Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGÚR 26. NÓVEMBER 1995 13 LISTIR Carmen í Leik- húskjallaranum NEMENDUR óperudeildar Söng- skólans í Reykjavík flytja valda kafla úr óperunni Carmen, eftir Bizet, í Leikhúskjallaranum þriðjudags- kvöldið 28. nóv. nk. Húsið er opið frá kl. 20.00 en dagskráin hefst kl. 21.00. Nemendur óperudeildar hafa, undir stjórn Iwonu Jagla og Garð- ars Cortes undirbúið til flutnings úrdrátt úr óperunni Carmen. Text- inn er í íslenskri þýðingu Þorsteins Valdimarssonar, og hlutverkum óperunnar skipt á nemendur, t.d. skipta fimm söngkonur með sér hlutverki Carmenar. Ýmis atriði óperunnar, sem upphaflega eru ætluð til einsöngs, eru hér flutt af kór. Óperan um Carmen er ein þekkt- asta og vinsælasta ópera allra tíma. Bizet (1838-1875) samdi óperuna 1873-1874 og var hún frumflutt 1875. Sögusviðið er Sevilla á Spáni 1820. TÓNLIST Kaffilcikhúsiö LEIKHÚSTÓNLIST Hjálinar H. Ragnarsson: Tónlist við „Marmara“ e. Guðmund Kamban, „Stór og smár“ e. Strauss, „13. kross- ferðin" e. Odd Björnsson, „Pétur Gautur“ e. Ibsen og „Yerma“ e. Lorca. Steinunn Ólína Þorsteinsdótt- ir Ieikkona, Signý Sæmundsdóttir og Sverrir Guðjónsson söngvarar, Voces Thules (á segulbandi). Auður Haf- steinsdóttir, Hildigunnur Halldórs- dóttir, Helga Þórarinsdóttir, Sigurð- ur Halldórsson og Richard Kom, strengir. Guðni Franzson, klar., Kristinn Amason, gítar & Pétur Grétarsson, slagverk. Kynnir: Hjálm- ar H. Ragnarsson. Kaffíleikhúsinu í Hlaðvarpanum, miðvikudaginn 22. nóvember. EINS og kynnir kvöldsins benti réttilega á, eru ekki nema 15-20 ár síðan íslenzk leikhústónlist fór að þróast að ráði, samfara framförum í lýsingu og annarri sviðstækni. Við það má að vísu bæta, að þröng fjár- ráð leikhúsanna hljóta alltaf að standa fjalatónlistinni nokkuð fyrir þrifum, enda megnið af henni enn niðursoðið á segulbandi, þó að lifandi flutningur virðist hafa sótt á í seinni tíð. En svo mikið er víst, að vönduð frumsamin tónlist hefur ekki aðeins áunnið sér þegnrétt á íslenzkum leik- sviðum; greinin stendur með blóma - og ef marka má sýnishornin sem í boði voru í Hlaðvarpanum á mið- vikudagskvöldið var, þá á framlag Hjálmars H. Ragnarssonar ekki lít- inn þátt í því. Nú kann hins vegar að vera, að spilamennskan umrætt miðvikudags- kvöld sé ekki fyllilega marktæk. Þótt skömm sé frá að segja, þá hef- ur undirritaður ekki séð eina einustu 19 nemendur óperudeildar deila með sér hlutverkunum átta: Inga Björg Stefánsdóttir, Jóna Fanney Svavarsdóttir, Kristjana Stefáns- dóttir, Nanna María Cortes og Soff- ía Stefánsdóttir skipta með sér hlut- verki Carmenar. Elín Huld Árnadótt- ir og Elma Atladóttir syngja Micha- elu, Hrafnhildur Björnsdóttir, íris Erlingsdóttir, Elísabet Hermundar- dóttir og Lovísa Sigfúsdóttir syngja Frasquitu, og Hulda Björk Garðars- dóttir, Ólöf Valsdóttir, Arndís Fann- berg og Eygló Rut Óladóttir Merce- des. Stefán Helgi Stefánsson syngur Don Jose, Davíð Ólafsson og Krist- ján F. Valgarðsson syngja nautaban- ann Escamillo, Garðar Thor Cortes syngur Remendato og Davíð Ólafs- son Dancaire. Söngvararnir 19 mynda einnig kór óperunnar, sem fer með veigamikið hlutverk. Óperan er flutt í konsertformi, píanóleikari er Iwona Jagla og stjórnandi Garðar Cortes. Sem silfrað- ur fáni af ofanskráðum fímm uppfærslum, og verður því hugboð hans um óvenju vandaðan flutning þetta kvöld að standa óstaðfest. Alltjent var ljóst, að frammistaða tónlistarfólksins var í úrvalsflokki, sem leikhúsgestir eiga tæplega að venjast, a.m.k. þegar lif- andi flutningur á í hlut. Tónlist Hjálmars var öll úr verkum Þjóðleikhússins frá árunum 1987 til 1993. Hún kom víða við á litaspjaldi stílfræðinnar, allt frá tiltölulegu hefðbundnu rómantísku tónamáli við Ibsen yfir í óhamda en einkennilega tímalausa framsækni við Garcia Lorca. Það er engin furða, ef Hjálm- ar er eftirsótt leikhústónskáld, því fjölbreytni er fyrsta krafa fjalanna, en hugvit og fagmennska tala einnig sínu máli. í „instrumental“-þáttunum (hve- nær finnst viðunandi orð yfir þetta þarfa hugtak?) úr „Marmara" fyrir strengi kvað við amerískur athafna- samur stórborgar-mínimalismi og síðar stutt en göfugt sorgarlag í anda Barbers, ágætlega leikið af strengjakvintettinum. Klarinettsóló Guðna Franzsonar úr Strauss- verk- inu brilleraði með ofurveikum blæstri á efsta tónsviði og sýndi meistaraleg dýnamísk tilþrif í stuttri tónsmíð sem borið gat sömu einkunnarorð og flest atriði kvöldsins: hnitmiðað og áhrifa- ríkt. Hin hæga sólaruppkomustemn- ing í rúmstokkssenunni úr sama leik- verki fyrir klarínett og strengja- Tónleikaröð FÍH Verk frá endurreisnar- ogbarokk- tímanum TÓNLEIKAR verða haldnir á þriðjudag í sal Félags íslenskra hljómlistarmanna að Rauðagerði 27. Flytjendur eru Camilla Söder- berg, sem leikur á blokkflautur, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, sem leikur á víóla da gamba og bar- okkselló og Snorri Örn Snorra- son, sem leikur á lútu og teorbu. Efnisskráin samanstendur af verkum frá endurreisnar- og barokktímanum, eftir Vincenzo Fontana, Joseph Bodin De Bois- mortier, Pierre Philidor, Franc- esco Mancini, Arcancelo Corelli o.fl. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. kvartett í anda „Fin du Siécle“ alda- mótanna var sömuleiðis einkar eter- ísk og dulmögnuð. Voces Thules sungu af segulbandi Miserere (Miskunnarbæn), e.k. leiði- stef við „13. krossferðina" eftir Odd Björnsson með endurreisnarvirðuleika og Péturskirkju-endurómi. Hefur tón- skáldið vissulega verið öfundsvert af jafnmiklu svigrúmi til viðamikillar sköpunar, og mættu aðrir leikritshöf- undar að ósekju sýna álíka skilning á gildi tónlistar í verkum sínum. Úr sömu sýningu lék Hjálmar á tón- gervils„orgel“ ásamt fiðlu, klarínett og selló, Adagio undir yfirlýstum áhrifum frá Albinoni. Loks fluttu Sverrir Guðjónsson kontratenór og Kristinn Ámason gítarleikari „Fal- seta“, spánskan söng með viðeigandi leikhúslegum flamencotilþrifum. Eins og Brahms kvað hafa þurft að þola skugga Beethovens í sinni 1. sinfóníu, báru lög Hjálmars úr Pétri Gaut með sér skuggann af ódauðlegri tónlist Griegs við sama verk. Ekki þó þannig, að lög Hjálm- ars líktust svítu Griegs á neinn hátt; þau hæfðu anda leiksins, voru gríp- andi og látlaust og snoturt sungin af Steinunni Ólínu leikkonu. En miðað við annað voru þau tiltölulega ófrum- legasta efnið á dagskránni. Að öðmm ólöstuðum stóð Signý Sæmundsdóttir sópran með pálmann í höndunum eftir lokaatriðið, Þrjá söngva án orða úr „Yermu", með dyggri aðstoð Péturs Grétarssonar slagverkara og Guðna Franzsonar á klarínett og tinflautu. Tónlist Hjálm- ars var í einu orði sagt mögnuð, og hugarkvöl hinnar kúguðu Yermu blakti „sem silfraður fáni um and- rúmsloftið" (svo vitnað sé í smásögu úr Deutsche Gegenwart) eftir ógleym- anlega túlkun Signýjar á óvenju kröfuhörðu en hrífandi vókalísuhlut- verkj. Ríkarður Ö. Pálsson Fundarboð Aðalfundur Golfklúbbsins Keilis verður haldinn í golfskálanum sunnudaginn 3. desember nk. og hefst hann kl. 13.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn Golfklúbbsins Keilis. Flug og hótel Nú eigum við aðeins 18 sæti eftir í síðustu ferðina til London í vetur, 30, nóvember. Frábært tækifæri til að njóta London, versla . fyrir jólin og upplifa jólastemmninguna sem er einstök í heimsborginni. Farið á fimmtudagskvöld og komið aftur á sunnudagskvöldi og því aðeins einn frídagur. Verð 24.930 kr. m.v. 2 í herbergi, Ambassadors, 3 nætur, 30. nóv. VerÖ með flugvallarsköttum. Verð 29.530 kr. m.v. 2 í herbergi, Bailey's, 3 nætur, 30. nóv. Verð með flugvallarsköttum. Síðustusætm \\\ioudou I Í ,r.tiir ■.HEIMSFE RÐIR Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 562 4600. „Prýði á kvenfólki“ PRÝÐI á kvenfólki er yfirskrift dag- skrár Listaklúbbs Leikhúskjallarans mánudagskvöldið 27. nóvember. „Dagskráin er um konur og kven- lega hefð í íslenskum bókmenntum frá upphafi til seinni hluta nítjándu aldar þegar fyrsta ljóðabók eftir ís- lenska konu kom út. Fjallað verður um einkenni á skáldskap kvenna og stöðu þeirra í íslenskri bókmennta- sögu,“ segir í frétt frá Listaklúbbn- um. Meðal skálda sem rætt verður um og lesið eftir eru Steinunn Finns- dóttir, Látra-Björg, Vatnsenda-Rósa, Guðný frá Klömbrum og Júlíana Jónsdóttir. Einnig verður fjallað um ónafngreindan skáldskap sem varð- veist hefur í munnmælum og óprent- uð ljóð úr handritum. Umsjónarmaður er Helga Kress bókmenntafræðingur. Lesarar með henni eru skáldin Ingibjörg Haralds- dóttir, Nína Björk Ámadóttir og Vil- borg Dagbjartsdóttir. NOVEMBER LOK Fjöldi tilboða út nóvember 30-50% afsláttur. Kuldaskór - barnaskór - kvenskór - herraskór OpiS laugard. kl. 10-16. Sunnud. kl. 13-17. Næg bílastæði - Full búð af nýjum vörum - Næg bílastæði SKOVERSLUN KÓPAV0GS HAMRAB0RG 3 • SÍMI 554 1754
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.