Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUK 5. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gjald fyrir leyfi til áfeng- isinnflutning’s innheimt SÉRSTAKT gjald verður innheimt fyrir leyfi til áfengisinnflutnings í atvinnuskyni og áfengisheildsölu samkvæmt frumvarpi um auka- tekjur ríkissjóðs sem fjármálaráð- herra hefur lagt fram á Alþingi. Einnig verður innheimt eftirlits- gjald af þeim sem fengið hafa slík leyfi eða framleiðsluleyfi. Gert er ráð fyrir því að gjald fyrir áfengisinnflutningsleyfi verði 15 þúsund krónur, heildsöluleyfi kosti 30 þúsund krónur og árlegt eftirlitsgjald þessara aðila verði 5.000 krónur. Þá verði árlegt eftir- litsgjald framleiðenda áfengis 50 þúsund krónur. Þetta kemur í kjölfar þess að heimildir í áfengislögum til fram- leiðslu, innflutnings og heildsölu með áfengi hafa verið rýmkaðar. Kostnaður við eftirlit ' Samkvæmt athugasemdum með lagafrumvarpinu felst í áfengisinnflutningsleyfi eingöngu heimild til innflutnings til eigin nota í atvinnuskyni, svo sem fyrir veitingahús. í áfengisheildsölu- leyfi felst að auki heimild til að selja áfengi til þeirra sem stunda smásölu með áfengi. Um eftirlitsgjaldið segir að í áfengislögunum sé kveðið á um eftirlit með starfsemi leyfishafa. Því fylgi óhjákvæmilega nokkur kostnaður sem væntanlega verði verulega meiri en þær tekjur sem ætla megi að innheimtist með gjaldtökunni. Leyfisgjald vegna tryggingamiðlunar Fleiri breytingar verða á auka- tekjum ríkissjóðs samkvæmt frumvarpinu. Þar er m.a. gert ráð fyrir að innheimta sérstakt 75 þúsund króna leyfisgjald vegna vátryggingamiðlunar og jafnframt verði leyfisgjald vegna verðbréfa- miðlunar hækkað úr 50 þúsund í 75 þúsund krónur. Þá er lagt til að hækka gjald fyrir skráningu samvinnufélaga og hlutafélaga úr 100 þúsund krónum í 150 þúsund en lækka gjald fyrir skráningu einkahlutafélaga úr 100 þúsund í 75 þúsund krónur. Loks er,lagt til að afnema heim- ild til fjármálaráðherra að hækka grunngjöld samkvæmt lögunum í samræmi við breytingar á vísitölu. Er það sagt í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar að afnema sjálf- virkni eða sjálfvirka tengingu skatta og annarra útgjalda við vísitölur. Eldvama- dagur með grannskóla- nemum SLÖKKVILIÐSMENN um land allt fóru í nær alla grunnskóla landsins í gær á „eldvarnadegin- um“ sem haldinn er fyrsta mánu- dag í desember ár hvert. Um er að ræða 140-150 grunnskóla með samtals tæplega 50 þúsund skóla- börnum og unglingum. Slökkvi- liðsmenn fræddu skólabörnin um eldvarnir og fyrirbyggjandi að- gerðir. Þá dreifðu þeir til nemend- anna bæklingnum Ert þú eldklár? sem ætlað er að vekja athygli allra fjölskyldumeðlima á gildi for- varna og mikilvægi þess að hafa hugað að neyðarútgönguleiðum komi upp eldur. Á myndinni sést Jón Pétursson slökkviliðsmaður ræða máiin við nemendur í Foss- vogsskóla. Samninganefnd ríkisins telur upp- sagnir ógildar SAMNINGANEFND ríkisins telur að uppsagnir Starfsmannafélags ríkisstofnana og Læknafélags Is- lands og Læknafélags Reykjavíkur á kjarasamningum hafi ekki borið að með lögmætum hætti og séu því ógildar. Gefa kost á endurskoðun á afstöðu félaganna Hefur samninganefndin ákveðið að skrifa félögunum bréf í dag þar sem greint verður frá því að samn- inganefndin sé ósátt við hvernig uppsagnimar bar að bæði hvað varðar form þeirra og efni. „Við ætlum að gefa þeim kost á að endurskoða afstöðu sína,“ segir Gunnar Björnsson, varafor- maður samninganefndar ríkisins. Tilkynning SFR um uppsögn kjarasamninga var borin heim til varaformanns samninganefndar ríkisins á fimmtudagskvöldið en samninganefndin telur að tilkynn- ingar um uppsögn þurfí að berast viðsemjanda á skrifstofutíma. Aðspurður til hvaða ráða Samninganefnd ríkisins hygðist grípa ef félögin verða ekki við áskorun um að draga uppsagnir samninga til baka, sagði Gunnar að málið yrði þá borið undir Fé- lagsdóm. Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegfsráðherra undirritar samninginn. Úthafs veiðisamn- ingur undirritaður Leyft að flytja inn hrein- dýrakjöt „YFIRDÝR ALÆ KNIR hefur gefíð grænt Ijós á innflutning á hrein- dýrakjöti frá Grænlandi, en nú bíð ég eftir ákvörðun um hve há gjöld verða lögð á þessa vöru,“ sagði Pétur Pétursson, kaupmaður í Kjötbúri Péturs, í samtali við Morgunblaðið í gær. Pétur hyggst flytja inn hrein- dýrakjöt frá Grænlandi, enda seg- ir hann framboð hér á landi \angt frá því að anna eftirspurn. „Eg get ekki svarað því hvað kjötið mun kosta fyrr en búið er að ákveða hvaða gjöld leggjast á það,“ sagði hann. Verður að flytja inn með flugi „Ég vona að það verði ekki nein brennivínsgjöld, því það gengur auðvitað ekki að selja þetta ef lagðar eru jafnvel eitt þúsund krónur á hvert kíló. Þá verður kjöt- ið líka dýrara en ella, þar sem afgreiðsla málsins hefur dregist svo lengi, að ég verð að flytja kjöt- ið inn með flugi.“ Pétur sagði að hann ætti von á svörum í þessari viku um hve há gjöld legðust á innflutninginn. „Ef það rætist gæti kjötið verið komið í verslunina fyrir aðra helgi.“ ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs- ráðherra undinitaði í gær fyrir Is- lands hönd úthafsveiðisamning Sam- einuðu þjóðanna frá 4. ágúst 1995. Við athöfn, sem fram fór í aðal- stöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, undirrituðu, auk sjávarútvegs- ráðherra, fulltrúar eftirfarandi ríkja samninginn: Argentínu, Ástralíu, Bandan'kjanna, Bangladesh, Brasilíu, Bretlands (f.h. landsvæða utan Evr- ópu), Fídjieyja, Gínea-bissá, Indónes- íu, Israel, Jamaíka, Kanada, Ma- rokkó, Marshalleyja, Mikrónesíu, Niue, Noregs, Nýja Sjálands, Papúa, Rússlands, Samóaeyja, Senegal, Tonga og Ukraínu. Samningurinn var undirritaður með fyrirvara um fullgildingu. Hann mun taka gildi þegar 30 ríki hafa fullgilt hann. í fréttatilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu segir að óhætt sé að full- yrða að almennir hagsmunir strand- ríkja séu eftir atvikum vel tryggðir í úthafsveiðisamningnum. Jafnframt sé þar viðurkennd sérstaða strandríkja á borð við ísland sem í mjög miklum mæli eru háð fiskveiðum. Og réttindi íslands á íjarlægari miðum séu tryggð í þeim tilvikum þegar veiðireynsla sé fyrir hendi og skilyrðinu um raun- verulega hagsmuni af veiðunum þar með fullnægt, t.d. að því er varðar rækjustofninn á Flæmingjagrunni og þorskstofninn í Barentshafi. Fengu 13,4 milljónir í Lottóinu UNGT par á Eyrarbakka datt í lukkupottinn á laugardags- kvöldið þegar það fékk fimm tölur réttar í Lottóinu og hlaut þar með tæplega 13,4 milljónir króna í vinning. Þau heppnu heita Katrín Ósk Þráinsdóttir og Þórir Erlingsson, en þau eru 22 ára gömul og reka kaffihús- ið Lefoli á Eyrarbakka. Miðann keyptu þau í söluskálanum Eyr- argötu 49. Þórir sagði í samtali við Morgunblaðið að gott væri að fá eitthvað til að létta róðurinn en rekstur kaffihússins hófu þau í febrúar síðastliðnum. Þór- ir er ættaður frá Eyrarbakka en Katrín úr Landeyjunum. Hún stundar nám við íþrótta- kennaraskólann á Laugarvatni, en Þórir lærði matreiðslu og hafði lengið gengið með það í maganum að opna veitingahús á Eyrarbakka. Þórir sagði þau enga ákvörð- un hafa tekið um hvemig vinn- ingsupphæðinni yrði varið. „Það verður bara að setjast niður í rólegheitunum og vera ekkert að stressa sig yfir þessu. Það verður að reyna að halda sig við jörðina og fara ekki á eitthvert fjármagnsfyllerí, held- ur lifa bara lífinu áfram og vera maður sjálfur. Það er núm- er eitt,“ sagði Þórir. Krabba- meinsfé- lagið fékk 20 millj. JÓHANN Vilmundarson, 74 ára gamall Vestmannaeyingur sem lést í haust, ánafnaði Krabbameinsfélagi íslands öllum eignum sínum, en talið er að þær nemi um 20 milljón- um króna. Jóhann vann stærstan hluta starfsævi sinnar sem verka- maður hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Hann átti eina litla íbúð, en leigði hana °g þjó síðustu 22 ár ævi sinn- ar í einu herbergi í verbúð í Eyjum. Hann lést 4. septem- ber sl. Arið 1982 gerði hann erfðaskrá þar sem hann ánafnaði allar eigur sínar Krabbameinsfélagi íslands. Engin skilyrði eru sett fyrir gjöfinni. Um er að ræða íbúð og skuldabréf, samtals að verðmæti um 20 milljónir króna. Stærsta einstaka gjöfin Að sögn Ólafs Sigurbergs- sonar, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins, er þetta stærsta einstaka gjöf sem hefur verið færð félaginu án skilyrða. Hann sagðist ekki vita hvers vegna Jóhann kaus að láta eigur sínar renna til Krabbameinsfélagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.