Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B/C 278. TBL. 83. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Verkfallsmönnum fjölgar í Frakklandi Ríkisstjórnin hvikar hvergi París. Reuter. ALAIN Juppe, forsætisráðherra Frakklands, boðaði stjórnina til bráðafund- ar síðdegis í gær vegna verkfalla opinberra starfsmanna og talsmaður hennar sagði eftir fundinn að hvergi yrði hvikað frá áformum um breyt- ingar á velferðarkerfinu. Alain Lamassoure, talsmaður stjórnarinnar, sagði að hún væri staðráðin í að minnka rekstrarhalla velferðarkerfisins með því að hækka skatta, draga úr útgjöldum til heilbrigðismála og hækka eftirlaunaaldur ríkisstarfsmanna. Hins vegar væri stjórnin reiðubúin til viðræðna við stéttarfélögin um sjónarmið þeirra. Alain Juppe ávarpar þingið í Hindra 8 offram- boð á laxi Ósló. Morgunblaðið. JAN Henry T. Olsen, sjávarútvegs- ráðherra Noregs, hefur gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir of- framboð á laxi. Frá og með deginum í dag og fram til 15. janúar nk. verð- ur bannað að fóðra laxa sem eru yfir tvö kíló að þyngd. Búist er við að bannið muni draga úr laxaframboðinu um 40.000 tonn. Ástæða þessara aðgerða eru hótanir laxeldisstöðva í Evrópu um að krefj- ast þess að aðgangur Norðmanna að mörkuðum verði takmarkaður. Verð á laxi hefur sjaldan eða aldr- ei verið lægra í Evrópu en í haust, hefur farið niður í 200 ísl. kr. kílóið. Hermaður ákærður Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELSKUR hermaður var í gær formlega ákærður fyrir að hafa látið tilræðismann Yitzhaks Rabins, for- sætisráðherra ísraels, fá sprengiefni til að standa fyrir sprengjuherferð á hendur Palestínumönnum. Þetta er fyrsta ákæran sem fylgir í kjölfar morðsins á Rabin 4. nóvem- ber sl. Hermaðurinn, Arik Schwartz, er liðþjálfi í fótgönguiiði ísraelska hersins á Gólanhæðum. Hann er trú- aður gyðingur, en í fréttatilkynningu yfirvalda er handtaka hans ekki tengd beint við morðið á Rabin. Persson for- mannsefni Stokkhólmi. Reuter. GÖRAN Persson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, hefur fallist á að verða formannsefni jafnaðarmanna, að sögn sænska sjónvarpsins. Hafði sjónvarpið þetta eftir heimildarmanni „í góðri stöðu“. Talið er víst að Persson verði einn í framboði í leiðtogakjöri flokksins á næsta ári, er forsætisráðherra lands- ins, Ingvar Carlsson, lætur af emb- ætti. Mjög hefur verið þrýst á Pers- son að undanförnu að fara fram en hann hefur hingað til vísað því á bug og sagst fullsáttur í því embætti sem hann gegnir nú. dag þegar það ræðir tillögu sem sósíalistar hafa lagt fram um van- traust á stjórnina. Þar sem stjórn- arflokkarnir eru með um 80% þingsætanna eru mjög litlar líkur á að tillagan verði samþykkt. Jacques Chirac forseti, sem var í Afríkuríkinu Benín, kvaðst standa með forsætisráðherranum í ræðu sem sjónvarpað var í Frakk- landi á sunnudag. „Það er þessi leið umbóta, sem hefur verið frest- að alltof lengi, sem ég hef valið,“ sagði forsetinn. Verksmiðjum lokað? Mörg frönsk framleiðslufyrir- tæki hafa sagt að þau kunni að loka verksmiðjum sínum, einkum ef verkföllin breiðast út til vörubíl- stjóra og hafnarverkamanna, sem hafa hótað að leggja niður vinnu. Gengi frankans lækkaði í gær vegna deilunnar og hefur ekki verið jafn lágt í fimm vikur. ■ Verkföllin breiðast út/24 Reuter FRÖNSK yfirvöld gripu til þess ráðs í gær að bjóða fólki upp á ókeypis ferðir með bátum um Signu vegna verkfalls strætisvagna- og lestarstjóra sem hefur staðið í ellefu daga. Fyrstu hermenn NATO til Bosníu Sarajevo, Gornji Vakuf. Reuter FYRSTU hermennirnir á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) komu til Sarajevo í Bosníu í gær. Þar var um að ræða litla sveit breskra her- manna, en síðar í gær hofust flutningar bandarískra hermanna til starfa í Bosníu og telst það sögulegt því að bandarískui' landher hefur ekki komið nálægt átöknum í gömlu Júgóslavíu til þessa. Þeir voru sendir frá Þýskalandi til Ungveijalands. Þeir eiga að undirbúa komu 60 þúsund manna alþjóðaliðs undir stjórn NATO, sem ætlað er að tryggja að friðar- samkomulaginu í Bosníu verði framfylgt. Reuter TVEIR bandarískir hermenn, þeir fyrstu af 20 þúsund, sem ætlað er að verði við friðargæslu í Bosniu, ganga hér í fararbroddi breskrar sveitar, sem kom til Sarajevo í gær. Þetta eru fyrstu hermennirnir úr fjölþjóðaliðinu, sem verður undir stjórn Atlantshafsbandalagsins í Bosníu. Frakkar í hernaðarsamstarf NATO Brussel. Reuter. FRAKKAR hafa ákveðið að taka að nýju þátt í mestöllu hernaðar- samstarfi Atlantshafsbandalags- ins (NATO) vegna friðargæslu bandalagsins í Bosníu, að sögn háttsettra embættismanna hjá bandalaginu í gærkvöldi. Fullyrtu þeir að Herve de Cha- rette, utanríkisráðherra Frakk- lands, myndi tilkynna þetta á fundi með varnarmálaráðherrumNATO í Brussel í dag, þriðjudag. Frakkar klufu sig út úr hern- aðarsamstarfi NATO árið 1966. Segja embættismennirnir að Frakkar hyggist taka að nýju sæti sitt í varnarmála- og hernað- arnefnd bandalagsins en að þeir muni ekki ganga til fulls sam- starfs fyrr en síðar. Frakkar tóku þessa ákvörðun í kjölfar viðræðna Jacques Ghiracs, forseta Frakklands, og Bills Clint- ons Bandaríkjaforseta. Sögðu embættismennirnir ástæðuna þá að Frakkar gerðu sér grein fyrir því að til að taka þátt í friðargæsl- unni í Bosníu, verði þeir að taka þátt í ákvörðunum NATO á pólísk- um og hernaðarlegum vettvangi. Friðargæsla í Bosníu verður hins vegar ekki auðvelt verkefni og það var undirstrikað með ítrekuðum yfír- lýsingum leiðtoga Bosníu-Serba í gær um að endurskoða þurfi friðar- samkomulagið, sem gengið var frá í bænum Dayton í Ohio í nóvember. Leiðtogar Serba í úthverfum Sarajevo sögðu í gær að þeir hygð- ust halda atkvæðagreiðslu 12. des- ember, tveimur dögum áður en frið- arsamkomulagið verður undirritað í París, um það hvort þeir sættu sig við að úthverfin yrðu undir stjórn Bosníustjórnar á ný. Vopnaðar sveitir Serba í Sarajevo skulu leystar upp 45 dögum eftir að samkomulagið verður undirritað. Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, hefur heitið að knýja fram friðar- samkomulagið þrátt fyrir mótmæli harðlínumanna úr röðum Bosníu- Serba. Herskáasti talsmaður þeirra er nú Ratko Mladic herforingi sem gagmýndi samkomulagið harkalega um helgina. Alexander Ivanko, tals- maður Sameinuðu þjóðanna í Sarajevo, spurði hvenær Bosníu- Serbar ætluðu að tala einni röddu og sagði að yfirlýsingar Mladic væru til þess fallnar að grafa undan sam- komulaginu. íkveikjur Króata Það eru ekki aðeins yfirlýsingar Bosníu-Serba, sem valda áhyggjum. Króatar hafa farið með ránum, gripdeildum og íkveikjum um mið- hluta Bosníu, sem samkvæmt samningnum á að falla Serbum i skaut. Hermenn NATO munu hafa meiri rétt til að beita valdi en friðargæslu- liðar SÞ, en margir efast um að það muni duga til að knýja menn til hlýðni við ákvæði sáttmálans. Deiluaðiljar muni ekki ráðast beint að fjölþjóðaliðinu, heldur muni and- ófið birtast í óhlýðni almennings. ■ Franskur herforingi/23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.