megn,
magnaður lífsins galdur,
ellina klár ég komst í gegn
og kominn á besta aldur.
Hreystimenni borða ekki majon-
esblandað kaupstaðaglundur. Um
það getur Þórður vitnað. Eftirlætis-
drykkur Þórðar Halldórssonar er
ölkelduvatn, sem að hans sögn býr
yfír miklum lækningarmætti. Það
er gott fyrir allt innvortis, hreinsar
líkamann, skerpir minnið, auk þess
að vera gott við kvefi og kynkulda.
Eftirlætismatur hans er lúða, sem
að sjálfsögðu er gáfaðasti fiskurinn
í sjónum. Næringarríkasta kjötið
er hins vegar, að hans mati, hrúta-
kjöt og á hveiju hausti kaupir hann
hrút, og auðvitað alspikaðan. Grað-
kjötið segir hann ákaflega gott, það
geri karlmannskrafturinn. Sem
refaskytta hefur Þórður sveipað um
sig goðsagnarkenndum dýrðar-
ljóma og eru aðferðir hans til að
vinna'greni víðfrægar. Vitað er að
Þórður fór stundum og vakti upp
drauga með óskaplegum særinga-
þulum á golfrönsku, og notaði þá
síðan til að reka til sín tófurnar.
Mörgum er einnig minnisstætt
hvernig Þórði tókst að leika á tóf-
urnar og gera allar dömur í landinu
bálillar um leið. Hann vissi sem var
að tófan væri einungis hrædd við
lykt af manni og hundi. Þess vegna
brá hann eitt sinn á það ráð að
stökkva á sig dýrindis Parísarilm-
vatni. Með því náði hann að yfir-
gnæfa mannaþefmn og gera jafn-
framt tófurnar svo forvitnar að þær
gleymdu allri varkárni. Það er ekki
amalegt að þekkja mann eins og
Þórð sem ekki er hræddur við nokk-
urn hlut þótt komist hafi í hann
krappan. Þórður hefur nefnilega
sloppið lifandi úr hvers konar
hremmingum, brotist yfir heiðar í
aftakaveðri og fallið ofan í hyldjúp
gil, slegist við drauga og fyrir mátt
duldra krafta hefur hann komist
undan þegar skip, sem hann var
á, fórust. Eitt sinn ók hann fram
af tvítugum hamri í þreifandi
myrkri, og ekkert fyrir neðan nema
eggjagijót og dauði. En hvað gerð-
ist? Bíllinn staðnæmist í miðju falli,
hægt og mjúklega, og er síðan lyft
upp á brúnina, borinn nokkurn spöl
og settur svo varlega niður á veginn!
Þessi maður segist aldrei reiðast.
„Það eru ekki nema vitleysingar
sem reiðast," segir hann. „Lær-
dómslausir vitleysingar. Maður á
bara að hlæja að öllu saman.“ Þórð-
ur Halldórsson, haltu áfram að
hlæja og gangi þér allt að sólu!
Þín vinkona,
Valgerður Benediktsdóttir.
Anton og Bogi Sigurbjörnssynir, Dag-
ur og Sigurður Gunnarssynir, Valtýr
Jónasson og Gottskálk Rögnvaldsson.
Nú stendur jrfir Siglufjarðarmót í
tvímenningi (barometer) með þátttöku
19 para. Eftir 8 umferðir af 19 er röð
efstu para þessi:
Jón Tr. Jökulsson—Ólafur Jónsson 60
SigfúsSteingrímsson-SigurðurHafliðason 59
IngvarJónsson-JónSigurbjömsson 57
BirgirBjömsson-ÞorsteinnJóhannesson 41
Sveit Ingvars Jónssonar spilaði við
sveit Sverris Haraldssonar í 16 sveita
úrslitum Bikarkeppni Norðurlands og
vann með 28 stiga mun og er komin í
8 sveita úrslit. Sveitanneðlimir Ing-
vars vilja sérstaklega þakka Sverri og
hans félögum fyrir frábærar móttökur.
Bridsfélag Fljótsdalshéraðs
Lokið er Qórum kvöldum af sex í
aðaltvímenningnum og er staða efstu
para þessi:
Siguijón Stefánsson/Þórarinn V. Sigurðsson
- Stefán Kristmannsson 957
Hallgrímur Bergsson - Oddur Hannesson 948
GuttormurKristmannss. - Pálmi Kristmannss. 912
Kristján Björnsson/Þorvaldur Hjarðar
- JónasJónsson 909
Sveinn Heijólfsson - Þorsteinn Bergsson 897
Meðalskor 840
Hæsta skor síðasta spilakvöld:
Siguijón Stefánsson og Stefán Kristmannsson 250
Hallgrímur Bergsson - Oddur Hannesson 245
Sveinn Heijólfsson - Þorsteinn Bergsson 235
Spilað er á mánudagskvöldum í
Valaskjálf kl. 20.
FRETTIR
Sjávarút-
vegssýning
skólanema
SJÓMINJASAFNI íslands, Hafn-
arfirði, verður opnuð sýning um
íslenskan sjávarútveg í dag,
laugardag. Nemendur Æfinga-
skóla Kennaraháskóla íslands hafa
að öllu leyti unnið sjálfir að sýning-
unni. Sýningin stendur um þessa
og næstu helgi, en safnið er opið
laugardag og sunnudag frá kl.
13-17 og ennfremur eftir sam-
komulagi.
Á þessu haustmisseri hefur 9.
bekkur Æfingaskólans unnið að
ýmsum verkefnum tengdum
sjávarútvegi. Sérstök áhersla var
lögð á að nemendur kynntust mis-
munandi störfum og starfsum-
hverfi. Farið var í margs konar
vettvangsferðir, fyrirtæki og stofn-
anir heimsóttar, leitað upplýsinga
hjá starfsfólki o.fl. Hafa nemendur
unnið í hópum að einstökum verk-
efnum undir stjórn Guðbjargar
Pálsdóttur kennara.
Reynt var að afla þekkingar á
sem breiðustum grundvelli. Þannig
var rætt við sérfræðinga á Haf-
rannsóknarstofnun, á Rannsóknar-
stofnun fiskiðnaðarins og í um-
hverfisráðuneytinu, auk þess sem
Fiskvinnsluskólinn í Hafnarfirði
var sóttur heim. Farið var í físk-
búðir, sjávarútvegsfyrirtæki, um
borð í skip og í hafnarskoðun.
Loks skal getið um kynnisferð á
Akranes og gerð ferðasögu þar að
lútandi.
Af einstökum verkefnum má t.d.
nefna lífið í sjónum, mengun, fisk-
tegundir, veiðarfæri, fiskvinnslu,
fiskútflutningi, líf sjómannsins,
flutnings- og varðskip.
Afrakstur þessarar vinnu birtist
nú í formi veggspjalda, texta, ljós-
mynda, leiktjalda o.fl., auk mynd-
bands sem nemendur hafa unnið.
----» ♦ ♦----
Listiðnaðar-
sýning í
Kringlunni
EINS OG FYRIR undanfarin jól
er hópur listamanna með listiðn-
aðarsýningu á fyrstu hæð í Kringl-
unni. Sýningin stendur til sunnu-
dagsins 26. nóvember. Listamenn-
irnir. eru á staðnum og sýna verk
sýn og vinnubrögð við listmuna-
gerðina.
Þátttakendur að þessu sinni eru
Guðrún S. Svavarsdóttir er sýnir
vatnslitamyndir, Helga Guðsteins-
dóttir er með blómaskreytingar,
Helga S. Ingólfsdóttir sýnir postul-
ínskúlptúra, Margo Renner vinnur
að glerlistmunum á staðnum og
sýnir auk þess silfurskartgripi,
Rannveig H. Hermannsdóttir sýnir
postulín og Viktoría Pettypiece
leirverur. Þá verður einnig sýndir
renndir trémunir sem félagar úr
Félagi trérennismiða hafa gert.
Á sunnudaginn kl. 13-15 verður
kynning á jóladagatali Sjónvarps-
ins fyrir framan Pennann á ann-
arri hæð í Kringlunni. Að undan-
förnu hefur Kringlan verið að
klæðast jólafötunum. Jólaskreyt-
ingar eru komnar upp í göngugöt-
um og hjá fyrirtækjum. Margar
verslanir og veitingastaðir í Kringl-
unni verða opin á sunnudag.
----» ♦ »----
■ KVIKMYNDASÝNINGAR
fyrir börn eru alla sunnudaga
klukkan 14 í Norræna húsinu.
Næsta sunnudag verðyr sýnd
myndin „Lille Virgil og Orla
Frösnapper". Myndin er gerð eft-
ir sögu Ole Lund Kirkegaard.
Myndin er með dönsku tali, tekur
84 mínútur í sýningu. Aðgangur
er ókeypis.