Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 31 FJÖLMIÐLUN Murdoch og Malone í samstarf Hnattræn íþrótta stöð boðuð Andreas lét hana einfaldlega fylla alla forsíðunu að fyrirsögninni sjálfri undanskilinni. Það var ekki ætlast til þess að gæðablöð gerðu svona nokkuð en þetta gekk upp.“ Það voru fleiri heilagar kýr sem Whittam Smith stuggaði við. Hann samþykkti að blaðamenn létu hjá líða að taka þátt í leynimakki fjöl- miðla í þingsölum og hvatti blaða- menn ekki til þess að skrifa mikið um vinsæl afþreyingarmál fjöldans, þ. á m. málefni konungsfjölskyld- unnar. Blaðamenn máttu ekki taka við dulbúnum mútum og fyrirgreiðslu af hálfu fyrirtækja á borð við fríum ferðum til útlanda, greiddum af ferðaskrifstofum. Starfsandinn ein- kenndist af sjálfsvirðingu, stolti yfir vel unnu verki og mannlegri viðleitni til að styðja við bakið á þeim sem lögmál efnahagslífsins koma harðast niður á, einnig vilja til að hlýða á röksemdir þeirra sem voru á öndverðum meiði. Það varð til geislabaugur í blaða- mennsku á Independent og ógæfa Whittam Smiths var sú að hann fór að taka bauginn of bókstaflega, varð sjálfur að helgimynd. Hann gerði sér vel grein fyrir því hvaðan háleitar hugsanir komu, frá hjart- anu, en síður að í hranalegum heimi blaðamennskunnar er peninga- veskið oft mikilvægari uppspretta. Hann kom á fót Independent on Sunday. Sagt hefur verið að sunnu- dagsútgáfan, sem er sjálfstætt blað, hafi verið stærstu mistök Whittam Smiths, fjárhagsgrun- dvöllurinn hafi verið í molum. „Andreas hélt að hann gæti gengið á vatni. Hann setti það á laggirnar í kreppu, hafði ekki fé handbært til að færa út kvíarnar, auk þess var ekkert sem benti til þess að möguleikar væru á útþenslu á þessu sviði,“ sagði fyrrverandi starfsbróðir hans. Thatcher á brott Fall Thatcher 1990 hafði einnig slæm áhrif, ráðleysi fór að ein- kenna ritstjórnarstefnuna eftir að ekki var hægt að einbeita sér að öfgum Járnfrúarinnar. Tap varð á rekstrinum í kreppunni, lesendur sem keypt höfðu tvö dagblöð fórn- uðu öðru, oft var það Independent. Dýrmæt regla um að enginn ein- stakur aðili mætti eiga meira en 15% hlut í blaðinu varð að víkja, reglan hafði átt að koma í veg fyr- ir að íjölmiðlarisarnir næðu því á sitt vald. Nýir hluthafar, ítalskir og spænskir, fóru að skipta sér af rekstrinum, dregið var úr útgjöld- um, uppságnir hófust. Oánægja jókst hjá starfsmönn- um, Whittam Smith fjarlægðist þá æ meir. Hann var orðinn skrúð- máll, penninn fór að minna meira á biskupsstaf. McCrystal segir að írinn David Montgomery, sem er einn'af helstu áhrifamönnum Mirror Group ásamt öðrum íra, Tony O’Reilly, -sé andvígur menntamönnum. Hargreaves sé talinn af því sauða- húsi og Montgomery forðist sam- skipti við hann. Montgomery hafi ætlað sér stóra hluti í fjölmiðlun en flest gangi nú á afturfótunum hjá Mirror Group. Framtíð Inde- pendent sé óljós en annars vegar sé rætt um að loka því, hins vegar að breyta blaðinu ásamt sunnu- dagsútgáfunni í minna blað er komi út sex sinnum í viku og hafi International Herald Tribune sem fyrirmynd. McCrystal segir að hver sem nið- urstaðan verði sé ljóst að breskir blaðalesendur muni tapa. Brott- hvarf Independent og Today merki að minna verði um hlutlægan fréttaflutning, óháðan sérhags- munum, og greindarlegar frétta- skýringar. NEWS Corp, fjölmiðlasamsteypa Ruperts Murdochs, og annar fjölmiðl- arisi, Tele-Communications Inc. (TCI), undir forystu Johns Malone, ætla að stofna hnattræna íþrótta- sjónvarpsstöð, að sögn Financial Ti- mes. News á þegar einkaréttinn á að sýna leikina í bandaríska ruðn- ingsboltanum. David Hill, forstjóri Fox Sports, dótturfyrirtækis News, hefur að sögn Renters verið skipaður aðalfram- kvæmdastjóri hins nýja sameignar- fyrirtækis. Það eru Fox Broadcasting, ein af undirdeildum News, og Liberty Me- dia, sem heyrir undir TCI, sem munu sjá um samvinnuverkefnið. Ljóst er að ESPN-íþ róttasjónvarpstöðin bandaríska fær verðugan keppinaut þegar risarnir áðurnefndu taka hönd- um saman. Þar sem Walt Disney-fyr- irtækið er nú að ná undir sig móður- fyrirtæki ESPN, Capital Cities/ABC, er þó vart ástæða til að halda að Murdoch og Malone geti auðveldlega kafsiglt keppinautinn. ESPN var ein aðalástæða þess að Walt Disney ákvað að komast yfir Capital Cities í sumar. Þá sagði Michael Eisner, aðalframkvæmdastjóri Walt Di- sney,að hann hygðist færa starfsemi ESPN til annarra landa. ESPN öflugt í Bandaríkjunum Financial Times segir að með þess- um áformum beinist athygli manna í sjónvarpsheiminum enn meir að hóp sem talinn sé vera nokkuð útundan þegar litið sé á framboð sjónvarps- efnis, þ.e. fullvöxnum karlmönnum. ESPN hefur um 65 milljónir áhorf- enda/áskrifenda í Bandaríkjunum einum eða sem svarar um 70% af markaðnum. Einnig selur stöðin íþróttaefni til um 150 annarra landa. Liberty Media annast dagskrár- gerð fyrir stærstu kapalsjónvarps- stöð Bandaríkjanna og á auk þess hlut í meira en tug staðbundinna íþróttastöðva. Alþjóðleg sambönd Fox eru öflug, nefna má samstarfið við Sky í Bretlandi og víðar. Nýja sameignarfyrirtækið mun sjálft starfrækja íþróttaþjónustu í Asíu, Rómönsku Ameríku og Ástr- alíu og margs konar nýja íþróttaþjón- ustu um allan heim nema í Bret- landi, Japan og Nýja-Sjálandi, þar sem þegar hefur verið samið við aðra aðila. News leggur til ýmiss konar al- þjóðleg íþróttaréttindi og Star íþróttarásina, sem þjónar Asíu. Liberty leggur til Prime Deportiva, íþróttaþjónustu á spænsku, sem þjón- ár Rómönsku Ameríku og svæðum spænskættaðs fólks í Bandaríkjunum. Frá 1993 hefur News beint mjög athyglinni að Bandaríkjamarkaði en þá keypti fyrirtækið sýningarréttinn á leikjum NFL, deildar bandaríska ruðningsboltans er þarlendir nefna football. Murdoch, sem er ástralskur að uppruna en nú bandarískur ríkis- borgari, er þekktur fyrir frumkvæði sitt og óvænta ieiki og Malone var helsti hvatamaður þess að Time Warner-ljölmiðlafyrirtækið samdi um kaup á fyrirtæki Teds Turners fyrr á árinu. Tumer fagnar keppni við Murdoch Anaheim, Kaliforníu. Reuter. TED TURNER hefur fagnað því að hið kunna fréttasjónvarp lians, CNN, fái samképpni frá öðru fréttasjónvarpi, sem Rupert Murdoch hyggst koma á fót. „Við berjum úr honum líftóruna," sagði Turner á árlegri ráðstefnu um kaplasjónvarp í Kalifor- níu. Murdoch mun hafa sak- að Turner um vinstrivillu þegar hann skýrði frá áformum um að koma á fót fréttasjónvarpi, en Turner svaraði því aðeins óbeint. „Hann hefur reynt að finna leið til að keppa við CNN árum saman,“ sagði Turner. „Hann hefur reynt að kaupa okkur og við höfum ekki viljað selja honum.“ Turner sagði að eitt hið ánægjulegasta við sam- runa fyrirtækis hans og Time Warner væri að nýi samstarfsaðilinn væri jafnvel voldugri en fyrir- tæki Murdochs. Diplomat fistölvur. Verð frá 127.044,- Mikið ún al af hörðum diskum'á mjög góðu verði. Lvklahorðsskúffur lil*. 1.900,- Skjásíur frá kr. 3.900,- Úlnliðapúðar kr. 990,- Ryklilífar fyrir tölvur og tölvuliúnað frá kr. 330,- li()(l tíðindi Ivrir tölvunotendur 15" skjáir frákr. 37.180,- 17" skjáir frá kr. (»5.953,- Módem og lnternettengingar. Verð frá kr. 8.149,- ‘ Skannar frá kl*. 49.500,- Netkort og Hubbar í úrvali: Verðdæini: Netkort og Personal Netware kr. 5.900,- Afritunarstöðvar frá kr. 22.497,- Diskettur mcð lífstíðarábyrgð. Segulbönd og hreinsispólur. Skjáarmar á gamla góða verðinu Nai iðsvnlegir 1>£U' sem | iláss er 1 akmarkað Dufthylki, prentborðai' og litaliylki fyrir flestar geiðir prentara á frábæru verði. Prentaradeilar og nettengi fyrir allai' gerðir prentara. Vaiaaflgjaíar á ótrúlega góðu veröi. Nauðsynlegir öryggisins vegna. MORE PENTHIM 75 MI lz. 8 MB minni. 850 MB diskur, 4X geisladrif, víðóma 16 bita liljóðkort, lyklaborð. mús og l-l" skjár. kr. 149.900,- 8 MB minnisslækkun kr. 24.900,- eðakr. 22.900 ,- séstækkunin keypt um leið og tölvan. PENTIl M75MI IZ. 8 MB minni. 850 MB diskur, 1-+" skjár, lyklaborð og mús. kr. 137.900 Geisladrif 2X kr. 9.900 -+X kr. 15.393 BOÐEIND Mörkinni (i • Sfini 588 2061 • Fax 588 2062 IMIaiif): l)(i(l(>iml@>iiiiiii>ilia.iN Hirslur fyrir geisladiska og diskettur á ótrulega lágu verði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.