Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ Ljósmyndasýning í anddyri Morgunblaðshússins Morgunblaðið/Sverrir STOÍSK RÓ er heiti þessarar myndar sem er á sýningunni í anddyri Morgunblaðsins. SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 9 Heimsklúbbudnn iyrir þig ......... ...... — SeúU London í jólaskarti'V Glæsilegur inngangur jólanna, þar sem jólahefðin ríkir. Gæðaferð á góðu hóteli í miðborginni 'fyrir lágt verð, með fararstjóra. Skoðunarferð og fjölbreytt prógramm valið af smekkvísi. Síðustu sætin. Karíbahafið - Dóminíkana Allt innifalið á ótrúlegu verði. Tilboðsferðir í janúar að seljast upp. Nú einnig siglingar á sértilboði - 2 fyrir I á glæsilegustu skemmtiskipum heimsins - ef pantað er strax (sjá nánar nk. þriðjudag). FARSEÐLAR Sérstök sanmingsfagjöld Heimsklúbbsins & Pin'mu meö fremstu flttgfélögum á stórlækkuðu verði. Dæmi:Thailand frá kr. 75.000 Ástralía frá kr. 99.000 Valin hótel um allan heim á sérverði. Ferð með Heimsklúbbnum - betri kostur. Austurstræti 17,4. hæð 101 Reykjavík, sími 562-0400, fax 562-6564 F E R Ð ASKRIFSTOFAN PRIMA" HEIMSKLUBBUR INGOLFS Beðið eftir friði í ANDDYRI Morgunblaðshúss- ins, Kringlunni 1, hefur verið komið upp nýrri ljósmyndasýn- ingu sem ber yfirskriftina Beðið eftirfriði. Sverrir Vilhelmsson ljósmyndari og Urður Gunnars- dóttir blaðamaður voru á ferð í Bosniu-Herzegóvínu og Krajina fyrir skömmu til að kynna sér ástandið af eigin raun. Vonir standa til að friður sé nú á næsta leiti í Bosníu-Herzeg- óvínu í kjölfar friðarsamninga múslima, Króata og Serba. Atök- in I Bosníu hafa legið niðri um nokkurra vikna skeið vegna vopnahlésins og stríðsþreyttir múslimar, Króatar og Serbar . eiga þá ósk heitasta að friður komist á svo að þeir geti farið að lifa eðlilegu lífi og byggja upp eftir alla þá eyðileggingu sem orðin er. Afrakstur ferðarinnar hefur birst lesendum í þremur grein- um; Beðið eftir friði, Einmana, gömul og gleymd og Frá Borgar- spítalanum til Bosníu. Úr ferð- inni hafa verið valdar 19 myndir sem eru á þessari sýningu. Sýningin stendur til föstudags- ins 8. desember nk. og er opin frá kl. 8-18 alla virka daga og laugardaga kl. 8-12. Morgunblaðið/Ásdís ÞORSTEINN Asgeirsson, forseti bæjarstjórnar á Ólafsfirði, af- hendir Þorsteini Pálssyni, dómsmálaráðherra, áskorunina. Ólafsfjörður Sýslumannsembætti verði ekki fellt niður ÞORSTEINN Ásgeirsson, forseti bæjarstjórnar á Ólafsfirði, hitti Þor- stein Pálsson, dómsmálaráðherra, sl. föstudag og afhenti honum áskorun rúmlega 400 Ólafsfirðinga um að sýslumannsembætti á Ólafsfirði verði ekki fellt niður í sparnaðarskyni. „Ólafsfjörður á 50 ára kaupstað- arafmæli í ár og sýslumannsembætt- ið einnig,“ segir Þorsteinn Ásgeirs- son. „Hér er því löng hefð fyrir sýslu- manni og við teljum að hagræða megi á annan hátt en taka af okkur þessa lágmarksþjónustu, sem ég tel að muni bitna einna verst á gömlu fólki." RANNÍS Rannsóknarráð Islands auglýsir styrki úr eftirfarandi sjóðum með umsóknarfrest til 15. janúar 1996: * Vísindasjóði er hefur það hlutverk að efla vísindarannsóknir. * Tæknisjóði er hefur það hlutverk að styðja nýsköpun t íslensku atvinnulífi með því efla tækniþekkingu, rannsóknir og þróunarstarf. Umsækjendur geta verið: * Vísindamenn og sérfræðingar. * Háskólastofnanir og aðrar vísinda- og rannsóknastofnanir. * Fyrirtæki, einstaklingar og samtök er hyggjast vinna að rannsóknum og nýsköpun. Veittir eru þrenns konar styrkir úr ofangreindum sjóðum sem hér segir: (1) „Verkefnastyrkir“ til fræðilegra og hagnýtra verkefna. Miðað er við að upphæð styrkja geti numið allt að 5.000 þús kr. (2) „Forverkefna- og kynningarstyrkir“ (umsóknarfrestur er opinn) * til undirbúnings til stærri rannsókna- og þróunarverkefna, allt að 600 þús kr. * til að fylgja eftir og koma framfæri niðurstöðum verkefna sent lokið er * styrkir til undirbúnings umsókna í 4. Rammaáætlun Evrópusambandsins, allt að 300 þús kr. (3) „Starfsstyrkir“ Veittar verða tvær tegundir starfsstyrkja: * Rannsóknastöðustyrkir" eru veittir úr Vísindasjóði til tímabundinna starfa vísindamanna, er nýlega hafa lokið doktorsprófi eða hlotið samsvarandi menntun við viður- kennda háskóla. Styrkir eru veittir til allt að 3ja ára til starfa við innlenda stofnun og nema launum sérfræðings. * „Tæknimenn í fyrirtæki“ er heiti styrkja sem veittir eru úr Tæknisjóði til fyrirtækja í þeim tilgangi að ráða vísinda- og/eða tæknimenntað fólk til starfa. Styrkir eru veittir til allt að 5ja ára og nema hálfum launakostnaði sérfræðings. Matsforsendur Vísindasjóður: Mat á umsóknum til Vísindasjóðs skal fyrst og fremst byggja á eftirfarandi: * Vísindaiegu gildi viðfangsefnisins. Hæfni umsækjenda tii að ieysa verk- efnið samkvæmt mati á menntun þejrra, reynsiu og árangri. * Raunhæfri verk- og kostnaðaráætlun. * Aðstöðu umsækjenda til að ná settu marki. Að auki leggur Rannsóknarráð íslands áher- slu á að verkefni stuðli að aukinni samvirkni og leiði þannig til eflingar vísindastarfsemi á viðkomandi sviði hér á landi. Ennfremur njóta þau verkefni for- gangs að öðru jöfnu, sem beínast að við- fangsefnum þar sem líklegt er að íslendingar getið náð góðum árangri. Tæknisjóður: Mat á umsóknum til Tæknisjóðs skal fyrst og fremst byggja á eftirfarandi: * Vísindalegu eða tæknilegu nýnæmi. * Hagnýtu gildi viðfangsefnisins fyrir íslenskt atvinnulíf. * Hæfni umsækjenda til að leysa verk- efnið samkvæmt mati á menntun þeirra, reynslu og árangri. * Raunhæfri verk- og kosnaðaráætlun. * Aðstöðu umsækjenda til að ná settu marki. Eyðublöð og Ieiðbeiningar (einnig á tölvudisklingi) verða tilbúin 27. nóv. nk. og skal sækja til Rannsóknarráðs íslands, Laugavegi 13, sími 562 1320, fax 5529814. K \ ■'H N O-vN ' VV \ 0 $2 « 0 ■ .. •-> * 0 • ° ° L O
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.