Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Iþrótta- hreyfingin er þríhöfða þurs ÍÞRÓTTIR hafa verið sem rauður þráður í Hfí Ellerts og hann hefur ávallt barist fyrir framgangi þeirra. Hann átti stóran þátt í þvi að Alþingi samþykkti að hagnaður af lottó- inu rynni til íþróttahreyfingar- innar en segja má að þessi samþykkt hafi bjargað hreyf- ingunni frá hruni. En tuttugu ár í for- ystu innan íþrótt- anna, nánast fullt starf í sjálfboðal- iðsvinnu! Hvað er það sem fær þig til að axla þetta starf, fórna jafnvel rit- stjórastólnum fyr- ir? „Já, ég hef spurt mig að þessu sjálfur, hugsjón eða hégómi, annaðhvort eða hvorutveggja. Að minnsta kosti eru það ekki hagsmun- irnir. Nema þá hagsmunir íþrótta- hreyfíngarinnar að hafa tals- mann. Ekki veitir af. Iþrótta- starfíð er gróflega vanmetið og misskilið. Fólk hefur tilhneigingu til að Iíta á íþróttir sem miskunn- arlausa keppni hinna bestu og sterkustu. Arangur íþróttanna er því miður of oft mældur í afrekunum einum. Og vist eiga þau að telja. En íþróttirnar hafa marg- víslegt félagslegt, uppeldislegt og tilfinningalegt gildi, hafa áhrif á þroska, velliðan og heilsufar einstáklinganna. íþróttafélðgin gætu skilað margföldum árangri út í sam- félagið ef sljómvöld hefðu minnsta skilning á hlutverki iþróttanna og nýttu sér þá orku sem býr i íþróttahreyf- ingunni." Af hverju ætti ríkisvaldið að hafa afskipti af frjálsri hreyfingu? „Ef rikinu og samfélaginu koma við hvort æskan er á glapstigum eða í góðum hönd- um, ef við viljum spoma gegn iðjuleysi, óreglu og lifsleiða, ef við yMjum draga úr heiisu- leysi og gífurlegum kostnaði í heilbrigðiskerfínu, þá á að veita fjárvana íþróttahreyf- ingu stuðning til að skapa henni aðstöðu og rekstrarleg skilyrði. íþróttahreyfingin getur að- eins tekið á móti broti af þeim sem til hennar sælg'a og þurfa að sækja vegna að- stöðuleysis og skorts á aðbúnaði. Almenn líkams- hreyfíng, skipulagt hollustustarf og efling íþrótta er eina áþreifanlega aðferðin til að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerf- inu. Það er í rauninni kaldhæðnisleg þversögn að íþrótt- irnar þurfa sífellt að sanna sig og sækja á um að fá að gera samfélag- inu gagn. Þessu ætti að vera öfugt farið að því leyti að sam- félagið á að geta sótt meiri þjónustu til íþróttanna, sér- staklega I þágu æskunnar, gegn eðlilegu endurgjaldi.“ En er íþróttahreyfmgin í stakk búin tilað taka við stærra hlutverki? „Að ýmsu leyti ekki. Lang- flest íþróttafélaganna berjast í bökkum fjárhagslega, iþróttahús og vallarskilyrði em eilífur Þrándur í Götu, þegar kemur að æfíngatimum. Hreyfingin hefur hingað til verið rekin úr rassvasa sjálf- boðaliðans. Það gengur ekki lengur. Ekki heldur úrelt innra skipulag sem stendur okkur fyrir þrifum. íþróttahreyfingin mun hjakka áfram i sama gamla aldamótafarinu, „amatöris- manum", ef ekki verður hér breyting á. Við getum ekki búist við að stjórnvöld eða al- menningur taki mark á okkur eða búist við árangri, meðan vinstri höndin í íþróttahreyf- ingunni veit ekki hvað sú hægri gerir.“ Hvað áttu við? „íþróttahreyfingin er þrí- höfða þurs; íþróttasamband- ið, Ungmennafélagið og Ólympíunefndin. Þrjú andlit, þijár skrifstofur, þijár stefn- ur. Sameinuð íþróttahreyfing getur sameiginlega lyft grett- istaki.“ Schram að neita að félagsstörfm tóku tíma af hinni hefðbundnu dagvinnu sem ég var ráðinn til að sinna á DV. Það kallaði á umburðarlyndi og skilning yfirmanna minna. An þess hefði þetta ekki verið hægt. Félagsmálum fylgja mikil fundahöld og ferðalög með stuttum sem engum fyrirvara og það eru kannski þær fjarvistir frá vinnu og fjölskyldu sem réðu því að það rann upp fyrir mér og öðrum að útilokað er að þjóna tveimur hús- bændum, að minnsta kosti í svona langan tíma.“ Menningarleg sjónvarpsrás nauðsynleg Á þeim hálfum öðrum áratug sem Ellert gegndi ritstiórastarfinu urðu miklar breytingar í fjölmiðlaheimin- um, afnám einkaréttar ríkisins og fækkun blaða. „Já, það er rétt, það hafa orðið miklar breytingar í hinum íslenska fjölmiðlaheimi. Tvö eða þtjú blöð hafa horfið útaf markaðnum og það var bylting hjá ljósvakamiðlunum. Ég átti þátt í þessari byltingu því í verkfallinu fræga 1984 settum við af stað „ólög- lega“ útvarpsstöð, Útvarp Reykjavík, og vorum á stöðugum flótta með tækin og útvarpsstöðina úr einum bæjarhlutanum yfír í annan og þessi neðanjarðarstarfsemi endaði með þvi að lögreglan gerði atlögu að okkur og lokaði stöðinni. Við vorum reyndar búnir að gera ráðstafanir áður. Ég hafði lesið kröftuga ræðu inn á segul- band þess efnis að verið væri að hand- taka okkur og lögreglan væri að bíjóta niður fréttastofuna. Þessari ræðu var útvarpað án þess að verðir laganna gætu nokkru um það ráðið. Hún olli miklum æsingi í bænum. Múgur og margmenni hópaðist að og það skapaðist uppreisnarástand. Þessir atburðir urðu meðal annars til þess að einkaréttur ríkisins var af- numinn og að lokum var ég kærður fyrir að eiga hlut að máli og fékk dóm. Ég hef alltaf verið svolítið stolt- ur af þvi að vera dæmdur maður fyr- ir frelsisbaráttu. Mig hafði aldrei órað fyrir þeim miklu breytingum sem fylgdu í kjöl- farið. Núna erum við með fjórar ís- lenskar sjónvarpsstöðvar og tvöfalt fleiri útvarpsstöðvar fyrir utan alla gervihnettina. Þetta er næstum því að æra óstöðugan og sjálfur ég, frelsi- sunnandinn, hef heilmiklar áhyggjur af því að frelsið á ljósvakanum sé að þynnast út í eitt allsheijar popplag og sápuóperur, tuttugu og fjögurra tíma bíómynd. Ég hef aldrei verið stuðningsmaður þess að ríkisútvarpið væri rekið sem forréttindarfjölmiðill en ég hallast æ meira og meira að þvi að það sé nauðsynlegt að hér sé rekin að minnsta kosti ein menningar- leg sjónvarpsrás sem ég treysti ríkinu til að reka. Að vísu ætti að afnema skylduáskriftina en ríkið gæti boðið upp á áskrift að slíkri stöð og borgað það sem upp á vantaði en leyft hinum stöðvunum að bítast um vinsældimar í bíómyndunum og sápuóperunum - og auglýsingamar. Hvað varðar blöðin sjálf þá var ekki mikil eftirsjá í flokksblöðunum sem slíkum en það er eftirsjá í þeirri snörpu og skemmtilegu þrætubók sem stunduð var á síðum blaðanna. Það er tómarúm í pólitíkinni fyrir vik- ið, innantómur, merkingarlaus og áttavilltur hljómur. Bæði Morgunblaðið og DV reyna vissulega að halda uppi skoðanaskipt- um en það virkar á mann eins og þau séu að skrifast á við sjálf sig. Það vantar mótleikarann. Þetta er eins og að hafa keppinautana í eigin liði!“ Hvemig brástu við þessu hjá DV? „Við reyndum að bjóða upp á skoð- anaskipti í DV og ég held að óhætt sé að segja að pólitísk skoðun DV hafí oftast verið á skjön við viðhorf sem ríktu innan flokkanna sjálfra. Við reyndum að koma með önnur sjónarmið inn í umræðuna og víkka þannig sjóndeildarhringinn. Sjálfur hélt ég úti skrifum í laugardagsblað DV í heilan áratug sem voru skrif meira af eigin pólitísku hyggjuviti og tilfínningu frekar en frá flokksleg- um sjónarhóli. Ég reyndi að fara persónulegar ótroðnar slóðir sem var að minni hálfu viðleitni til þess að varpa annars konar Ijósi á þá hluti sem voru að gerast.“ Þú gafst sumar þessar greinar út í bók. Önnur á döfinni? „Það er ekkert slíkt í farvatninu, að minnsta kosti ekki fyrir þessa jólavertíð, en ég hafði gaman af því að gefa út þessa bók þótt hún hafi ekki selst mjög vel. Það skemmtileg- asta sem ég gerði á DV var í raun og veru að gefa mér tíma til að skrifa. Því miður eru gerðar þær kröfur til ritstjóra að þeir verða að sinna starfsmannamálum, tæknimálum, fundahöldum, kvabbi utan úr bæ og viðtölum fyrir utan að móta stefnu og skrif blaðsins frá degi til dags. Því reyndist alltaf erfíðara og erfið- ara að fínna tíma og næði til að skrifa og að lokum hafði ég ekki tíma til að gera það sem ég kunni best og var ráðinn til að gera.“ Þú segist óttast þróunina varðandi ljósvakamiðlana en hvað með dag- blöðin? „Ég hef ekki trú á öðru en blöðin verði áfram mikilvæg því þrátt fyrir þessa vankanta ög þetta jafnvægis- leysi sem ég hef nefnt þá held ég að fólk þurfí og vilji hvíla sig frá sjónvarpi og útvarpi með því að lesa, enda koma blöðin miklu betur til skila því sem sjónvarpið rétt tæpir á. Fyrir utan það að lestur er góður að því leyti að hann krefst þess að fólk beiti ímyndun sinni og hugsun til þess að sjá hlutina sjálft í stað þess að vera matað með myndaefni.“ Vog eins og þær gerast verstar Stjómmál hafa verið snar þáttur í lífí Éllerts og hann aftekur ekki að hella sér út í sjálfa baráttuna á nýjan leik. „Ég var fijáls og óháður ritstjóri sem þýddi að ekki þótti við hæfí að taka þátt í stjómmálum eða starfí stjómmálaflokka. Nú er ég aftur orð- inn fijáls og óháður af því að vera fijáls og óháður. Já, pólitík, því ekki það?“ Landsmálapólitíkin aftur eða borg- armálefni? „Ætli ég bíði ekki með allar fram- boðsyfírlýsingar en segi það eitt að pólitíska bakterían er lífseig. Ef það dettur í mig að fara aftur í pólitík, þá eru borgarmálefni og borgarstjóm ekki síður á dagskrá. Eg loka engum dyrum enda er ég vog eins og þær gerast verstar! Ég hef það líka uppi í erminni að fara til starfa erlendis. Það virðist enginn spámaður í sínu föðurlandi.“ Þá ertu að tala um að fara í fullt starfhjá UEFA? „Já, ég þekki vel til hjá UEFA eft- ir 20 ára reynslu og störf í þeim sam- tökum og það freistar að fara út. En á móti kemur að við Ágústa erum með tvö Iítil böm og ég á böm á öll- um aldri og bamaböm og það er meira en að segja það að slíta sjálfan sig upp með rótum og flytjast til fjar- lægari landa með böm og bum. Von- andi kemur ekki til þess. Vonandi er enn þörf fyrir starfskrafta mína hér heima.“ Ellert er greinilega tvístígandi en ekki fer á milli mála að pólitíkin er ofarlega í huga hans. Þú varst alþingismaður Sjálfstæð- isflokksins. Ertu ennþá sjálfstæðis- maður eftir að hafa verið frjáls og óháður í 15 ár? „Já, ég er ennþá skráður í flokk- inn, að ég best veit, en auðvitað hef ég ekki tekið þátt í flokksstarfínu allan þennan tíma af skiljanlegum ástæðum. Maður vex frá. flokki og flokkum og ég tala ekki um þegar maður hefur atvinnu af því að skrifa um stjómmál utan frá og ofan frá. Þá reynist manni stundum erfítt að sjá mikinn mun á flokkunum. Reynd- ar hefur það nú verið þannig gegnum tíðina að mér hafa verið gerð ýmis boð um framtíð og frama í hinum ýmsu pólitísku samtökum öðrum en Sjálfstæðisflokknum sem sannar enn og aftur þessa kenningu mína að enginn sé spámaður í sínu föður- landi.“ Að loknu prófkjöri 1979 gafstu eftir öruggt þingsæti til að Pétur Sig- urðsson kæmist inn á þing. Finnst þér Sjálfstæðisflokkurinn hafa brugð- ist þér síðan, áttu eitthvað inni hjá honum? „Nei, ég á ekkert inni hjá flokknum og hann á ekkert inni hjá mér. Þetta var mín ákvörðun á sínum tíma og ég geri mér grein fyrir að pðiitíkin er miskunnarlaus — það er enginn annars bróðir í leik. Ef menn vilja komast áfram í pólitík verða menn að treysta á sjálfan sig og hafa fyrir hlutunum. Þeir geta ekki búist við að aðrir í pólitíkinni, flokkar eða fylk- ingar, renni upp rauðum dreglum. Ég var kannski einhvem tíma bitur út í Sjálfstæðisflokkinn en sem betur fer hef ég fyrir löngu yfírunnið þá beiskju." Það er langur tími síðan þú varst virkur í stjórnmálunum en þú hefur fylgst náið með. Farir þú í pólitíkina hlýturðu að vilja breyta einhverju en hverju helst? „Lífskjörunum. Við lifum í breyttum heimi og hér í Evrópu lifum við bráðum í einum heimi, þar sem gerðar verða svipaðar og samskonar kröfur um lífskjör. Þetta er strax farið að gerast, með samanburði í launum, sköttum, leik- reglum markaðar og samkeppni, allt í þá veru að bæta kjörin og eyða ójöfnuði og foiréttindum. Lífskjör á íslandi hjá almennu launafólki em lág. Ef lífskjörin batna ekki, fer fólkið. Við getum ekki leng- ur skýlt okkur á bak við einangrun og einokun. Við getum ekki lengur afsakað okkur með úreltri lagasetn- ingu. Það er þetta sem er merkilegast að gerast í pólitíkinni í dag, að al- þjóðasamstarf og samanburður á lífskjörum er orðin þungamiðja stjómmálanna. Við lifum öll í sama heiminum og stjómmálamenn komast ekki lengur upp með moðreyk." Útilokar ekki forsetaframboð / aðra sálma. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, hefur tilkynnt að hún gefi ekki kost á sér áfram í embættið eftir að kjörtímabili hennar lýkur næsta sumar. Þitt nafn hefur verið nefnt. Sækistu eftir því starfi? „Sækist og sækist ekki. Hver vill ekki verða forseti ef það stendur til boða? Annars verð ég alltaf hálffeim- inn þegar minnst er á hugsanlegt forsetaframboð við mig. Ég hef ekki gengið með forseta í maganum en hins vegar er ég upp með mér að vera nefndur til sögunnar og ég úti- loka ekkert." Hvað fínnst þér um þessar mörgu uppástungur um nýjan forseta svo löngu fyrir kosningar? „Já, það er búið að nefna hálfa þjóðina en ég held að það verði að skýrast með þeim hætti að fólk er að leita og er að reyna að venja sig við þá tilhugsun að einhver annar en Vigdís sé á Bessastöðum. Sú hugsun er fólki framandi til að byija með eftir að hafa haft Vigdísi sem forseta í fjögur kjörtímabil við vax- andi vinsældir og þjóðin á sjálfsagt erfitt með að setja einhvern annan í hennar stað. Þetta þarf því tíma til að geijast en hins vegar vil ég vísa því á bug að hægt sé að hanna einhveija sérstaka útvalda menning- armanntegund í forsetaembættið. Það kemur engin önnur Vigdís frek- ar en það kom annar Kristján Eld- jám. Það hefur hver sinn stíl og hver sinn persónuleika. Forseti þarf að vera menningarlega sinnaður en hann þarf ekki síður að hafa þekk- ingu á stjómmálum og atvinnulífí og það sem skiptir mestu máli er að hann þekki fólkið og fólkið þekki hann. Þjóðin lætur ekki skammta ofan í sig forseta." Hjálpað íslandi að komast á blað í íþróttamálum Ellert hefur verið á ferð og flugi um Evrópu undanfarnar tvær vikur vegna knattspyrnumála á vegum UEFA. „Það er ekkert nýtt,“ segir hann. „Ég hef verið í stjórnum og nefndum hjá Knattspyrnusambandi Evrópu í 20 ár og álagið hefur oft verið mik- ið.“ Aðspurður nefnir Ellert þijú mál sem hann hafí einkum haft með að gera. í fyrsta lagi hertar öryggisregl- ur og eftirlit með knattspyrnuvöllum eftir Heysel slysið 1985. í öðru lagi endurskipulagningu á keppnisfyrir- komulagi, bæði landsliða og félagsl- iða. í þriðja lagi samninga við Evr- ópubandalagið og sjónvarpsstöðvar vegna hagsmunaárekstra á sjón- varpsútsendingum frá kappleikjum. „Eftir að ég hætti á DV hef ég tekið að mér aukna ráðgjöf í sjón- varpsmálum, eftirlit með þýðingar- miklum Evrópuleikjum félagsliða og landsliða og að vera tengiliður milli UEFA og framkvæmdanefndar úr- slitakeppni Evrópumótsins í Eng- Iandi á næsta ári. Ferðalögin undanfamar tvær vik- ur eru liður í þeim verkefnum sem ég hef tekið að mér og framhald á því sem ég hef verið að gera. Ég held að allt þetta hafí hjálpað íslandi að komast á blað í íþróttamálunum og umfangsmestu íþróttagreininni í heiminum. Auk þess em að sjálf- sögðu ferðir og fundir á vegum ÍSÍ hér heima svo ég get ekki kvartað undan aðgerðarleysi á vettvangi íþróttamála." En er þetta ekki þreytandi? „Ekki þegar það kemur í lotum og er ekki íengur á kostnað ritstjóm- arinnar. Þetta venst. í hvert sinn sem menn fara til útlanda hafa íslending- ar tilhneigingu til að líta á það sem menn séu að fara að skemmta sér eða að um sé að ræða sérstök forrétt- indi eða upplyftingu en fyrir mér er þetta meira sem dagsverk. Þetta er vinna en ekki það að menn séu að skemmta sér á kvöldin. Þetta er flug- völlurinn, leigubíllinn, hótelið, fund- urinn og flugvöllurinn aftur. Maður sem er í nefndum á þessum vettvangi þarf að hitta samstarfsmenn sína og taka ákvarðanir, skoða aðstæður og fylgjast með leikjum. Það er ekki hrist fram úr erminni. Til dæmis var ég með í að skipuleggja Meistaradeild Evrópu og það var mjög flókið mál og miklir hagsmunir í húfí. Þetta er keppni sem veltir nokkrum milljörðum á ári og það er ómaksins vert að leggja það á sig að skreppa til útlanda og tryggja meðal annars okkar eigin hagsmuni. Þeir hafa verið ómældir fyrir knattspymuhreyfínguna." í gær, í dag, á morgun Ellert hefur komið víða við en er langt því frá að vera sestur í helgan stein. Hann á farsælan starfsferil að baki og sér fram á ný og spennandi verkefni í framtíðinni en hvað stend- ur upp úr á ferlinum til þessa? „Líf mitt hefur verið samfelldur dans á rósum ef frá er skilið allj, það leiðinlega, sem ég er búinn að gleyma. Mér hefur alltaf líkað best við það sem ég hef verið að sýsla við hveiju sinni samkvæmt kenningunni um að dagurinn í gær var eftirminnilegast- ur, dagurinn í dag er skemmtilegast- ur og dagurinn á morgun er eftirsókn- arverðastur. Það er mjög mikilvægt að menn geti notið augnabliksins og njóti sín í því sem þeir eru að gera hveiju sinni. Þetta er eins og að vera í kappleik. Kappleikurinn í gær var afskaplega skemmtilegur og spenn- andi en hann er liðin tíð, þegar kom- ið er í næsta kappleik." Segir Ellert sem á að vera mættur á fund með framkvæmdanefnd Evrópukeppni landsliða í Englandi 1996 í London á morgun, mánudag. \ ) I > > \ i \ l i I í i I I I í-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.