Morgunblaðið - 05.12.1995, Page 42

Morgunblaðið - 05.12.1995, Page 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Trúarbragðamismun- un í grunnskólum ÉG FAGNA þeirri umræðu sem upp hefur komið um trúar- bragðamismunum í grunnskólum, það er ekki oft sem umræður og hugleiðingar um önnur trúarbrögð en kristinfræði í skólum fara fram hér á landi og er svo sannarlega tími til kominn. Eiga þeir Þorvaldur Örn Arnason og Gunnar Gunnarsson þakkir skildar fyrir framlag sitt í þeim efnum, með greinum sínum 19. október og 17. nóvember í Morg- unblaðinu. En orsakanna tel ég að sé að leita allt aftur til hinna myrku miðalda þegar önnur trúar- brögð voru kveðin niður með of- sóknum og yfirgangi af kirkjunnar mönnum. Ofsóknir kirkjunnar Dultrú, önnur trúarbrögð og andleg iðkun mannsins, eins og innhverf íhugun, hefur verið iðkuð frá upphafí mannkynsins og það má segja að Kristur hafi verið mesti dulfræðingur allra tíma, ef hlustað er rétt á boðskap hans. í gegnum aldirnar hafa prestar og aðrir kirkjunnar menn reynt með fordæmingu sinni og umburðar- leysi að kveða í kútinn alla dul- fræði og andlega iðkun mannsins. Guðsótti er það 'sem boðað hefur verið, ekki kærleikur og umburð- arlyndi, það er varla nóg að tala um kærieika, en sýna svo annað í verki, því kærleikurinn umber allt. Af kirkjunnar mönnum er allt sem tengist dultrú álitið verk hins illa og hættulegt kristnum mönn- um. Kirkjan hefur verið svo hörð gegnum aldirnar að ólíkindum sætir. Ekki voru þær fáar sálirnar sem fórnuðu lífi sínu fyrir trú sína, sem var fordæmd og ofsótt sem villutrú og algjört guðlast. Þekkt- asta fórnarlamb þessara ofsókna var Jóhanna af Örk, sem aðeins 19 ára var dæmd til að brennast á báli af klerkum, biskups- og trú- villingadómstólnum í Frakklandi á 15. öld. Jóhanna var mjög andleg vera, hún var skyggn og sá sýnir. Erki- engillinn Michael vitraðist henni og sagði henni að með viljastyrk sínum og Guðstrú gæti hún stjórn- að hinum franska her og unnið borgir Frakklands undan umsátri Englendinga. Hún var áðeins 17 ára stúlka og hafði aldrei nálægt her komið. Allt fór þó eins og englarnir höfðu sagt henni. Henni tókst að frelsa Orliáns og fleiri borgir Frakklands með viljastyrk sínum og Guðstrú. En öf- undsýki, hræðsla, þröngsýni og skortur á kærleika vörpuðu hinni ungu stúlk á bálið. Fulltrúar rétt- trúnaðarins félldu þann dóm að hún væri haldin villutrú og innblásin djöflinum, þó að verk hennar væru öll unnin að tilstuðlan andlegra afla. Þannig tókst rétttrúnað- arkirkjunni með ofbeldi sínu, for- dæmingu og umburðarleysi að kveða niður alla dultrú í hinum vestræna heimi, og er þar komin skýringin á því að dultrú og önnur trúarbrögð hafa ekki verið kennd í skólum í hinum vestræna heim allt til þessa. Þrátt fyrir hina miklu and- spymu og ótta við dulfræði á Vest- uríöndum, bæði hjá kirkjunni og almenningi í gegnum aldirnar, dó þessi vitneskja þó aldrei út, og á meðan ofsóknaraldan reið yfir Evrópu voru dulvísindi varðveitt og iðkuð í Austurlöndum, bæði á sviði lækninga og andlegs þroska mannsins. Hin mikla andlega vakning mannsins í dag Biblían og aðrir spádómar hafa spáð því að mannkynið á jörðinni muni ganga inn í nokkurs konar friðarríki, „1000 ára ríkið“. Þess- ari nýju dögun var spáð fyrir eða um aldamótin 2000, og það er mannkynið sjálft sem á að skapa þetta friðarríki. Við stöndum núna frammi fyrir því að þessir spádóm- ar eru óðum að rætast og stöndum því á tímamótum mikilla breyt- inga. Breytinga úr því sem mestu böli hefur valdið á jörðinni, yfir í það sem hefur verið þess umkom- ið að gefa mannlegu hugsanalífi víðari þenslu og meiri þrótt, og kærleikanum meira svigrúm til þess að þroskast og vaxa. Öll dul- trú og andleg iðkun mannsins í dag hefur verið kennd við hina svokölluðu Nýöld, en það á við allt önnur rök að styðjast en þau að við séum að ganga inn í 20. öldina. Samkvæmt stjörnuspekinni hef- ur mannkynið verið undir áhrifum fiskamerkisins í nær 2000 ár (en fiskamerkið var einmitt tákn Krists í guðspjöllunum) en er nú að hverfa yfir í vatnsheramerkið eða vatnsberaöldina, þar sem áhrifin verða allt önnur, orka vatnsberaaldarinnar er önnur og á miklu hærri tíðni en áður, þ.e.a.s. andlegri orka, orka sem kemur meira við tilfinningar og hið Guð- lega eðli mannsins. Má segja að þar sé komin skýringin á þessu mikla umróti og hinni mikiu and- legu leit mannsins í dag, sem kall- ar m.a. fram umræður um önnur trúarbrögð. Birna Smith Rosenthal , þegnr Pú ve,W' SJ°f • Brúðkaupsgjafir (T> Wv Ci • Tímamótagjafir • Verð við allra hæfi Hönnun oggædi í sérflokki Laugavegi 52, sími 562 4244. Orsakanna er að leita allt aftur til hinna myrku miðalda, segir Birna Smith, þegar önnur trúarbrögð voru kveðin niður með of- sóknum og yfirgangi af kirkjunnar mönnum. Ný viðhorf líta dagsins ljós Fólk veit í fyrstu ekki að hverju það ieitar eða hvert það á að leita. Það þráir æðri forsjón, eins og barn foreidri. Maðurinn fer að skynja að Guðrsríki eða friðarríki, er hvergi að finna nema innra með honum sjálfum, hann leitar því Guðs ríkis að lokum í þögninni, en það er einmitt í þögninni sem Gyð talar til okkar. Maðurinn mun því fara að iðka hugkyrrð í ríkum mæli. Hann mun skilja að hann getur ekki elskað aðra, fyrr en hann lærir að sætta sig fullkom- lega við sjálfan sig fyrst. Þá fer hann einnig að bera meiri virðingu fyrir sjálfum sér, líkama sínum og öllu lífríki jarðar, hann fer að skilja að hann ber sjálfur ábyrgð á líðan sinni og heilsu. Ný viðhorf líta dagsins ljós, gamlar kreddufullar hefðir og skoðanir munu víkja fyrir nýjum og maðurinn mun velja að fara eigin leiðir frekar en fylgja göml- um kreddum, hann lærir að vera hann sjálfur frekar en láta teyma sig. Mikil mannrækt mun verða áberandi. í stjörnuspeki gefst hon- um kostur á að kíkja í sinn eigin sálarspegil, endurskoða kosti sína og galla. Hann fær meiri hjálp frá æðri máttarvöldum á þessum umbreyt- ingartíma, miðlum fjölgar mikið. Nýjar upplýsingar sem við höfum ekki haft aðgang að birtast hú í gegnum þá, bæði í bókarformi og sem einstaklingshjálp. Fólk fær vitneskju um hvernig það með breyttu mataræði, hugs- un og hegðun getur öðlast betri heilsu og hamingjusamara líf. Innsæsisvitund mannsins eflist og hann veit að náttúran býr yfir miklum krafti sem hægt er að virkja. Margir bænahringir verða stofnaðir, þannig að samband mannsins við æðri máttarvöld styrkist, hann mun.trúa og treysta meira á mátt bænarinnar. , Maðurinn veit að meistarar Guðs eru margir og fer að hlusta á speki þeirra allra. Verðmætamat hans breytist, hann hverfur smám saman frá hinu efnislega gildi yfir í hið andlega. Fólk veit að það mun læra að iifa í sátt og sam- lyndi og hlúa hvert að öðru og jörðinni í stað þess að tortíma henni og hvert öðru. Áhrifin frá þessari miklu and- legu orku, þ.e. þegar ljós, kærleik- ur og máttur úthellist yfir menn- ina, breytir mannkyninu smám saman. Þa mun að sjálfsögðu ekki gerast í einni svipan, en áhrifn eru þegar farin að segja til sín. Bið ég að lokum algóðan Guð um að hjálpa þér, lesandi minn góður, að taka á móti hinni miklu andlegu orku og ljósi Guðs, svo þú getir verið þátttakandi í sköpun friðarríkis á jörð. Höfundur er Ahugamanneskju um trúmál. Snjóflóða- vamir við Flateyri EFTIR hið sorglega snjóflóð á Flateyri 26. október og birtingu uppdrátta af snjóflóðavörnum við Flateyri, hefir kornið óþægilega í ljós, að hugmyndir að snjóflóða- vörnum þar eru einbert kák. Þar skortir ailt verkvit, og því fór sem fór. Menn geta ekki leyft sér að tapa glórunni þótt þetta slys hafi hent, síst verkfræðingar, sem fal- in hefir verið ráðgjöf í málinu. Fjölmiðlar hafa einn- ig gengið á lagið, og sýnt tölvumyndir af snjóflóðum í Eyrar- fjalli á fjölmörgum stöðum með ártölum, sem þjónar þeim til- gangi einum að gera byggðina á Flateyri tortryggilega, því að flest af þessum snjó- flóðum hafa fallið utan byggðar og ekki valdið neinum skaða. Taugabilun er ekki svar við neinu, en leita verður heiðar- legra svara við því, hvað fór úrskeiðis, og hvað er nauðsynlegt að gera til öryggis fyrir framtíðarbúsetu á Flateyri. Það vill nefnilega svo til, að aðstæður eru fyrir hendi til að vernda alla núverandi byggð á Flateyri fyrir snjóflóðum, og endurbyggja það hverfi, sem nú varð fyrir flóðinu. Skollagróf eða Skollahvilft Skollahvilft er rangnefni, því að engin hvilft er þarna í fjallinu, enda var þetta oftast nefnt Skollagróf, þótt hitt nafnið hafi einnig verið ranglega notað. Eg sendi Mbi. stutt bréf um varnir í Skollagróf, sem birtust 3. nóvem- ber, en þar sem eg nú hefi geng- ið úr skugga um að þeir, sem falin var hönnun varnanna hafa ekki í hyggju að nýta sér þær ábendingar, skulu þær hér endur- teknar til íhugunar þeim, sem vilja leysa mál Flateyrar á ábyrg- an hátt: „Eftir að Mbl. hafði birt uppdrátt af snjóflóðavörnum við Flateyri í september, hringdi eg í Almannavarnir til að segja þeim þá skoðun mína, að ekki væri rétt að þessum vörnum staðið, því að varnarkeilurnar fyrir hlaupi úr Skollagróf væru ekki rétt stað- settar. „Á skal að ósi stemma" er fornt spakmæli, og gildir hér. Snjóflóðavarnir verður að stað- setja sem næst upptökum, áður en s'njóskriðan nær miklum hraða. Svo hagar til, að fjallsbrúnin fyr- ir ofan Skollagróf er hálfhring- langa frá vestri um norður til austurs, og safnast þar fyrir stór- ar hengjur í norðlægum og eink- um norðaustlægum áttum. Mesta snjóaáttin er úr NA, oft með blautum og þungum snjó, sem safnast mest fyiár í austanverða fjallsbrúnina. Þar verða mörg snjóflóð árlega, sem þó ná flest ekki nema niður í skálina fyrir neðan. Öll stærri snjóflóð falia úr skálinni um tiltölulega þröngt skarð með hamraveggi til beggja handa. Eg lagði þá til að ýtt yrði upp verulega stórri fyrirstöðu fyr- ir framan þetta skarð til að taka höggið eða hraðann af flóðinu ofan frá hinum bröttu hlíðum fyr- ir ofan. Með því móti gæti verið hægt að taka meginkraftinn úr flóðinu, sem síðan myndi breiða úr sér og stöðvast. „Hið stóra og sorglega snjóflóð nú 26. oktober, með yfir 100.000 rúmmetra af snjó (samsvarandi meira en 8 „Prentarablokkum" við Klepps- veg með 48 íbúðum), sem engan hafði nokkru sinni grunað að gæti komið þarna, gerir þessa til- lögu mína og allar aðrar tillögur um stöðvun slíks snjóflóðs þarna óframkvæmanlegar. Lausnin hlýtur því að verða sú að stjórna rennsli snjóflóðsins niður Hrygg- inn, yfir . Krókinn austan Eyrarhjalla- vegar og til sjávar í Bótinni. Þetta ætti að vera unnt að vinna með stórum jarðýtum á tiltölulega auðveid- an og ódýran hátt, því að upphaf flóðsins er afmarkað af rennsli um ofannefnt skarð úr Skollagrófinni. Stýring á rennsli snjó- flóðsins er , miklu minna mál en að stöðva það. Öll að- staða er fyrir hendi til að þetta megi vel takast þarna. Þetta gæti gjörbreytt aðstöðu til byggð- ar á Flateyri til frambúðar.“ Þessu hefir þegar verið umhugs- unarlaust hafnað af verkfræðileg- um hönnuðum snjóflóðavarnanna. Snjóflóðavörn úr Bæjargili Bæjargilið ber nafn af bænum Eyri, sem Flateyri er eftir nefnd. Bærinn stóð eðlilega við besta ræktunarlandið, og hefir staðið Aðstæður eru fyrir hendi, segir Önundur Ásgeirsson, til að vernda alla núverandi byggð á Flateyri. þarna frá upphafi byggðar, vænt- anlega um 300-400 metrum ofan Goðahóls, en á því örnefni kunna menn ekki lengur skil. Snjóflóða- varnir úr Bæjargili er hagkvæmt að gera með byggingu leiðigarðs hátt uppi austan Bæjargilsins, sem stýri flóðinu niður á austan- verða Eyrarhjallana. Mikill bratti er þarna upp við sjálft Bæjargilið, en góðir ýtumenn leysa þann vanda með aðkomu efst frá vestri, og vinna. sig síðan niður með bygg'nKu leiðigarðsins, en sjálf ýtuvinnan er þá mest á láréttu plani. Góðir ýtumenn eru bestu ráðgjafarnir um þessa fram- kvæmd, sem myndi leysa efstu byggðir Flateyringa einnig frá snjóflóðahættu úr þeirri átt. Verkfræðikunnátta og verkvit Meðfylgjandi uppdráttur af verkfræðilegum tillögum hönnuða snjóflóðavarna við Flateyri var birt í Mbl. 2. nóvember. Hún sýn- ir, að mestallt ræktunarland og útivistarland á Flateyri skuli lagt undir varnargarða 11-12 metra háa, og nýjar tillögur gera ráð fyrir nýjum stórum varnarkeilum að baki þeirra. Hugmyndin er sú, að stöðva flóðið eftir að það hefir hægt á sér, eða m.ö.o. er um það bil að stöðvast. Sá augljósi galli er á þessu, að enginn veit hvar snjóflóð hægir á sér, og flóðið 26. Önundur Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.