Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fyrrverandi kommúnisti kjörinn forseti Póllands í stað Walesa Trú og hugmyndafræði réðu ekki úrslitum BAKSVIÐ Lech Walesa, fráfarandi forseti Póllands, og stuðningsmenn hans reyndu að sann- færa pólsku þjóðina um að kosningamar sl. sunnudag snerust um það hvort hún kysi fyrrverandi kommúnista og heiðingja eða kaþólskan föðurlandsvin og frelsis- hetju sem þjóðhöfðingja. Trú og hug- myndafræði réðu þó ekki úrslitum. ALEKSANDER Kwasniewski fagnar sigri í forsetakosningun- um í Póllandi ásamt konu sinni, Jolanta. ÝMSIR Pólvetjar urðu miður sín þegar úrslitin lágu fyrir og töldu Pólland hafa orðið fyrir mikilli ógæfu með sigri Aleksanders Kwasniewskis, sem er fyrrverandi kommúnisti en hefur tekið upp stefnu jafnaðarmanna. Það var ekki aðeins vegna þess að fyrrver- andi kommúnistar og bandamenn þeirra hafa nú bæði tögl og hagld- ir í stjómkerfinu, þar sem þeir höfðu áður náð meirihluta á þing- inu og myndað stjóm. í þessu áhyggjufulla fólki blundar einnig ótti við að fyrrverandi kommúnist- ar efli tengslin við Rússland og geri Pólvetja aftur að leppum Rússa, þótt fátt bendi til þess að svo fari. Þessir Pólvetjar óttast þó meira að þjóðin klofni í tvær andstæðar fylkingar. Annars vegar í kaþólska föðurlandsvini, sem vilja efla tengslin við Vesturlönd, en mega sín nú einskis í stjómkerfinu. Hins vegar í fyrrverandi kommúnista, „óvini kirkjunnar", gamla marx- ista, embættismenn frá valdatíma kommúnista og meinta föðurlands- svikara í leynilegu bandalagi við kommúnista og þjóðernissinna J Rússlandi. Samfélagsleg barátta Trú og hugmyndafræði skiptu þó ekki meginmáli í kosningunum og ekki heldur stéttarstaða kjós- enda. Atkvæði verkamanna og smábænda skiptust t.a.m. nánast jafnt milli Walesa og Kwasniewsk- is í fyrri hiuta kosninganna 6. nóvember. Kjörfylgi Kwasniewskis var mest í litlum og meðalstómm bæj- um og meðal íbúa svæða í norður- og vesturhlutanum sem tilheyrðu Þýskalandi fyrir stríð. Kwasn- iewski naut einnig mikils stuðnings meðal ungra kjósenda og þeirra sem hafa mesta menntun. Hins vegar búa flestir þeirra, sem kusu Walesa, í stóru borgun- um og í suðausturhlutanum, þar sem fólk er fastheldnara á pólskar venjur. Walesa naut meiri stuðn- ings eldri kjósenda og þeirra sem hafa litla menntun. Kosningarnar þykja því fyrst og fremst endurspegla samfélagslega baráttu, sem markast af búsetu, aldri og menntun, frekar en hug- myndafræðilega baráttu og upp- gjör við kommúnismann. Val milli „svartadauða og kóleru“ Ástæður þess að Walesa beið ósigur í kosningunum eru margvís- legar. Helsta skýringin er þó sú að meirihluti Pólveija hefur fengið sig fullsaddan á einræðistilburðum Walesa, pólitískri refskák hans og látlausum deilum við þingið, og komist að þeirri niðurstöðu að hann sé ekki rétti maðurinn til að gegna embætti þjóðhöfðingja. Walesa urðu á ýmis pólitísk mistök og margir fyrrverandi bandamenn hans snerust gegn honum vegna einræðistilburðanna. Einn þeirra, Radek Sikorski, fyrr- verandi aðstoðarlandvarnaráð- herra, lýsti Walesa sem „óhefluð- um, óútreiknanlegum, óábyrgum, einráðum og hégómagjörnum“- manni. Þrátt fyrir þessa galla ákváðu margir fyrrverandi banda- menn Walesa að kjósa hann. Þeir gerðu það með miklum semingi og höfðu í flimtingum að valið stæði milli „svartadauða og kól- eru“. Stöðnun framundan? Flestir fréttaskýrendur telja að Pólveijar þurfi ekki að óttast stefnu Kwasniewskis, sem er ekki mjög umdeild. Hann hefur lofað að beita sér fyrir aðild Pólveija að Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu. Hann hefur boðað frekari einkavæðingu og umbætur í átt til markaðsbúskap- ar, þótt hann vilji fara sér hægar en ýmsir alþjóðlegir bankar telja æskilegt. Hins vegar setja menn spurning- armerki við gömlu kommúnistana á bak við Kwasniewski sem hafa treyst stöðu sína út um allt Pólland eftir sigur vinstriflokkanna í þing- kosningunum árið 1993. Þótt for- setinn vilji umbætur vilja þessir menn engu breyta og eru nógu klókir til að halda völdum sínum. Kjör Kwasniewskis gæti því leitt til stöðnunar. Aftur á réttri hillu Það er til marks um álitið sem menn hafa á Walesa að ýmsir velta því 'fyrir sér hvort hann fari að dæmi pólsku þjóðhetjunnar Jozefs Pilsudskis, sem rafvirkinn fyrrver- andi ber mikla virðingu fyrir. Pilsudski barðist fyrir sjálfstæði Póllands, varð fyrsti forseti lands- ins árið 1918 og sigraði rússneska bolsévíka í stríðinu árið 1919-20. Pilsudski „settist í helgan stein“ árið 1923 en átti í látlausum deii- um við þingið sem leiddu til glund- roða í stjórnmálum landsins þar til hann rændi völdum og var nær einvaldur til dauðadags, árið 1935. Ólíklegt er þó að Walesa geti valdið slíkum glundroða eftir að hafa misst forsetaembættið. For- setinn fyrrverandi gæti þó reynst Kwasniewski hættulegur og hann hefur lofað að sameina mið- og hægriflokkana í baráttunni gegn vinstriflokkunum fyrir næstu þing- kosningar, sem verða ekki síðar en eftir tæp tvö ár. Þótt Walesa hafi þótt afleitur forseti hefur hann öðlast sess í sögunni sem þjóðhetja með því að kollvarpa kommúnismanum og bjóða Sovétríkjunum birginn. Reynslan sýnir að honum er það miidu betur gefið að vera í stjórn- arandstöðu og því er of snemmt að afskrifa hann. Ýmsir hafa líkt Walesa við Winston Churchill, sem sigraði í stríðinu en tapaði í kosningunum. Aðrir líkja honum við Míkhaíl Gorbatsjov, síðasta forseta Sovét- ríkjanna, sem var snjall í að rífa niður slæmt kerfi, en reyndist ekki rétti maðurinn til að byggja upp nýtt í staðinn. Heimildir: Independent og The Daily Telegraph. : Norræna gæsluliðið á vegum Atlantshafsbandalagsins í Bosníu Dani mun fara með yfirstíóm herliðsins Morg-unblaðið. Kaupmannahöfn. NORRÆNU hersveitirnar í al- þjóðlega friðargæsluliðinu í Bos- níu verða undir stjórn Danans Finn Særmark-Thomsens, sem áður var yfirmaður dönsku ^l- þjóðasveitarinnar. 1 norræna liðs- aflanum verða sæjnskar, norskar og finnskar hersveitir, auk þeirra dönsku, alls um 4-5 þúsund manns. I þessum afla verða einnig pólskar hersveitir og hugsanlega sveitir frá fleiri löndum. Svíar og Pólverjar geta verið með þar sem löndin eru aðilar að friðarsam- starfi Atlantshafsbandalagsins, NATO. Umræður í Svíþjóð um NATO- aðild Þetta er í fyrsta sinn sem sænskar hersveitir taka þátt í hernaðaraðgerðum eftir síðari heimsstyijöld og hefur þetta á ný vakið umræður um hugsanlega NATO-aðiId Svíþjóðar. Særmark-Thomsen hefur leitt dönsku hersveitirnar í liði Sam- einuðu þjóðanna í Bosníu undanf- arin ár. I viðtali við Det Fri Aktu- elt segist hann áhyggjufullur yfir tortryggni Bosníu-Serba vegna friðarsamninganna. Norrænu sveitirnar verða á einum við- kvæmasta staðnum, þar sem þær eiga að hafa eftirlit með Posa- vina-svæðinu, mjórri landræmu er tengir helstu svæði Bosníu- Serba við Serbíu. Höfuðstöðvarn- ar verða í Tuzla, þar sem dönsku hersveitirnar hafa áður verið. Þessi fyrsta aðild Svía að NATO-aðgerðum hefur verið mik- ið rædd í Svíþjóð. Stjórn jafnaðar- manna styður hana, enda eru Svíar aðilar að friðarsamstarfi NATO. Sænsku hersveitirnar þurfa ekki mikinn aðlögunartíma, því þær hafa tekið þátt í heræf- ingum bandalagsins. Óll farartæki NATO-hersveit- anna eru merkt NATO/PFP, sem er skammstöfun fyrir friðarsam- starf Nató. Finnsku sveitirnar eru fyrst og fremst skipaðar tæknil- iði. Vill þungavopn Hinn danski yfirmaður nor- rænu sveitanna er hlynntUr því að sveitirnar verði vopnaðar þungavopnum, enda hafa dönsku sveitirnar áður orðið illa uti í Bosníu, því þær voru ekki nægi- lega vopnaðar. Særmark-Thoms- en bendir einnig á að mun meiri þungi fylgi aðgerðunum nú, þar sem þær séu eingöngu undir merkjum NATO og því verði hægt að bregðast skjótar við en hægt var meðan SÞ og NATO önnuðust friðargæsluna í .sameiningu. Reuter Heimsókn Díönu mótmælt ARGENTÍNUMAÐUR hrópar slagorð gegn heimsókn Díönu prinsessu af Wales sem nú er stödd í landinu og hefur m.a. rætt við börn á sjúkrahúsum. Enn eru margir Argentínumenn beiskir vegna ósigursins í Falklandseyja- stríðinu í upphafi síðastá áratug- ar. Kona í hjólastól, er misst hafði ættingja þegar herskipinu Bel- grano var sökkt, hrópaði ókvæðis- orð að Díönu á laugardag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.