Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 17 valinn úr fátækrahverfum. Það voru drengir sem fengu ekki menntun og voru jafnvel taldir með greind undir meðallagi. Annar var forrétt- indahópur, hinn var hópur sem naut engra forréttinda. Þeir voru valdir vegna þess að þeir voru ekki af- brotaunglingar. Þeir sem ekki eru afbrotaunglingar í hverfum eins og þeir ólust upp í voru flokkaðir sem nokkuð heilbrigðir. Þeir sem valdir voru frá Harvard voru taldir heil- brigðari en félagar þeirra. Ein af niðurstöðunum var sú að tíðni alkohólisma í þessum hópum var ekki meiri en við má búast al- mennt. Báðir hóparnir voru kannað- ir á öllum sviðum. Þeir fengu spurn- ingalista sem þeir áttu að svara á tveggja ára fresti og voru kallaðir í viðtöl á fimmtán ára fresti. í úrtak- inu frá Harvard voru 268 menn en í hinu úrtakinu 456 menn. í báðum hópum voru menn sem höfðu átt erfiða æsku og menn sem höfðu verið hamingjusamir í æsku. Það var lítill munur á því hvernig þeir aðlöguðust lífinu. Það var jafn stórt hlutfall af heilbrigðum og hamingjusömum einstaklingum í báðum hópum. Geðræn vandamál voru hlutfallslega jafn algeng í báð- um hópum.“ Alkóhólismi ekki ættgengur Það sem er athyglisvert við þessa rannsókn var að þeir sem höfðu átt erfíða æsku voru ekkert frekar í þeim hópi sem hneigðist til alkohól- isma en þeir sem höfðu átt ham- ingjuríka æsku.“ Stríðir það ekki gegn öllum þeim kenningum sem slegið hefur verið fram um alkohólisma á seinustu árum? „Flestum.“ Geturðu skýrt það frekar? „Já. Þegar alkohólisti kemur til meðferðar er oft gengið út frá því að ákveða að hann hafi átt erfiða æsku og svo er farið að kafa í æskuna. Svo halda alkohólistar að þeir séu einir um að hafa átt erfíða æsku og það sé ástæðan fyrir alko- hólisma þeirra. Þegar þú gefur þér niðurstöður áður en þú byrjar rannsóknir, færðu þær niðurstöður. En óhamingja í æsku og erfíðleikar í uppeldi eru ekki ástæðan fyrir alkohólisma." Hveijar eru helstu ástæður alko- hólisma? „í fyrsta lagi ódýrt alkohól sem auðvelt er að ná í. í öðru lagi samfélag sem elur á sérstökum tvískinnungi gagnvart áfengi; leyfir drykkju en fordæmir í senn - að vera drukkinn er ósið- legt og sjúklegt en í aðra röndina eilítið garpslegt og karlmannlegt. Slík afstaða er algeng í Norður-Evr- ópu og stuðlar ekki að heilbrigðri afstöðu til áfengisneyslu. í þriðja lagi smitast fólk af alko- hólisma af vinum sínum og mökum, ekki foreldrum. Þetta er vandamál félagahópsins. í fjórða lagi er það svo að ef þú átt náinn vin sem er fíkill er lík- legra en ella, ef þú ferð út í misnotk- un, að þú verðir fíkill líka í stað þess að neyta, til dæmis alkohóls, í hófi eða á þann hátt sem kallað hefur verið félagsleg neysla. Mun- urinn á fíkn og félagslegri neyslu er sá að þegar við neytum alkohóls félagslega, þá ákveðum við hvenær við viljum hefja neyslu og hvenær við viljum hætta henni. Ef við erum alkohólistar þá bytjum við að gera hluti sem við ætluðum ekki að gera, og jafnvel þótt við höfum ákveðið að hætta þeim. í fimmta lagi er þetta arfgengt vandamál. Alkohól er eiturefni og þegar fólk neytir þess verður það fýrir eitrun; það verður veikt í mag- anum, kastar upp, verður timbrað, fær höfuðverk. Alkohólistinn bregst ekki þannig við eitrinu. Það sem er arfgengt við alkohólisma í fjöl- skyldum er þolið. í ættinni er óvenju mikið þol og meðlimir hennar hafa ekki það varnarkerfi sem annað fólk hefur gegn alkohólisma. Það er margt fólk sem fær sér að reykja og verður háð nikótíni. Og það eru margir sem fá sér alko- hól en verða ekki alkohólistar vegna þess að þeir þola ekki eituráhrifín. Það er þolið sem er ættgengt, ekki drykkjan. í sjötta lagi þróast alkohólismi með einstaklingi sem hefur verið alinn upp við alkohólisma oftar en hjá þeim sem ekki hafa verið aldir upp við hann. Segjum að móðir þín hafí verið alkohólisti. Þá er skömm- in svo mikil að það er mjög erfitt að fá þig til að viðurkenna vanda- málið. Og þá erum við komin að því sviði sem Leigh vinnur á, grein- ingu á varnarkerfi og viðtalsmeð- ferð.“ „Eg spyr mig alltaf hversu stórir hinir ýmsu þættir eru í tilviki hvers sjúklings," segir Leigh. „Hvort það eru hinir samfélagslegu þættir, vinahópurinn, uppeldið eða fjöl- skyldan og ég hef tekið eftir því að þetta er mjög mismunandi eftir einstaklingum. Það er því mjög varasamt að gefa sér einhvern einn þátt fyrirfram þegar maður fær einstakling til meðferðar. Ég held að við höfum ekki nægilegar rann- sóknir, hvað þá niðurstöður, til að fullyrða að einhver einn þáttur sé afgerandi fyrir allan hópinn.“ „Það getur meira að segja verið hættulegt að ganga út frá því,“ bætir George eiginmaður hennar við. Það er ekki til setunnar boðið, því bæði fyrirlestrar og námskeiða- hald bíða þeirra. Við hin verðum bara að bíða og vona að áratuga vinna þeirra skapi okkur smám saman heilbrigðari og hamingju- samari heim. Mýmimgmrsmtm Allir loftlampar, borðlampar og standlampar seldir með verulegum afslætti næstu daga. Rafbúðin, Auðbrekku 11, Kópavogi. JÖKULL hefur gefið út sinn fyrsta sóló geisladisk: H A M F A R I R Fæst í öllum helstu hljómplötuverslunum landsins. —..... —■ <Q> Sannur gæðingur Tulííp computers Gæðamcrkiö frá Hollandi . MYTT pentium Pentium 120 850 MB diskur 8 MB minni Ethernet á móðurborði kr. 194.900 <B> NYHERji SKArtAHUO:-* SIMI 549 7 700 FAX Sýning tím helgina /1 • ? Pj i 11 KjiÁ Full búð af nýjum vörum. Persía við Faxafen Suðurtandsbraut h&iéjoq« tneð uleihciku ívafi Við færum þér friðsæld fjallanna og ævintýrablæ jólaandans á stað sem á hvergi sinn líka. Skíðaskálinn í Hveradölum er ekki aðeins fallegt veitingahús, staðsetning þess, metnaðarfullt starfsfólk, stórkostlegur matur og góðir skemmtikraftar leggjast á eitt við að þú eigir ógleymanlega kvöldstund - hjá fólkinu í fjöllunum! Danskur desember er sérstök jóladagskrá hjá okkur. Við útbúum glæsilegt jólahlaðborð þar sem borðin hreinlega svigna undan kræsingunum og gerum kvöldin ógleymanleg öllum íslendingum sem vilja bre>ita til og uppplifa eitthvað nýtt í skammdeginu. Pantid tímanlega! Dœmi um dagskrá fyrir ykkar hóp: 1. Kiila sa.-kir ykkur á cikvedinn staö. 2. Vlö tökum á máti ykkur meö harmonikkuleik. 3. I’iö gctið sest niöur viö arineid, barinn opinn o fl. 4. Jólahlaöborö aö hcvtti melstarakokha Skiðaskálans. 5. Og svo auövitaö iskaldur snafs af Áiaborgar-Akaviti mcö síldinni 6. Ykkar eigin skemmtidagskrá um kvöldiö? 7. Skálahandiö lcikur fyrir dansi fram á rauða nótt. 8. Rátan ckur ykkur heim um nóttina. 9. Heitir pottar og snjósleðaferdir ef pantaö er með fyrirvara. VERÐAÐEINS mt 2,890 m. MANN UM HEEOAB VERÐAÐEINS Með kœrri jólakveðju, Starfsfólk Skíðaskálans í Hveradölum - Ykkar fólk t fjöllunum! Borðapantanir: s. 567 2020 fax 587 2333 tAUQARlfA'ðA I DCSEMBEK. ENNÞA LAUO DORD ViRKA OAOA OO SUNNUDAGA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.