Morgunblaðið - 05.12.1995, Side 46

Morgunblaðið - 05.12.1995, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESSMBER 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ „Líf með sykursýki“ - Utgáfusaga - FÖSTUDAGINN 6. október sl. var hér í blaðinu fróðleg og skemmtileg grein eftir Jakob F. Asgeirsson sem bar heitið „Af sjálfumglöðum markaðsmönnum og vongóðum höfundum“. Ég er einn þeirra höfunda sem valdi að gefa sjálfur út og vil bæta við frá- sögn Jakobs með því að segja frá reynslu minni. Að gefa út bók er nefnilega meira mál en ætla má en líka minna mál en ætla má. Ávinningur minn af útgáfunni er mikill þótt hann verði kannski ekki mældur í krónum. Bókin mín heitir „Líf með sykur- sýki“ og er fullvaxin afurð, 160 bls. innbundin. Hún veitir almenn- ar upplýsingar um sykursýki og hvernig er að lifa með hana í far- teskinu. Ég gaf hana út sjálfur af því að enginn annar sýndi því áhuga og ég þekki til prentferlis. Auk þess er ég eins og aðrir íslend- ingar svo heppinn að eiga góða vini og ættingja sem hægt er að níðast á til þess að gera hlutina ódýrt! Mikill kostur var að öll til- högun bókarinnar var eftir mínu höfði og ég þurfti ekki að lúta vilja markaðsmanna. Afurðin blasir við Höfundar sem vilja gefa út sjálfir, segir > ____ Ivar Pétur Guðnason, eiga ekki að láta ijár- haginn stöðva sig. almenningi og hvorki efni hennar né handbragð standa öðrum að baki. Það geta allir gengið úr skugga um með því að skoða bók- ina. Hún heldur sínu gildi vel og einn kostur við að gefa sjálfur út er að útgefandinn og höfundurinn eru sammála um að hún fari ekki á bókamarkað fyrr en eftir alda- mót. Þessi frásögn er af því hvernig höfundur gaf út bókina sína. Ég vii biðja lesendur að fyrirgefa mér ef ég virðist drýldinn á köflum en sú er alls ekki ætlun mín. Það sem ég gerði er á færi hvers manns sem getur komið orðum skammlaust á biað, vill gefa út, gefur sér tíma í útgáfuna og er tilbúinn að leggja eitthvað undir. Ég er ekki mark- JpðftT -þin nýárssaga! 68 kynslóðarinnar 1. janúar 1996 í Súlnasal, haldin i 10. sinn. Veislustjóri kvöldsins er Ragnhildur Vigfúsdóttir kvenréttindakona. Óttar Guðmundsson læknir flytur hátíðarræðu. Meðan á þríréttaðri glæsilegri máltíð stendur leikur hljómsveitin Þokkabót gömlu lögin af nýja geisladisknum sínum. Flutt verður dagskráin Agalega venjuleg saga Auðar Hjörleifsdóttur {leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur sem er jafnframt höfundur verksins ásamt Ragnhildi Vigfúsdóttur. Klukkan ellefu opnar húsið íyrir dansgestum og stórhljómsveitin Pops ásamt Pétri Kristjánssytii leiVn fyrir dansi til klukkan fjögur. Tónlist úr diskóteki verður í höndum Asgeirs Tómassonar, fyrrum plötusnúðs í Tjarnarbúð. Miðaverð: 5000 kr. Miðaverð á dansleik: 1500 kr. Gestir á nýársgleði 1995 hafa forgang að miðakaupum til 15- desember. Miðar afgreiddir i söludeild. aðsmaður og hef enga reynslu af sölumennsku. Mig langaði bara til þess að sjá bókina mína útgefna eins og ég vildi hafa hana og á viðráðanlegu verði. Útgáfuferli I grófum dráttum má skipta til- urð bókar í sex kafla. Sá fyrsti er ritunin, annar er yfirlestur, þriðji er útlitshönnun og umbrot, fjórði er filmu- og plötugerð ásamt prent- un, bókband er í fimmta kafla og sjötti er dreifing og sala. Markaðsmennsk- an fylgir þeim lið óhjá- kvæmilega en eins og Jakob segir réttilega á hún ekki að koma ná- lægt hinum. Misjafnt er af hvaða hvötum menn setjast við skriftir en ég gerði það af því að mér fannst þörf á bók fyrir almenning þar sem einn úr hópnum út- skýrði á mannamáli hvað sykursýki er. Þegar þeirri hvöt var fullnægt fékk ég vini mína til þess að fara yfir textann; réttritunina og efnis- lega. Útlitshönnun og umbrot bókar og kápu var í mínum höndum. Ég naut þess að þekkja aðeins til þeirra hluta og auk þess fékk ég nokkur heilræði hjá vinum mínum í K-Prenti sem keyrðu út filmuna og önnuðust plötugerð. Prentliði og bókband þurfti að kaupa en áður en það er gert þarf að vita hvað á að kaupa og hvern- ig það lítur út. Ég valdi t.d. dýran saum í bókbandið til þess að tryggja að bókin detti ekki í sund- ur í fyrsta lestri. Hafa verður í huga að í prentun og bókbandi eru ótal valkostir. Þeir sem þekkja ekki til verða að leita ráða hjá þeim sem vita betur. Ef talað er við fagmann í þessum greinum getur hann útskýrt einstaka liði og gefið ráð. Kostnaður Fyrrtöldum liðum fylgir nokkur kostnaður. Eins og Jakob benti á í grein sinni er hægt að kaupa verktaka til þess að annast staka BÓKHALDSKERFI KJÖRiNN FYRIR WINDQWS FYRIR W0RKCR0UPS NETKERFI gl KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 -Sími 568 8055 þætti og gott er að leita tilboða á nokkrum stöðum í einstaka verk- liði og vera viss um að allir séu að bjóða sama hlutinn. Ég slapp ódýrt frá útgáfunni af því að einu liðirnir sem þurfti að borga voru filmugerð, plötur, prent- un og bókband. Hönnun og umbrot voru unnin á gamla og ódýra PC- tölvu sem kostar núna ekki nema um eitt hundrað þúsund krónur með nauðsynlegum hugbúnaði. Tölvan var lengi að en var samt betri kostur en að kaupa nýja eða leggja út fyrir vinnunni. Sala og dreifing Þar er margra kosta völ. Útgefandinn ræð- ur verðlagningunni og þar getur verið erfitt að fóta sig. Verðstefna mín er að hafa bókina fyrst um sinn á kynn- ingartilboði en 1. nóv- ember hækkar verðið. Eftir það verður bókin samt ódýrari en sam- bærilegar íslenskar bækur. Verðlagningin hjá mér miðast við að selja um 400 eintök til þess að borga útlagðan kostnað. Þá hef ég ekki fengið krónu fyrir eigin fyrirhöfn en allir kröfuhafar eru ánægðir. Aðrir útgefendur segjast þurfa að selja 1.200-1.800 bækur til þess að greiða kostnað og ég held að þessi 800-1.400 eintök sem munar fari einkum í stjórnunar- kostnað hjá þeim. Hægt er að fá verktaka til þess að dreifa bókum fyrir sig en ég tók þann kost að annast dreifing- una sjálfur. Það er ódýrara og höfundur hefur gott af snertingu við markaðinn og þá sem selja afurðir hans. Kynning Jakob tekur ekki nógu mikið tiilit til erfiðasta hlutans í eigin útgáfu, sem er að koma bókinni á framfæri. Ég vil ekki rekja þá sögu alla hérna til þess að hlífa við- kvæmum lesendum en nóg er að segja að það hefur verið ótrúlegur barningur. Fjölmiðlum og frétta- stofum þykja bækur ekki vera fréttnæmar og það er sorglegt. Þegar bók er ódýr þarf að spara auglýsingar. Ég hef veitt því at- hygli að sömu fjölmiðlar og hafa ekki hirt um að geta bókar minnar hafa samdægurs birt sjónvarps- myndir og frásagnir af útgáfu markaðsmanna sem auglýsa fyrir margar milljónir um hver jól. Vel má vera að tilviljun ráði þessu en hver getur dæmt fyrir sig. Fréttamaður á Stöð 2 og annar á Helgarpóstinum töldu útgáfu bókarinnar fréttaefni og fyrir vikið finnst mér þeir vera góðir fy'öl- miðlamenn sem láta markaðs- mennina ekki stjórna sér. Einkennileg er tregða dagblaða á að sinna beiðnum um málefnalega ívar Pétur Guðnason Sórsmlða eftlr pöntun- um stárar eftírllklngar af vinsœlum veiðiflugum. Vónduð jólagjöf sem yleður veiöimanninn. Pöntunarsimi: 86? 1740 umfjöllun um bókina. Ég met vini mína mikils en þótt þeir hafí hjálp- að mér við að lesa bókina yfir og koma henni á framfæri liggur í hlutarins eðli að ekki er hægt að taka mikið mark á gagnrýni þeirra! Ég veit ekki hvað þarf að gera til þess að fá ritdóm í blaði en ég veit að ekki dugar að senda bók, fréttatilkynningu eða rökstudda beiðni. Af hveiju skyldi það vera? Af liverju útgáfa? Ég fór í útgáfuna af hugsjón en ekki til þess að græða. Dæmið á eftir að ganga upp fjárhagslega; spumingin er bara hvenær. Ég hef ekkert á móti því að fá seinna meir borgað fyrir vinnu mína við ritun, hönnun, umbrot og sölu en ég er sáttur við að bera úr býtum nóg til þess að geta gert upp við þá sem ég skulda vegna útgáfunnar. Vongóðir höfundar sem vilja gefa út sjálfir eiga ekki að láta ijárhaginn stöðva sig. Þeir eiga bjarta framtíð fyrir höndum og ég hvet þá til að stökkva. Það er fyrir- hafnarinnar virði að vera eigin húsbóndi og þurfa ekki að lúta markaðsmönnunum. Rithöfundar sem hafa haldið á bók sem er þeirra verk frá A til Ö vita hvernig sú tilfinning er. Ef höfunda vantar góð ráð er ég að sjálfsögðu tilbúinn að ræða við þá sem vilja stökkva í útgáfu. Það er að sjálfsögðu ókeypis og án skuldbindingar. Bækur eru fyrir fólk. Þær eru ritaðar til þess að höfundar komi boðskap á framfæri og almenning- ur njóti hugarafurðanna eða hafi gagn af þeim. Bækur eiga ekki að vera til þess að fjölmiðlar verði ríkir á sölu auglýsinga og útgef- endur kaupi sér dýra bíla á meðan höfundurinn rétt skrimtir. Bækur eru vissulega hluti af hagkerfinu og eiga að skjóta stoðum undir það en bækur eiga ekki að vera til þess að allir verði ríkir nema höf- undurinn. Hann leggur mest undir og á auðvitað að bera mest allra úr býtum. Framtíðin Ég gladdist við lestur greinar Jakobs af því að hann hefur lög að mæla. Hann er þó of svartsýnn á möguleika höfundanna. Ég ætla að halda áfram á sömu braut og núna er ég sem útgefandi að vinna bók fyrir annan höfund. Samning- ar mínir og höfundarins eru á þá lund að ef bókin selst ekki fyrir kostnaði fær hvorugur okkar krónu og ég ber tapið. Ef vel geng- ur fær höfundurinn margfaldan hlut. Hann tekur þannig þátt í áhættunni af útgáfunni og það er eðlilegur hlutur. Ef til vill geta höfundar sem vilja taka einhveija áhættu en eru ekki tilbúnir í eigin útgáfu gert svipaða samninga við forleggjara sína? Höfundur sinnir ritstörfum og rekur bókaútgáfuna Silju. ---------\ ÍSLENSK VARA - £ INNLEND S ATVINNA (jlReykjavíkurborg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.