Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Hunang' og hunangskökur Nú nálgast jólin með tilheyrandi bakstri, segir Kristín Gestsdóttir sem býður okkur gómsætar hunangskökur. • • LL vitum við líklega að hunang kemur úr plöntum og hunangsflugur safna því. Eg á í stofu minni plöntu sem er í hengipotti og drýpur af henni mikið hunang enda engar hun- angsflugur til að safna því. Ég get þó ekki stiilt mig um að stinga puttanum í hunangið og fá mér bragð. Þessi dæmalausa planta byrjaði að blómstra í júlí og er enn að, að vísu eru blómin færri núna, en í sumar var hún svo þakin blómum að það var „rauður loginn brann“. Nafnið er á latínu aeschynanthus speciosus. Ekki eru allir sammála um íslenska heitið á plöntunni, einn vildi kalla hana hinu eldheita nafni ástar- bál, en annar logandi kyndil, sem er hið danska heiti og segir vel til um útlit plöntunnar. Hunang er elsta sætuefni sem maðurinn notar, það er hunangslögur úr blómum og æðasafi sumra tijáa. Hunangið var áður handpressað úr hunangsvaxkökunni, en nú er það verksmiðjuunnið með spuna- tækni. Síðan er það látið lagerast áður en það er sett í krukkur. Aferð, litur og bragð hunangsins er mismunandi eftir því hvaða plöntu býflugan hefur nærst á og á hvaða árstíma hunanginu er safnað. Hunang er misþykkt og misdökkt. Ef það kristallast í krukkunni hjá okkur er best að hita það aðeins, en alls ekki meira en í 40° C. Hunang er sætara en sykur, bera að hafa það í huga við bakstur. í því er 17% vatn, talsvert mikið af steinefnum og 75% náttúrusykur, sem býflugan brýtur niður í glucosa og fructosa sem gerir það auðmeltanlegra. í 100 g af hunangi eru 300 hitaein- ingar. Þýskar hunangskökur (Lebkuchen) __________50-60 stk._______ 200 g afhýddar saxaðar möndlur (ekki spænir) 250 gsykur 500 g hunang 500 g hveiti 1 msk. kanill 1 tsk. negull 1 tsk. kardimommuduft rifinn börkur af einni lítilli sítrónu 1 pk. orangeat, 100 g 1 tsk. pottaska 1 msk. mjólk 200-300 g súkkulaði til að húða með 1. Hitið pönnu og ristið möndl- urnar smástund, takið af pönn- unni og stráið helming sykurs yfir. 2. Setjið hunang og það sem eftir er af sykri í pott og látið sjóða, sjóðið síðan við hægan hita í eina mínútu. 3. Setjið hveiti, kanil, negul, kardimommur, sítrónubörk og or- angeat í skál. 4. Leysið pottöskuna upp í mjólkinni og hrærið saman við mjölið ásamt volgum hunangsleg- inum. Hrærið saman og hnoðið síðan. 5. Mótið um 1 cm þykkar kring- lóttar kökur, 5 cm í þvermál. Sker- ið hring úr miðjunni með litlum flöskutappa. Leggið á bökunar- pappír og látið bíða til næsta dags. 6. Bakið við 180°, blástur 170° í 15 mínútur. Kælið. 7. Minnkið hitann á ofninum í 70° C, setjið súkkulaðið á eld- fastan þykkan disk í ofninn, það bráðnar á 7 mínútum. Húðið síðan kökurnar með súkkulaði. Athugið: Ef kökurnar verða harð- ar, má setja brauðsneið með í kökuboxið, þær eiga að vera mjúkar og seigari. Hunangs-marsipan- kubbar 54 stk. 250 g hunang 250 g síróp V. dl vatn 400 g hveiti 150 grúgmjöl ‘A tsk. hjartarsalt 1 'h tsk. pottaska + 1 msk. mjólk 200 g marsipan '/z dl flórsykur '/, dl romm 100 gorangeat 100 g saxaðar möndlur 200-300 g súkkulaði 1. Setjið hunang, síróp og vatn í pott og látið sjóða. 2. Setjið hveiti, rúgmjöl og hjartarsalt í skál, hrærið kalda syk- urkvoðuna út í, leysið pottöskuna upp í mjólkinni og setjið saman við. Hrærið saman og geymið til næsta dags. 3. Fletjið deigið út í 2 hluta, 40 x 30. 4. Hitið marsipan örlítið, hrærið flórsykur, romm, orangeate og möndlur út í. Setjið marsipanið milli deigbútanna. Skerið síðan í feminga með hnífí. 5. Hitið bakaraofn í 180° C, blástureofn í 170 °, setjið í miðjan ofninn og bakið í um 20 mínútur. 6. Skerið aftur í skurðina og losið kökumar sundur. Húðið með súkkuiaði, sjá uppskriftina hér á undan. I DAG SKAK llmsjún Margcir Pctursson Hvítur á leik. STAÐAN kom upp á In- vestbankamótinu í Belgrad sem lauk í síð- ustu viku. Vladímir Kramnik (2.755), Rúss- landi, hafði hvítt og átti leik gegn Alexander Beljavskí (2.630). 12. e4!! - fxe4 13. Rg5 - Bf7 (Vonlaust er 13. - Dxg5 14. Rxe4 - De7 15. Bg5! og 15. - Df8 16. Dxd5! - exd5 17. Rxd6 er tvískák og mát!) 14. Rdxe4!! - dxe4 15. Rxe6 - Bxe6 16. Dxe6+ - De7 17. Hxe4 - Kd8 18. Dd5 og svartur hafði fengið nóg og gafst upp, því 18. - Df8 er svarað með 19. Bg5+ - Rf6 20. He6 með óstöðv- andi sókn. Samkvæmt nóvemberstiga- lista FIDE var Kramnik í þriðja sæti með 2.755 sti'g á eftir þeim Karpov með 2.780 og Kasparov með 2.777. Eftir mótið í Belgrad dregur hann enn á þá og má búast við því að aðeins skeiki 10 stig- um á Kramnik og Kasp- arov á janúarlistanum, en Karpov hangi ennþá á efsta sætinu. Pennavinir 30 ÁRA Grikki sem safnar frímerkjum og nafnspjöld- um: Dimitris Tsitsiras, Hrisostomou Smirnis 1-3, Gr-1767 1 Athens, Greece. 16 ÁRA sænsk stúlka, sem hefur áhuga á hestum og fl., vill skrifast á við íslend- inga á aldrinum 16-20 ára: Tina Ivarsson, Angsviigen 7, 473 33 Henán, Sweden. 46 ÁRA dönsk kona vill skrifast á við íslendinga á öllum aldri: Marianne Jorgensen, Hagesvej 20, 4900 Nakskov, Danmark. 14 ÁRA sænsk stúlka vill skrifast á við stráka á svip- uðum aldri. Hefur áhuga á bókum, tónlist og fl.: Jennie Gustavsson, Stj&rnstigen 9, Frödinge, 598 95 Vimmerby, Sverige. 14 ÁRA fínnsk stúlka óskar eftir pennavinum á svipuð- um aídri: Sanna Laine, Majurintie 2, 25250 Marynummi, Finland. 33 ARA Bandaríkjamaður, sem er í doktorsnámi í fé- lagsráðgjöf, vill skrifast á við konur á aldrinum 25-30 ára. Hefur áhuga á ferða- lögum, menningu annarra þjóða, sögu og fl.i John Kosalski, 375 Walnut Street, Luzerne, PA 18709-1402, USA. 12 ÁRA stúlka frá Svíþjóð sem hefur áhuga á leiklist, hundum og gítarleik: Lina Wahlström, Hova, 19592 Mársta, Sweden. 15 ÁRA japönsk stúlka, sem hefur áhuga á tónlist og flautuleik: Aya Fujiwara, 701 River City Kamisugi 4-21, Kamisugi 2-chome, Aoba-ku Sendai-shi, Miyagi-ken 980, Japan. 12 ÁRA sænsk stúlka vill skrifast á við skilnaðarbörn. Hefur áhuga á tónlist, dýr- um og fl.: Ayula Stenberg, Bonásvágen 7, 175 75 Járfálla, Sweden. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Þýski fjárhundurinn Kósí ÁRIÐ 1971 eða 1972 passaði ég oft vel þjálfað- an þýskan fjárhund sem hét Kósí og átti hún heima á Skothúsveginum í Reykja.vík. Mig minnir að eigandi Kósíar hafi verið sjómaður og móðir hans hafi gætt hennar meðan hann var til sjós. Ef eigandi Kósíar les þetta eða einhver honum nákominn þá vinsamlega hafíð samband við Siggu í síma 565-0961. Burt með naglana RAGNHEIÐUR hringdi og vildi lýsa yfir stuðn- ingi við þann sem skrif- aði grein í Morgunblaðið um notkun nagladekkja. Það er furðulegt að nagladekk skuli vera leyfð og að gatnamálayf- irvöld skuli ekki gera eitthvað til að reyna að sporna við þessum ófögnuði. Nú hefur fólk ekið á nagladekkjum um auðar götur borgarinnar svo vikum skiptir og skemmdirnar á götunum kosta skattgreiðendur örugglega hundruð millj- óna á ári. Þá er ótalin ■ mengunin og sóðaskap- urinn sem hlýst af þegar tjaran spænist upp af götunum og sest á farar- tæki og gangandi veg- farendur. Tapað/fundið Taska og ballettföt töpuðust BLÁ baktaska með merki frá Andrésar and- ar-leikunum framan á tapaðist í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði fyrir u.þ.b. tveimur vikum. í tösk- unni voru æfingaföt og handklæði. Einnig tapað- ist taupoki með bleikum ballettbúningi og bal- lettskóm í Iþróttahúsinu við Strandgötu. Hafi ein- hver fundið þessa muni er hann beðinn að láta vita í síma 555-3388. Gæludýr Köttur í heimilisleit NÝTT heimili óskast fyr- ir sex ára gamlan kött. Hann er kolsvartur, van- aður og eyrnamerktur. Upplýsingar í síma 586-1330. COSPER Víkveiji skrifar... STÓRMARKAÐIR hafa enn tekið til við að bjóða viðskiptavinum sínum bækur á lágu verði. Bónus tilkynnti 20% afslátt frá uppgefnu verði og Kaupfélag Ámesinga fylgdi í kjölfarið með 25% afslátt. Bónus gekk þá lengra og hefur nú tilkynnt 30% afslátt. Ekki liggur fyrir þegar þetta er skrifað, hvað Hagkaup býð- ur upp á mikinn afslátt. Ef stór- markaðimir haga viðskiptum með bækur á svipaðan hátt og fyrir síð- ustu jól má gera ráð fyrir, að einung- is söluhæstu bækur verði á boðstól- um hjá þeim. Það er erfítt að halda uppi gagn- rýni á það, að fólk geti keypt bækur á lægra verði en ella. Á hinn bóginn er auðvitað ljóst, að matvörumark- aðirnir eru að fleyta ijómann ofan af þessum viðskiptum. Þeir selja ekki bækur allt árið um kring. Þeir leggja ekki áherzlu á að hafa mikið úrval bóka á boðstólum allt árið um kring. Þeir búa ekki yfír neinni þekk- ingu á bókum og bóksölu. Þeir hafa ekki yfir að ráða starfsfólki með sérþekkingu á bókum. Þeir hafa yfirleitt ekkert annað fram að færa en að bjóða söluhæstu bækurnar á iægra verði í nokkrar vikur fyrir jól. Þetta er sambærilegt við það, að bókaverzlanir taki sig til og setji upp t.d. gosdrykkjamarkaði fyrir jólin og selji gosdrykki á lægra verði en t.d. Hagkaup gerir. Eða að bóka- verzlanir taki höndum saman um að selja hangikjöt fyrir jólin og selji það á lægra-verði en matvörumark- aðirnir. Eða að bókaverzlanir setji upp markað fyrir bökunarvörur fyrir jólin og selji þær vörur á lægra verði en matvörumarkaðirnir. Eða að bók- saiar setji upp sælgætismarkað fyrir jólin og selji sælgæti á lægra verði en stórmarkaðirnir. xxx UÐVITAÐ er ekki hægt að gagnrýna það, að fólk geti keypt ódýrar bækur fyrir jólin. En hvað mundu menn segja um það, að Mál og menning, sem rekur beztu bókaverzlun landsins við Laugaveg, loki henni nema tvo mánuði fyrir jól og að aðrir bóksal- ar geri slíkt hið sama? Hvernig er hægt að búast við því, að bóksalar geti haldið uppi myndarlegum bóka- búðum, með miklu úrvali bóka, inn- lendra og erlendra, allt árið um kring, þegar svona viðskiptahættir blómstra? Þá er eðliiegt að segja sem svo, að markaðurinn eigi að ráða og það er rétt svo langt sem það nær. En hvergi í víðri veröld er markaðurinn stjórnlaus og óheftur. Alls staðar eru settar leikreglur. Er ekki tíma- bært að setja leikreglur um bóka- markaðinn til þess að tryggja að sá menningarauki, sem góðar bóka- búðir eru, detti ekki upp fyrir? xxx STÓRU matvörumarkaðirnir hafa unnið þrekvirki í því að lækka matvöruverð í landinu. En það verður ekki sagt að reisn þeirra sé mikil í bókaviðskiptum fyrr en þeir stíga þá skrefið til fulls og halda uppi bóksölu með myndar- brag allt árið um kring með úrvali innlendra og erlendra bóka. Þá og þá fyrst er hægt að þakka fyrir framtak þeirra í að lækka verð á bókum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.