Morgunblaðið - 25.11.1995, Síða 54

Morgunblaðið - 25.11.1995, Síða 54
54 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ fssr« IMEDÍA I STGRB0RG1NNI __i HÁSKOLABÍÓ SÍMI 552 2140 Frá William Friedkin (French ,Connection) og Joe Eszterhas (Basic Instinct) kemur æsilegasti tfmffffrt. t: spennutryllir ársins! Háskólabíó GoldenEye Milljónamæringur er myrtur og morðinginn virðist vera háklassa vændiskona sem gengur undir nafninu Jade. En hver er hún? David Caruso leikur saksóknara sem grunarfyrrum ástkonu sína (Linda Fiorentino) sem nú er gift vini hans (Chazz Palminteri) um að vera Jade. Ef hún er Jade, hversu hættuleg er hún? Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. UT Æ i/2 0. ’úál CloUU’K vx fX U 2r áÉSSÍfi ere / U'i Hcfur hlatiO < I > silega doma gagnrynenda og fjoldamorg verðlaun viöa um heim, sigraði m.a. á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í fyrra og var tllnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin í ár. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.05. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd Sýnd kl. 4.45 og 7 Síöustu sýningar. Sýnd kl. 3 Sýnd kl. 3, 6.45 og 9.15. Skemmtileg samsuða TÓNLIST Klassík frá krepputímum Gcisladiskur GUSGUS Gusgus, geisladiskur hljómsveitar- innar Gusgus sem skipuð er Daníel Agúst Haraldssyni, Emilíönu Torr- ini, Magnúsi Jónssyni, Hafdísi Huld, Magnúsi Guðmundssyni og Birgi Þórarinssyni. Tími 71,43 mín. Verð 1.990 kr. Kjól og Anderson gefur út, Skífan dreifir. GUSGUS hafa nýverið sent frá sér geisladiskinn Gusgus. Diskurinn er sérkennileg samsuða af fönki í ætt við Funkadelic og tölvutónlist ekki óiíkri Underworld. Magnús Jónsson á ijögur lög á disknum. Aðrir lagasmið- ir eru tvíeykið úr T-World, Magnús Guðmundsson og Birgir Þórarinsson, Daníel Ágúst Haraldsson og söngkon- umar Hafdís Huld og Emilíana Torr- ini. Útkoman er öll eins og best verð- ur á kosið, vopnuð tækjum sem orðin em sígild í tölvutónlist gerir Gusgus einn af betri diskum sem komið hafa út á árinu, hljómurinn er mjúkur og skemmtilegur enda sennilega auð- veldari viðureignar þegar stór hluti tónlistarinnar er gerður á tölvur. Mik- ilvægast er þó að lögin era öll mjög góð. Ber þar helst að nefna Ghocol- GUSGUS-flokkurinn. ate, sem líður reyndar fyrir hálf ank- annalega rödd, Why?, Ijúfsára ballöðu þar sem Emilíana fer á kostum, Be- lieve, Cold breath ’79 og svo Poiyest- er Day, sennilega besta lag plötunnar þar sem fönk/ blús gítarar væla á meistaralegan hátt. Eina lagið sem ekki gengur nógu vel upp er Message from Disney en í það vantar einhvem neista sem verður að vera til staðar þegar tölvutónlist er annars vegar. Vert er að minnast á umslagið sem er í stíl við gömul jass/Motown um- slög og á mjög vel við plötuna þótt betur hefði mátt setja upp upplýs- ingar inni í bæklingnum sem era á stundum raglingslegar og ónógar. Spyrja má hvemig Gusgus muni eldast en hvað sem þvi líður þá hefur Gusgus-hópurinn sent frá sér stór- skemmtilega plötu sem greinilega er ekki gefín út til að selja sem flest eintök heldur vegna þess að hópnum þykir gaman að því sem hann er að gera. Gísli Árnason KVIKMYNPIR Rcgnboginn - Hátíð K v i k m y n d a s j ó ð s REIÐHJÓLAÞJÓFURINN (LADRI DI BICICLETTE) ★ ★ ★ ★ Leikstjóri Vittorio De Sica. Handrit Cesare Zavattini., ofl., byggt á sögu Luigi Martolini. Kvikmyndataka Carlo Montuori. Tónlist Álessandro Cicognini. Aðalleikendur Lamberto Maggiorani, Enzo Staiola, Lianella Carell, Gino Saltamarenda, Giulio Chiari, Vittori Antonucci. Ítalía 1948. VEL er við hæfi hjá Kvik- myndasjóð að dusta rykið af Reið- hjólaþjófunum á aldarafmæli kvikmyndarinnar. Ekki aðeins því myndin er nánast á lista allra kvikmyndunnenda yfir 10 bestu myndir allra tftna, heldur hefur reynst þrautin þyngri að nálgast hana í gegnum árin. Meistaraverk De Sica er í góðum félagsskap á þessari ágætu hátíð og ekki ætti að þurfa að hvetja kvikmyndahús- gesti til að taka þátt í veislunni í Regnboganum. Reiðhjólaþjófurinn er ein af frægustu merkisberum nýraun- sæisstefnunnar ítölsku sem hófst með Ossessione, eftir Luchino Viscpnti árið 1942, en vakti litla athygli fyrr en eftir lok síðari heimsstyijaldarinnar. Sagan er ekki margflókin en því betur sögð. Reiðhjólaþjófurinn gerist í kreppunni sem fylgdi í kjölfar stríðsins á Ítalíu og sögu- sviðið Rómaborg. Atvinnulaus, bláfátækur verkamaður og heimilisfaðir (Lamberto Maggior- ani) dettur í lukkupottinn og fær vinnu við að líma upp auglýsinga- plaköt. Til að fá langþráð starfið þarf þann að hafa reiðhjól til umráða. Kona hans (Lianella Carell) selur rúmfatnaðinn til að leysa út reiðhjól bónda síns hjá veðlánaranum. Adam er ekki lengi í Paradís því hjólinu er stol- ið og þrátt fyrir mikla leit kemur það ekki í ljós og afleiðingarnar dapurlegar De Sica gefur átakanlegri sög- unni aukinn styrk og raunsæi með því að nota venjulegt fólk af göt- unni í aðalhlutverkin og fátækra- hverfin í Róm sem bakgrunn. Með föðurnum í leitinni fylgist ungur sonur hans (Enzo Staiola), sam- band þeirra er hlýtt og náið og myndin í aðra röndina reynslu- saga drengsins. í þessari eftirleit fá ymsir á baukinn, hér er deilt á ráðaleysi kirkjunnar, afskipta- og áhugaleysi löggæslunnar og hegðun múgsins. Faðirinn er heið- arlegur maður sem á sér ekki uppreisnar von á erfiðleikatimum. Hápunktur rauna mannsins er þegar hann í örvæntingu hyggst sjálfur ræna hjóli sér til bjargar, en er gómaður. Aðstæðurnar hafa komið honum í spor þjófsins, nið- urlægingin algjör. Þetta er eitt af stærstu augnablikum kvik- myndanna. Einsog fyrr sagði valdi De Sica ^ leikmenn í nánast öll hlutverk með eftirminnilegum árangri. Handrit Zavattinis og leikstjórnin hafa svo sannarlega skapað eina af bestu myndum sögunnar. Sæbjörn Valdimarsson. 4 ] « i i i í fj i i i i i i I I ( I I I I I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.