Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell ELLERT og Ágústa með börnin rétt við heimili fjölskyldunnar í Fossvoginum. Ágústa heldur utan um Ellert Björgvin sem verður fjögurra ára 5. desember og Ellert styður við Evu Þorbjörgu sem er fimm ára síðan 23. mars. Ellert B. Schram hefur sinnt ábyrgðarstörfum á íslandi síðan hann útskrifaðist úr lagadeild Háskóla íslands 1966. Ekki alls fyrir löngu urðu tímamót hjá honum þegar hann hætti skyndilega sem ritstjórí DV eftir 15 ára starf en í samtali við Steinþór Guðbjarts- son kom fram að Ellert telur að breytingin verði sér til góðs. ELLERT er þekktur fyrir að koma til dyranna eins og hann er klæddur. Hefur ákveðnar skoðanir á hlutunum, fylgir þeim eftir og fær þeim oftast framgengt. Er metnaðarfull- ur og hefur alls staðar verið í fremstu röð í því sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Ábyrgðarfullur og al- varlegur þegar það á við en hrókur alls fagnaðar á góðri stundu. „Bless- aður komdu inn, dagurinn er hvort sem er eyðilagður!“ stendur á spjaldi sem er á forstofuhurðinni heima hjá þeim hjónum, Ellert og Ágústu Jó- hannsdóttur, og bömum þeirra, Ell- ert Björgvin og Evu Þorbjörgu, og skilaboðin eiga vel við manninn sem kemur afslappaður til dyra í gaila- buxum og fráhnepptri skyrtu, rétt kominn úr fundarferð í útlöndum og á leiðinni í aðra slíka. Ekki eingöngu eigin ákvörðun Frekar hljótt hefur verið um Ellert á innlendum vettvangi síðan hann hætti sem ritstjóri DV í haust eftir að hafa farið skyndilega í „frí“ í vor sem hann kom aldrei úr. Hann hefur samt ekki setið auðum höndum og sennilega aldrei haft eins mikið að gera fyrir íþróttasamband íslands, ISÍ, og Knattspyrnusamband Evr- ópu, UEFA, í störfum sem hann hefur sinnt sem áhugamálum í frí- stundum. Miðað við reynsluna má samt ætla að um sé að ræða stund á milli stríða, ákveðna biðstöðu áður en önnur og ný verkefni taka við, en Ellert sagði við Morgunblaðið að engin ráðagerð varðandi framtíðina væri í gangi nú frekar en áður. Og brotthvarfið frá DV eftir 15 ára starf sem ritstjóri hefði borið óvænt að. „Ég hef engar sérstakar ráðagerð- ir á pijónunum. Það að ég skyldi hætta á DV var ekki eingöngu mín eigin ákvörðun og þaðan af síður áfangi á framabraut. Það sem ég tek að mér núna er á meðan er og reynsla mín af lífínu er sú að eitt tekur við af öðru. Ég er ekki skipulagður maður.“ En af hvetju hættirðu sem ritstjóri DV? „Ætli ég hafi ekki verið búinn með kvótann. Það að vera ritstjóri er krefjandi starf. Það er 24 tíma vakt allan sólarhringinn allan ársins hring. Á sama tíma hef ég verið í forystustörfum hjá íþróttahreyfing- unni, fyrst hjá Knattspyrnusamband- inu og síðan hjá Iþróttasambandinu, og allt hefur það tekið sinn tíma. Þetta tvennt hefur auðvitað valdið togstreitu og árekstrum og sjálfsagt hefur verið komin þreyta í mig. Eg fann það, vinnuveitandinn fann það, þannig að það varð að samkomulagi að semja um starfslok." Var sársaukalaust af þinni hálfu að hætta sem ritstjóri? „Það er eftirsjá í skemmtilegu starfi og samstarfsmönnum sem ég hef unnið með í langan tíma. Til að byija með var þetta viss tilfinning ósigurs en eftir að hafa yfirunnið þá tilfinningu er ég sáttur við þessa niðurstöðu. Ég held að hún geri mér gott. Ég hef í raun gengið í gegnum svona áður. Fyrst þegar ég hætti sem skrifstofustjóri borgarverkfræðings og fór á þing 1971 var eftirsjá í því góða starfi sem ég hafði hjá borgar- verkfræðingi. Þar leið mér afskap- lega vel. Svo hætti ég aftur á þingi og það var mikil eftirsjá í því en þá varð ég að velja á milli blaðsins og þingsins. En eftir á að hyggja hafa þessar breytingar orðið mér til góðs að því leyti að ég hef þroskast, ég hef fengið ný viðfangsefni og getað hlaðið batteríin upp á nýtt. Það var líka stór ákvörðun þegar ég hætti sem formaður KSÍ eftir 16 ára starf. KSÍ var hluti af lífi mínu í langan tíma en á þeim tímamótum lofaði ég Ágústu og fjölskyldunni að hætta öllu félagsmálavafstri. Það var ekki liðið ár_ þ_ar til ég var orðinn varaforseti ÍSÍ og síðan forseti. Þannig að það tekur eitt við af öðru og þetta er þa,ð sem maður kallar yfir sig sjálfur. Kannski er þetta það sem gefur lífinu gildi, að skipta um vettvang og skipta um umhverfi og falla fyrir freistingum." Flestum finnst það sjálfsagt óeðli- legt að yfirgefa vel launað starf án þess að hafa nokkuð annað fast í hendi nema tímabundið á sviði íþrótt- anna. „Enda gerði ég það nauðugur vilj- ugur eins og ég hef lýst fyrir þér. Ég flokka það undir örlög, áhættu og spennu enda er ég spennufíkill. Það má heldur ekki gleyma því að loksins núna býðst mér þóknun fyrir störf mín í íþróttahreyfingunni. Það þótti raunar fréttnæmt þótt ég hefði haldið að hitt væri fréttnæmara að fram að þessu hef ég aldrei feng- ið krónu greidda fyrir íþróttastörf." Þú segir að störfin fyrir íþrótta- hreyfínguna hafi verið nánast fullt starf og síðan varstu á vakt allan sótarhringinn allt árið á DV. Hvernig gastu sinnt þessu? „Ef menn skipuleggja tíma sinn og eru duglegir og áhugasamir má koma mörgu í verk. En því er ekki 1- I I L l L l I I I I 1 L I I C I I t I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.