Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ A að lækka áfengis- kaupaaldurinn? Innihald „fjöreggsins“ TALSVERT hefur verið rætt um hvort lækka eigi áfengis- kaupaaldurinn hér á landi. Hér á eftir fara helstu rök sem mæla á móti slíkri ákvörðun. Sjálfræðisaldurinn er 16 ár. Af hveiju á ekki að færa áfengis- aldurinn líka niður í 16 ár? Eða er nokkur ástæða til að hafa ein- hver aldursmörk? Víða eru tak- mörk, en hvers vegna? Ákveðnum aldurshópum er bannað að sjá of- beldis- og kiámmyndir. Skiptar skoðanir eru um þau mörk. Börn og unglingar mega ekki kaupa tóbak. Margir eru ósáttir við það og benda á að þær reglur séu brotnar. Yngri en 16 ára mega ekki spila í peninga- kössum. Vitað er að einhveijir hinna yngri spila í kössunum. Ætti þá ekki að lækka aldursmörkin þar til samræmis við þau rök, sem notuð hafa verið til að lækka megi áfengiskaupa- aldurinn? Flestum ætti að vera orðið ljóst að ákveðin aldurs- mörk af sérstökum ástæðum er ekki hægt að nota ein sér sem rök fyrir lækkun eða hækkun aldursmarka af öðrum ástæðum. 17 ára ungmenni mega fá almenn ökuréttindi. Bílar geta verið drápstæki í höndum þeirra, sem ekki kunna með þá að fara. Flestir sem slasast í um- ferðinni eru á aldrinum 17-24 ára. Dettur einhveijum í hug að lækka bílprófsaldurinn svo laga megi það ástand? Getur verið að hann sé of lágur? Bílprófsaldurinn á öðrum Norðurlöndum er 18 ár? Með því að færa aldursmörkin niður lagast ekki ástandið í áfengismálum þjóðarinnar. Fyrst þarf að byija á þeim eldri, breyta viðhorfi almennt til neyslunnar, skapa jákvæðar fyrirmyndir og reyna að stuðla að „menningu“ á þessu sviði. Ef það tekst er hægt að skoða hvort ástæða er til að lækka aldursmörkin. Þar þurfa yfirvöld að ganga á undan með markvissa áfengisvarnarstefnu og eftirfylgju laga og reglna. Þrátt fyrir fullyrðingar um að „enginn virði reglur um aldurs- mörk“ er staðreyndin önnur. Flest- ir virða mörkin, en þeir eru hins vegar meira áberandi, sem virða þau ekki. Hið sama gildir í umferð- inni. Vegna tíðra umferðarlaga- brota og slysa má segja með sama móti að hvort tveggja sé til komið vegna þess að fólk, og þá sérstak- lega unga fólkið, virðir ekki regl- @ SILFURBÚÐIN Krin^'lunni H 12 Sími 568-9066 -Þarfierðu gjöfina - - kjarni málsins! urnar. Eiga þeir, sem þeim eiga að framfylgja, að gefast upp þess vegna og krefjast þess að afnema eigi umferðarreglurnar. Þær verða þá ekki brotnar. En hvernig verður ástandið þá? Slysin verða aldrei færri en þegar flestir vegfarendur fara eftir reglunum. Og hver upp- sker árangur þess nema þeir sjálf- ir? Á seinni árum er mun óalgeng- ara en áður að lögreglan þurfi að hafa afskipti af of ungu fólki inni á vínveitingastöðunum. Veitinga- mennirnir sjálfir hafa sett sér strangari reglur til að fara eftir og eftir að námskeið höfðu verið haldin með dyravörðum vínveit- ingastaðanna hefur enn dregið úr mögu- leikum yngra fólks að komast inn á staðina. Tiltölulega auðvelt ætti að vera að fram- fylgja reglunum. Vandamálið hefur hins vegar verið þeir eldri, sem ekki eru til- búnir til að taka á sig þær skyldur og þá ábyrgð, sem alþingis- menn hafa iagt á þá með lagasetningum, sbr. barnaverndarlög- in. Þar hafa þeir hinir sömu ekki staðið sig sem skyldi því þeir hafa ekki lagt sig fram um að vera öðrum til eftir- breytni eða sent öðrum, sem fara eiga eftir lögunum, nægilega skýr boð þess efnis. Ef af Iækkun áfengiskaupaald- urs verður er mikil hætta á að mun yngra fólk en í dag muni eiga auðveldara með að útvega sér áfengi. Einhveijir fullorðnir hafa keypt áfengi fyrir þá sem yngri eru, en í tiltölulega litlum mæli. Ef aldurinn færist neðar er líklegt að auðveldara verði fyrir þá sem eru yngri en 18 ára að fá þá sem eldri eru til að kaupa fyrir sig áfengi. Ábyrgð þeirra er minni en annarra fullorðinna. Þá er hætta á að áfengisneyslualdurinn færist enn neðar en nú er, og er hann að flestra mati nægilega lágur fyrir. Verulegur árangur hefur náðst gegn ólöglegri áfengisframleiðslu á undanförnum misserum. Þannig hefur verulega dregið úr kaupum ungs fólks á landa. Þessi breyting varð eftir að sett voru í lög strang- ari reglur um framleiðslu, sölu og eign á tækjabúnaði til framleiðslu þessarar vöru. Meðferð bruggmála var flýtt að kröfu lögreglu og hin- ir seku fengu mun harðari dóma en áður. Allt hafði þetta jákvæð áhrif. Öfugt við það sem menn töldu urðu harðari viðurlög, öflugri löggæsla og nákvæmari lagasetn- ing til að draga úr ólöglegri farm- leiðslu landa. Þeir sem halda því fram að betra sé að börnin kaupi bjór en landa hljóta að hafa meira en lítið brenglaða dómgreind. Hér á ekki að vera um valmöguleika að ræða heldur snýst málið um að draga úr líkum á að börn neyti nokkurs áfengis og hvernig foreldrar ætla að stuðla að framgangi slíks. Ann- að er dómgreindarleysi. í Bandaríkjunum varð reynslan af lækkun áfengiskaupaaldurs sú að hann var víða hækkaður upp í 21 ár. Slysum á ungu fólki fjölg- aði uggvænlega, til að mynda um 54% á milli ára í Michigan og meira en 100% í Massachusetts. Ekki einasta fjölgaði banaslysum og alvarlegum slysum í umferðinni á fólki 18-20 ára heldur og á 16-17 ára unglingum. Reynslan Lækkun áfengiskaupa- aldurs er varhugaverð, segir Ómar Smári A Armannsson, sem hér tíundar margvísleg rök gegn tillögum í þá áttina. er sú að þegar áfengisneyslualdur- inn er lækkaður færist aldur þeirra sem byija að neyta áfengis enn neðar. Hættan margfaldast í ljósi þeirrar staðreyndar að flestir þeir, sem bytja að neyta fíkniefna, hafa áður neytt áfengis. Skilríki eru sjaldnast fölsuð til þess eins að viðkomandi geti keypt áfengi. Þau eru fyrst og fremst fölsuð svo viðkomandi geti komist inn á skemmtistaðina. Hins vegar reyna veitingamenn að spoma við slíku því þeir sem yngri eru kaupa eða drekka mjög lítið af áfengi inni á þessum stöðum. Mjög hefur dregið úr notkun slíkra skilríkja í seinni tíð, eða eftir að námskeið voru haldin með dyravörðum þar sem farið var ofan i þá hluti. Þegar leyfður hámarkshraði er hækkaður á tilteknum stað aukast líkur á alvarlegum slysum, nema áður hafi verið gerðar þær ráðstaf- anir er lágmarkað geta þá hættu verulega. Venjan er sú að öku- menn aka ákveðið yfir leyfilegum mörkum og þegar mörkin eru hækkuð hækkar umferðarhraðinn í samræmi við það. Sömu lögmál gilda ef áfengiskaupaaldurinn verður lækkaður. Þá er hætta á að neyslualdurinn færist enn neðar en hann er í dag. Ef upphefja á tvískinnunginn varðandi 18 ára aldursmarkið ann- ars vegar og 20 ára aldursmarkið hins vegar er einfaldast og áhættuminnst að ákveða að efri aldursmörkin skulu alfarið gilda, samræma veitinga- og áfengis- löggjöfma, skilyrða rekstur vín- veitingastaðanna og koma á skýr- um heimildum til hvaða aðgerða er hægt að grípa þegar út af regl- um er brugðið. Ef lögreglan fær aðstöðu til að framfylgja slíkum skilyrðum mun verða tiltölulega auðvelt að sjá til þess að þessir hlutir verði í lagi. Með lækkun áfengiskaupaald- urs koma upp vandamál varðandi framhaldsskólaskemmtanir, sem nóg eru fyrir hvað þær varðar. Þá mega sumir nemendur drekka áfengi en aðrir ekki. Með því er verið að kljúfa nemendur í sama skóla í tvo hópa með tilheyrandi afleiðingum. Áður en hægt er að ræða um lækkun áfengiskaupaaldurs þarf að fara fram mikil umræða um áfengismál almennt, það þarf að breyta viðhorfi fólks til neyslunnar og umgengni við áfengi, fyrir- myndirnar, þeir eldri, þurfa að geta sýnt betra fordæmi og unga fólkið að geta sýnt að hægt sé að treysta því fyrir áfengi. Þegar mál eru unnin með skyn- samlegum hætti er hægt að vænta árangurs. Slík tillaga, sem hér liggur fyrir um lækkun áfengis- kaupaaldurs, er ekki af þeim toga. Reglur um útivistartíma bama og unglinga hafa sumum þótt um of strangar En eftir að farið var að framfylgja þeim eru þær raddir nú hjáróma sem telja að það sé ekki hægt. Höfundur er nðstoðnryfirlög- regluþjónn. GRUNNSKÓLINN hefur verið nefndur hið eiginlega fjöregg þjóð- arinnar. „Án markvissrar starfsemi hans er til lítils barist fyrir framtíð- ina í landi okkar,“ sagði Björn Bjarnason menntamálaráðherra á nýafstaðinni fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Víst er að á grupnskólaárunum skapast mikilvægar venjur, þekk- ing og verklag sem geta eflt sjálf- stæði einstaklingsins og hæfleika til gifturíks samstarfs við aðra í framtíðinni. Við yfirfærslu grunnskólastarfs frá ríki til sveitarfélaga, í ágúst á næsta ári, gefast mörg sóknarfæri í þágu betri menntunar. Meginum- fjöllunarefnið undan- farna mánuði hefur þó varðað íjárhagsleg sjónarmið. Kröfur um bætt launakjör takast á við staðreyndir um versnandi fjárhags- stöðu sveitarfélaga. Rekstrarútgjöld sveit- arfélaga vegna fræðslumála eru nú nær fimmti hluti af skatttekjum þeirra. Við yfirtökuna munu þau taka til sín um þriðjung núverandi tekna. Við það bætist að sveitarfélög sem þurfa að standa í byggingarfram- kvæmdum til að ná markmiðum einsetningar hafa fæst fjárhagslegt bolmagn til þess. 86% af vökutíma nemenda varið utan skólans Á þessum tímum hefur minna farið fyrir umræðu um innihald fjöreggsins. Óttinn við að ræða innihaldið kann að stafa af því að of margir setja jafnaðarmerki á milli betri menntunar og aukins kostnaðar. Það þarf alls ekki að verða. Við eigum ótrauð að halda áfram þróunarstarfinu. í því felst einnig að góð meðferð fjár er hluti af vönduðu skólastarfi. Áhersla á árangursstjórnun getur skilað betri menntun, hagkvæmari byggingum og hagkvæmari rekstri. Allt þetta er unnt að gera ef við gætum þess að tengja grunnskólann við samfé- lagið, því án þess er hann afar tak- markað tæki til að hafa úrslita- áhrif. Nærri lætur að aðeins 14% af vökutíma nemenda á 10 ára tímabili grunnskólans, vetur, sum- ar, vor og haust, sé varið í kennslu innan veggja grunnskólans sjálfs. Það er því umhugsunarefni að 86% af vökutíma þeirra er varið utan skólans. Þessar staðreyndir sýna best að samstarf við foreldra er undirstaða þess að grunnskólanum takist að nýta skynsamlega það litla brot úr vökutíma nemandans sem hann hefur til umráða. Ég tel því vafasamt að skólinn geti borið ábyrgð á uppeldisþættinum. Hann verður að geta byggt á þeim við- horfum sem börnin læra af heim- ilisfólki sínu. Tímann ber að nýta til að efla grunnþekkingu. Fjórir áhersluþættir í skólastarfi Árin 1991-1994 átti ég þess kost að leiða þátt Reykjavíkurborg- ar í eflingu grunnskólans, þótt enn væri innihald fjöreggsins í höndum ríksins. Við sjálfstæðismenn höfum sérstakan áhuga á að efla eftirfar- andi þætti í grunnskólastarfinu: Meginverkefni grunnskóla- kennslunnar á að vera nð börnin læri að beita hugsun sinni. Við- fangsefnið snýr því að hugsuninni sjálfri. Mikilvægasta framlag skól- ans til samfélagsins er að kenna einstaklingum að leita upplýs- inganna og draga ályktanir. Það er alvarlegur misskilningur að telja áherslu á upplýsingaleit og ályktunarhæfni draga úr mikilvægi þess að nemandinn leggi grundvall- aratriði á minnið. Kennsla í að- ferðafræði, sem stuðlar að því að nemandinn beiti hugsun sinni skyn- samlega gagnvart úrlausnarefnum, þarf að verða markvissari og við þurfum að beina henni inn á sér- hveija námsgrein. Þessari skoðun hefur vaxið mjög fiskur um hrygg á undanförnum árum. Einn virtasti fræðimaður á sviði uppbyggjandi hugsunar, dr. Edward de Bono, leggur t.d. til að 9-11 ára börnum séu boðnar tvær kennslustundir í viku helgaðar þróun hugsunarinnar. Ný- sköpunartilraunir í grunnskólunum og heimspeki fyrir yngstu aldurshópana eru já- kvæð skref í þessa átt. Ekki er síður mikil- vægt fyrir íslensk börn að efla hæfíieikann tii að tjá sig á íslensku, bæði munnlega og skriflega. Það er sorg- leg staðreynd að málg- löð böm við upphaf skóla fást varla til að mæia í kennslustund eftir 7 ára skólun. Sami vandi flyst með einstaklingnum upp á síðari skólastig. I þriðja lagi tel ég afar mikil- vægt að börnin iæri annað tungu- mál mun fyrr en nú tíðkast, enda viðurkennt að þau eru mun næm- ari á nýtt tungumál á yngri stigum grunnskóla. Auk þess er hægt að Gmnnskólinn hefur verið nefndur hið eigin- lega fjöregg þjóðarinn- — ar, segir Arni Sigfússon, og vanda þarf vel til hans. nota aðrar kennsluaðferðir við yngri börn og samræma til dæmis málakennslu við tónlistarkennslu. í slíkri kennslu er auðvelt að sam- þætta. fræðslu um ólíka menningu þeirra þjóða sem tala málið. í fjórða lagi er orðið afar brýnt að við tökum alla vísindakennslu til endurskoðunar og kröftugrar uppbyggingar í grunnskólunum. Þær fjölþjóðlegu samanburðar- kannanir sem gerðar hafa verið á menntun grunnskólabarna sýna að skortur á þekkingu í grunnvísind- um og framsetningu á því máli sem vísindin nota, s.s. með töflum og línuritum, virðist vera alvarlegur hjá mörgum íslenskum börnum. Þörf er á að tengja hið daglega líf við stærðfræði og eðlisfræði. Þessi orð eiga ekki að hljóma ógnandi heldur sem leið inn í heim óþijót- andi möguleika. Vandinn er sá að það eru ekki bara börnin sem fæl- ast vísindin — það er skortur á sérmenntuðum kennurum í stærð- fræði og eðlisfræði. Við eigum að setja markið hátt og stefna að því að gera grunnskól- ana okkar að bestu menntastofnun- um í heimi. Þetta er ekki fjarlægt markmið. Það varðar mun frekar hugarfar okkar til menntunar en samanburð á krónum og aurum sem varið er til fræðslunnar. Höfundur cr oddviti sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn. Ómar Smári Ármannsson Árni Sigfússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.