Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 41 MIIMIMINGAR SIGURLAUG G UÐJÓNSDÓTTIR + Sigurlaug Guðjónsdóttir var fædd í Hvammi í Vatns- dal 15. apríl 1920. Hún lést í Landspítalanum 15. nóvember síðastliðinn og fór útförin fram 24. nóvember. VIÐ systkinin eigum öll okkar minningar um ömmu. Munum hana mislangt aftur í tímann en öll minnumst við skemmtilegrar sögukonu sem hafði dálæti á ljóð- um. Sum okkar voru tíðir nætur- gestir á Rauðárstígnum á yngri árum og tókum þátt í hennar bjástri og bisi. Við lærðum undir- stöðuatriðin í því að fara fijálslega eftir bakstursuppskriftum, amma hafði þetta allt á tilfinningunni og var óhrædd við að fylgja henni. Amma var sífellt að endurhanna íbúðina sína, hún var ekkert að tvínóna við hlutina, þá voru atriði eins og stærð og þyngd hlutanna engin fyrirstaða. Stundum röltum við uppí Hallgrímskirkju til þess að vera við sunnudagsmessuna, settumst þá gjarnan hjá stóra pálmatrénu og sungum með. Hún kunni aragrúa sálma enda fyrrum prestsfrú, hún hafði yndi af góðum sálmum og ljóðum, sem hún las stundum fyrir okkur. Amma var gjarnan á faraldsfæti og oftar en ekki fengum við að heyra ferða- sögu dagsins vel kryddaða með ætterni og frásögnum af fólki sem hún hitti og spjallaði við. Við minn- umst þess dags með gleði þegar við hittum hana brúna og sællega í haust sitjandi á kaffihúsi í góða veðrinu, hún var þá í einni af sín- um ofáu bæjarferðum. Það var síðan óvænt ánægja þegar hún seinna um daginn brunaði til okk- ar með almenningsvagninum, til- búin í spilaslag, vist og ekkert múður. Helst upp á heila eða hálfa og ekkert nóló. Við erum þakklát og stolt yfir að hafa átt svona frábæra ömmu með alla sína kosti og galla, sem lifði fyrir líðandi stund og lét engan segja sér fyrir verkum. Hvar sem elsku amma okakr er núna þá lifir minning hennar í huga okkar allra sem vorum svo lánsöm að kynnast þessari gersemi. Eirún, Vaka, Tinna og Teitur. Mig rámar í að hafa fyrst séð Sigurlaugu, þegar við Gunnar son- ur hennar vorum að heija skóla- göngu, sjö ára gamlir. Ég kynntist henni ekki að ráði fyrr en ég réðst til kennslu á Höfn, en þá tókst Skilafrest- urvegna minn- ingar- greina Eigi minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dög- um fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. með okkur Skarphéðni manni hennar góður vinskapur. Séra Skarphéðinn var mér góður vinur og svo hollráður, að honum þakka ég eina giftudrýgstu stefnubreyt- ingu sem ég hef gert í lífinu. Þeg- ar hann féll frá urðu kynni okkar Sigurlaugar nánari. Tók hún þar við sem Skarphéðinn hætti og var mér ráðagóð og hlý. Allt sem hún lagði til um vandræði mín ýmisleg og ég hafði vit til að fylgja, varð mér til gæfu. Þetta er mér dýr- mætast og skal þakkað hér. En Sigurlaug var ekki einungis góður trúnaðarvinur, hún var ein skemmtilegasta kona sem ég hef kynnst. Fyrir fáum dögum áttum við unaðslega stund saman á kaffi- húsi í Reykjavík, þar sem við sögð- um hvort öðru skemmtisögur og bæjarslúður, ræddum skáldskap og pólitík. Hún var óvenju hress í bragði þennan dag. Því er nú að oss harmur kveðinn, okkur sem þekktum hana og elskuðum hana. Sigurlaug tregaði mann sinn mjög. Ég hygg að söknuður henn- ar hafi vaxið með árunum, var sár sem tíminn græddi ekki. Þetta vissu fáir, því hún bar harm sinn í hljóði. Við ræddum þetta aðeins einu sinni og þá skildi ég hve heitt hún unni honum. Það er því hugg- un harmi gegn að hugsa til þess að þau Sigurlaug og Skarphéðinn skuli nú vera saman á 'ný og hafa opið hús fyrir handan í tilefni dagsins. Þar munu trúlega koma Dagur og Siggi hálofta og fleiri vinir, því gestkvæmt mun alltaf verða hjá Sigurlaugu, hvar sem hún er. Þar mun að henni sópa ekki síður en hér. Þar mun oss búið athvarf um síðir. Guðmundur Ólafsson. ÞORDIS G UÐJÓNSDÓTTIR + Þórdís Guðjóns- dóttir fæddist á ísafirði 29. septem- ber 1897. Hún lést á Hrafnistu í Reylqa- vík 20. nóvember síðastliðinn. Þórdís var næstelst 12 barna hjónanna Sig- ríðar Halldórsdótt- ur og Guðjóns Magnússonar. Að- eins yngsta dóttir þeirra hjóna, Anna, er eftirlifandi af systkinahópnum. Hinn 25. desem- ber 1919 giftist Þórdís Jakobi Kristmundssyni, f. 16. ágúst 1896, en hann fórst í sjóslysi 12. desember 1924. Þau eignuð- ust fjögur börn. Þau eru: Anna, f. 17. júlí 1920, d. 7. júní 1942; Unnur, f. 18. júlí 1921, gift Bjarna Bentssyni; Kristmundur, f. 4. júlí 1923, giftur Astdísi Gísladóttur; og Jakob, f. 2. sept- ember 1924, d. 8. október 1962, eftir- lifandi eiginkona hans er Kristín Kristinsdóttir. Eftir lát eigin- mannsins starfaði Þórdís við fisk- verkun og einnig tók hún að sér ýms- an pijónaskap. Eft- ir að hún fluttist til Reykjavíkur starfaði hún við ræstingar hjá Ríkisútvarpinu til 70 ára aldurs. Utför Þórdísar fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánudag 27. nóvember, og hefst athöfnin klukkan 10.30. ÞÓ ÉG sé þakklát hægu andiáti Þórdísar ömmu minnar, 98 ára, þar sem hún hafði verið lengi veik, vakna ég daginn eftir með grátstaf- inn í kverkunum er líf hennar rifj- ast upp fyrir mér. Líf sem oft var erfitt og sorgum stráð. Hún varð ekkja 27 ára gömul með fjögur lítil börn, það elsta fjögurra ára og yngsta þriggja mánaða. Barnlaus hjón tóku yngsta barnið, Jakob, í fóstur og voru honum sem bestu foreldrar. Þótt hann hafi alltaf haft samband við móður sína og systkini olli það ömmu hugarangri og eftir- sjá alla ævi að hafa látið hann frá sér. Dóttir hennar, Anna, lést aðeins 21 árs og sonur hennar, Jakob, lést 38 ára. Amma giftist ekki aftur en aldrei var hún bitur. Hún var geðb- esta manneskja sem ég hef kynnst og það var margt sem gladdi hana. Þegar ég dvaldist erlendis saknaði ég mest hlátraskallanna í ömmu og systrum hennar, þær hlógu svo inni- lega og smitandi. Þegar amma bjó á Sólvallagöt- unni fékk ég oft að sofa hjá henni. Við sátum í litla eldhúsinu og feng- um okkur kvöldkaffí og töluðum saman eins og ég væri fullorðin. Á eftir bjó hún um mig í rúmfatakass- anum. Hún skildi svo vel, þegar ég níu ára gömul, vildi fá að sofa heima hjá henni á virkum dögum svo ég gæti prófað að taka strætó í skólann eins og svo margir bekkjarfélagar mínir. Ef hún var ein heima í húsinu bað hún mig um að sofa heima hjá sér og var ég sérstaklega hreykin af því og þóttist vera að gæta ömmu minnar. A sumardaginn fyrsta gaf amma okkur alltaf sumargjafir, bolta, sippuband eða jafnvel striga- skó. Falleg íslensk hefð sem ég við- held nú sem amma sjálf. Amma vann við ræstingar hjá útvarpinu í mörg ár, fyrst við Aust- urvöll og síðar við Skúlagötuna. Hún bauð okkur systkinunum alltaf með sér á jólaböllin þar. Hún var svo fín í íslenska upphlutnum og kynnti okkur hreykin fyrir starfsfólki tón- listardeildar útvarpsins, sem allt kom fram við hana af ástúð og virð- ingu. Hún hafði yndi af ljóðum. Sérstaklega minnist ég þess þegar hún las upphátt fyrir mig ljóð Þor- steins Erlingssonar. Einnig naut hún þess að fara í leikhús. Arið 1961 sigldum við amma með Gullfossi til Kaupmannahafnar með viðkomu í Edinborg. Þetta var fyrsta utanlandsferð okkar beggja og amma bar sig eins og heimsdama um borð. Amma hafði sagt mér að leggja alla peningana í banka sem ég vann fyrir í frystihúsi sumarið áður og þá sem ég hafði fengið í fermingargjöf um vorið, svo ég gæti komið með henni til Dóru frænku í Kaupmannahöfn. Ég ótt- aðist að amma mundi sjálf ekki eiga fyrir ferðinni, þar sem ég mundi þegar hún sagði mér hvað Karl syst- ursonur hennar hafði sagt sem barn þegar hún sagðist ætla að gefa honum eitthvað fallegt þegar hún yrði rík: „En Dísa, þú verður aldrei rík.“ Nei, Dísa varð aldrei „rík“, en við systkinin vorum rík að eiga hana fyrir ömmu. I 16 ár var amma ráðskona hjá Asgeiri Guðnasyni á Njálsgötu 79. Hann var lífsreyndur maður eins og amma. Fjölskylda Ásgeirs reynd- ist ömmu vel þegar hann lést og bjó hún áfram í íbúð hans í eitt ár, en þá fluttist hún til Unnar dóttur sinnar og bjó hjá henjii þar til hún fluttist á Hrafnistu 1977. Þar naut hún frábærrar umönnunar, elsku og natni starfsfólksins og færi ég þeim innilegar þakkir. Þegar litið er til baka er þakk- læti til ömmu efst í huga. Hún gaf okkur barnabörnum og barnabarna- börnum sínum svo mikla ást og umhyggju. Blessuð sé minning Þór- dísar Guðjónsdóttur. Anna Þórdís. Fasteipasala Ktjkjavíkur Suðurlandsbraut 46,2. hæð, M Rvik. / Siprbjðm Skarpbéðinsson lg.fs. Þóronr inprsson Sími - 588-5700 Opið í dag sunnudag frá kl. 11.00-14.00 FÉLAG rf^ASTEIGNASALA Einbýli og raðhús Hjarðarhagi - 4ra herb. Garðhús. Aðeins eitt hús eftir. Vel skipul. endaraðh. á tveimur hæðum ca 145 fm ásamt 24 fm bílsk. Lóð og stæði frág. Húsið er til afh. nú þegar fokh. að innan, fullb. að utan. Verð 7,8 millj. Eða tilb. til innr. Verð 9,6 millj. Nýbýlavegur - hæð + bflsk. 4ra herb. vel skipul. efri hæð ca 83 fm ásamt 40 fm bílsk. Parket. Mikið útsýni. Laus strax. V. 8,5 m. Álfhólsvegur - allt sér 3ja herb. jarðh. (ekkert niðurgr.) ca 66 fm. Gott skipulag. Parket, fiísar. Sérinng. Húsið að utan nýtekið í gegn. Áhv. 3,1 millj. byggsj. o.fl. Verð 5,9 millj. Þingás. Ca 170 fm einb. ásamt 44 fm bílsk. Ekki alveg fullb. Skipti á minni eign. Verð 13,5 millj. Áhv. 5-7 millj. Stór og rúmg. 4ra herb. (b. ca 115 fm á 1. hæð í litlu fjölb. Parket. Nýtt eld- hús o.fl. Bílskýli. Áhv. 3,4 millj. Verð 8,8 millj. Álfheimar - 4ra herb. Mjög góð 4ra herb. íb. tæpl. 100 fm í nýviðgerðu húsi. Parket, Áhv. 3.180 þús. Verð 7,2 millj. Parhús Garðabæ. Mjög gott ca 200 fm parh. á tveimur hæðum ásamt 34 fm bilsk. 4 svefnherb., 3 stofur, gott fyrir- komulag. Ath. skipti á ód. Ahv. 3,2 millj. Bakkasmári - parh.V. 9,3 m. Berjarimi - parh. V. 12,9 m. Heiðnaberg V. 14,5 m. Vesturberg - einb.V. 11,9 m. Lindarsel - einb. V. 24,9 m. Lyngberg V. 11,9m. Hæðir og 4-5 herb. Fellsmúli. Mjög góð 4ra herb. tæpl. 100 fm íb. á 2. hæð í fjölbýli. Nýtt eldh. o.fl. Góð eign miðsvæðis í borginni. Áhv. 4,7 millj. Verð 7,9 millj. Hrfsmóar - Gb. Vlrkilega góð 4ra herb. endaíb. á 1. hæð ca 116 fm ásamt innb. bílsk. Parket. Elísar. Tvennar svalir. Upphitað bilaplan. Husið nýmálað. Góð eign á eftirsóttum stað. Áhv. 2.750 þús. Verð 10,8 millj. Holtagerði - Kóp. ca 113 fm neðri sérhæð f tvíbhúsi ésamt 23 fm bilsk. 3 stór svefnherb. Góð staðsetn. Áhv. 2 millj. V. 8,3 m. Engihjalli. Rúmg. og björt 3ja herb. íb. ca 90 fm. Suður- og aust- ursv. Parket. Útsýni. Þvottah. á hæð. Áhv. ca 2,0 millj. V. 6,2 m. Drápuhlíð. Góð 3ja herb. íb. í kj. Sérinng. Parket o.fl. Áhv. byggsj. 3 millj. Verð 5,9 millj. Vesturbær. Mjög falleg og vel skipul. 4ra herb. íb. á 3. hæð f húsi sem altt er nýkl. að utan. ib. er öll nýuppg. að innan. Bílsk fylgir. Áhv. 5,0 millj. Verð 8,8 millj. Hlíðarhjaili Sérl. vönduð og falleg efri sér- hæð ca 130 fm með sérh. innr., glæsil. útsýni, og bílskýli. Eign í sérflokki. Ahv. 2,5 millj. hagst. langtl. Dúfnahólar - 4ra herb. Mjög góð og falleg ca 103 fm 4ra herb. íb. á 6. hæð í lyftuhúsi. Fráb. útsýni. Góðar innr. Vönduð gólfefni. Áhv. 1,8 millj. Verð 7,5 millj. Eyjabakki V. 6,9 m. Flúðasel V. 7,1 m. Frostafold V. 7,9 m. Lindasmári V. 8,4 m. 3ja herb. Trönuhjalli. Mjög góð 3ja herb. íb. á 2. hæð í fjölb. Parket. Gott út- sýni. Vandaðar innr. Skipti á 2ja herb. mögul. Verð 8,2 millj. Orrahó lar. Vönduð og ný- uppgerð c a 90 fm fb. með glæsil. útsýni. Nj 'viðgert lyftuhús. Hús- eins 6,2 n lillj. Áhv. 2,8 millj. 2ja herb. Vallarás. Mjög góð 54 fm 2ja herb. íb. á 5. hæð í lyftuh. Parket. Góðar suð- ursv. Stutt í alla þjónustu. Áhv. byggsj. 2,4 millj. Verð 4,9 millj. Víkurás - útb. 2,3 m. Mjög falleg 2ja herb. íb. á 2. hæð. Parket, flisar o.ft. Gervihnattadisk- ur. Öil sameign og lóð fullfrág. Áhv. 2,9 miilj. Verð 6,2 milij. Veghús - húsnæðis- fán. Séri. fatleg og vönduð 3ja herb. íb. á jarðhæð. Áhv. 5,2 millj. byggsj. rikisins til 40 ára. Verð 7,9 millj. Hraunbær - laus. Rúmi. 90 fm íb. á 1. hæð. Parket, flísar o.fl. Áhv. 3.750 þús. Verð 6,4 millj. Skógarás. 2ja herb. íbúð á jarðh. ca 66 fm ásamt 25 fm bilsk. Laus strax. Verð 6,4 millj. Atvinnuhúsnæði Hraunbær 10fm. Álfabakki 55 fm. Skólavörðustígur. 80 fm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.