Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 47 AÐSEIMDAR GREINAR Nyjar hundareglur VINNUHÓPUR innan heilbrigð- isnefndar lagði fram drög að nýjum reglum um hundahald á opnum fundi heilbrigðisnefndar sem haldinn var í Ráðhúsinu fimmtudaginn 23. nóv. í Morgunblaðinu sl. laugardag fjallar Brynja Tomer um drögin og vitnar í umsagnir fulltrúa frá HRFÍ og fulltrúa sjálfstæðismanna í vinnu- hópnum. í þessari umfjöllun gætir misskilings og vil ég leiðrétta og út- skýra þá þætti sem misskildir voru, en voru kynntir og útskýrðir í inn- gangi mínum á umræddum fundi. Að ósk Hundaræktarfélags ís- lands (HRFÍ) var skipuð viðræðu- nefnd fulltrúa borgarinnar og full- trúa frá HRFÍ til þess að fara yfir núverandi heilbrigðissamþykkt um hundahald í Reykjavík. Sú nefnd komst að þeirri niðurstöðu að ástæða væri til að endurskoða samþykktina. Tvenn lög gefa sveitarstjórnum heimild til þess að banna eða tak- marka hundahald. Annars vegar eru það lög um hundahald og varnir gegn sullaveiki frá 1953 og hins vegar lög um hollustuhætti og heil- brigðiseftirlit frá 1988. Fram kom í inngangi mínum á fundinum að vinnuhópurinn byggði nýju drögin á síðarnefndu lögunum sem fjalla um hollustu og mengunarvarnir en ekki á sullaveikilögunum, þar sem talið er að sulli sem fer í fólk hafi verið útrýmt á íslandi. Ofnæmi, ónæði og óþrif eru helstu þættirnir varðandi hundahald sem falla undir lögin. Í lögunum er kveð- ið á um hvernig staðið skuli að gerð heilbrigðissamþykkta og breytingum á þeim. Það er hlutverk heilbrigðis- nefndar að gera tillögur að heilbrigð- issamþykktum sem borgarstjórn fær til afgreiðslu og ef borgarstjórn sam- þykkir tillögurnar öðlast þær gildi að fenginni staðfestingu umhverfis- ráðherra. Það gætir því misskilnings á að viðræðunefnd HRFÍ og borgar- innar hafi haft umboð til að koma með breytingatillögur til borgar- stjórnar. í drögunum eru nokkrar tillögur sem ættu að vera til bóta fyrir hundaeigendur, t.d. er lagt til að borgaryfirvöld láti merkja ákveðin svæði í hveijum borgarhluta þar sem sleppa má hundum lausum innan afmarkaðs svæðis og einnig svæði þar sem ekki má vera með hunda. Þetta er atriði sem hundaeigendur hafa mikið kvartað undan. Þarna yrði komið til móts við óskir hundeig- enda, þannig að ekki þyrfti að fara langar leiðir til þess að mega sleppa hundi lausum. Einnig yrði tekið tillit til þeirra sem eru hræddir við hunda og njóta sín ekki í göngutúr eigi þeir á hættu að mæta hundi þó í taumi sé. I núverandi reglum er bannað að vera með hunda á útivistarsvæð- unum í Elliðaárdal og Öskjuhlíð. Þykir hundaeigendum ósanngjarnt að loka svo stórum svæðum alfarið fyrir hundum. Það er stefna Reykja- víkurlistans að opna stjórnkerfið fyr- ir borgurunum og gefa þeim kost á að hafa áhrif á gang mála. Liður í því er að halda opna fundi nefnda borgarinnar og taka fyrir ákveðin mál sem ætla megi að almenningur hafi áhuga á. Á fyrrnefndum fundi var vinnuhópurinn að leggja sínar tilllögur fyrir heilbrigðisnefnd og gerði það fyrir opnum tjöldum. Fjöl- menni var á fundinum og voru hundaeigendur í miklum meirihluta, sem er skiljanlegt þar sem þeim er ætlað að fara eftir reglunum sem til umræðu voru. Margar óánægjuraddir heyrðust, þó sérstaklega varðandi 1. greinina, þar sem vinnuhópurinn leggur til að áfram verði lagt bann við hunda- F LAS A/HÁRLOS? Við eigum ráð. ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13-S. 551 2136 Ég tel mér skylt að leið- rétta og útskýrá þá þætti er misskildir voru, segir Sigurborg Daða- dóttir, sem hér fjallar um nýjar hundareglur. haldi í borginni en jafnframt verði hægt að fá undanþágu frá banninu. Á fundinum kom fram að ágreining- ur væri innan vinnuhópsins með þessa grein, undirrituð lýsti þeirri skoðun sinni að ekki væru nægjan- legar ástæður á grundvelli laganna til að banna hundahald og að I raun væru núverandi reglur og einnig drögin takmörkun á hundahaldi, en aðrir í vinnuhópnum telja ástæður nægjanlegar til að viðhalda banninu. Með því að kynna drögin á opnum fundi gafst borgurunum kostur á að tjá sig um málið og koma skoð- unum sínum á framfæri á meðan málið er á umræðustigi. Með drögum að nýrri heilbrigðissamþykkt um hundahald kynnti vinnuhópurinn einnig drög að gjaldskrá. Með gjald- skránni yrði hundaeigendum mis- munað, þ.e. þeir sem brytu reglurnar yrðu látnir borga meira en aðrir minna. í gjaldskránni er hvatning til bættrar hundamenningar, ljúki hundaeigandi grunnnámskeiði í hundauppeldi er gert ráð fyrir heim- ild til að lækka gjöld um allt að helming. Það er ljóst að ágreiningur er um reglur sem gilda eiga um hundahald og ætti það að vera sam- eiginlegt markmið okkar allra að leysa úr honum, þannig að sem flest- ir geti við unað. Við finnum sjálfsagt seint hinn gullna meðalveg, en grundvöllurinn að þeim vegi er umburðarlyndi og tillitssemi á báða bóga, bæði hund- eigenda og þeirra sem ekki eru hlynntir hundahaldi. 27.11.1995 Höfundur er formaður heilbrigð- isnefndar Keykjavíkur. ÞESSIAUGLÝSING TRYGGIR ÖRYGGIWT Á HAGKVÆMAN HÁTT GÆflUM - VERBI - REXSTRARKDSTNAfll VAKl ORYOGISKERFI SÍMI 561 9000 Minnisbókin er stöðug auglýsing allt árið fyrir öll fyrirtæki, sem kaupa 'hana með nafni fyrirtæk- isins gylltu á kápu og gefa viðskiptavinum um jól og áramót, vegna þess að menn hafa hana í vasanum og við hendina allt árið og margfletta upp í henni. MINNISBÓK FJÖLVÍSS Litla alfræðibókin“208 bls. í vasabókarbroti (15x9 cm), með þúsundum staðreynda og upplýsinga og litprentuðum götukortum. Við leysum vandamál fyrirtækja. félagasamtaka og stofnana þegar velja skal jóla- og nýársgjöfina fyrir viðskiptavinina, starfsfólkið og félags- mennina. Minnisbók Fjölvíss erkjörin vinargjöfvið öll tækifæri. Fyrirtæki og félög, stofnanir og einstaklingar fá bækurnar með nafni sínu og/eða merki gylltu á kápu ef keypt eru minnst 20 eintök. Verðið er aðeins kr. 376,20 með vsk. Nýir kaupendur sendi okkur gyllingarmót af nafni og/eða merki eða fyrirmynd og sjáum við þá um gerð þess fyrir lágmarksverð. Auk þess gefum við út VASADAGBÓKINA1996, verð kr. 261,45 með vsk. (minnst 20 eintök) og DAGBÓKINA1996, verð kr. 747,- (minnst 15 eintök). Allar bækurnar fást í helstu bóka- og rit- fangaverslunum. 4 PONTU N ARSEÐILL: Minnisbókin 1996 Pöntuð eintök alls ___ Litir (á plastkápum); Einlitar, matt áferð: Svart-------- Hvítt _ Rautt________ Vínrautt Blátt ___ _ Grænt Fleirlita, glans áferð: Rauðköflótt, skotskt mynstur Grænköflótt, skotskt mynstur Rauðbrúnt mynstur---------- ef„iSV.lr-««6,VfSS ' - - \koRI---- \ SBW8,nT \:SSU- :SS5-* i .BioW"0" , \ _ ySSES**** \ WOS'8"®'1*' Krt>\6ÖB*a""6k S3§L- tSSZýsSE** •sgfiss* 0888'»' M\8\on»»' Se\\8 "«'s\“*m ro\\\\ \an< ssgás—* Sru‘ sbsssl— 041«""'*“" ro«iV\OQ „4 sss-j, cuöutt'es. Va r ] a l vis KLEPPSMYRARVEGI 8 PÓSTHÓLF 8055, 128 REYKJAVÍK SÍMI 568 1290, FAX 568 3290 i s.utart’W' S\8\o"6'a“' ftVtuteV" \tS5- Se\\»ss g,\n4a«'s Se"a'i\\>»» fartoo'*"*'* f ,\6u« '"»'* Ge\ro'ei“" saamm- 0\a\4ro""»> ** s'*'*",\m, 48 SKg ó,sero »"»v ®SSV '2 h\ö"us'» c,nM,s&\ . vinrt*' fessa’* as sssss—
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.