Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Lilly Svava Snævarr var fædd I Reykjavík 21. febrúar 1940. Hún andaðist í Borgarspítalanum þann 18. nóvember sl. Foreldrar henn- ar voru Arni Snæv- arr, f. 1909, d. 1979, verkfræðingur og ráðuneytisstjóri, og Laufey Snævarr, f. 1917, d. 1992, hús- móðir og snyrtid- ama. Lilly Svava gift- ist eftirlifandi eiginmanni sin- um, Sverri Ingólfssyni, við- skiptafræðingi og löggiltum endurskoðanda, hinn 24. sept- ember 1960. Hann er fæddur 18. ágúst 1940. Þau eignuðust þijár dætur. 1) Unnur, f. 28. desember 1959, hdl., gift Berg- steini Georgssyni hdl., þau eiga tvö böm, Sverri, f. 21. febrúar 1983, og Unni Ástu, f. 5. desember 1989, 2) Laufey Brynja, f. 12. júní 1968, nemi í KHÍ og 3) Svava Guð- laug, f. 27. mars 1970, nemi í við- skiptadeild HÍ. Systur Lillyjar Svövu eru: Stefan- ía, f. 1945, Sesselja, f. 1947 og Sigrún f. 1951. Lilly Svava varð stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni árið 1964. Hún stundaði _ sagnfræðinám við Háskóla íslands en starfaði lengst af hjá Pósti og síma, hin síðari ár sem skrifstofustjóri Póstgíróstofunnar. Útför Lillyjar Svövu fer fram frá Dómkirkjunni mánu- daginn 27. nóvember næstkom- andi og hefst athöfnin kl. 13.30. nafni sem nefndist og einlægan áhuga og samföngnuð þegar áfang- ar náðust. Ekki verður skilið svo við án þess að nefna atlæti það sem bama- bömin tvö, Sverrir B. og Unnur Ásta, nutu í Granaskjóli 7. Því verð- ur ekki lýst með orðum af undirrit- uðum, ekkert var of gott fyrir þau. Ávallt vom þau velkomin hvort sem var í stuttar heimsóknir eða helgar- gistingu. Ærsl þeirra gengu stund- um nokkuð langt þegar þau dvöldu hjá afa og ömmu, en af einhveijum huldum orsökum þurfti ekki að beita ávítum að nokkru gagni til að skakka leikinn. Skilaboðin voru þögul, en samt skýr og mörkin voru ungviðinu ljós. Nú er ein aðapersónan horfín af sjónarsviðinu úr Granaskjólinu. Ekki verða famar fleiri bæjarferðir með ömmu Lilly á laugardagseft- irmiðdögum. Missir allra er mikill en ekki síst bamabamanna. Þökk- xun þeirra til ömmu Lillyar er hér komið á framfæri. Tengdamóðir mín sinnti garðin- um í Granaskjóli af mikilli elju, enda sleppti hún varla hendi af honum yfír hásumarið, hinn glæsi- legasti öllum þeim sem sáu. Eg vil leyfa mér að lokum að fullyrða að Lilly Svava Snævarr ræktaði garð- inn sinn í víðtækustu merkingu þeirra orða. Blessuð sé minning hennar. Bergsteinn Georgsson. í febrúar 1940 fæddist þeim heið- urshjónum Laufeyju og Áma Snæv- arr frumburðurinn. Stúlkan, sem jaöiframt var fyrsta bamabam móðurforeldranna, var skírð í höf- uðið á tveimur móðursystrum sín- um, sem báðar létust ungar. Það fer vart á milli mála, að Lilly Svava hefur verið augasteinn allra á Galtafelli. Foreldrar hennar og afí og amma bjuggu á sitt hvorri hæð- inni og annað frændfólk nokkru sunnar á Laufásveginum. Æsku- heimilið var mjög sérstakt fyrir margra hluta sakir, fallegt menrA ingarheimli, þar sem ríkti glaðværð, ást og umhyggja. Æskuárin á Galtafelli hafa vafalaust haft mjög mótandi áhrif á Lilly Svövu, ekki síst hin nánu ijölskyldutengsl, enda var frændrækni og vinartryggð áberandi þáttur í fari hennar. Iilly Svava var elst fjögurra systra. Fjölskyldan bjó á Galtafelli þar til foreldramir fluttu um tíma austur í sveitir vegna verkefna Áma við virkjunarframkvæmdimar við Steingrímsstöð. Leið Lilly Svövu lá því í Menntaskólann á Laugarvatni og þar kynntist hún Sverri Ingólfs- syni, sem síðar varð eiginmaður hennar. Á menntaskólaárunum fæddist elsta dóttirin, en Lilly Svava lauk engu að síður stúdentsprófinu. Lilly bar sterkar tilfínningar til Laugarvatns. Gömlu skólasystkinin vom henni mjög kær í hennar stóra vinahópi. Síðast í vor sem leið sagði Iilly Svava okkur frá skemmtilegri ferð „gömlu Laugvetninganna". Þar trúi ég að hún hafí, eins og venjulega, verið hrókur alls fagnað- ar. Það var yfírieitt engin logn- molla í kringum hana mágkonu mína. Undirritaður, þá ungur maður úr Vesturbænum, kom fyrst á heim- ili tengdaforeldranna á Laufásveg- inum fyrir rúmum 30 ámm. Þá höfðu Lilly og Sverrir og Unnur flutt sig vestur yfír Læk og bjuggu á Hólavallagötu 13. Árin á Hóla- vallagötunni em mér hugstæð. Gjaman voram við Systa bamfóstr- ur þar á bæ á meðan við töldumst til unglinganna. Síðar er við kom- umst til vits og ára vomm við tekin inn í hópinn. Mikið var nú skrafað og ýmislegt brallað. Þá var tímalaus vomóttin. Menn höfðu miklar mein- ingar og skoðanir oft skiptar. Lilly naut sín vel og var ekki komið að tómum kofunum, ekki síst þegar umræðan snerist um bókmenntir enda var hún alla tíð mikill lestrar- hestur. Hún hafði mikinn áhuga á sagnfræði og var um tíma við nám í þeirri grein við háskólann. Lilly hafði gjaman sjálfstæðar skoðanir á fræðunum, og reyndar lífínu al- mennt, sem leitt gátu til líflegra umræðna. Seinna fluttu Lilly og Sverrir og Unnur í sína eigin íbúð vestur á Melum. Þar bjuggu þau sér fallegt heimili og fljótlega stækkaði Qölskyldan. Laufey Brynja og Svava Guðlaug fæddust með tæpiega tveggja ára millibili. Af stelpunum höfðum við Systa mikið að segja, ekki síst þar sem okkar dætur era á svipuðu reki og góður vinskapur þeirra í milli. Lilly fylgdist með stelpunum sínum taka jákvæða stefnu í lífínu. Unnur er starfandi lögfræðingur, gift Berg- steini Georgssyni lögfræðingi og eiga þau tvö böm. Svava er að ljúka námi í viðskiptafræði við Háskóla ísiands og Brynja er við nám í Kennaraháskóla Islands. MÉR ER minnisstætt þegar ég kom í fyrsta skipti inn á heimili þeirra hjóna Lillyjar Svövu og Sverris sumarið 1978, sem þá var á Kapla- skjólsvegi 37 hér í borg. Þá um vorið kynntumst við, elsta dóttir þeirra, Unnur, og ég og þetta kvöld að lokinni bíóferð þótti rétta tæki- færið til að sýna kærastann. Mig gmnar að margir kvíði „framsýn- ingu“ af þessu tagi en sá kvíði reyndist ástæðulaus með öllu. Mér var tekið með kostum og kynjum. Það sem vakti mesta athygli hús- ráðenda, ekki hvað síst Iillyjar Svövu, var að hársídd aðkomu- manns samræmdist ekki pólitískum skoðunum hans að hennar mati. Dálítið einkennilegt aðalumræðu- efíii við fyrstu kynni er einkar óvænt og þægilegt fyrir þann sem hlut á að máli. Hitt sem vakti at- hygli þess sem þetta skrifar var aldur hjónanna. Þau vora ekki af næstu kynslóð, heldur svona tæp- lega mitt á milli minnar eigin og þeirra næstu. Kann það að vera hluti skýringar á því að þau hjónin vora ætíð meiri félagar dætra sinna og þeim sem þeim fylgdu, heldur en tíðkast almennt. Ég ætla ekki að rekja lífshiaup Lillyjar Svövu frá bamæsku til dauðadags, til þess era aðrir betur fallnir. Hins vegar fer ekki á milli mála að það var í alla staði þeim sem fylgdu henni til gæfu. Það var í eðli hennar að láta gott af sér leiða. Líf hennar einkenndist af orku, samviskusemi og heiðarieika. Með þessu er ekki verið að segja að líf hennar hafí alltaf verið dans á rósum, enda enginn sem nýtur slíks. En hún leit á þá erfíðleika sem urðu á vegi hennar sem verk- efni til að vinna og sigrast á. ' Það lýsir Lilly Svövu kannski best hversu vinamörg hún var. Hún var hrókur alls fagnaðar á góðri stund og margir þekkja gestrisni þeirra hjóna og eiga góðar minning- ar af samfundum við þau. Verður heimboðum þeirra hjóna best lýst sem „grand" veislum. Ég legg áherslu á „þau“ því samheldi þeirra var slík að varla er unnt að minn- ast á annað þeirra án þess að hugsa til hins. Margt ber að þakka sem ekki verður tíundað hér en þó ber að nefna einstaka hálpsemi við okkur Unni á háskólaáranum, hveiju LILLY SVAVA SNÆVARR Starengi 8-20 Sjón er sööu n'kari Svniniíunbúð Ýmsar upplýsingar 3ja herbergja ífaúð á 6.950.000 4ra herbergja ibúð á 7.700.000 Mjög fallegt útlit Sérinngangur í allar íbúðir Hver íbúð sérbýli Ibúðum skilað fuHfrágengnum að innan sem utan Lóð fullfrágengin Hiti í gangstéttum Malbikuð bilastæði Örstutt á leikvöll, í leikskóla og grunnskóla. Allar innréttingar og hurðir úr kirsuberjaviði Öll gótfefiii fiúgengin Flísalagt baðherbergi Flisalagt eldhús Þvottahús i íbúð Mjög vandaður frágangur Uppl. í síma 5670765 Mótás hf. Stangarhylur 5. Fax 567 051 Greiðsla við samning 4-00.000 Húsbréf 4.865.000 Greiðsla við afhendingu 1.685.000 Samtals: 6.950.000 3já berbergja íbúð Verð 6.950.000 Falleg sérbýli á fráfoseru veröi Starengi 8—20 Sýningaríbúð opin í dag kl. 14-17 við Mosarima 8 Þegar dætumar vora komnar á legg fór Lilly aftur út á vinnumark- aðinn. Á námsárum Sverris hafði hún unnið sem gjaldkeri í Iðnaðar- bankanum, en nú var leitað á ný mið og hóf hún vinnu hjá Póstgíró- stofunni, sem þá hafði nýverið tek- ið til starfa. Það þarf engum blöðum um það að fletta að þar vann hún sér traust og virðingu, enda var þetta hennar vinnustaður alla tíð síðan og nú síðustu árin gegndi hún starfí skrifstofustjóra. Hún naut vinsælda og var farsæl í starfi.Tvær dætra minna vora svo lánsamar að vinna nokkur sumur undir handar- jaðri frænku sinnar. Fljótlega varð litla íbúðin á Rejmimelnum of lítil fyrir fjölskyld- una og af sömu smekkvísi og hlý- leika og áður bjuggu þau sér heim- ili á Kaplaskjólsveginum. Þama uxu dæturnar úr grasi og margar og góðar era minningamar frá Kapló. Á þessum áram bjuggum við Systa, komin með okkar eigin fjölskyldu, í næsta nágrenni, en það vildi svo skemmtilega til að við leigðum gömlu íbúðina þeirra í nokkur ár. Ekki þarf að fjölyrða um síðasta heimili Lilly Svövu, Granaskjól 7, litla rauða húsið, sem hún unni svo mjög og garðinn, sem var hennar yndi. Þá var stutt fyrir augastein- ana hennar tvo, Sverri litla og Unni Ástu, að skokka til afa og ömmu. Auðvitað átti amman í þeim hvert bein og Sverrir á meira að segja sama afmælisdag, 21. febr- úar. Notalegar vora ferðirnar þeirra Unnar Ástu í bæinn með viðkomu í Kolaportinu og væntanlega komu þær ekki tómhentar heim. Ekki þykir mér ósennilegt að Sverrir yngri hafí átt sinn þátt í því að Lilly var orðin ákafur KR-ingur, svo mjög, að hún efndi persónulega og prívat til KR-hátiðar í garðinu sín- um þegar Vesturbæjarliðið lék til úrslita i bikamum. Þetta var orðið tilhlökkunarefni og eignaðist KR- liðið af þeim sökum marga óvænta stuðningsmenn í fjölskyldunni. Lilly Svava var fyrir löngu orðin miklu meiri Vesturbæingur og KR-ingur en undirritaður. Nú seinni árin þegar við fylgj- umst með systrabömunum nálgast fullorðinsárin sjáum við giöggt hvemig samheldnin og vináttan í systrahópi Lilly Svövu hefur náð til næstu kynslóðar. Þar lagði Lilly svo sannarlega sitt að mörkum. Bestu skemmtanimar vom það þegar allir hittust, ungir og gamlir, og voram við oft fundvís á tilefnin. Sumar- ferðimar okkar vom ógleymanleg- ar, tjaldferðir með hótelívafi, veiði- ferðir í misgjöfulum ám og „alltof brattir íjallaslóðar" fyrir loft- hrædda. Húmorinn var alltaf í góðu lagi og strax í ferðalok lögð drög að ferð næsta sumars. Lilly Svava var vorsins bam, lífs- glöð, kappsöm og dugandi. Hún hafði jákvætt lífsviðhorf og naut líðandi stundar. Hún lifði lífínu lif- andi. „Það er engin þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skín.“ er hending úr einu af eftirlætisljóð- um hennar, „Vorsól" eftir Stefán frá Hvitadal. En enginn veit sitt skapadægur. Síðast hittumst við Lilly Svava á þjóðhátíðardaginn í sumar leið í garðinum í Granaskjólinu eins og hefðin bauð. Stórt skarð er nú höggvið í hópinn og söknuðurinn er sár, en minningamar lifa. Hugur minn er nú hjá hennar nánustu og biðjum við góðan guð að styrkja þau. Blessuð sé minning minnar kæra mágkonu, Lilly Svövu Snævarr. Kristján Steinsson. Eins og þeir sem eldri era get ég ekki túnasett það hvenær ég hitti Lilly fyrst eða hvenær ég man fyrst eftir henni. Lilly var móður- systir mín, elst fjögurra náinna systra sem aJltaf höfðu verið stór hluti af tilveru minni. Manni hættir til að taka hlutina sem sjálfsagða, þar á meðal lífíð. Á síðustu mánuð- um hef ég hugsað mikið um það hversu vanmáttug við í raun erum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.