Morgunblaðið - 26.11.1995, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGÚR 26. NÓVEMBER 1995 13
LISTIR
Carmen í Leik-
húskjallaranum
NEMENDUR óperudeildar Söng-
skólans í Reykjavík flytja valda kafla
úr óperunni Carmen, eftir Bizet, í
Leikhúskjallaranum þriðjudags-
kvöldið 28. nóv. nk. Húsið er opið
frá kl. 20.00 en dagskráin hefst kl.
21.00.
Nemendur óperudeildar hafa,
undir stjórn Iwonu Jagla og Garð-
ars Cortes undirbúið til flutnings
úrdrátt úr óperunni Carmen. Text-
inn er í íslenskri þýðingu Þorsteins
Valdimarssonar, og hlutverkum
óperunnar skipt á nemendur, t.d.
skipta fimm söngkonur með sér
hlutverki Carmenar. Ýmis atriði
óperunnar, sem upphaflega eru
ætluð til einsöngs, eru hér flutt af
kór.
Óperan um Carmen er ein þekkt-
asta og vinsælasta ópera allra tíma.
Bizet (1838-1875) samdi óperuna
1873-1874 og var hún frumflutt
1875. Sögusviðið er Sevilla á Spáni
1820.
TÓNLIST
Kaffilcikhúsiö
LEIKHÚSTÓNLIST
Hjálinar H. Ragnarsson: Tónlist við
„Marmara“ e. Guðmund Kamban,
„Stór og smár“ e. Strauss, „13. kross-
ferðin" e. Odd Björnsson, „Pétur
Gautur“ e. Ibsen og „Yerma“ e.
Lorca. Steinunn Ólína Þorsteinsdótt-
ir Ieikkona, Signý Sæmundsdóttir og
Sverrir Guðjónsson söngvarar, Voces
Thules (á segulbandi). Auður Haf-
steinsdóttir, Hildigunnur Halldórs-
dóttir, Helga Þórarinsdóttir, Sigurð-
ur Halldórsson og Richard Kom,
strengir. Guðni Franzson, klar.,
Kristinn Amason, gítar & Pétur
Grétarsson, slagverk. Kynnir: Hjálm-
ar H. Ragnarsson. Kaffíleikhúsinu í
Hlaðvarpanum, miðvikudaginn
22. nóvember.
EINS og kynnir kvöldsins benti
réttilega á, eru ekki nema 15-20 ár
síðan íslenzk leikhústónlist fór að
þróast að ráði, samfara framförum
í lýsingu og annarri sviðstækni. Við
það má að vísu bæta, að þröng fjár-
ráð leikhúsanna hljóta alltaf að
standa fjalatónlistinni nokkuð fyrir
þrifum, enda megnið af henni enn
niðursoðið á segulbandi, þó að lifandi
flutningur virðist hafa sótt á í seinni
tíð. En svo mikið er víst, að vönduð
frumsamin tónlist hefur ekki aðeins
áunnið sér þegnrétt á íslenzkum leik-
sviðum; greinin stendur með blóma
- og ef marka má sýnishornin sem
í boði voru í Hlaðvarpanum á mið-
vikudagskvöldið var, þá á framlag
Hjálmars H. Ragnarssonar ekki lít-
inn þátt í því.
Nú kann hins vegar að vera, að
spilamennskan umrætt miðvikudags-
kvöld sé ekki fyllilega marktæk.
Þótt skömm sé frá að segja, þá hef-
ur undirritaður ekki séð eina einustu
19 nemendur óperudeildar deila
með sér hlutverkunum átta: Inga
Björg Stefánsdóttir, Jóna Fanney
Svavarsdóttir, Kristjana Stefáns-
dóttir, Nanna María Cortes og Soff-
ía Stefánsdóttir skipta með sér hlut-
verki Carmenar. Elín Huld Árnadótt-
ir og Elma Atladóttir syngja Micha-
elu, Hrafnhildur Björnsdóttir, íris
Erlingsdóttir, Elísabet Hermundar-
dóttir og Lovísa Sigfúsdóttir syngja
Frasquitu, og Hulda Björk Garðars-
dóttir, Ólöf Valsdóttir, Arndís Fann-
berg og Eygló Rut Óladóttir Merce-
des. Stefán Helgi Stefánsson syngur
Don Jose, Davíð Ólafsson og Krist-
ján F. Valgarðsson syngja nautaban-
ann Escamillo, Garðar Thor Cortes
syngur Remendato og Davíð Ólafs-
son Dancaire. Söngvararnir 19
mynda einnig kór óperunnar, sem
fer með veigamikið hlutverk.
Óperan er flutt í konsertformi,
píanóleikari er Iwona Jagla og
stjórnandi Garðar Cortes.
Sem
silfrað-
ur fáni
af ofanskráðum fímm uppfærslum,
og verður því hugboð hans um óvenju
vandaðan flutning þetta kvöld að
standa óstaðfest. Alltjent var ljóst,
að frammistaða tónlistarfólksins var
í úrvalsflokki, sem leikhúsgestir eiga
tæplega að venjast, a.m.k. þegar lif-
andi flutningur á í hlut.
Tónlist Hjálmars var öll úr verkum
Þjóðleikhússins frá árunum 1987 til
1993. Hún kom víða við á litaspjaldi
stílfræðinnar, allt frá tiltölulegu
hefðbundnu rómantísku tónamáli við
Ibsen yfir í óhamda en einkennilega
tímalausa framsækni við Garcia
Lorca. Það er engin furða, ef Hjálm-
ar er eftirsótt leikhústónskáld, því
fjölbreytni er fyrsta krafa fjalanna,
en hugvit og fagmennska tala einnig
sínu máli.
í „instrumental“-þáttunum (hve-
nær finnst viðunandi orð yfir þetta
þarfa hugtak?) úr „Marmara" fyrir
strengi kvað við amerískur athafna-
samur stórborgar-mínimalismi og
síðar stutt en göfugt sorgarlag í
anda Barbers, ágætlega leikið af
strengjakvintettinum. Klarinettsóló
Guðna Franzsonar úr Strauss- verk-
inu brilleraði með ofurveikum blæstri
á efsta tónsviði og sýndi meistaraleg
dýnamísk tilþrif í stuttri tónsmíð sem
borið gat sömu einkunnarorð og flest
atriði kvöldsins: hnitmiðað og áhrifa-
ríkt. Hin hæga sólaruppkomustemn-
ing í rúmstokkssenunni úr sama leik-
verki fyrir klarínett og strengja-
Tónleikaröð FÍH
Verk frá
endurreisnar-
ogbarokk-
tímanum
TÓNLEIKAR verða haldnir á
þriðjudag í sal Félags íslenskra
hljómlistarmanna að Rauðagerði
27.
Flytjendur eru Camilla Söder-
berg, sem leikur á blokkflautur,
Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, sem
leikur á víóla da gamba og bar-
okkselló og Snorri Örn Snorra-
son, sem leikur á lútu og teorbu.
Efnisskráin samanstendur af
verkum frá endurreisnar- og
barokktímanum, eftir Vincenzo
Fontana, Joseph Bodin De Bois-
mortier, Pierre Philidor, Franc-
esco Mancini, Arcancelo Corelli
o.fl. Tónleikarnir hefjast kl.
20.30.
kvartett í anda „Fin du Siécle“ alda-
mótanna var sömuleiðis einkar eter-
ísk og dulmögnuð.
Voces Thules sungu af segulbandi
Miserere (Miskunnarbæn), e.k. leiði-
stef við „13. krossferðina" eftir Odd
Björnsson með endurreisnarvirðuleika
og Péturskirkju-endurómi. Hefur tón-
skáldið vissulega verið öfundsvert af
jafnmiklu svigrúmi til viðamikillar
sköpunar, og mættu aðrir leikritshöf-
undar að ósekju sýna álíka skilning
á gildi tónlistar í verkum sínum. Úr
sömu sýningu lék Hjálmar á tón-
gervils„orgel“ ásamt fiðlu, klarínett
og selló, Adagio undir yfirlýstum
áhrifum frá Albinoni. Loks fluttu
Sverrir Guðjónsson kontratenór og
Kristinn Ámason gítarleikari „Fal-
seta“, spánskan söng með viðeigandi
leikhúslegum flamencotilþrifum.
Eins og Brahms kvað hafa þurft
að þola skugga Beethovens í sinni
1. sinfóníu, báru lög Hjálmars úr
Pétri Gaut með sér skuggann af
ódauðlegri tónlist Griegs við sama
verk. Ekki þó þannig, að lög Hjálm-
ars líktust svítu Griegs á neinn hátt;
þau hæfðu anda leiksins, voru gríp-
andi og látlaust og snoturt sungin
af Steinunni Ólínu leikkonu. En miðað
við annað voru þau tiltölulega ófrum-
legasta efnið á dagskránni.
Að öðmm ólöstuðum stóð Signý
Sæmundsdóttir sópran með pálmann
í höndunum eftir lokaatriðið, Þrjá
söngva án orða úr „Yermu", með
dyggri aðstoð Péturs Grétarssonar
slagverkara og Guðna Franzsonar á
klarínett og tinflautu. Tónlist Hjálm-
ars var í einu orði sagt mögnuð, og
hugarkvöl hinnar kúguðu Yermu
blakti „sem silfraður fáni um and-
rúmsloftið" (svo vitnað sé í smásögu
úr Deutsche Gegenwart) eftir ógleym-
anlega túlkun Signýjar á óvenju
kröfuhörðu en hrífandi vókalísuhlut-
verkj.
Ríkarður Ö. Pálsson
Fundarboð
Aðalfundur Golfklúbbsins Keilis verður haldinn
í golfskálanum sunnudaginn 3. desember nk.
og hefst hann kl. 13.30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórn Golfklúbbsins Keilis.
Flug og hótel
Nú eigum við aðeins 18 sæti eftir í síðustu ferðina til London í
vetur, 30, nóvember. Frábært tækifæri til að njóta London, versla .
fyrir jólin og upplifa jólastemmninguna sem er einstök í
heimsborginni. Farið á fimmtudagskvöld og komið aftur á
sunnudagskvöldi og því aðeins einn frídagur.
Verð
24.930
kr.
m.v. 2 í herbergi, Ambassadors, 3 nætur, 30. nóv.
VerÖ með flugvallarsköttum.
Verð
29.530
kr.
m.v. 2 í herbergi, Bailey's, 3 nætur, 30. nóv.
Verð með flugvallarsköttum.
Síðustusætm
\\\ioudou
I
Í ,r.tiir ■.HEIMSFE RÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 562 4600.
„Prýði á
kvenfólki“
PRÝÐI á kvenfólki er yfirskrift dag-
skrár Listaklúbbs Leikhúskjallarans
mánudagskvöldið 27. nóvember.
„Dagskráin er um konur og kven-
lega hefð í íslenskum bókmenntum
frá upphafi til seinni hluta nítjándu
aldar þegar fyrsta ljóðabók eftir ís-
lenska konu kom út. Fjallað verður
um einkenni á skáldskap kvenna og
stöðu þeirra í íslenskri bókmennta-
sögu,“ segir í frétt frá Listaklúbbn-
um. Meðal skálda sem rætt verður
um og lesið eftir eru Steinunn Finns-
dóttir, Látra-Björg, Vatnsenda-Rósa,
Guðný frá Klömbrum og Júlíana
Jónsdóttir. Einnig verður fjallað um
ónafngreindan skáldskap sem varð-
veist hefur í munnmælum og óprent-
uð ljóð úr handritum.
Umsjónarmaður er Helga Kress
bókmenntafræðingur. Lesarar með
henni eru skáldin Ingibjörg Haralds-
dóttir, Nína Björk Ámadóttir og Vil-
borg Dagbjartsdóttir.
NOVEMBER LOK
Fjöldi tilboða út nóvember
30-50% afsláttur.
Kuldaskór - barnaskór - kvenskór - herraskór
OpiS laugard. kl. 10-16. Sunnud. kl. 13-17.
Næg bílastæði - Full búð af nýjum vörum - Næg bílastæði
SKOVERSLUN
KÓPAV0GS
HAMRAB0RG 3 • SÍMI 554 1754