Morgunblaðið - 25.11.1995, Qupperneq 56
56 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Mjöll er
komin aftur
Mjöll Hólm naut mikilla vinsælda með
laginu „Jón er kominn heim“. Hún hefur
aldrei sóst eftir sviðsljósinu en segir nú
kominn tíma á sólóskífu.
Morgunblaðið/Ásdís
MJÖLL Hólm söngkona.
„ÞAÐ MÁ segja að ég og Jón
séum orðin hluti af hvoru
öðru,“ sagði Mjöll Hólm sem
nýlega gaf út sína fyrstu
sólóplötu. Jón þessi, sem
Mjöll talar um, er iagið „Jón
er kominn heim“ sem sló í
gegn um 1970 og hefur ver-
ið vinsælt allar götur síðan.
Lagið er eftir Bretann Rob-
insson en textinn eftir Iðunni
Steinsdóttur. „Þetta var
náttúrulega ekki eina lagið
sem ég söng inn á plötu en
það var það eina sem stóðst
tímans tönn. „Ástarþrá" og
„Mammy Blue“ voru einnig
töluvert mikið leikin. Ég gaf
út tvær litlar plötur á þessum
tíma undir merki SG hljóm-
platna. Undirspilið á plötunni
var aðkeypt frá Noregi eins
og var algengt á þeim tíma,“
sagði Mjöll. „Þetta var eins-
konar Karaoke.“
Sviðsljósið heillar ekki
Mjöll segist hafa sungið
töluvert með ýmsum hljómsveitum
frá því hún söng síðast inn á plötu,
þar á meðal hljómsveitunum Opus
og Goðgá. Hún sagði tímann góð-
an núna til plötuútgáfu og hún
hafi stefnt að þessu töluvert lengi.'
„Nú loks er þetta orðið að veru-
eika. Ég hef aldrei sótt í sviðsljós-
ið og fylgdi til dæmis vinsældum
„Jóns“ aldrei eftir,“ sagði Mjöll.
Aðspurð um hvort hún ætli að
fylgja plötunni úr hlaði með tón-
leikahaldi sagði hún að hún hefði
verið að syngja svo mikið undanfar-
ið að hún þyrfti að hvíla röddina
um stund og að það þýddi eiginlega
ekki að byrja fyrr en hún hefur
náð sér fyllilega. „Það er aldrei að
vita hvað gerist,“ sagði hún.
Lög og textar á disknum eru
öll frumsamin af eiginmanni henn-
ar, Júlíusi Jónassyni, og syni henn-
ar, Agnari Steinarssyni. Auk
þeirra eru fjögur erlend lög.
Hún og fjölskylda hennar
standa sjálf að útgáfunni en Skíf-
an sér um dreifingu. Að sögn
Mjallar eru lögin þegar farin að
heyrast á öldum ljósvakans. Ekk-
ert eitt lag stendur upp úr sem
besta lag plötunnar að hennar
mati enda leggur Mjöll meira upp
úr að heildarmyndin sé góð. Róleg
lög og hress eru í bland á plötunni.
heitasta rokkband evrópu
dj: árni
opið frá 22-03
551 6500
Hann sneri aftur til að gera
upp sakir við einhvern,
hvern sem er, alla...
•ðrænn blóðhiti..."
æn sprengjuveisla,
Það er púður í þessari
jny Dynamic Digital SounJ,
Þú heyrir
muninn
og verður
frá þér
numinn
IW l i li l
I i
It IIÍ'Pll'ÍYftfl
Aðalhlutverk: Antonio Banderas, sjóðheitasti og eftirsóttasti leikari Hollywood í dag.
Aukahlutverk: Salma Hayek, suðræn fegurð í allri sinni dýrð.
Gestahlutverk: Quentin Tarantino, einn farsæfasti handritahöfundur og leikstjóri Hollywood í dag.
Leikstjóri: Robert Rodriguez, einn forvitnilegasti og svalasti leikstjóri Hollywood í dag.
Tónlist myndarinnar: Los Lobos sér um fjörið og stuðið. Hver man ekki eftir „La Bamba".
Og ef það er einhver mynd sem á eftir að njóta sín vel í SDDS hljómkerfinu er það DESPERADO.
Sýnd kl. 5, 7, 9,11 og 00.50 eftir miðnætti. Bönnuð innan 16 ára.
Velkomin að matarborði spaghettífjölskyldunnar.
Njóttu þess að borða með henni, en passaðu þig á bjöllunum
Nýtt frábært fjölskylduspil. Fyrir 2-4 leikmenn 5-99 ára.
Dreifing: Sími 565 4444