Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ HJÓNIN George Vaillant og Leigh McCullough Vaillant. Vamarhættir mamsalarinm Tveir prófessorar við Harvardháskóla, hjónin George Vaillant og Leigh McCullough Vaillant, hafa dvalið hér síðastliðna viku, á vegum Þera- peiu hf. til að kynna íslenskum geðlæknum, sál- fræðingum og félagsráðgjöfum hugmyndir sínar og aðferðir til lækninga á sálrænum vandamálum. Súsanna Svavarsdóttir kynnti sér kenningar þeirra sem hafa, meðal annars, að geyma bylting- arkenndar niðurstöður í rannsókn á alkóhólisma. MANNSSÁLIN er líklega eitt- hvert flóknasta fyrirbrigði sem fundið verður, þótt sí- fellt sé leitað leiða til að gera hana einfaldari, stefna henni inn á viðteknar braut- ir og setja henni skorður; það er að segja í mannlegu samfélagi. Sífellt berast okkur fregnir af nýjum kenningum um orsakir og afleiðingar ýmissa kvilla sem hijá mannsskálina og oftar en ekki eru þær kenningar miklar einfaldanir, og/eða illa ígrundaðar skoðanir á flóknum fyrirbærum sem verða að einhveijum vinsælum sannleika manna á meðal - einhvers konar hentistefnu-sálarfræði. Sjaldnast heyrum við, eða skiljum, flóknar vísindalegar niðurstöður úr viða- miklum rannsóknum sem gerðar hafa verið úti í heimi og þótt hing- að slæðist við og við virtir geðlækn- ar og sálfræðingar sem unnið hafa að slíkum rannsóknum, tala þeir yfír fámennum hópi sérfræðinga og við hin vitum fátt eitt af því sem þeir hafa fram að færa - jafnvel þótt fátt komi okkur eins mikið við og okkar vesæla litla sálartetur. Bandaríski geðlæknirinn, George Vaillant, prófessor í geðlækningum við læknadeild Harvardháskóla, hefur dvalið hér síðastliðna viku ásamt eiginkonu sinni, Leigh McCullough Vaillant, sem er klín- ískur sálfræðingur og einnig pró- fessor við sama skóla, og haldið námskeið fyrir geðlækna, sálfræð- inga og félagsráðgjafa. George Vaillant hefur um iangt skeið verið einn þekktasti fræðimaður Banda- ríkjanna á sínu sviði og hafa rann- sóknir hans og niðurstöður vakið gríðarlega athygli, sem og bækur hans. Hans helstu bækur eru: Adaptation to Life, Ego Mechan- isms and Defences, Empirical Study of Ego Mechanism and Defences, The Natural History of Alcoholism, The Wisdom of The Ego og The Natural History of Alcoholism - Revisited. Námskeið það sem hann hélt hér, ásamt konu sinni, fyrir íslenska kollega, fjallaði um greiningu vam- arhátta og persónuleika, endurupp- byggingu og þróun, svo og grunn- reglur í skammtímameðferð. Eitt af markmiðum okkar og ein af ástæðunum fyrir því að við emm hér, er að skerpa og undirstrika þann mun sem er, annars vegar, á kenningunum um varnarhætti sjálfsins, sem vissulega rekja rætur til sálgreiningarinnar - og hins veg- ar, kenningum í aðferðum sálgrein- ingar í víðari skilningi. Þarna þarf að fyrirbyggja rugling sem er al- gengur. Það geta allir aðhyllst og nýtt sér varnarkerfið en það sama verður ekki sagt um sálgreiningu. „Það er vissulega stór munur á varnarkerfí og aðlögunarhæfni,“ segir George. „Þú getur bjargað þér með því að nota meðvitaðar aðferðir. Þú skerð þig og setur plástur á sárið. Hugsar fyrst, fram- kvæmir svo. Onnur Ieið til að bjarga sér er að leita til annarra eftir hjálp. Það er að segja, þú leitar hjálpar samfélagsins. Það gerist þegar þú skerð þig og leitar læknishjálpar. Þriðja aðferðin er sú að þú lætur eins og sárið sé ekki þama og get- ur viðhaft ýmsar aðferðir til þess. Þú getur yfirfært sársaukann; kennt öðrum um það sem er þér að kenna, eða fórnað þér; hjálpað öðrum í staðinn fyrir sjálfum þér. Afleiðingjn er bæling. Hér er ómeð- vitaða varnarkerfið að verki. Það getur ýmist orðið til að hjálpa fólki eða komið í veg fyrir að þv! verði hjálpað. Eða hvernig hjálpar maður fólki sem skýtur sig í fótinn og verður öskureitt út í sjálft sig? Eitt af verkefnum okkar, og ein af ástæðunum fyrir því að við erum hér, er að skýra frá muninum á varnarkerfi og sálgreiningu og koma þannig í veg fyrir að það sé gert tortryggilegt. Sem er mjög algengt. Það geta allir trúað á varn- arkerfið en það sama verður ekki sagt um sálgreiningu. Ég hef unnið að rannsóknum á því hvernig fólk aðlagast vissum tilfinningum með því að nota varn- arkerfið og Leigh hefur nýtt kenn- ingar mínar og niðurstöður og unn- ið út frá þeim við meðferð skjól- stæðinga sinna.“ Geturðu útskýrt þetta á einfaldan hátt? „Já. Þú aðhefst kannski eitthvað sem skaðar þig, en gerir þér ekki grein fyrir því og forðast alla hjálp. Ef þú ert hrædd við flugvélar forð- astu þær. Ef þú ert hrædd við flug- vélar getur ótti þinn hugsanlega nýst öðrum sem af einhveijum ástæðum þurfa á þér að halda. Þannig nýttist til dæmis „paranoid" fólk til að koma auga á flugvélar í heimsstyijöldinni. Það sama gerist ef þú ert hrædd við hjálp . . . Þú forðast hana.“ •„Ég myndi kannski útskýra þetta á annan hátt,“ segir Leigh. „Til að einfalda málið getum við sagt að það séu tvö vandamál sem fylgja hinu ómeðvitaða varnarkerfi, en þau geta annaðhvort hjálpað okkur, eða skaðað. Það eru til tilfelli sem eru illa aðlöguð (hættir varnarkerfisins valda skaða) og tilfelli sem hafa náð að aðlagast (hættir varnarkerf- isins valda ekki augljósum skaða en einstaklingurinn veldur ekki hlutverki sínu). Markmið okkar með viðtalsmeðferð er að hjálpa þeim sem eru illa aðlagaðir til að aðlag- ast og hjálpa þeim síðan til að valda hlutverki sínu. Hitt vandamálið er að varnar- kerfið er ómeðvitað og í viðtalsmeð- ferðinni verðum við að gera það meðvitað, láta einstaklinginn átta sig á því og skilja það. Það er að segja, færa varnarkerfið frá hegðun til orða.“ „Vegna þess að varnarkerfið er ómeðvitað, geta athafnir einstak- lings sem á í vanda virkað glóru- lausar á aðra, en fullkomlega rök- réttar á hann sjálfan,“ segir Ge- orge. „Munurinn á þeirri aðferð sem Leigh beitir í meðferð sinni og þeim aðferðum sem aðrir meðferðaraðil- ar nota, er sá að hún gerir einstakl- ingunum grein fyrir því hvers vegna þeir gerðu það sem þeir gerðu. En það er ekki þar með sagt að þeir hætti því.“ Eruð þið að tala um endurtekn- ingu á niðurrífandi atferli? „Já,“ svarar Leigh. „En það er ekki nóg að þú gerir þér grein fyr- ir hlutunum. Þú verður að breyta um hegðun. Þess vegna erum við að virkja hugmyndir og nota þær í meðferð. Þegar ég var að læra sálgrein- ingu, fór ég að vinna með George vegna þess að hann var í sínum rannsóknum að leita leiða fyrir ein- staklinginn til að aðlagast lífinu. Flestir í okkar fagi einbeita sér um of að sjúkdómseinkennunum en hann var að ieita að leiðinni frá sjúkdómi til heilbrigðis. Ég fór að vinna með honum vegna þess að mig langaði til að læra þessa nýju sýn og nýta hana til meðferðar á skjólstæðingum mínum. Minn fyrirlestur fjallar um það hvernig megi hjálpa fólki frá sársaukafuilri, skaðlegri hegðun til árangursríkara lífs á sem skemmst- um tíma.“ Á sem skemmstum tíma? Tekur viðtalsmeðferð ekki mörg ár? „Jú, og það hefur gert pkkur mjög reið,“ segir Leigh. „Ásamt hópi annarra klínískra sálfræðinga, hóf ég að vinna eftir þessari aðferð árið 1980 og reynslan hefur sýnt að það er hægt að hafa veruleg áhrif á örlög fólks með 5-6 við- tölum. Til að varanlegur árangur náist ættu 6-12 mánúðir að nægja. Sálfræðimeðferð á að taka nokkrar vikur eða mánuði, ekki nokkur ár. Og þá er ég að tala um almennt séð. Það er ekki hægt að bjóða upp á margra ára meðferð fyrir fólk sem er í fullri vinnu og þarf að sinna fjölskyldu og heimili." Hér á Leigh við fólk sem „fúnker- ar,“ þ.e.a.s. það nær að halda utan um skyldur sínar en hefur á ein- hvern hátt siglt í strand; endurtekur atferli sem brýtur það niður, þjáist af langvarandi athafnaleysi, hefur lamað framkvæmdaþrek; þjáist af kvíða, angist eða ótta. „Auðvitað tekur lengri tíma að lækna þá sem eru alvarlega veikir, til dæmis þá sem hafa verið á sjúkrastofnun," bætir hún við. „En þar er líka vissulega hægt að ná árangri á skemmri tíma en áratug eða svo.“ „Það sem Leigh hefur samein- að,“ segir George, „er tækni atferl- ismeðferðar, sem oftast hefur með meðvituð, eða augljós, vandamál að gera, og aðferðir sálgreiningar. í atferlismeðferð er tekist á við fælni, til dæmis óttann við lyftur eða við að fara yfir brýr. Þá er farið með sjúklinginn í lyftu og yfir brýr þangað til hann er ekki lengur hræddur. Ef við beitum þessari aðferð ásamt sálgreiningu Lil að hjálpa skjólstæðingi okkar, þá byrj- um við á því að láta hann gera sér grein fyrir því að fælnin, eða ótti hans, býr hvorki í brúnni, lyftunni, snáknum né öðru sem hann kann að óttast, heldur innra með honum sjálfum. Það sem fólk óttast mest í sjálfu sér er reiðin. Það skammast sín fyrir hana og það getur skammast sín fyrir fleira, til dæmis að gráta, hlæja, kynþörf sína og bara fyrir að vilja slappa af. Þetta er ómeðvit- aður ótti og það er hægt að hjálpa þeim sem þjást af honum með sömu aðferðum og þeim sem eru hræddir við lyftur og snáka.“ Átta trúlofanir „í fyrirlestri mínum segi ég frá einu tilfelli sem ég hef unnið með,“ segir Leigh. „Það er kona sem er komin yfir fertugt og þegar hún leitaði til mín, var hún trúlofuð og var orðin mjög hrædd um að hún myndi eyðileggja sambandið við manninn - sem hún elskaði mjög mikið - og slíta trúlofuninni. Ástæðan fyrir því að hún óttaðist þetta var sú að hún hafði verið trú- lofuð átta sinnum áður. Hún var orðin æði örvæntingarfull því hana var farið að langa mikið til að eign- ast börn. En hún var ekki hrædd við trúlofun út af fyrir sig. Hún var mjög hrædd við að bindast öðrum einstaklingi svona náið. Hún var hrædd um að hann næði tökum á henni, tæki stjórnina á hennar eigin lífi og að hún myndi koðna niður. Hún átti í erfiðleikum með að setja karlmönnum mörk. Þegar henni mislíkaði þagði hún, bældi tilfinn- ingar sínar, viðhorf og athafnir al- veg þangað til hún sprakk - og þá varð hún gersamlega viti sínu íjær, mjög „aggressív“ og sprengdi þessi nánu sambönd. Þessari konu gekk flest í haginn. Hún var bæði sterk, sjálfstæð og ákveðin að öðru leyti. Og eins og fremur algengt er með þannig kon- ur, þá átti hún mjög erfitt með að tjá tilfinningar - ekki bara reiði, heldur líka góðar tilfinningar og hún gat alls ekki tjáð óskir sínar og langanir. Það sem þurfti að kenna henni var að hætta að vera „passív“ (segja ekkert og gera ekkert), þar.til hún yrði „aggressív" (færi í árásarham) og þjálfa hana þess í stað í að verða „assertív" (setja sér og öðrum mörk og gera þeim rólega grein íyrir því hver þau eru). Ég spurði hana hvernig hún héldi að það væri að verða bara venju- lega reið við kærastann, Rusty, þegar ástæða væri til. Hún gat ekki hugsað sér það og við byijuð- um að æfa okkur - að láta hana verða reiða við Rusty. Málið var að láta hana gera sér grein fyrir tilfinningum sínum, skilja þær og horfast í augu við þær, áður en hún varð fær um að reiðast við hann án sjáanlegrar ástæðu og án þess að sprengja allt í ioft upp. Síðan þurftum við að þjálfa hana í að biðja um það sem hana vantaði; gera þarfir sínar ljósar. Þessi trúlof- un endaði með því að hún giftist Rusty og það hjónaband gengur vel.“ „Eitt af þeim atriðum sem hver klínískur sálfræðingur, og aðrir meðferðaraðilar eiga á að hugsa um er að fylgja skjólstæðingum sín- um eftir til að sjá hvort árangur af meðferðinni er varanlegur," seg- ir George. „Ég fylgdi annarra manna sjúklingum eftir i rannsókn sem ég vann við í þijátíu ár. Leigh er svo heppin að geta fylgt sínum sjúklingum eftir árum saman. Þeir koma í reglulegt eftirlit einu sinni á ári. Þar af leiðandi getur hún séð hvort aðferðir hennar bera árang- ur, eða ekki.“ „Og ef eitthvað í meðferðinni virkar ekki, hendi ég því umsvifa- laust út úr prógramminu í stað þess að reyna það á einhvetjum öðrum. Það sem virkar ekki, virkar ekki,“ segir Leigh. Hálfrar aldar rannsókn Prófessór George Vaillant vann í þijátíu ár að rannsóknum á tveim- ur hópum karlmanna sem fylgst hafði verið með í tuttugu ár þegar hann kom að verkefninu. Niðurstöð- ur þeirra rannsókna hafa komið á óvart og í rauninni kollvarpað mörgum fyrri kenningum í geð- læknisfræðum og þá ekki síst kenn- ingum um alkohólisma. „Árið 1940 var tveimur rann- sóknum hleypt af stokkunum," seg- ir hann. í úrtökunum voru unglings- drengir sem álitnir voru „heilbrigð- ir“. Annar hópurinn var valinn úr Harvard-háskóla, hinn hópurinn var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.