Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/ STJÖRNUBÍÓ hefur tekið til sýninga kvikmyndina Desperado effcir Robert Rod- rígnez með spænska kyntáknið Antonio Banderas í aðalhlutverki. í aukahlutverkum eru hin mexó- kóska Salma Hayek, Quentin Tarantino, Cheech Marin, og Portúgalinn Joaquim de Almeida. Farand- söngvarinn snýraftur DESPERADO er í aðra röndina framhald en í hina endurgerð myndarinnar E1 Mariachi, sem gerði leíkstjórann Robert Rodr- iguez frægan árið 1992, og flall- aði um mexíkóskan farandsöngv- ara (mariachi), sem fyrir misskiln- ing verður fyrst skotspónn og síð- an ógnvaldur glæpamanna. Nú snýr kappinn (Antonio Banderas) aftur, svartklæddur að vanda og með gítartösku fulla af skotvopn- um til að takast á við alræmda og blóðþyrsta mexíkóska eitur- lyfjasala. Blóði drifin slóð farand- söngvarans liggur að vígi síðasta og hættulegasta eituriygasalans. Með því að ráða niðuriögum hans í blóðugu uppgjöri vonast farand- söngvarinn tn að enduriieima sálu sír.a. Robert Rodriguez gerði E1 Mar- iachi árið 1992 fyrir jafnvirði um 400 þúsund króna. Myndin sló svo rækilega í gegn að hæpið er að mörg dæmi séu um að lögleg fjír- festing hafi skilað jafnmiklmn arðí á jafnskömmum tíma. Síðan hefur Rodriguez verið að sýsla eitt óg annað á vegum kvik- myndafyrirtækj anna í Hollywood, þar á meðal við að gera aðra mynd um farandsöngvarann svartklædda og fjallmyndariega, að þessu sinni með fullar hendur fjár. Sjálfur lýsir Rodrigues — sem auk þess að leikstýra, fraxnleiðir, skrifar handrit, stýrir kvikmynda- tökum að hluta til og klippir myndina sjálfur — verid sínu á þennan hátt: „Þetta er önnur myndin í einstakri seriu sem ger- ist í Mexíkó og Qallar um Iista- manninn sem hetju; svartklæddan tónlistarmann. með gítartösku fulla af vopnum. Þetta er skrítinn nútímavestri; á engan hátt dæmi- gerð bíómynd." Ásamt Rodriguez, sem tekur sér m.a. Sam Peckinpah og Sergio Leone til fyrirmyndar í kvik- myndagerð, framleiða myndina eiginkona hans, Elizabeth Avell- án, og Carios Gallardo, félagi Rodriguez, sem fór með hlutverk farandsöngvarans í fyrri mynd- inni. En í Desperado er það enginn annar en spænski hjartaknúsarinn Antonio Banderas sem var feng- inn til leiks. „Desperado sækir margt til klassískra vestra og hasarmynda," segir Banderas. „Myndin hefur á sér rómantískt ÞAÐ hitnar í kolunum hvar sem farandsöngvarinn (Antonio Banderas) og ástkona hans (Selma Hayek) eiga leið um. QUENTIN Tarantino, Cheech Marin og Jouaquim de Almeida eru meðal þeirra sem verða á vegi söngvarans. og gamansamt yfirbragð en af því að þetta er líka hasarmynd þá er í henni heilingur af spreng- ingum og alvöruspennu. Samt er þetta ekki bara hasarmynd því það er galsi og húmor í hasamum. Hasaratriðin eru samin eins og ballett og líkamstjáning farand- söngvarans sækir ýmislegt til nautabana og dansara," segir Banderas, sem hér leikur hasar- hetju í fyrsta skipti. Hann sker sig úr hópi hasar- myndaleikara að því leyti að hann sjálfur framkvæmdi öll áhættu- atriði en lét ekki staðgengia um að taka áhættuna. Að auki syngur hann sjálfur lög farandsöngvar- ans, leikur á gítar hans og dansar. Banderas segir að eftir fyrstu reynslu sína af gerð spennumynd- ar af þessu tagi sé eitt sem standi upp úr í minningunni. „Sársauk- inn. Flest kvöld gat ég mig varla hreyft og eyddi löngum tíma í að bera krem og olíur á hné og oln- boga til að lina sársaukann eftir áhættuatriðin. En ég held að þetta hafí komið sér vel og skilað sér í myndinni. Farandsöngvarinn gengur um með mikinn innibyrgð- an sársauka." Antonio Banderas er auðvitað ekki einn á ferð í myndínni. Far- andsöngvarinn fellur fyrir feg- urstu konu landamærahéraðanna, Carolina, sem á og rekur kaffihús og bókabúð í bænum þar sem flestir íbúamir eru ólæsir. í hlutverk hennar valdi Rodr- iguez hina ægifögru mexíkósku sjónvarps- og kvikmyndastjömu Salma Hayek. Glæpamanninn, erkióvin farandsöngvarans, sótti hann til Portúgals þaðan sem leik- arinn Jouaquim de Almeida kem- ur. Steve Buscemi, sem m.a. er þekktur úr Reservoir Dogs, leikur besta vin og hjálparhellu farand- söngvarans. I aukahlutverkum era m.a. sjálfur Quentin Tarantino, vinur Rodriguez, og Cheech Marin, helmingur dúettsins Cheech og Chong, sem margir kannast við. Þeir tveir síðastnefndu fyUa þann 84-manna flokk sem feUur fyrir byssukúlum á leið farandsöngvar- ans til frelsunar í myndinni De- sperado. Don Juansjálfur J»EGAR ég fer út að borða með Hollywood-fólki þá vBl það aUt- af tala um bissness og peninga. Hér vili enginn maður tala um lífið og Iistina. Það fer hræði- lega mikið í taugamar á mér,“ segir Antonio Banderas, spænski stórleikarinn og nýj- asta HoUywood-kyntáknið, að- spurður um hel.sta muninn á því fólki sem fæst við kvikmynda- gerð í Hollywood og heimalandi hans, Spáni. Bandariskt kvik- myndatímarit kaUaði hann á dögunnm hinn raunverulega Don Juan. Hlutverk farandsöngvarans í Desperado var fyrsta aðaihlut- verk hins 35 ára gamla Antonio Banderas í bandarískri kvik- mynd og jafnframt fyrsta hasarmyndin sem hann leikur L Áður hafði hann leikið í um það bil 30 kvikmyndum í heima- laiMÍi sinu, Spáni, og var orðin kvikmyndastjarna og kyntákn í Evrópu þar sem Iiann var þekktur úr kvikmyndum Car- losar Saura en einkum úr Pedro Almadovar-myndunum Bittu mig, elskaðu mig og Konur á barmi taugaáfalls. Leiðir Hollywood og Antonio Banderas lágu saman árið 1992 þegar hann Iék á móti Armand Assante aðalhlutverk í mynd- inni Mambo Kings. Það var höf- undur þeirrar myndar Arnie Glimcher, sem hafði þá sann- færingu að Banderas væri rétti maðurinn í hlutverk tónlistar- mannsins Nestors Castillo, jafn- vel þótt hann væri með öllu óþekktur í Bandaríkjunum. Banderas, sem var búsettur í heimaborg sinni Malaga, hélt vestur um haf þótt hann talaði ekki stakt orð I ensku, Iærði enskumælandi hluta ruilunnar sinnar án þess að skilja orð í málinu ogsló svo ræköega í gegn að frá frumsýningardegi hefur Hollywood séð í þessum margreynda spænska gæðaleik- ara meiriháttar kyntákn með nánast ótæmandi markaðs- möguleika. Frá því að MamI»o Kings var frumsýnd hefur vart liðið sá dagur að Antonio Banderas væri ekki önnum kafinn við kvikmyndagerð í Bandaríkjun- um og vestanhafs er ölllum orð- ið löngu Ijóst að maðurinn hefur margt annað til brunns að bera en útlitið eitt saman. Leikhæfi- leikar hans og listrænn metnað- ur mega vera flestum sem séð hafa til hans á hvíta tjakiinu augijósir. Hann skilaði eftirminnilegum ieik sem elskbugi Tom Hanks í óskarsverðlaunamyndinni Philadelphia og í litlu hlutverki í Interview With a Vampire skyggði hann jafnt á sjálfan Tom Cruise og Brad Pitt. í hinni misheppnuðu mynd »m HÚS anðanna var hann á ferð með Meryl Streep, Jeremy Irons, Winona Kyder og Glenn Close og í Miami Rapsody lék hann á móti Sarah Jessica Parke og Mia Farrow. Um þessar mundir eru auk Desperado þrjár kvikmyndir með Banderas í stórum hlut- verkum ýmist nýfrumsýndar eða á lokastigum vinnslu. Þar er um að ræða spennu- myndina Never Talk to Stran- gers þar sem hann er ásamt Rebeccu DeMornay í aðalhlut- verki: Assassins þar sem hann er aftur á ferðinni í hasarmynd að þessu sinni sem ungur leigu- morrHngi sem vitt drepa Sylvest- er Stailone og síðast en ekki síst Four Rooms, samvinnnverk- efni ieikstjóranna Robert Rodr- iguez, Quentiu Tarantinos, Alli- son Anders og Alex Rockwells. ANTONIO Banderas ásamt vini sínum og samstarfsmanwi, leikstjóranum Robert Rodriguez. Að auki er væntanleg innan tíðar myndin Two Much þar sem Banderas er í aðalhlutverki svikahrapps sem þykist vera tvíburabræður (!) og heldur við bæði Darryl Hannah og Meianie Griffith. Það var einmitt við tökur á Two Much sem þau kynntust GrifFith og Banderas en um þessar stundir eru þau flutt sam- an ásamt börnum Melanie frá hjónabandi hennar og Don John- sons í hús sem þau leigja af Michelle PfeifTer. Samband þessara tveggja Hollywood-stjarna hefur verið kjaftaskúmum og slúðurhlöðum vestanhafs óþrjótandi umræðu- efni upp á síðkastið og befur reynst skötuhjúunum erfitt, eklri síst Banderas, sem á um þessar mundir í skOnaðarmáli á Spáni tO að slita sambandi sínu og eig- inkonu sinnar til margra ára. En hvað sem öðru líður þarf hann ekki að örvænta vegna verkefnaleysis í náinni framtið. Nú eru uppi raddir um að hann sláist I lið með Robert Rodrign- ez og taki að sér að leika hinn spænskumælandi súpermann, Zorro, í mynd sem væntanlega verður gerð á næstunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.