Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSIIMS ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 61 Opið bréf til Alþingis Ohugnanleg staðreynd? Frá Ámunda Loftssyni: ÁGÆTI alþingismaður: Ég vona að þú takir ekki óstinnt upp þó ég beini til þín nokkrum orðum og viðri við þig skoðanir mínar á nokkru sem nú er í með- förum Alþingis Fyrir sextán árum var settur kvóti á hefð- bundna búvöru- framleiðslu hér á landi. Erlendis hafði orðið veru- legt verðfall á þessum varningi, einkum sauð- í]árafurðum. Samstaða varð um að fella niður útflutningsbætur í áföngum og hætta útflutningi búvara en fram- leiða eingöngu á innanlandsmarkað innan kvótakerfis. Sjást þess glögg merki í lögum að ein af meginfor- sendum þessa var að landbúnaður- inn skyldi njóta innflutningsvernd- ar. Þjóðin þekkir þá eyðimerkur- göngu sem sauðfjárbúskapurinn hefur verið á allar götur síðan, endalaust undanhald í sölu með tii- heyrandi tekjutapi bænda þrátt fyr- ir meiri fjárstuðning hins opinbera við sauðfjárbúskapinn en nokkra aðra kjötframleiðslugrein. Þá hefur aldrei tekist að samhæfa framleiðsl- una síminnkandi sölu þrátt fyrir að ötulir menn hafi allt frá upphafi laggt sig alla fram í því efni. Nú sextán árum síðar eru menn svo að hverfa frá fyrrnefndum markmiðum að framleiða eingöngu á innanlandsmarkaðinn. Nú á að skylda bændur til að leggja ákveðið hlutfall af kvótanum, sem nú heitir greiðslumark, og alla framleiðslu þar umfram í útflutning. Ekki verð- ur því betur séð en að hér sé búið að endurvekja útflutningsbótakerf- ið þar sem niðurgreidd framleiðsla skal fara á erlendan markað. Bann er hinsvegar lagt við markaðssetn- ingu á óniðurgreiddri framleiðslu innanlands Hér vaknar því spurningin um hvaða tilgangi og hagsmunum hverra greiðslumarkskerfið þjónar þegar svona er komið? Rökin fyrir stuðningi ríkisins við þessa atvinnu- grein geta einungis verið tvíþætt, annarsvegar að bæta almenn rekstrarskilyrði í greininni og hins- vegar að ná niður verði vörunnar til neytanda. Þetta hefur tekist á þann veg að fátækt er hvergi meiri en á íslandi en meðal sauðfjár- bænda og verðlag á framleiðsluvör- um þeirra er með þeim hætti að salan hefur gersamlega hrunið. Meginmeinsemdina í öllu þessu er að finna í því miðstýrða stjórn- kerfi sem hrúgað hefur verið upp í krinum landbúnaðinn sem meðal annars hefur alið af sér fyrrnefnt greiðslumarksfyrirkomulag sem deilir fé skattborgaranna út á með- al bænda með þeim hætti að þeir efnuðustu fá mest í sinn hlut og hinir fátæku og þar af leiðandi skúldugustu fá svo lítið að það skiptir þá engu máli. Þetta fyrirkomulag þjónar því ekki á nokkurn hátt framangreind- um markmiðum um betri rekstrar- forsendur bænda og lækkun verðs til neytenda og nú þegar horfið hefur verið frá að miða framleiðsl- uha eingöngu við innanlandsmark- að er eini sýnilegi tilgangur þessa kerfis sá að mismuna bændum við - kjarni málsins! útdeilingu á framlagi skattgreið- enda til greinarinnar. Rétt er að minna á, þó að augljóst sé, að skatt- greiðendur eiga ótvíræða kröfu á að framlag þeirra skili sér til baka í mun lægra vöruverði en reyndin er. Mikið hefur verið rætt um nauð- syn þess að hagræða í afurðastöðv- um landbúnaðarins. Þar hafa reynst vera fleiri ljón á veginum en menn hafa í fijótu bragði áttað sig á, svo sem spurningar um eiginlegt eign- arhald o.fl. þótt slíkt vefjist ekki fyrir núverandi landbúnaðarráð- herra. Langveigamesta ástæðan fyrir of háu verði til neytenda er opinber verðskráning á þjónustu þessara fyrirtækja s.s. sláturkostn- aði og fleiru. Allt er þetta reiknað í topp af kontóristum syðra og látið gilda yfir alla línuna. Ef þetta yrði afnumið myndi fljótt eiga sér stað umtalsverð hagræðing sem skilaði sér í betra verðlagi og þar með aukinni sölu. Ef sanngirni og önnur þau sjón- armið sem nefnd eru hér að framan yrðu látin ráða meðferð þeirra fjár- muna sem fyrirhugað er að leggja til sauðfjárbúskaparins á næstu árum og með því að létta af honum handahófskenndum framleiðslutak- mörkunum og fella starfsemi af- urðastöðva undir ákvæði sam- keppnislaga er hægt að ná miklum árangri í að auka neyslu þessara þjóðlegu afurða á ný og stórbæta afkomu bænda almennt, ekki bara sumra. Sá búvörusamningur sem nú er til umfjöllunar á Alþingi byggir ekki á þessum sjónarmiðum. Hann greiðir í engu úr fjárhagsvanda þeirra sem verst eru settir eða greinarinnar í heild. Þegar þetta er haft í huga má ljóst vera hvílík afglöp það væru og niðurlæging fyrir skattborgara landsins að lög- festa þennan samning. Frá Sigurði Magnú.ssyni: UNDANFARIÐ eins og oft endra- nær hefur verið umfjöllun um af- urðir bænda í fjölmiðlum og hefur mjólkina borið hvað hæst síðustu daga. í framhaldi af því vil ég nú setja fram þá „kenningu“ að mat- vara geymd í plastílátum skaði heilsu manna. Kenningin er unnin upp úr sam- ansafni af niðurstöðum sem finnast í vísindaritum um þessi mál og er því ekki ágiskun, „held- ur virðist vera bláköld og óhugnan- leg staðreynd" Heimildir sem hafa mótað af- stöðu mína mest til þessara mála eru ýmsar sérprentannir úr Læknablaðinu1,2 .Ugesker læger1 og eftirtektarverðar setningar í Sögu Mjólkurbús Flóamanna í 60 ár. Fyrir skömmu uppgötvuðust fyrir „tilviljun efni í plasti" sem nefnd eru okt- og nónoxýnól3 þessi efni geta myndast, og önnur, við hita og/þrýsting þegar efnið er mótað í umbúðir. „Þessi efni hafa mikil östrógen- áhrif og eru sæðis- drepandi." Það er harkalegt að halda fram að getnaðarvarnarefni séu í matvöru sem geymd er í plast- ílátum, en rannsóknir staðfesta þessa ógn. Kenning mín er sú að notkun plastumbúða um matvæli, (og þá sér í lagi um mjólk vegna eigin- leika hennar til að ganga í sam- band við plast) sé hægt og sígandi að útrýma „sæði“ þeirra lífvera, sem nota plastumbúðir utan um matvæli sín. Ég nefni dæmi um sjúkdóma sem hafa aukist eftir að byrjað var að pakka mjólkurvörum í plastílát. Þar bera hæst og er sívaxandi „ófijósemi" hjá körlunv1 kransæða- bilanir í körlum og konum1 og aukning á krabbameini hjá konum. Eftir þann samanburð sem ég hef gert á niðurstöðum vísinda- manna víða um heim, þá leyfi ég mér að setja þessa kenningu fram, byggða á þeirri staðreynd að með- al þeirra fæðutegunda sem við ís- lendingar höfum neytt í nokkuð jöfnum mæli síðustu áratugina eru mjólk, fískur, kjöt og mjólkuraf- urðir í „plastpakkningu" Niðurstöður þessara rannsókna benda til þess að helstu áhættu- þættir kransæðasjúkdóms séu nán- ast hinir sömu meðal íslenskra karla og kvenna. Hins vegar eru líkur til að konur deyi úr kransæðasjúkdómi næstum fimmfalt lægri en dánarlíkur karla og því er viðbótaráhætta sem teng- ist hveijum áhættuþætti mun lægri meðal kvenna en karla. Á þessu árabili1 verður aukning- in hjá körlum, miðað við 100 þús- und íbúa, úr um 90 körlum á ári upp í um 200 á árinu 1966 til um 1985 en þá fer fækkandi. Með sömu mæliaðferð hjá kon- um verða tölurnar um 50 og hækka uppí 90. Kvenhormón í plastbúningi Við þetta má bæta annarri kenn- ingu, sem þó er ekki byggð á rann- sóknum. „Kenning um sátt og ósátt innan hormónakerfis mannsins þegar ókunnir „plasthormónar“ berast inní líkamann.“ Plasthormónarnir berast inn í líkamann með fæðu, sem hefur verið geymd í plastílátum, og sam- lagast þeir hormónum kvenna sæmilega þar sem þeir eru með líka uppbyggingu. En aftur á móti lendir allt í uppnámi þegar „plastbúinn kven- hormón" hittir karlhormóninn og verða þá líffæri karkynsverunnar fyrir varanlegum skaða eins og danskar rannsóknir sýna4. Tilvitnanir 1. Sérprentun úr Læknablaðinu 1991; 77: 49-58. Þar má sjá hvernig kransæðadauðs- föll fara stígandi frá árinu 1951 til 1966 eru nokkuð jöfn næstu 15 árin en fara svo að minnka úr því. 2. í sérprentun úr Læknablaðinu 1992; 78: 267-76 eru niðurstöður úr hóprannsókn Hjartaverdar 1967-1985: 3. Grein í Morgunblaðinu um skaðsemi plastefna, 8.11. 1995 bls.23; f þessari grein er bent á heimildarmynd frá 9. ágúst, sem sýnd var í sjónvarpinu. 4. Ugeskr Læger. 155 (33): 2530-5, 1993 Aug 16. Einnig Scientifie American, októ- ber 1995, bls. 144. SIGURÐUR MAGNÚSSON, Skólavörðustíg 16a, Reykjavík. AMUNDI LOFTSSON, bóndi, Lautum, Reykjadal, Suður-Þingeyjasýslu. r íslenskir Skalaskór Tegund: 2262 Litur: Svartir Stærðir: 36-41 Verð: 7.995,- Ath.: Úr mjúku leðri, skinnfóðraðir, fótlaga og þægilegir 5% staðgreiðsluafsláttur • Póstsendum samdægurs Ioppskórinn X/olf-iiciinrli v/lnmlfctnra Veltusundi v/lngolfstorg Sími 552 1212 Leikhús sælkerans Klapparstíg 38 • S. 561 313 L H ... ''y.'-y'- r f X Opið til kl. 01 á kvöldin og 03 um helgar Morgunverðarfundur Föstudaginn 8. desember 1995, Skála, 2. hæð Hótel Sögu frá kl. 8:00 - 9:30 á krossgötum FVH boðar til fundar um nýjungar í sjónvarpsmálum. Frummælendur Páll Magnússon sjónvarpsstjóri Sýnar Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson fomiaður Útvarpsráðs Á fundinum verdur m.a. rætt um: • Hvaða áhrifhafa nýjar sjónvaipsstöðvar á markaðinn? • Sölu rikis á útsendingarrásum • Hvemig bregst RÚV við þessari samkeppni? • Hvað er neytandinn tíibúinn til að greiða fyrir fjöimiðia? FELAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Opinn fundur - gestir velkomnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.