Morgunblaðið - 25.11.1995, Page 49

Morgunblaðið - 25.11.1995, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 49 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Æi, ég datt bara í það!!! Frá Hreiðarí Erni Stefánssyni: FYRIR fjórum árum kynntist ég ungum dreng í Reykjavík. Hann var vinafár enda nýfluttur úr smábæ til Reykjavíkur. í bænum þar sem hann átti áður heima var unglingahópurinn mjög samstillt- ur og gerði marga skemmtilega hluti saman. Þegar hann svo kom í skólann þá varð hann strax út- undan vegna þess að hann var töluvert á undan öðrum jafnöld- rum sínum í námi. Til að nálgast þessa nýju skólafélaga sína ákvað hann að fara niðrí bæ og vera þar sem þeir voru um helgar. Það endaði með því að hann byrjaði að drekka 14 ára gamall. Foreldr- ar hans höfðu þá skoðun að allir unglingar væru svona og því væri ekkert athugavert við það að þeirra sonur drykki eins og hinir. Þegar drengurinn sá að með því að vera fullur fékk hann athygli nýju félaganna þá hélt hann áfram að drekka og eftir stuttan tíma var hann drukkinn 2-3 kvöld í viku. Mánuðir liðu og sumarið kom. Þegar ég hitti hann eftir Æ\ sumarfrí og skólinn hófst aftur var þar allt annar drengur en ég hafði kynnst fyrst þegar hann kom til Reykjavíkur. Hann var ör og ofbeldis- hneigður og vildi helst ekki við mig tala. Námsárangur hans var nú enginn. Hann hætti að mæta í skólann. Einn daginn var hringt í mig, á hinum enda línunnar var móðir drengsins. Hún hafði miklar áhyggjur af drengnum og bað mig um að heimsækja hann því núna væri hann í haldi hjá lögreglunni vegna gruns um þjófnað og sölu á fíkniefnum. í dag er þessi ungi maður í haldi og verður það í nokk- urn tíma í viðbót. Hvort hann fari út af þessari braut sem hann villt- ist inná veit ég ekki en það er von mín og bæn að svo sé. Saga þessa drengs segir okkur að við eigum ekki að halda það að það sé í lagi fyrir unglingana okkar að drekka vegna þess að aðrir unglingar drekki. Æi, ég datt bara í það Þessi orð hef ég heyrt svo oft hjá unglingum bæði hér í Eyjum og í Reykjavík, þegar maður hefur spurt hvað þau hafi gert um helg- ina. Það sem liggur að baki orða er sú löngun unglinganna að eignast vini. Það er því miður enginn stað- ur þar sem unglingarnir geta ver- ið á öllum fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagskvöldum, þar sem þau geta hlustað á tónlist, dansað eftir henni eða bara rætt saman um eigin vandamál og til- finningar. Það að unglingar telja að til þess að eignast vini þurfi þau að fara út á götumar með eina eða fleiri flöskur af áfengum drykk til að falla inn í hópinn, er kannski okkur sem eldri erum að kenna. Það að hrynja í það, eins og ég kalla það, er ekkert spenn- andi í mínum augum. Best er að fara út með öll skilningarvitin í lagi þá fyrst getur maður skemmt sér. Við vitum flest hvernig það er að drekka og hvernig fólki líður þegar vínið deyfir huga og líkama. I 23. kafla í Orðskviðunum eru þessi orð: Hver æjar? hver veinar? hver á í deilum? hver kvartar? hver fær sár að þarflausu? hver rauð augu? Þeir sem sitja við vín fram á næt- ur, þeir sem koma saman til að bergja á krydduðum drykkjum. Horf þú ekki á vínið, hve rautt það er, hversu það glóir í bikarnum og rennur ljúflega niður. Að síð- ustu bítur það sem höggormur og spýtir eitri sem naðra. Augu þín sjá kynlega hluti, og hjarta þitt mun mæla fláræði. Og þú munt vera eins og sá, sem liggur úti í miðju hafi, já, eins og sá er liggur efst upp á siglutré. „Þeir hafa sleg- ið mig, ég kenndi ekkert til. Þeir hafa barið mig, ég varð þess ekki var. Hvenær mun ég vakna? Ég vil meira vín!“ Tvær spurningar til þín uppald- andi góður. Drekkur þitt barn? Er það í lagi vegna þess að hinir drekka? Samþykkjum ekki svona hluti bara vegna þess að náunginn gerír það. Sýnum fordæmi og kaupum ekki vín fyrír unglinga og stuðium með því að bættri u nglingam enn ingu. HREIÐAR ÖRN STEFÁNSSON, æskulýðsfulltrúi Landakirkju. - kjarni málsins! Einu sinni var bið Frá Höskuldi Jónssyni: ÁTVR hefur sætt harðri gagnrýni í Morgunblaðinu fyrir biðraðir við vín- búðir síðdegis á föstudögum. Á und- anförnum árum hefur margt verið gert til að draga úr örtröð og stytta biðraðir. Þannig hafa 7 stórar kjör- búðir á Reykjavíkursvæðinu komið í stað þriggja verslana þar sem af- greitt var yfir borð, kössum í verslun- um hefur fjölgað og afgreiðslutími lengdur. Þessa hefur þó lítt verið getið en áfram klifað á slæmri þjón- ustu. Þegar ákveðið var að opna 3 búð- ir ÁTVR á laugardögum þótti rétt, áður en breytingin kæmi til fram- kvæmda, að mæla raunverulegt ástand í verslunum ÁTVR. Verkefni þetta var falið Verkfræðistofu Stef- áns Ólafssonar en rekstrarráðgjafar þeirrar stofu hafa sinnt slíkum tíma- mælingum. Föstudagurinn 3. nóvem- ber var valinn þar sem líklegt þótti að hann yrði söluhæstur daga í þeim mánuði. ÁTVR setti sér það markmið á sl. ári að bið við kassa yrði ekki lengri en 8 mínútur með fyrirvara um ástand á síðasta degi fyrir stórhátíð- ir. Niðurstaða mælinga var þessi: Biðtími í mínútum kl. 17-18 Útsala Medaltal Hámark Holtagarðar 1,3 3,1 Hafnarfjörður 1,3 4,1 Stuðlaháls 1,1 3,6 Austurstræti 2,0 5,4 Mjódd 2,0 5,5 Eiðistorg 2,1 6,1 Akureyri 1,8 6,4 Kringlan 5,6 13,5 Allar verslanirnar voru vel innan 8 mínútna marksins nema Vínbúðin í Kringlunni. Frá kl. 17.30 tii kl. 18 varð hámarksbiðtíminn utan marka þótt meðalbiðtími væri nærri lagi. Skýring afgreiðslufólks ÁTVR á þessari töf var að línur sem nota verður við móttöku debetkorta væru ofsetnar. Úr þeim vanda var leyst strax eftir helgina. HÖSKULDUR JÖNSSON, Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. .........- RIÖJRÍÖ 30ARA Fjölskyldutönleikar í Iþröttahúsi HK laugardaginn 25. növember 1995 kl. 17:00 Með Ríó koma fram: Skólahljómsveit Kópavogs yngri deild Kór Kársnesskóla • Karnivala Hljómsveitin Saga Class • Szymon Kuran fiðluleikari Reynir Jónasson harmonikuleikari Björn Thoroddsen gítarleikari / Forsala aðgöngumiða í Bóka- og ritfangaversluninni VEDU og í Iþróttahúsi HK. Verð kr. 500.-I G.BEN .£Ua PRENTSTOFA HF. AF ÞESSUM TONLEIKUM MÁENGINN KÖPAVOGSBÚI MISSi Gönguskór ^ Kuldaskór o Verð frá 2.590 3 litir/stamur sóli St. 25-34 Comfortex Verð 3.990 Grænn/blár/rauður St. 35-46 Verð frá 4.990 Blár/rauður t>t. 35-46 Uomtortex Verð frá 5.990 Grænn/brúnn Opið: LaugQrd. kl. 10-16, sunnud. kl. 13-17. D Q_ c SKÓUERSLUN KÓPAU0GS HAMRAB0RG 3 • SÍMi SS4 17S4 Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorgiuu •kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.