Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Við skulum gefa Steina gott klapp, fyrir besta kvótabrandara ársins. ESSAR fyrstu vikur hafa Iiðið undrafljótt og nú hef ég lokið fyrra undirbún- ingsnámskeiðinu mínu í arab- ísku. Svo byija ég í sex ára bekk í næstu viku. Ég hef af einskær- um áhuga orðið mér úti um auka- tíma í að tengja saman stafi og bætti við fleiri tímum en stóð til á þessu fyrsta námskeiði. Enda get ég af mikilli hógværð stað- hæft að „lokaritgerðin" þótti hin merkasta smíð og ekki fyrirfund- ust í henni nema 8 eða 9 villur. Efni sjálfvalið en þau skilyrði sett að notaðar væru a.m.k. 25 sagnir og ritgerðin mátti ekki vera styttri en 150 orð - þá ákveðni greinirinn ekki talinn nema einu sinni. Það hefur verið skylda að skila eins konar stíl síðustu laugardaga en það lá í augum uppi að það varð að vanda sérstaklega til hápunktsins. Það mátti ekki skrifa þetta á eigin tungu og þýða svo textann held- ur varð að skrifa það beina leið á arabísku. Og hafí nú einhver efast um að maður geti lært þegar maður er kominn yfir fimmtugt er rétt að birta hér upphafíð að þessu spennandi ævintýri og síðan þýð- ingu þess eins og hún leggur sig: A1 kird ale al g-ebel-apinn á fjallinu Fí jám min al ajem honek kird, sarir we bunni. Hoa Jæis fí ale gebel al kabír. Haða kird deman said lí-anna hoa aindaho assdeka gaidún. Assdekaho, assed, nimr we dagega saffra. Hom le jæsún ale al gebel. A1 assed jæis ale daffa al nachr we hoa jaqrís honek we hoa júkraddid an júka- bil al kird helen. A1 nimr júshee- hid al kúbbrí we hoa júrid an jaakúl al ragúl ale al kúbbrí. A1 nimr jatakellem ah’jennan ila al ðubeb. Hoa jaððon an hia kabíha leken hia túrenni gaid. A1 assed we al nimr le jaakúlún dagega líanna hia sadikhuma, leken rob- em hom ahrinan sáfjaakúlúnhe. „Jele hemin dada hona,“ al Dagbók frá Kaíró Sagan um apann á fjallinu Fyrra undirbúnings- námskeiði Jóhönnu Kristjónsdóttur í arabísku er lokið og nú getur hún farið að setjast í sex ára bekk. kird jatakellem ændema hoa jas- el min al gebel. „Ana aindi fikra. Ana úríd an atellem a arsim.“ A1 assad we al nimr jaðhaggen we jaðhaggen. „Hallua, hallua. Ana úrid an atellem an júrenni," al assad jaakúl. A1 dagega túfa- ker leken le tessalho límúdda. „Ana úrid ila an atellem an aakara,“ al nimr jaakúl we hoa jadhagg ædan. „A1 dagega túgib.“ Antúm magnamin. Æna madrasa lil hajawenet?“ ... í lauslegri þýðingu er sagan á þessa leið: Einu sinni var lítill brúnn api. Hann á heima efst á stóra fjall- inu. Þessi api er alltaf í góðu skapi því hann á góða vini. Vin- ir hans er ljónið, tígrisdýrið og guli hænuunginn. Þau búa ekki á fjallinu. Ljónið á heima á fljóts- bakkanum, hleypur þar um og hefur í hyggju að heimsækja apann fljótlega. Tígrísdýrið fylg- ist með brúnni yfir fljótið og langar til að éta mann sem geng- ur yfír hana. Tígrisdýrið talar stundum við flugu sem situr á brúnni. Því finnst hún ljót en hún syngur vel. Tígrisdýrið og ljónið ætla ekki að éta ungann því að hann er vinur þeirra en það gæti verið að þau gerðu það seinna. „Dómadags hávaði er hér,“ segir apinn þegar hann kemur ofan af fjallinu. „Ég hef fengið hugmynd mig langar að læra að teikna.“ Ljónið óg tígn'sdýrið hlæja sig máttlaus. „Æðislegt, alveg frábært. Mig langar að læra að syngja,“ segir ljónið. „Og ég ætla að læra að lesa,“ segir tígrísdýrið og skellihlær líka. Unginn hugsar en segir ekk- ert nokkra stund. „Þið eru snar- ruglaðir. Hvar er skóli fyrir dýr?“ segir hann svo. „Góði besti, api,“ segir Ijónið. „Ég veit hvað við skulum gera. Við étum manninn á brúnni og fluguna og síðan étum við ungann og að því loknu skulum við íhuga þetta með skól- ann.“ Apinn segir ekki eitt einasta orð. Hann tekur litla ungann og þeir hlaupa til fjalls. „Við skulum gleyma grimma tígrísdýrinu og stóra ljóninu. Við munum læra að teikna og dansa og smám saman gleymum við þeim. Ég veit núna að þeir eru ekki vinir mínir,“ segir apinn. Unga litla fínnst apinn vita allan sannleika í heiminum og hann langar að vera hjá honum alla ævi upp frá því. Með þessa ritgerð fyrir fram- an mig hlýt ég að líta framtíð mína í arabísku björtum augum. Ef mér fleygir jafnmikið fram næstu sex vikur gæti ég kannski hlaupið yflr bekk og náð prófí upp í 8 ára bekk þegar alvara lífsins tekur við eftir áramótin. Vísindin og krafan um viðvörun Flóknir tímar almannavarna framundan Guðjón Petersen A Ijanúar næstkomandi verða 25 ár liðin frá því Guðjón Petersen varð fram- kvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, en það hefur vakið athygli að frá 1. febrúar 1996 verður hann bæjarstjóri Snæ- fellsbæjar á Vesturlandi. - Hvað sérðu þegar þú lítur yfir farinn veg ssem fram- kvæmdastjóri Almannavarna? „Heillandi viðfangsefni með fjölbreytilegu og ágætu fólki við að byggja upp samræmt neyðarkerfi fyrir landið. En hér á landi höfum við að vissu leyti verið í forystu í þessum efnum. Ég er mjög sáttur með það sem áorkast hefur, en geri mér grein fyrir að mikið er fram- undan að kljást við fyrir þann sem tekur við starfi mínu og ég óska honum alls hins besta í því.“ - Hvað er minnisstæðast? „Það sem alltaf mun setja mark sitt á minninguna um þetta tíma- bil í ævi minni er að ég hóf starfið í röð skelfilegra náttúruhamfara í Vestmannaeyjum, Neskaupstað og Kópaskeri, og því miður varð síðasta árið mitt í starfi mann- skæðasta náttúruhamfaraár þess- arar aldar, þótt mannskaði hafi orðið hærri sum ár á öldinni af öðrum orsökum en náttúruham- förum.“ - Hvað er framundan í aimanna- vörnum? „Það eru erfiðir og flóknir tímar framundan á sviði almannavarna og öryggismála. Það þarf ekki einungis að efla og viðhalda við- búnaðar- og varnarþættinum, því fyrirsjáanleg eru mjög flókin og erfið úrlausnarefni á sviði viðvör- unar- og viðbragðsþátta almanna- varna. Krafan um að vara við og bregðast tímalega við til að forða fólki frá hættu verður háværari en vísindi og tækni geta svarað á næstu áratugum. Sennilega munu stjórnvöld og almannavarnafólk þurfa oftar en áður að standa frammi fyrir ákvörðunum um að grípa til sárs- aukafullra ráðstafana sem byggð- ar eru á veikum grunni líkinda um yfirvofandi vá, eða þeirri sorg sem hið óvænta hefur í för með sér. Spurningin er: Hversu oft munum við þola falskar viðvaran- ir og viðbrögð við þeim? Þekkingin á hegðun náttúrunn- ar og meiri möguleikar til að fylgj- ast með henni í gegnum mæli- og úrvinnsluaðferðir gera kröfuna um viðvörun svona sterka. Hins vegar gæti fólk hætt að taka við- varanir sem reynast tilgangs- lausar alvarlega." - Hafa loftvarnaflauturnar í Reykjavík verið notaðar? „Þær hafa aldrei verið notaðar. Loftvarnaflauturnar eru í raun úreltar, þær hafa til dæmis ekki haldið í við þenslu borgarinnar. Það þyrfti að kaupa nýjar raf- eindaflautur sem hægt væri jafn- framt að tala í gegnum við íbúa í hverfum borgarinnar. Það má gera ráð fyrir að íbúar til dæmis í Grafarvogi þyrftu á öðrum leið- beiningum að halda en íbúar í miðborginni. Á hinn bóginn myndi nýtt kerfi verða dýrt.“ - Hvernig ætli Reykvíkingar séu búnir undir brottflutning? „Heildarflutningur úr Reykja- vík þýddi trúlega það sama fyrir Hafnarfjörð, Kópavog, Seltjarnar- nes og Mosfellsbæ. Brottflutning- ►GUÐJÓN er fæddur 1938 í Reykjavík. Hann lauk far- mannaprófi frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík árið 1961 og skipherraprófi fyrir varð- skip ríkisins 1965. Hann hefur starfað fyrir Landhelgisgæsl- una en varð fulltrúi hjá Al- mannavörnum ríkisins 1971 og framkvæmdastjóri þeirra frá 1979. Eiginkona hans er Lilja Benediktsdóttir verslunarmað- ur og eiga þau tvö uppkomin börn, Ragnhildi og Lárus, og fjögur barnabörn. ur merkti sennilega að flytjast norður fyrir Akranes. En þá vakn- ar spurningin: Hvar á fólkið að fá húsaskjól? Ef til vill væri vænlegri leið að halda kyrru fyrir. Danir hafa sem dæmi þá stefnu að fólkið eigi að vera kyrrt, það er ekki neitt að fara.“ - Á ég að hlaupa út á götu ef stór jarðskjálfti ríður yfir? „Já, ef þú býrð á jarðhæð í ein- býlis- eða raðhúsi. Svarið er hins vegar neitandi, ef þú átt heima í fjölbýlishúsi eða mannmargri byggingu, þar áttu að leita skjóls undir sterkum húsgögnum í opn- um dyrum eða horni burðar- veggja. En meginreglan er að halda ró sinni og fylgjast af yfir- vegun með því sem er að gerast og bregðast við þvi.“ - Hvernig metur þú samstarf þitt við fjölmiðla? „Ég tel mig hafa átt frábært samstarf við íjölmiðla í gegnum tíðina og hef talið happadrýgst að vera opinskár og heiðarlegur við þá. Ég hef jafnvel verið gagn- rýndur fyrir það, en fjölmiðlarnir hafa ávallt haft skilning á þeim vanda sem maður getum stundum átt í með að fjalla um atriði sem orka tvímælis eða eru ekki tíma- bær í umræðunni. Ég hef ekki enn rekist á óheiðarlegan fjölmiðla- mann. Auðvitað hafa orðið smáslys í sam- skiptum eða misskiln- ingur, en það hefur oftast tekist að leiðrétta." - Hvernig leggst bæiarstjóra- starfíð í þig? „Nýja starfið heillar og nú þegar teningnum er kastað spyr ég mig: „Því gerði ég þetta ekki fyrr?“ Þetta er nýtt sveitarfélag með fjöl- breytilega möguleika. Þarna eru atorkusamir bæjarfulltrúar og spennandi mannlíf. Ég hlakka til að vinna með þessu fólki og ekki spillir sú dulúð sem fylgir Snæfell- sjökli og umhverfi hans.“ Loftvarna- flauturnar í Rvík. úreltar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.