Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Kaffileikhúsið Bergþór, Erlingur og Caput á leikhúskvöldi H FSgi'*, > 1 QllÉKfi «’ Viff; 4 ÞRIÐJU tónleikar í tónleikaröð Kaffileik- hússins sem helguð er íslenskri leikhústónlist verður miðvikudaginn 6. desember. Það er Jón Ásgeirs- son tónskáld sem kynna mun sína eigin leikhústónlist og fé- lagar úr Caput-hópn- um ásamt Bergþóri Pálssyni söngvara, Erlingi Gíslasyni leik- ara og söngkonunum Guðrúnu Jóhönnu Jónsdóttur og Öldu Ingibergsdóttur flytja Jón Ásgeirsson úrval hennar. Tónleikarnir hefjast kl. 21, húsið opnað kl. 20. Miðaverð er 1000 krónur. Verkin sem flutt verður tónlist úr eru; Skera eða ekki skera eftir Jamm og Jæja (Jónas Árnason og Jón Ásgeirsson). Fóstur- mold eftir Guðmund Steinsson, leikstjóri Kristbjörg Kjeld. Úr leikritum sem unnin voru úr skáidsögum Halldórs Laxness. Hús skáldsins, leikgerð Sveinn Einarsson, leikstjóri Ey- vindur Erlendsson. Höll sumar- landsins, leikgerð Kjartan Ragn- arsson, leikstjóri Stefán Baldurs- son. Flytjendur ásamt Jóni eru; Guðni Franzson klarinett og söng- ur, Richard Korn kontrabassi. Pét- ur Grétarsson slagverk, Daníel Þorsteinsson píanó og söngur, Bergþór Pálsson söngur, Erlingur Gíslason söngur, Guðrún Jóhanna Jónsdóttir söngur og Alda Ingi- bergsdóttir söngur. „Tilgangurinn með þessum leik- hústónlistarkvöldum er að gefa tónskáldum tækifæri til að kynna verk sín og um leið leikhús- og Caput - hópurinn tónlistarunnendum tækifæri til þess að hlýða á hluta af allri þeirri yndislegu leikhústónlist sem við íslendingar eigum sem alltof sjald- an heyrist“, segir í kynningu frá Kaffileikhúsinu. ÚR Tári úr steini. Góð aðsókn að Tárinu og Benjamín dúfu FIMMTÁN þúsund manns hafa nú séð kvikmynd Hilmars Oddssonar, Tár úr steini, en hún var frumsýnd 15. september síðastliðinn. Kvik- mynd Gísla Snæs Erlingssonar, Benj- amín dúfa, var frumsýnd 9. nóvem- ber og hafa um 8.000 séð hana. Að sögn Karls Ottós Schiöth hjá Stjörnubíói er þetta góð aðsókn að myndunum en samt ekki metaðsókn. „Eg býst við að á milli 15.-20.000 áhorfendur muni sækja þessar mynd- ir. Til samanburðar má geta að Böm náttúrunnar sáu 30.000 manns en hún var sýnd í hálft annað ár.“ Karl sagði ekki ákveðið hvað myndirnar verði sýndar lengi, það ráðist algjörlega af aðsókn. TÓNLEIKAR í Háskólabíói fimmtudaginn 7. des. kl. 20.00 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS ásamt i einleikurunum: Zbigniew Dubik, fiðla Richard Taíkowsky, celló Daði Kolbeinsson, óbó °g Rúnar Vilbergsson, fagott JosefHaydn: Sinfonia Concertante Richard Strauss: Tod und Verklarung SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS (&\ Háskólabíói vib Hagatorg, sími 562 2255 MIÐASALA Á SKRIFSTOFU HLJÓMSVEITARINNAR OC VIÐ INNGANCINN * Utlending- arnir yrkja FIMM innflytjendur í Danmörku hlutu nýlega verðlaun í ljóðasam- keppni sem danska flóttamanna- hjálpin og Brendums-forlagið í Kaupmannahöfn efndu til. Hefur forlagið gefið út bækur fimmmenn- inganna, sem eru frá Tælandi, Bosníu, írak, Póllandi og Chile auk þess sem þeim voru veittar viður- kenningar. í dómi Thomasar Bredsdorff í Politiken segir hann útlendu skáldin auka fjölbreytni í dönskum skáldskap auk þess sem þau slái á ýmsa fordóma. Alls tóku 247 manns þátt í sam- keppninni. Sá sem hlaut fyrstu verðlaun er Bosníumaðurinn Mu- stafa Cico Arnautovic. Eru ljóð hans prentuð á dönsku og Serbó- króatísku. Arnatautovic flúði stríð- iði í heimalandi sínu og býr nú í fljótandi flóttamannabúðum í Kaup- mannahafnahöfn, fetju sem hýsir bosníska flóttamenn og kölluð hefur verið „Flotel Europa“. Áður en stríðið brast á í Bosníu hafði Arnautovic sent frá sér nokkr- ar ljóðabækur. Að mati Bredsdorff eru ljóð hans þau ljóðrænustu, ef svo má að orði komast. í þeim sé mikið um ilm grassins, spor stjarn- anna, steina sem falli í vatn. Best takist honum upp þegar hann lýsi reynslu sinni eftir flóttann. Ajintana Kuna Mogensen er 27 tælensk kona, gift Dana. Hún hefur búið í Danmörku í fjögur ár og semur á dönsku. Verk hennar þykja minna á texta barnabóka. Þau séu einföld og grípandi, hún notar nær engin lýsingarorð eða aukasetning- ar. Mogensen dregur upp smá- myndir af lífinu í litlu tælensku þorpi og svo breytingunni sem verð- ur á lífi hennar þegar hún flytur til stórborgarinnar Bankok. Grzegorz Wróblewski er jafnaldri Mogensen, 27 ára. Hann fæddist í Póllandi en hefur búið í Danmörku í áratug. Wróblewski þykir búa yfir mestum hæfileikum fimmmenning- anna að mati Politiken en hann yrkir um lífið í Danmörku, hvort heldur er á Norðurbrú eða í Valby. Nágrönnunum, hinum drykkfellda Christiansen og flóttamönnum af ýmsu þjóðerni. Jamal Jumá fæddist í írak 1954. Hann býr nú í Danmörku en samdi verkin sem nú hafa verið gefin út, á meðan á Persaflóastríðinu stóð. Það er jafnframt yrkisefni hans. Julio Belmar er aldursforseti hópsins, fæddur árið 1954 í Chile. Hann flýði einræðisstjórn Pinochets árið 1976 og settist að í Dan- mörku. „Ég er ekki héðan, og varla þaðan, ég á aðeins ræturnar sem tengja mig þessari plánetu,“ segir hann. Og talar þar fyrir munn hinna fjögurra, sem hvert á sinn hátt lýsa rótleysi þess sem hefur orðið að flýja heimahagana. y' r “-jt m m : Fylltu út þennan miöa ocj þú gætir fengið i fallegt íslenskt jólatré aö gjöf frá Skógræktinni og Skeljungi. „ Dregiö veröur I 5. desember. Hringt veröur í liina heppnu. Staöur Hvaöa umhverfisátak styrkir Skeljungur? Skilaflu miðanum á Shellstöð fyrir 11. desember. Skógrækt meðSkeljungi Áskorun til ríkisstjórn- arinnar TÓNLISTARUNNENDUR fyrir hönd Tónlistarráðs Islands afhentu Birni Bjarnasyni, menntamálaráð- herra áskorun til ríkisstjórnar ís- lands sl. laugardag, þar sem lögð er áhersla á nauðsyn þess að byggt verði tónlistarhús í Reykjavík. Áskorunin er svohljóðandi: „Tónlistarunnendur saman komnir á Austurvelli þann 2. desember 1995, vilja leggja áherslu á nauð- syn þess að byggt verði tónlistar- hús í Reykjavík og jafnframt lýsa stuðningi sínum við menntamála- ráðherra vegna áhuga hans á mál- inu. Heildarsamtök tónlistarmanna á Islandi skora á ríkisstjórnina að taka ákvörðun hið allra fyrsta um byggingu tónlistarhúss.“ ----» » ♦--- „Viðhorf“ góðar stelp- ur/slæmar konur „VIÐHORF“ góðar stelpur/slæm- ar konur er yfirskriftin á síðustu sýningu Nýlistasafnsins í ár. Sext- án amerískar konur, allar mynd- listarmenn og meðlimir í Artemis- ia gallery í Chicagoborg eiga verk á sýningunni; L.L. Balmuth, Bar- bara Blades, Sonja Carlborg, Diane Cox, Mary Ellen Croteau, Carolynn Desch, Anita Jung, Nan Kornfield, Louise McKissick, Sungmi Naylor, Carol Padberg, Andrea Polli, Carrie Seid, Elaine Scheer, Susan Sensemann og Mala Setaram. Sýningin er samvinna Nýlista- safnsins við Artemisia Gallery í Chicago. Opnuð var sýning á sjö verkum íslenskra myndlistar- manna í Artemisia gallery í nóvem- ber. Þetta er í fyrsta skipti sem Nýlistasafnið á í samstarfi við sýn- ingarhús vestanhafs, en sýningin er styrkt af Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar, Menningar- stofnun Bandaríkjanna og Hafnar- borg, menningar og listastofnun Hafnarfjarðar. í tengslum við sýningun heldur Marie Ellen Croteau fyrirlestur í Nýlistasafninu í kvöld kl. 20.30. Sýningunni lýkur 17. desember og er opin daglega frá kl. 14-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.