Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 56
Póstleggiö jólabögglana tínianlega til fjarlœgra landa. PÓSTUR OG SÍMI varða víðtæk fjármálaþjónusta Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sviptingar í síma- rekstri SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ er að leggja síðustu hönd á frumvarp um breytt rekstrar- form Pósts og síma. Lagt er til að stofnuninni verði breytt í hlutafélag í eigu ríkisins. Miklar sviptingar eru í fjar- skiptamálum í Evrópu og víðar um þessar mundir. Unnið er að breyttu rekstrarformi og einkavæðingu fjölda ríkisrek- inna símafélaga. Evrópuríkin eru að búa sig undir að höml- um verði létt af fjarskipta- markaði í ársbyrjun 1998. ■ Samkeppni/10 Frestur til breytinga á innheimtu og álagningu vörugjalds rann út í ágúst ísland sennileg-a dregið fyrir EFTA-dómstólinn FRESTUR sá, sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gaf íslenzkum stjórnvöldum til að breyta álagn- ingu vörugjalda til samræmis við samninginn um Evrópskt efnahagssvæði rann út í ágúst síðast- liðnum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun ESA taka ákvörðun um það á næstu dögum hvort ísland verði af þessum sökum dregið fyr- ir EFTA-dómstólinn. Talið er sennilegt að það verði gert, þar sem ósamkomulag er í starfs- hópi þeim, sem fjármálaráðherra skipaði í júní síðastliðnum til að gera tillögur um lausn máls- ins, og ekkert frumvarp um breytingar á lögum um vörugjald hefur verið lagt fyrir Alþingi. ESA telur að íslenzkum stjómvöldum sé ekki heimilt að fínna grundvöll vörugjalds með því að áætla 25% heildsöluálagninu á innfluttar vör- ur, í stað þess að miða við raunverð eins og þegar um innlenda framleiðslu er að ræða. Jafn- framt telur stofnunin að það samrýmist ekki EES-samningnum að veita innlendum framleið- endum frest til greiðslu gjaldsins, en ekki erlend- um. ESA sendi fjármálaráðuneytinu fyrst athuga- semdir 22. júlí á síðasta ári. Formlegar athuga- semdir voru sendar að nýju 20. marz sl. og loks rökstutt álit 21. júní sl. Rökstutt álit er alvarleg- asta form athugasemda frá ESA og sé ekki brugðizt við slíku, getur stofnunin dregið aðildar- ríki EFTA fyrir EFTA-dómstólinn. Það fylgdi rökstudda álitinu í júní að íslenzka ríkið hefði tveggja mánaða frest til að bregðast við og breyta álagningu og innheimtu vörugjaldsins, áður en íhugað yrði að vísa málinu til dómstólsins. Verði málinu vísað til EFTA-dómstólsins verður ísland fyrsta aðildarríki EFTA, sem dregið verður fyrir dóm vegna brots á EES-samningnum. • • Orbylgjusendingar Víða skugga- svæði TÆKNIHLIÐ sjónvarpsútsendinga um örbylgju, Fjölvarpsins og Stöðvar 3, hefur skapað vandamál víða í fjöl- býlishúsum og víða um höfuðborgar- svæðið eru svæði, sem _ örbylgjan næst ekki. Þórarinn Ágústsson, tæknistjóri Stöðvar 3, segir ástæð- una úthlutunarreglur opinberra aðila á rásum og Hannes Jóhannsson, tæknistjóri Islenska útvarpsfélags- ins, segir að Fjarskiptaeftirlitið hafí ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu. Þórarinn segir að þessi vandamál séu afleiðing af því að yfirvöld, 'sem stjórni úthlutun á tíðnisviðum, hafí ekki hugsað þessa útbreiðslu ti! enda. Guðmundur Ólafsson, forstöðu- maður Fjarskiptaeftirlitsins, tekur undir það að tæknileg vandamál séu til staðar vegna útsendinganna. Svokölluð skuggasvæði eru á fjór- tán stöðum í Reykjavík og nágrenni. Setja þarf upp endurvarpa til þess að bæta úr þessu. Hannes telur að á milli 15 og 20% af Stór-Reykjavík- ursvæðinu séu á skuggasvæðum. ■ Fjarskiptaeftirlitið/4 Tvíburabræður sem komu með sjúkraflugi frá Grænlandi til íslands Stöðugar framfarir „OKKUR létti mikið þegar drengirnir voru komnir í hend- urnar á íslenska fagfólkinu. Hér voru greinilega þungavigtar- menn á ferð og vissu upp á hár hvað þurfti að gera,“ sagði Guðmundur Magnússon um sjúkraflutning tvíburasona sinna frá Grænlandi á þriðju- dag. Foreldrar tvíburanna hafa búið á Grænlandi frá því í byrj- un febrúar. Guðmundur hefur starfað að sölumálum fyrir Roy- al Greenland og María Björg Vigfúsdóttir, kona hans, hefur verið heimavinnandi. Hjónunum fæddust frumburðirnir tæpum tveimur mánuðum fyrir tímann eða hinn 10. nóvember sl. Guðmundur segir að Guð- mundur Karl, sá minni, hafi frá upphafi átt við öndunarerfið- leika að stríða og grænlenskum læknum hafi ekki tekist að kom- ast að því hvar orsakanna væri að leita. Læknarnir tóku því í samráði við lækna á Ríkis- sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn ákvörðun um að flytja Guð- mund Karl og Pétur, bróður hans, á fullkomnara sjúkrahús. Vegna þjóðernis foreldranna var ákveðið að senda bræðurna til íslands en ekki Danmerkur eins og samningar Grænlend- inga við dönsk stjórnvöld gera ráð fyrir. Af þeim sökum tók lengri tíma en ella að afgreiða umsókn um sjúkraflutning og greiðslur vegna hans. Guðmundur segir að biðin hafi reynt mjög á þau Maríu Björgu og þeim hafi létt mikið þegar drengirnir voru komnir í hendurnar á hjúkrunarfólki vökudeildar Landspítalans. „Við erum afar þakklát íslensku læknunum fyrir hvað þeir brugðust fljótt við og veittu góða þjónustu. Drengirnir hafa fengið mjög góða umönnun og Morgunblaðið/Þorkell tekið stöðugum framförum eftir að þeir komu hingað,“ sagði Guðmundur og tók fram að drengirnir hefðu ekki þurft að vera nema einn sólarhring í ein- angrun. Eftir hana hafi þeir verið færðir í vöggur og séu á nokkurs konar framhaldsdeild vökudeildar Landspítalans. For- eldrarnir vildu skila kæru þakk- læti til alls starfsfólks vöku- deildar Landspítalans. Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda fær óskir um útflutning á „svörtum“ saltfiski Einhvem veginn fer þessi fiskur úr landi DÆMI eru um að íslenskir fískfram- leiðendur hafí farið þess á leit við Sölusamband íslenskra fiskframleið- anda að flytja fyrir sig út saltfisk, sem hvergi kæmi fram á kvóta- eða útflutningsskýrslum. Þetta staðfestu þeir Sighvatur Bjarnason, stjórnar- formaður SÍF, og Gunnar Örn Krist- jánsson, framkvæmdastjóri SÍF, þegar blaðamaður Morgunblaðsins bar þetta undir þá í gær. Morgun- blaðið telur sig jafnframt hafa heirh- ildir fyrir því að svokallaður „svartur fiskur“ sé á Spánarmarkaði, sem er langstærsti saltfiskmarkaður íslend- mga. Þeir Sighvatur og Gunnar Örn segja að beiðnum af þessu tagi sé auðvitað alfarið vísað frá enda stæði SÍF ekki í slíkum útflutningi. Aftur á móti væri ljóst að einhvern veginn færi þessi fískur út úr landinu. Það sæist á því verði, sem verið væri að bjóða á Evrópumarkaði um þessar mundir. „Við getum ekki leyft okkur það, sem einstaklingar virðast geta leyft sér í eigin rekstri. Ég er á því að það sé ansi mikill svartur fiskur í umferð þó sönnunarbyrðin geti reynst erfið. Svo virðist sem alls konar aðferðir séu í gangi,“ segir Sighvatur. Snertir bæði útgerð og fiskvinnslu Skv. upplýsingum. Morgunblaðs- ins er um að ræða afla, sem landað hefur verið fram hjá vigt auk þess sem talsvert mun vera um að þorsk- ur sé fluttur út sem ufsi. Þannig þurfí bæði útgerð og fiskvinnsla að koma að málum. Einn heimildarmað- ur Morgunblaðsins segir að algeng aðferð hvað saltfiskinn varði sé sú að bjóða erlenda kaupandanum eitt tonn af fiski, sem síðan sé flutt út sem 840 kíló. „Venjulega eru 840 kg af fiski á hveijum palli og 150-200 kg af salti. Brúttóvigtin er því 1.000 til 1.100 kg, en í staðinn fyrir allt þetta salt, setja menn bara meiri fisk á hvern pall og semja svo um hærra verð þannig að allir fá eitthvað fyrir sinn snúð. Á útflutn- ingsskýrslum er hins vegar verið að flytja út 840 kg af fiski á hveijum palli, en ekki 20% meira, eins og reyndin er hvað þessa útflutningsað- ferð varðar.“ Gunnar Örn segist engan áhuga hafa á því að blanda sér í þessa umræðu enda tæki SÍF ekki þátt í neinu slíku og hefði ekki Ijáð máls á einu eða neinu í þessum efnum. „Þetta er mjög alvarlegt mál fyrir þá, sem standa í slíkum viðskiptum. Ef menn vilja vera í þessum leik, hljóta þeir að gera það á eigin ábyrgð og koma til með að þurfa að svara fyrir þetta athæfí gagnvart réttum aðilum síðar. Þetta getur ekki endað nema á einn veg.“ Útflutningur á saltfíski var gefinn fijáls um áramótin 1992/1993. Gunnar Örn segir að undirboð á markaðnum kæmu vissulega illa við SÍF enda væri hér um hreina skemmdarstarfsemi að ræða. Sjálfur segist hann nýlega hafa fregnað af saltfiski á Ítalíumarkaði og hafi ís- lenski framleiðandinn boðið hann á 15% lægra verði en það verð, sem framleiðendur SÍF fá. Að auki hafi þessi fiskur verið sagður Rússafisk- ur sem þýddi að útflytjandinn hefði þurft að greiða 13% toll til viðbót- ar, en greiða þarf toll af Rússafiski inn í Evrópubandalagið en ekki af íslenskum fiski. Skv. þessu væri hér um 28% verðmun að ræða. „Menn eru náttúrulega að fá allt annað verð fyrir fisk, sem er ekki á yfir- borðinu, heldur einhvers staðar í undirhagkerfinu." Sighvatur og Gunnar Örn voru sammála um að herða þyrfti eftirlit Fiskistofu. Þeir vildu ekki taka svo djúpt í árinni að Fiskistofa sinnti ekki hlutverki sínu sem skyldi, held- ur væru flestar ríkisstofnanir, sem tengdust sjávarútvegi, í ákveðnu fjársvelti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.