Morgunblaðið - 26.11.1995, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIR/ STJÖRNUBÍÓ hefur tekið til sýninga kvikmyndina Desperado effcir Robert Rod-
rígnez með spænska kyntáknið Antonio Banderas í aðalhlutverki. í aukahlutverkum eru hin mexó-
kóska Salma Hayek, Quentin Tarantino, Cheech Marin, og Portúgalinn Joaquim de Almeida.
Farand-
söngvarinn
snýraftur
DESPERADO er í aðra röndina
framhald en í hina endurgerð
myndarinnar E1 Mariachi, sem
gerði leíkstjórann Robert Rodr-
iguez frægan árið 1992, og flall-
aði um mexíkóskan farandsöngv-
ara (mariachi), sem fyrir misskiln-
ing verður fyrst skotspónn og síð-
an ógnvaldur glæpamanna. Nú
snýr kappinn (Antonio Banderas)
aftur, svartklæddur að vanda og
með gítartösku fulla af skotvopn-
um til að takast á við alræmda
og blóðþyrsta mexíkóska eitur-
lyfjasala. Blóði drifin slóð farand-
söngvarans liggur að vígi síðasta
og hættulegasta eituriygasalans.
Með því að ráða niðuriögum hans
í blóðugu uppgjöri vonast farand-
söngvarinn tn að enduriieima sálu
sír.a.
Robert Rodriguez gerði E1 Mar-
iachi árið 1992 fyrir jafnvirði um
400 þúsund króna. Myndin sló svo
rækilega í gegn að hæpið er að
mörg dæmi séu um að lögleg fjír-
festing hafi skilað jafnmiklmn
arðí á jafnskömmum tíma.
Síðan hefur Rodriguez verið að
sýsla eitt óg annað á vegum kvik-
myndafyrirtækj anna í Hollywood,
þar á meðal við að gera aðra
mynd um farandsöngvarann
svartklædda og fjallmyndariega,
að þessu sinni með fullar hendur
fjár.
Sjálfur lýsir Rodrigues — sem
auk þess að leikstýra, fraxnleiðir,
skrifar handrit, stýrir kvikmynda-
tökum að hluta til og klippir
myndina sjálfur — verid sínu á
þennan hátt: „Þetta er önnur
myndin í einstakri seriu sem ger-
ist í Mexíkó og Qallar um Iista-
manninn sem hetju; svartklæddan
tónlistarmann. með gítartösku
fulla af vopnum. Þetta er skrítinn
nútímavestri; á engan hátt dæmi-
gerð bíómynd."
Ásamt Rodriguez, sem tekur
sér m.a. Sam Peckinpah og Sergio
Leone til fyrirmyndar í kvik-
myndagerð, framleiða myndina
eiginkona hans, Elizabeth Avell-
án, og Carios Gallardo, félagi
Rodriguez, sem fór með hlutverk
farandsöngvarans í fyrri mynd-
inni.
En í Desperado er það enginn
annar en spænski hjartaknúsarinn
Antonio Banderas sem var feng-
inn til leiks. „Desperado sækir
margt til klassískra vestra og
hasarmynda," segir Banderas.
„Myndin hefur á sér rómantískt
ÞAÐ hitnar í kolunum hvar sem farandsöngvarinn (Antonio
Banderas) og ástkona hans (Selma Hayek) eiga leið um.
QUENTIN Tarantino, Cheech Marin og Jouaquim de Almeida
eru meðal þeirra sem verða á vegi söngvarans.
og gamansamt yfirbragð en af
því að þetta er líka hasarmynd
þá er í henni heilingur af spreng-
ingum og alvöruspennu. Samt er
þetta ekki bara hasarmynd því
það er galsi og húmor í hasamum.
Hasaratriðin eru samin eins og
ballett og líkamstjáning farand-
söngvarans sækir ýmislegt til
nautabana og dansara," segir
Banderas, sem hér leikur hasar-
hetju í fyrsta skipti.
Hann sker sig úr hópi hasar-
myndaleikara að því leyti að hann
sjálfur framkvæmdi öll áhættu-
atriði en lét ekki staðgengia um
að taka áhættuna. Að auki syngur
hann sjálfur lög farandsöngvar-
ans, leikur á gítar hans og dansar.
Banderas segir að eftir fyrstu
reynslu sína af gerð spennumynd-
ar af þessu tagi sé eitt sem standi
upp úr í minningunni. „Sársauk-
inn. Flest kvöld gat ég mig varla
hreyft og eyddi löngum tíma í að
bera krem og olíur á hné og oln-
boga til að lina sársaukann eftir
áhættuatriðin. En ég held að þetta
hafí komið sér vel og skilað sér í
myndinni. Farandsöngvarinn
gengur um með mikinn innibyrgð-
an sársauka."
Antonio Banderas er auðvitað
ekki einn á ferð í myndínni. Far-
andsöngvarinn fellur fyrir feg-
urstu konu landamærahéraðanna,
Carolina, sem á og rekur kaffihús
og bókabúð í bænum þar sem
flestir íbúamir eru ólæsir.
í hlutverk hennar valdi Rodr-
iguez hina ægifögru mexíkósku
sjónvarps- og kvikmyndastjömu
Salma Hayek. Glæpamanninn,
erkióvin farandsöngvarans, sótti
hann til Portúgals þaðan sem leik-
arinn Jouaquim de Almeida kem-
ur. Steve Buscemi, sem m.a. er
þekktur úr Reservoir Dogs, leikur
besta vin og hjálparhellu farand-
söngvarans.
I aukahlutverkum era m.a.
sjálfur Quentin Tarantino, vinur
Rodriguez, og Cheech Marin,
helmingur dúettsins Cheech og
Chong, sem margir kannast við.
Þeir tveir síðastnefndu fyUa þann
84-manna flokk sem feUur fyrir
byssukúlum á leið farandsöngvar-
ans til frelsunar í myndinni De-
sperado.
Don Juansjálfur
J»EGAR ég fer út að borða með
Hollywood-fólki þá vBl það aUt-
af tala um bissness og peninga.
Hér vili enginn maður tala um
lífið og Iistina. Það fer hræði-
lega mikið í taugamar á mér,“
segir Antonio Banderas,
spænski stórleikarinn og nýj-
asta HoUywood-kyntáknið, að-
spurður um hel.sta muninn á því
fólki sem fæst við kvikmynda-
gerð í Hollywood og heimalandi
hans, Spáni. Bandariskt kvik-
myndatímarit kaUaði hann á
dögunnm hinn raunverulega
Don Juan.
Hlutverk farandsöngvarans í
Desperado var fyrsta aðaihlut-
verk hins 35 ára gamla Antonio
Banderas í bandarískri kvik-
mynd og jafnframt fyrsta
hasarmyndin sem hann leikur
L Áður hafði hann leikið í um
það bil 30 kvikmyndum í heima-
laiMÍi sinu, Spáni, og var orðin
kvikmyndastjarna og kyntákn í
Evrópu þar sem Iiann var
þekktur úr kvikmyndum Car-
losar Saura en einkum úr Pedro
Almadovar-myndunum Bittu
mig, elskaðu mig og Konur á
barmi taugaáfalls.
Leiðir Hollywood og Antonio
Banderas lágu saman árið 1992
þegar hann Iék á móti Armand
Assante aðalhlutverk í mynd-
inni Mambo Kings. Það var höf-
undur þeirrar myndar Arnie
Glimcher, sem hafði þá sann-
færingu að Banderas væri rétti
maðurinn í hlutverk tónlistar-
mannsins Nestors Castillo, jafn-
vel þótt hann væri með öllu
óþekktur í Bandaríkjunum.
Banderas, sem var búsettur
í heimaborg sinni Malaga, hélt
vestur um haf þótt hann talaði
ekki stakt orð I ensku, Iærði
enskumælandi hluta ruilunnar
sinnar án þess að skilja orð í
málinu ogsló svo ræköega í
gegn að frá frumsýningardegi
hefur Hollywood séð í þessum
margreynda spænska gæðaleik-
ara meiriháttar kyntákn með
nánast ótæmandi markaðs-
möguleika.
Frá því að MamI»o Kings var
frumsýnd hefur vart liðið sá
dagur að Antonio Banderas
væri ekki önnum kafinn við
kvikmyndagerð í Bandaríkjun-
um og vestanhafs er ölllum orð-
ið löngu Ijóst að maðurinn hefur
margt annað til brunns að bera
en útlitið eitt saman. Leikhæfi-
leikar hans og listrænn metnað-
ur mega vera flestum sem séð
hafa til hans á hvíta tjakiinu
augijósir.
Hann skilaði eftirminnilegum
ieik sem elskbugi Tom Hanks í
óskarsverðlaunamyndinni
Philadelphia og í litlu hlutverki
í Interview With a Vampire
skyggði hann jafnt á sjálfan
Tom Cruise og Brad Pitt.
í hinni misheppnuðu mynd
»m HÚS anðanna var hann á
ferð með Meryl Streep, Jeremy
Irons, Winona Kyder og Glenn
Close og í Miami Rapsody lék
hann á móti Sarah Jessica
Parke og Mia Farrow.
Um þessar mundir eru auk
Desperado þrjár kvikmyndir
með Banderas í stórum hlut-
verkum ýmist nýfrumsýndar
eða á lokastigum vinnslu.
Þar er um að ræða spennu-
myndina Never Talk to Stran-
gers þar sem hann er ásamt
Rebeccu DeMornay í aðalhlut-
verki: Assassins þar sem hann
er aftur á ferðinni í hasarmynd
að þessu sinni sem ungur leigu-
morrHngi sem vitt drepa Sylvest-
er Stailone og síðast en ekki
síst Four Rooms, samvinnnverk-
efni ieikstjóranna Robert Rodr-
iguez, Quentiu Tarantinos, Alli-
son Anders og Alex Rockwells.
ANTONIO Banderas ásamt vini sínum og samstarfsmanwi,
leikstjóranum Robert Rodriguez.
Að auki er væntanleg innan
tíðar myndin Two Much þar
sem Banderas er í aðalhlutverki
svikahrapps sem þykist vera
tvíburabræður (!) og heldur við
bæði Darryl Hannah og Meianie
Griffith.
Það var einmitt við tökur á
Two Much sem þau kynntust
GrifFith og Banderas en um
þessar stundir eru þau flutt sam-
an ásamt börnum Melanie frá
hjónabandi hennar og Don John-
sons í hús sem þau leigja af
Michelle PfeifTer.
Samband þessara tveggja
Hollywood-stjarna hefur verið
kjaftaskúmum og slúðurhlöðum
vestanhafs óþrjótandi umræðu-
efni upp á síðkastið og befur
reynst skötuhjúunum erfitt, eklri
síst Banderas, sem á um þessar
mundir í skOnaðarmáli á Spáni
tO að slita sambandi sínu og eig-
inkonu sinnar til margra ára.
En hvað sem öðru líður þarf
hann ekki að örvænta vegna
verkefnaleysis í náinni framtið.
Nú eru uppi raddir um að hann
sláist I lið með Robert Rodrign-
ez og taki að sér að leika hinn
spænskumælandi súpermann,
Zorro, í mynd sem væntanlega
verður gerð á næstunni.