Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Verkefni um þroskamat barna og ráðgjöf til foreldra eftir 4 ára skoðun Örvun forskólabarna dregur úr þörf á sérkennslu í skólum BÖRN SEM fengu ítarlega fjögurra ára skoðun og í kjöl- farið sérfræðiaðstoð og örvun heimafrá þurftu síður á sérkennslu að halda á fyrsta skólaári en sambærilegur hóp- ur sem varð ekki þessarar þjónustu aðnjótandi. Þetta er niðurstaða Elmars Þórðarsonar, sérkennslufræð- ings og starfsmanns Fræðslu- skrifstofu Vesturlands, en hann hefur nýverið gefið niðurstöðurnar út í loka- skýrslu. Elmar vann að verkefni í tengslum við skoðun fjögurra ára barna á heilsugæslustöðv- um Vesturlands fyrir þremur árum. Fylgdist hann síðan með börnunum fyrsta skólaárið þeirra og komst að fyrr- greindri niðurstöðu. Hann segir að skipt hafi máli að börnin voru tekin í skoðun á réttum aldri, þ.e. fjögurra ára, en oft teygist þessi hefðbundna skoðun langt fram á fimmta ár. Samræmt mat Alls voru 54 börn prófuð með samræmdu mati af hjúkr- unarfræðingum eða ljósmæðr- um á heilsugæslustöð. Þótti ástæða til að leita eftir aðstoð fyrir níu börn, sjö drengi og tvær stúlkur. Að lokinni frum- greiningu fengu börnin sér- kennslu í leikskóla, talþjálfun, voru send til augnlæknis, iðju- þjálfa eða fengu aðgang að leikfangasafni. „Frumgreining fór fram í héraði en áður voru börnin send til Reykjavíkur til greiningar. Og þá einungis þau börn sem komu mjög illa út i 4 ára skoðuninni," sagði Elmar. Foreldrar örvuðu börnin Öllum foreldrum var síðan boðið að mæta með börnin í endurmat að sex mánuðum liðnum. „Þeim hafði öllum far- ið vel fram yfir sumarið og sumum óvenju mikið. Kjarninn var sá að foreldrar fengu ráð- gjöf um hvernig þeir gætu ýtt undir þroskann." Þrátt fyrir að komið hafi í ljós að árangurinn hafi verið góður eru litlar líkur á að framhald verði á verkefninu vegna fjárskorts. „Þetta er spurning um fjármagn og menn velta fyrir sér hverjir eiga að borga. Eru það sveita- félögin, heilbrigðisgeirinn eða foreldrar? Við sem stóðum að verkefninu lögðum á það áherslu að meðferðin væri for- eldrum að kostnaðarlausu. Hitt er annað mál að kostnaðurinn verður meiri ef ekki er gripið til aðgerða fyrr en eftir að skólaganga er hafin vegna þess að einnar klukkustundar örvun fyrir 4 ára barn er á við 2ja klukkustunda örvun hjá 8 ára barni,“ sagði Elmar. Morgunblaðið/ Kristinn EKKI hafa öll börn jafnan þroska við upphaf skólagöngu. Því fyrr sem þeim er hjálpað, t.d. með talkennslu, þeim mun meiri líkur eru á að þau þurfi ekki að njóta sérkennslu í skóla. Kennsluefni á myndböndum Islenskukennsla til útflutnings VERIÐ er að undirbúa framleiðslu á sérstöku fræðslumyndbandi til íslenskukennslu á vegum Myndbæjar hf. Takist vel til með til- raunaútgáfuna og að útvega fyrirtæki og stofnanir til að standa undir kostnaði, er hugmyndin að fram- leiða 65 þtjátíu mín- útna þætti og sýna efnið í kapalsjónvarpi í Bandaríkjunum. Einnig yrði hægt að nýta það til íslensku- kennslu nýbúa hér á landi, að sögn Jóhanns Briem framkvæmdastjóra Myndbæjar. Þá segir hann bandaríska herinn í Keflavík hafa sýnt málinu áhuga, enda sé þar starfrækt sérstök fræðslurás. Forsaga málsins er sú að banda- ríska gervihnattarásin Scolar, sem meðal annars er fræðsluvarp, hef- ur boðið Myndbæ að búa til og senda út myndbönd til íslensku- ■ Bókhaldsnámskeið Þrjú sjálfstæð dagsnámskeið fyrir notendur STÓLPA og byrjendur: Fjárhagsbókhald. Fjárhagsbókhald, skuldunauta-, sölu- og birgðakerfi. Launakerfi. Námskeiðin eru haldin alla mióvikudaga. Vinsamlegast pantiö í síma 568 8055. ýmislegt ______________ ■ Tréskurðarnámskeið Fáein pláss laus í janúar og febrúar nk. Innritun stendur yfir. Hannes Flosason, s. 554 0123. kennslu á gervi- hnattasjónvarpsrás sem fer víða um Bandaríkin. „Efnið yrði sent til allra helstu skóla, en einnig í gegnum kapalsjón- varp. Dreifingar- möguleikar eru því miklir," sagði Jóhann. Kennsla minnihlutahópa Scolar hefur áður sinnt tungumála- kennslu minnihluta- hópa eins og swahili, hollensku, norsku og sænsku svo dæmi séu nefnd. Það sem gerir efnið áhugavert fyrir almenning er að um leið og tungu- málakennsla fer fram er land og þjóð kynnt á fræðandi þátt. Er það kynnt þannig að reynt er að vekja forvitni fólks og löngun til að heimsækja landið. „Markmiðið með kennslunni er að þeir sem á efnið horfa nái tökum á að bjarga sér á viðkomandi tungumáli." Jóhann segir að möguleiki ætti að vera á að halda kostnaði við gerð hvers þáttar í kringum 300 þúsund krónur. Það komi hins vegar ekki í ljós fyrr en tilrauna- þátturinn hafí verið framleiddur. Menn innan Háskóla íslands og stofnunar Sigurðar Nordals hafa sýnt málinu áhuga en eftir á að fínna samstarfsmenn tii að kynna land og þjóð, að sögn Jóhanns. Kynning á landi og þjóð Þess má geta að Scolar mun byrja nú í desember að sýna 60 mínútna fræðsluþætti, „Focus on Iceland" sem Myndbær hefur út- búið. Eru þættirnir alls tíu og inni- halda m.a. viðtöl við framámenn í atvinnu- og þjóðlífínu auk myndainnskota. í einum þætti seg- ir t.d. Ólafur G. Einarsson frá Alþingi íslendinga, Hitaveita Suð- urnesja er kynnt svo og Rannsókn- arstofnun fískiðanðarins. Jóhann Briem Doktor í efnafræði •SIGRÍÐUR G. Jónasdóttir varði nýlega doktorsritgerð í efna- fræði við Michigan-háskóla í Ann Arbor í Bandaríkjunum. Ritgerðin nefnist: „Synt- hesis and Pro- perties of Hete- rometallic Supramolecular Catecholate Complexes“ og er á sviði ólíf- rænnar efna- fræði. Ritgerðin fjallar um efnasmíðar málmlíf- rænna efna byggð á stórhring sem inniheldur tvo virka hópa bundn- um mismunandi málmjónum. Kannaðir voru segul- og rafeigin- leikar efnasambandanna. Rann- sóknirnar voru miðaðar að hönnun sameinda sem hafa takmarkaða greind og geta framkvæmt ákveðnar aðgerðir við tilteknar aðstæður. Sigríður lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 1982 o g B.Sc.-prófi í efnafræði við Háskóla íslands árið 1987. Hún vann framhaldsverkefni við efnafræðiskor raunvísindadeildar Háskóla íslands undir handleiðslu dr. Ingvars Árnasonar. Haustið 1988 hóf Sigríður framhaldsnám í efnafræði við Michigan-háskóla og leiðbeinandi hennar var dr. Dimitri Coucouvanis. Styrki til doktorsnáms hlaut Sigríður frá American-Scandinav- ian Foundation og efnafræðideild Michigan-háskóla. Hún starfar nú við rannsóknir hjá efnafræðideild Stanford Research Institute í Kali- forníu Bandaríkjunum. Sigríður er fædd á Blönduósi, Foreldrar hennar eru Jónas Hall- dórsson, bóndi á Leysingjastöðum sem lést árið 1973 og Ingibjörg Baldursdóttir, verslunarmaður í Reykjavík. Doktorsrit- gerð um hvalveiðar í norður- höfum •OLE Lindquist menntaskóla- kennari lauk fyrir skömmu dokt- orsritgerð í sagnfræði við Univers- ity of St Andrews í Skotlandi. Fjallaði dokt- orsritgerð hans um hvali og hvalveiðar sem hluta af efna- hagslífi útvegs- bænda í Noregi, Orkneyjum, Hjaltlandseyj- um, Færeyjum o g Islandi frá því um 900 fram til 1900 og í Grænlandi frá því um 1000 fram um 1500. Heitir ritgerðin á ensku, Whales, dolphins and porpoises in the economy and culture of peas- ant fishermen in Norway, Orkney, Shetland, Faroe Islands and Ice- land, ca 900-1900 AD, and Norse Greenland, ca 1000-1500 AD.“ Ole Lindquist er fæddur í Ronne á Borgundarhólmi 1947 en ólst upp í Esbjerg. Foreldrar hans voru hjónin Jenny Ruth Lindquist, bankastarsfmaður og Carl Johan Lindquist bryti hjá DFDS. Ole Lindquist las heimspeki og sögu við Martin-Luther-Universitát í Halle í Þýskalandi og lauk þaðan prófi í sagnfræði 1970 ogheim- speki 1971. Á árunum 1973 til 1987 kenndi hann við Menntaskól- ann á Akureyri, félagsfræði og sagnfræði, en frá 1987 til 1994 stundaði hann rannsóknir og nám við Institute for Maritime Studies við háskólann í St. Andrews þar sem hann varði ritgerð sína. Kemst Ole Lindquist að þeirri niðurstöðu í ritgerð sinni að allt fram undir lok síðustu aldar hafi norrænir menn notað kastspjót við veiðarnar eða skutla eða skot, sem ekki voru tengd fangalínu. Með því var hvölunum ekki fylgt eftir á bátum, eins og síðar varð, held- ur rak hvalina, sem þannig voru veiddir, á fjörur manna eftir að þeir höfðu drepist úr blóðeitrun. Skýrir þetta nákvæmar og flóknar reglur sem er að finna í lögum um hvalreka og þá meðal annars ákvæði laga um hlunnindi og ítök. Þá rekur hann í ritgerðinni rann- sóknir og rannsóknaraðferðir fræðimanna og gerir grein fyrir margvíslegum menningarsöguleg- um atriðum er tengjast hvalveið- um. Námskeið við Hí tengd sjávar- útvegi kynnt í 2.000 háskólum SEX vikna sumamámskeið tengd sjávarútvegi og lífríki íslands, sem haldin verða í Háskóla Islands á næsta ári, eru nú markaðssett í tvö þúsund háskólum um gjörvöll Banda- ríkin. Kaupmannahafnarháskóli sér um markaðssetninguna, í samvinnu við tvær stofnanir Háskóla íslands, Sjávarútvegsstofnun og Líffræði- stofnun. Námskeiðin eru byggð þannig upp að þau verði metin að fullu við bandarísku háskólana. Þetta kemur fram í viðtali við Guðrúnu Pétursdóttur, forstöðu- mann Sjávarútvegsstofnunar, í nýj- asta tölublaði Stúdentablaðsins, sem Stúdentaráð Háskóla íslands gefur út. Guðrún segir í viðtalinu að mik- il framtíð sé fólgin í því fyrir Islend- inga og Háskóla íslands að standa fyrir alþjóðlegum námskeiðum sem. þessum og kynna þá sérþekkingu sem landsmenn hafa yfir að ráða, m.a. á sviði sjávarútvegs. „Þarna eru tækifæri fyrir íslendinga til samvinnu, þar sem við njótum þeirra möguleika á markaðsfærslu sem erlendir aðilar geta látið okk- ut' í té, en við höfum ekki bolmagn til.“ Guðrún segir að það sé greinilegt að erlendir aðilar, þar á meðal Sam- einuðu þjóðirnar, treysti íslending- um fyllilega á sviði sjávarútvegs og nefnir þar áform um að Sjávarút- vegsskóli SÞ verði hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.