Morgunblaðið - 05.12.1995, Side 30

Morgunblaðið - 05.12.1995, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ YMIS bresk blöð hafa orðið fyrir þungum áföllum að undanförnu og þau eiga það sameiginlegt að vera með aðalstöðvar sína við Tha- mesfljótið. Nýju blöðin áðurnefndu vildu ekki láta bendla sig við Fleet Street og gamla t.ímann; staðarval- ið var því að nokkru leyti tákn- rænt. Independent hefur bækistöðvar í stórbyggingunni Canary Wharf. Ian Hargreaves, ritstjóri þess, varð nýlega að víkja þegar hann neitaði að samþykkja frekari niðurskurð. Starfsandinn er afar slæmur, eig- endur blaðsins sýna merki um vax- andi angist vegna lélegrar afkomu, að sögn McCrystals. Hrun Today og hnignun Inde- pendent gefa til kynna að ákveðnu tímabili sé að ljúka. Blöðin voru bæði stofnuð 1986. Today, sem var á léttari nótunum og höfðaði eink- um til lesenda gömlu síðdegisblað- anna, reið á vaðið er eigandi þess, Eddie Shah, hóf blaðútgáfu sem byggðist á minna bruðli en tíðkað- ist í Fleet Street og hundsaði jafn- framt úreltar stéttarfélagsreglur sem þar höfðu tafið fyrir framför- um. Andreas Whittam Smith og fé- - lagar hans, Matthew Symonds og Stephen Glover, komust að þeirri niðurstöðu að það hlyti að vera hægt að gefa út nýtt gæðablað þar sem beitt yrði sömu nútímalegu aðferðunum við sjálfa framleiðsl- una og hjá Today. Independent hugðist bjóða lesendum sínum fjöl- breytni í blaðaútgáfu, ný viðmið og raunverulegt sjálfstæði í frétta- mennsku. Langt dauðastríð Today var níu ár að deyja, fyrst varð það að sætta sig við að fyrír- tækjasamsteypan Lbnrho náði því undir sig, síðar var það sjálfur 20% minni hagnaður útgefanda Pleasantville, New York. ÚTGÁFAN Reader’s Digest Association Inc. segir að tekjur hafi minnkað um 20% á síðasta ársfjórðungi vegna mikils pappírs- kostnaðar, veikrar stöðu í Evrópu og taps á sérritum. Nettótekjur minnkuðu I 53.9 milljónir dollara úr 67.3 milljónum á sama tíma 1994. Sala jókst um 3% í 730.5 milljónir dollara úr 710.8 milijónum. Tekjur á hluta- bréf minnkuðu í 50 sent úr 59 sentum. Hagnaður í Evrópu minnkaði um 2% í 337.7 milljónir dollara. Sala jókst um 8% í Bandaríkjunum í 289.7 milijónir, en rekstrar- hagnaður fyrir skatta minnkaði vegna aukins pappírskostnaðar. Sala og rekstrarhagnaður jukust um 5% á öðrum mörkuðum þrátt fyrir erfiðleika vegna veikleika mexíkóska pesósins. Sala tímaritsins jókst Saia tímaritsins Readers Di- gest jókst um 3% í 177.4 milljón- ir dollara, en hagnaður dróst sam- an vegna aukins kostnaðar og kynningar til að halda áskrifend- um. Tap sérritadeildar fyrírtækisins jókst vegna aukins kostnaðar og þó jókst saia um 7% í 20 milljónir doilara. Fyrirtækið gefur meðal annars út tímarit um heimasmíðar (The Family Handyman), heilbrigðismál (American Health), ferðamál (Tra- vel Holiday), og fjármál (Moneyw- ise). Hlutabréf í Readers Digest hækkuðu um 75 sents í 50,25 dollara í kauphöllinni í New York. FJÖLMIÐLUN Today horfið og Independent í miklum vanda DRAUMURINN UM OHAÐU BLOÐIN AÐ BRESTA? Bresku blöðin Independentog Today voru stofnuð í þeirri von að hægt væri að losa um þrælatök fjölmiðlakónganna í Fleet Street á blaðaheiminum, segir í grein Cal McCrystals í Observer nýlega en McCrystal vann á Independent frá stofnun þess 1986 þar til í júní sl. Hann segir drauminn nú brostinn en Today hætti að koma út fyrir nokkrum dögum og Independent á við vax- andi erfiðleika að stríða. Rupert Murdoch hinn óseðjandi sem gleypti það. Independent, sem áður var í eigu starfsmanna, varð fyrir ári að bijóta gegn grundvall- arreglum sínum og sætta sig við að stórfyrirtækið Mirror Group Newspapers hrifsaði það til sín. Whittam Smith varð þá að víkja úr stól ritstjóra, hann á enn sæti í blaðstjórn en hefur lítil áhrif á reksturinn. Sorgarsaga Independent lýsir því hvernig hugrekki dvínaði, hug- sjónir létu undan síga, valdarán var framið, ákefðin hvarf. Framtíðar- sýnin brast þegar markaðsöfl, dramb og tækifærisstefna lögðust á eitt og fengu undanfarna mánuði STOFNANDI Independent, Andreas Whittam Smith. aðstoð hjá óútreiknanlegum lesend- um sem finnst að verðið á blaðinu skipti meira máli en innihald þess. Úpprunaleg markmið eigenda Independent voru fyrst og fremst tvö. Annars vegar að laða að sér lesendur blaða á borð við The Tim- es og það tókst með ágætum. Hins vegar var ætlunin að ráðast á þau OPNA úr Tölvuheimi — efni sem upphaflega er sótt til IDG. Nýtt íslenskt tímarit um tölvur Tölvuheimur sam- tvinnaður PC World TÖLVUHEIMUR, nýtt íslenskt tímarit, sem helgað er tölvu- og upplýsingabyltingunni, hóf göngu sína nýverið. Það kemur framveg- is út mánaðarlega. Samkvæmt upplýsingum útgefandans er hugsunin að baki útgáfu Tölvu- heims að birta fréttir og greinar, innlendar og erlendar, um hvað- eina sem snertir heim tölvunnar og upplýsingatækninnar sem gæti komið íslenskum lesendum að gagni. 11. tbl. er meðal annars viðtal við Ólaf Jóhann Ólafsson hjá Sony, og greint frá því að sam- kvæmt markaðsrannsókn IM Gall- ups fyrir blaðið þá notar meira en helmingur ísiendinga tölvur. Nokkra nýlundu verður að telja á hérlendum útgáfumarkaði hvemig staðið er að útgáfu Tölvu- heims. Útgáfufyrirtækið er Hemra ehf., systurfyrirtæki Iceland Revi- ew, en í samvinnu við Internati- onal Data Group (IDG), sem er stærsti útgefandi blaða og tímarita í heimi um tölvur og upplýsinga- tækni og hefur verið í forystu á þeim markaði í þijátíu ár, sam- kvæmt upplýsingum Hemru. Starfsemi IDG teygir anga sína til allra byggðra heimsálfa. í nafni fyrirtækisins eru gefnir út 240 titlar í 68 Iöndum. ísland er 69. landið nú þegar Tölvuheimur bætist í IDG-fjölskylduna. Starfs- menn þessara blaða eru um sjö þúsund talsins og lesendur um fimmtiu milljónir. Fram kemur að IDG rekur öfluga fréttaþjónustu í höfuð- stöðvum sínum í Boston og sjálf- stæða rannsóknarmiðstöð í Kali- forníu sem tryggir stöðugan að- gang að nýjustu fréttum. Rit- stjóm Tölvuheims tengist frétta- stofunni yfir Internetið og eru þau samskipti gagnkvæm. Fréttir frá öllum heimshornum streyma inn og fjölmenn ristjórn frétta- stofunnar í Boston sér til þess að fjailað er um allt það sem mark- vert getur talist. Ritstjórn Tölvu- heims sendir svo inn í þetta frétta- net fréttir frá íslandi sem eru aðgengilegar öllum þeim blöðum sem tengjast IDG. Sá hluti starf- seminnar gefur íslenskum fyrir- tækjum, sérstaklega á hugbúnað- arsviðinu, áður óþekkt tækifæri til að vekja athygli á fram- leiðslu sinni um allan heim, segir í frétt- inni. Þekktustu blöðin, sem gefin eru út í nafni IDG, eru PC World, Macworld, InfoWorld, Computerw- orld, Network World og Mult- imedia World. Nafn Tölvuheims er í sama anda og þessara blaða og í haus blaðsins er vísað til syst- urblaðsins PC World, sem er grunnurinn að þessari nýju ís- lensku útgáfu. Það er útbreiddasta tölvublað í heimi og náði þeim áfanga fyrr á árinu að seljast í meira en einni milljón eintaka. Fram kemur að þótt sá kostur hafi verið valinn að vísa til PC World í haus Tölvuheims þýði það ekki að umfjöllun um Macintosh- tölvur verði látin lönd og leið. Tölvuheimur hafi aðgang að öllu efni Macworld, eins og annarra blaða IDG, auk þess sem nánast daglegar fréttir tengdar Apple og hugbúnaði fyrir Macintosh eru skrifaðar hjá fréttaþjónustu IDG. Tölvuheimur mun í lausasölu kosta 470 krónur með virðisauka- skatti en í áskrift 329 kr. hvert tölublað, og ársáskrift 3.948 kr. Aðaleigandi Hemru ehf. og út- gefandi er Haraldur J. Hamar en ritstjóri útgáfunnar er Ásgeir Friðgeirsson. Ritstjóri Tölvu- heims er Styrmir Guðlaugsson. atriði í stefnu ríkisstjórnar Margar- et Thatcher sem blaðamennirnir töldu valda mestum félagslegum spjöllum en eigendurnir studdu í grundvallaratriðum fijálsan mark- aðsbúskap og ætluðu ekki að stunda heilaga baráttu gegn Thatc- her. Whittam Smith tókst þetta hvorttveggja með ágætum í fyrstu enda var samkeppni á þessum nót- um lítil af hálfu annarra blaða. Independent réðst á Thatcher og hennar fólk fyrir að efna til stétta- rígs með óbilgirni sinni og meintri hugmyndafræðilegri þröngsýni. Græðgi og óskammfeilni uppanna, sem svolgruðu í sig kampavínið í átveislum sínum, vörpuðu skugga á markaðstefnuna. Heimilislausir hímdu í húsasundúm í West End. Glæpum fjölgaði og félagsleg sam- kennd dvínaði, þjóðfélagslegt hrun var yfirvofandi. Hefðbundnir vinir Thatcher í Fleet Street risu upp henni til varn- ar en Independent varð í huga margra hressandi vindblær í blaða- heiminum. Whittam Smith gaf yfirmönnum einstakra deilda blaðsins mjög frjálsar hendur, þeir fengu að nota hæfileika sína en einnig að láta sérvisku sína ráða. Harðar fréttir voru oft látnar víkja fyrir efni sem var stundum í prédikunarstíl, stundum beinlínis kjánalegt. Skáldið James Fenton ritaði er- lendar fréttir og reyndist afburða vel. „Þegar tekið er tillit til þess að Andreas hafði ekki mikinn skilning á öllum smáatriðunum í sambandi við blaðaútgáfu gat hann verið mjög snjall," segir fyrrverandi starfsmaður fréttadeildar. „Ég gleymi aldrei lestarslysi sem varð í Clapham. Þetta var ekki mjög alvarlegt slys en við vorum með alveg frábæra mynd af vettvangi. Þýzkt frétta- rás rekin með halla Berlín. Reuter. ÞÝZKA fréttasjónvarpsrásin N-TV býst ekki við að koma slétt út fyrr en 1997 — tveimur árum síðar en gert hafði verið ráð fyrir - þótt tekj- ur af auglýsingum haldi áfram að aukast. Aðalframkvæmdastjóri N-TV, Karl-Ulrich Kuhlo, sagði á þriggja ára afmæli stöðvarinnar nýlega að þótt jafnvel hefði verið vonað í upp- hafi að stöðin kæmi slétt út 1994 eða 1995 yrði N-TV áfram rekin með halla til 1997. CNN-fréttasjónvarp Teds Turners á 33% í N-TV og Time Wamer 30%. Nixdorf-fjölskyldan í Þýzkalandi á 20% hluí. Fleiri áhorfendur Kuhlo sagði að tekjur af auglýsing- um hefðu aukizt og áhorfendum fjölg- að. Búizt væri við að brúttóauglýsin- gatekjur mundu aukast um 30% í um 150 milljónir marka 1995. Stöðin sendir fréttir á þýzku allan sólarhringinn. Að sögn Kuhlos eru áhorfendur hennar fjórar milljónir á dag, ef allir eru taldir með - einnig þeir sem horfa aðeins í nokkrar mín- útur á viku. Hlutfallslega flestir áhorfendur stöðvarinnar hafa meira í tekjur en 6.000 mörk eða 4.175 dollara á mán- uði og eru með háskólamenntun, en það er sá hópur áhorfenda sem aug- lýsendur hafa mestan áhuga á. Kuhlo sagði að fréttir frá fjármála- mörkuðum í Frankfurt og víða um heim hefðu tekizt sérstaklega vel. Verð á auglýsingum í tengslum við vinsælan kauphallaþátt, Telebörse, hefði verið hækkað í 1.300 mörk úr 1.000 mörkum. Kuhlo sagði að áhorfendum N-TV fjölgaði í yfir eina milljón í hverí sinn sem einhver stórtíðindi gerðust í heiminum. Hann sagði að til þessa hefði verið Ijárfest fyrir 60 milljónir marka í N-TV.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.