Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 45 I DAG Arnað heilla rj p'ÁRA afmæli. Á I tlmorgun, mánudag- inn 27. nóvember, er sjötíu og fimm ára Jón S. Einars- son, húsasmíðameistari, Miðgarði 3, Neskaupstað. Hann fæddist á Hafursá á Völlum, fluttist til Nes- kaupstaðar 1945, og hefur starfað við kennslu, en lét af því starfi í vor. Kona hans er Þorbjörg Vil- hjálmsdóttir og eiga þau tvær dætur. PAÁRA afmæli. í dag, O V/sunnudaginn 26. nóv- ember, er sextug Hanna Stella Sigurðardóttir, Suðurgötu 22, Siglufirði. Eiginmaður hennar er Kristinn Georgsson, slökkviliðssljóri. Þau dvelja nú erlendis. BRÚÐKAUP. Gefín voru saman 2. september sl. í Áskirkju af sr. Áma Bergi Sigurbjörnssyni Auður Björg Þorvarðardóttir og Þorsteinn Ingi Víglunds- son. Þau eru búsett í Hafn- arfirði. 70J50 ÁRA afmæli. í dag, sunnudaginn 26. f ogyj\J nóvember, er sjötugur Böðvar Kristjáns- son, Skaftárvöllum 9, Kirkjubæjarklaustri. Eiginkona hans er Guðlaug Þorbergsdóttir en hún verður sextug 7. desember nk. Þau verða að heiman afmælisdagana, en taka á móti gestum í Kirkjubæjarskóla, Kirkjubæjar- klaustri laugardaginn 2. desember nk. milli kl. 15 og 19. Farsi BRUÐKAUP. Gefin voru saman 11. nóvember sl. í St. Mary’s Church í Upton af sr. Chris Boyce, Melody Wilde og Stefán Larsen. Heimili þeirra er í 8 St. Miehael’s Grove, Moreton, Wirral, Merseyside L46 GDB, England. STJÖRNUSPA cftir I'ranccs Drakc ORÐABOKIIM ENDA þótt í þessum litla pistli hafi tvisvar sinnum á tæpum tveim- ur árum verið minnzt á hið hvimleiða danska tökuorð takk, verður enn vikið að því að gefnu tilefni. I Mbl. 17. þ.m. kemur fram í lesanda- bréfi, að gefið hafi verið út þakkarkort, sem á stendur einungis eitt orð: Takk. Ekki er nema von, að bréfritara hafi blöskrað þetta, enda spyr hann, hvernig hönnuður kortsins mun þakka fyrir sig. í pistli 9. júlí sl. var minnzt á Já, takk það, að það séu gömul áhrif frá dönsku að segja takk eða takk fyr- ir, enda vel þekkt í mæltu íslenzku máli. Um leið var bent á, að þetta færi illa og sé með öllu óþarft í ritmáli. í þessu sambandi var tek- ið dæmi af tölvukvittun eins olíufélaganna, þar sem stendur efst: „TAKK FYRIR.“ Auð- vitað er þetta engin ís- lenzka, enda særir hún sem betur fer máltilfinn- ingu fjölmargra, sbr. áðurnefnt lesandabréf. í pistli 12. des. 1993 var hér vikið að hinu hvim- leiða vígorði: „Islenskt, já takk.“ Nú klingir það enn í eyrum og blasir við augum. Það er svo sem ekki að spyrja að mætti auglýsingastof- anna, sem ættu vita- skuld að gæta tungu okkar sem bezt. Minna má enn á orð Halldórs Laxness um ömmu sína, sem sagði „guðlaun, ss. þökk fyrir (aldrei nokk- urntíma sagt „takk“)“. Hún hefði trúlega frem- ur sagt: „íslenskt, kærar þakkir." -J.A.J. BOGMAÐUR Afmælisbarn dagsins: Þú fylgist vel með tækninýj- ungum og kannt að notfæra þér þær. BRUÐKAUP. Gefin voru saman 22. júlí sl. í Digra- neskirkju af sr. Kristjáni Björnssyni Ingunn Sigríð- ur Þorsteinsdóttir og Þór- hallur Ólafsson. Heimili þeirra er í HrísmÓum 1, Garðabæ. Hrútur (21. mars-19. apríl) Láttu vinnuna og viðskipti eiga sig í dag og hugsaðu um fjölskylduna. Vinur hefur góð ráð að gefa, sem þú ættir að fara eftir. Naut (20. apríl - 20. ma!) Þú færð góða hugmynd varðandi vinnuna, sem getur fært þér velgengni. Reyndu að koma í veg fyrir deilur innan fjölskyldunnar. Tvíburar (21.maí-20.júní) ÆX1 Félagslífið hefur upp á margt að bjóða í dag, og þú ættir frekar að heimsækja góða vini en bjóða heim gest- um í kvöld. Krabbi (21. júní - 22. júlí) . >“$£ Smávegis misskilningur get- ur komið upp milli ættingja árdegis. Þú þarft að Ijúka gömlu verkefni og hefur lít- inn tíma aflögu. Ljón (23. júlí- 22. ágúst) Þú lendir’í einhverjum erfið- leikum við lausn á heima- verkefni í dag, en ættingi leggur þér lið, og saman náið þið góðum árangri. Meyja (23. ágúst - 22. september) Smekkvísi og góð dómgreind auðvelda þér að ná hagstæð- um samningum um kaup á verðmætum hlut í dag. Vinur er eitthvað miður sín. Vog (23. sept. - 22. október) Þú kemur vel fyrir og átt auðvelt með að sannfæra aðra í dag. Vinur gerir þér tilboð sem þarfnast mikillar íhugunar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Hjj0 Reyndu að gefa þér góðan tíma til samvista við þína nánustu í dag. Breytingar geta orðið á fyrirætlunum þínum í kvöld. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) íSO Síðdegis skemmtir þú þér vel í hópi góðra vina, en þegar kvöldar er heppilegra að halda sig heima og sinna fjölkskyldunni. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Þú finnur góða lausn á vandamáli, sem hefur valdið þér nokkrum áhyggjum að undanförnu. Varastu deilur við vin í kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Notaðu fyrri hluta dags til að umgangast vini og ætt- ingja. Þú hofur átt annríkt að undanförnu, og þarft að hvíla þig í kvöld. Fiskar (19.febrúar-20. mars) IgSr Sumir eru að íhuga að þiggja tilboð um nýtt starf, sem lofar góðu fyrir framtíðina. Farðu sparlega með peninga í kvöld. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Fiskverkendur - bændur - iðnrekendur Framleiðum ódýra veggja- og loftkiæðningu úr lituðu stáli. Timbur og stál hf., Smiðjuvegi 11, Kópavogi, sími 564 2940 og 554 5544 ,fáx 554 5607 RANNÍS Rannsóknarráð íslands auglýsir styrki úr Tæknisjóði með umsóknarfrest til 15. janúar 1996: „Tæknimenn í fyrirtæki“ Styrkirnir eru veittir úr Tæknisjóði til fyrirtækja í þeim tilgangi að ráða vísinda- og/eða tæknimenntaðan starfskraft. Styrkir eru veittir til allt að þriggja ára og nema hálfum launakostnaði sérfræðings. • Umsækjendur geta verið fyrirtæki sem eru að hefja nýsköpun en hafa ekki vísinda- eða tæknimenntað starfslið í þjónustu sinni, en hafa að öðru leyti bolmagn og forsendur til nýsköpunar. • Gert er ráð fyrir að f umsóknum komi fram áform fyrirtækja um þróunarstarf og eflingu á tæknigetu fyrirtækis og bættri samkeppnisstöðu þess á markaði. Eyðublöð og leiðbeiningar (einnig á tölvudisklingi) verða tilbúin 27. nóv. nk. og skal sækja til Rannsóknarráðs íslands, Laugavegi 13, sími 562 1320, fax 552 9814.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.