Morgunblaðið - 25.11.1995, Side 48
48 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
H
Dýraglens
FNG/N FOZÐA þÓÆÐ þAÚ L
HEFO O HOZFr UNDAHL E6A M Mjj},t
Tf<? i/lLÞI' OSM AVþAU5£6ÐÍj
MEFFFA PU/ þEGARÖftfS SlTÚR)
FtfST í TÖNNUNUM 'A ME£
Tommi og Jenni
Hann sagði að ég gæti flogið...
nefið á mér er kalt...
BREF
ITL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Tíðagjörðar- og
íhugunarvika í
kapellu Háskólans
Frá Árna Svani Daníelssyni og
Guðrúnu Harðardóttur:
ÞAÐ er árla morguns um vetur og
syfjaðir guðsmennimir staulast á
fætur úr fletum sínum. Þeir ganga
hljóðlega úr svefnskálanum í áttina
að kirkjunni. Ekkert rýfur kyrrðina
nema ómur klukkunnar sem kallar
þá til helgra tíða. Inni í kirkjunni
taka þeir sér stöðu í kórnum, sitt
hvorum megin við altarið, og fyrr
en varir fyllir dýrlegur söngurinn
guðshúsið. Á þennan hátt hófst
dagurinn hjá þeim sem lifðu lífinu
í tilbeiðslu og bænagjörð innan
klaustranna - og gerir enn.
Það er þessi stemmning sem
Félag guðfræðinema vill reyna að
endurvekja á næstunni.
Ár hvert hafa guðfræðinemar
sungið messu í kapellu Háskólans
í tilefni fullveldisdagsins 1. desem-
ber. Svo mun einnig verða föstu-
daginn 1. desember næstkomandi
kl. 11 og er henni úrvarpað beint
sem endranær. Sungin verður hefð-
bundin messa með gregorsku tón-
lagi. Sigurður Sigurðarson, vígslu-
biskup í Skálholti, þjónar fyrir alt-
ari og organisti verður Hörður
Áskelsson. Anna S. Pálsdóttir guð-
fræðinemi prédikar. Forsöngvari
verður m.a. Margrét Bóasdóttir og
kór guðfræðinema flytur stólvers.
Tíðagjörð er útbreiddasta tegund
bænagjörðar meðal kristinna
manna í heiminum og er stunduð
bæði meðal kaþólskra manna og
lútherskra sem og innan austur-
kirkjunnar, þótt ekki sé formið ætíð
hið sama. I mörgum klaustrum eru
þær sungnar átta sinnum á sólar-
hring og byggjast að mestu á ritn-
ingarlestri og söng Davíðssálma og
Biblíulegra lofsöngva. Tíðasöngur á
rætur sínar að rekja allt aftur til
gyðingdóms en sú tíðagjörð sem
stunduð hefur verið á Islandi um
aldir fékk á sig fasta mynd í klaustri
heilags Benedikts frá Núrsíu þegar
á 6. öíd e.Kr.
Dagana fyrir messuna, þ.e.
27.-30. nóvember verða sungnar
tíðir daglega í kapellu Háskólans.
Með því er þess freistað að auka
vitund allra stúdenta við Háskóla
Islands fyrir því helgihaldi sem
fram fer í kapellunni dag hvern
yfir vetrarmánuðina. Sungnar
verða tvær tíðir á dag, miðmorg-
unstíð kl. 9 og hádegistíð kl. 12.
Guðfræðinemar munu leiða sönginn
í kapellunni og eru nemendur Há-
skólans, sem og þeir sem áhuga
hafa, hvattir til þátttöku, hvort sem
- er í söng eða hljóði. Yfir daginn
mun annars hljóma trúarleg mið-
aldatónlist í kapelluni og gefst þá
tóm til að eiga þar kyrra stund.
Það er von okkar að sem flestir
sjái sér fært að eyða nokkrum mín-
útum til íhugunar og tilbeiðslu í
umgjörð þar sem nútíminn og eilífð-
in mætast - þar sem tíminn stend-
ur í stað.
ÁRNI SVANUR DANÍELSSON
og GUÐRÚN HARÐARDÓTTIR,
nemaj við Háskóla íslands.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem glöddu
mig d áttrœÖisafmœlinu 11. nóvember meÖ
heimsóknum og kveðjum.
Guð blessi ykkur öll.
Berglaug Sigurðardóttir,
Vesturvegi 10,
Þórshöfn.
MÚRARAFÉLAG
REYKJAVlKUR
MÚRARASAMBAND
ÍSLANDS
3W
MÚRARAMEISTARAFÉLAG
REYKJAVlKUR
Að gefnu tilefni vilja Múrarafélag Reykjavíkur,
Múrarameistarafélag Reykjavíkur og
Múrarasamband íslands vekja athygli almennings
á því, að flísalagnir, þ.e. lagning gólf- og veggflísa,
er hluti af iðn múrara og nýtur lögverndar sem
slík. Þeir, sem láta aðra iðnaðarmenn eða
ófaglærða menn vinna slík verk, eru því að taka
þátt í broti á iðnaðarlögum, auk þess sem ætla
verður að verkkunnátta þeirra sé önnur
og lakari en þeirra sem lært hafa þetta fag.
i
i
í
í
(
<
<
<
I
(
(
i
I
Áður en við getum flogið verða
allir flugmenn að fara í læknis-
skoðun.