Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ VALDÍS VALDIMARSDÓTTIR BERGLÍN HALLDÓR VALDIMARSSON BERGSDÓTTIR + Valdís Valdi- marsdóttir fæddist 4. apríl 1927. Hún lést 26. september síðast- liðinn. Halldór Valdimarsson fæddist 20. maí 1928. Hann lést 9. nóvember siðast- liðinn. Foreldrar Valdísar og Hall- dórs voru Helga Halldórsdóttir frá Kjalvararstöðum og Valdimar Dav- íðsson, lengst bóndi á Guðnabakka og á Höm- rum. Útför Valdísar fór fram 4. október en Halldór var jarð- sunginn 17. nóvember. HÉR verður þess minnst að á skömmum tíma hafa fallið systkin- in frá Guðnabakka í Stafholtstung- um, þau Valdís og svo Halldór, bæði innan við sjötugt og því ekki á háum aldri á nútímamælikvarða. Þau voru í miðjum systkinahópn- um á Guðnabakka og reyndar fyrst þeirra sem fæddust þar. Valdís fæddist 4. apríl 1927 en Halldór rétt liðlega ári síðar, 20. maí 1928. Eldri systkini þeirra lifa öll. Þau eru Ástrún sem býr á Seltjarnar- nesi með manni sinum, Aðalsteini Sigurðssyni fískifræðingi, Guðrún, sem býr í Hafnarfírði, ekkja eftir Gest Sveinsson bónda og síðar iðn- verkamann, og Þórður sem á heima í Borgarnesi. Yngri systkini þeirra Valdísar og Halldórs eru Þorsteinn sem býr í Borgarnesi með konu sinni, Ingu Ingólfsdóttur, og Guð- björg sem býr í Kópavogi með manni sínum, Guðmundi Rögn- valdssyni afgreiðslumanni. Alls voru systkinin frá Guðnabakka því sjö. Tvær elstu systurnar fæddust reyndar að Kjalvararstöðum, Þórð- ur fæddist á Hermundarstöðum, en þau hin yngri - fjögur - öll á Guðnabakka þar sem Þveráin liðast laxauðug um fallega sveit. Foreldrar þeirra Valdísar og Halldórs voru þau Helga Halldórs- dóttir frá Kjalvararstöðum, sem hefði orðið 100 ára á þessu ári, fædd 1895, og Valdimar Davíðs- son, fæddur 1899, alinn upp á Arnbjargarlæk, lengst bóndi á Guðnabakka og að Hömrum en lést í Borgarnesi eins og síðar Helga kona hans. Ekki verður því haldið fram hér að þau Valdís og Halldór hafí verið nauðalík en þó voru þau lík og áttu margt sameiginlegt bæði í útliti og skaphöfn. Ungum dreng voru þau góð um miðja öldina svo lengi verð- ur minnst. Ekki er viðeigandi að rifja upp þau augnablik í blaði; ástæðan er sú að slík augnablik á maður einn og þau verða aldrei sögð. Valdís vann fyrst lengst í foreldrahúsum, síðan fór hún í hús- mæðraskóla eins og þær systur allar, hóf búskap í Stangarholti þar sem hún bjó með manni sínum, Guðmundi Helgasyni. Þau slitu samvistum og seinna bjó hún í Reykjavík með börnum sínum en alls fæddust henni sjö börn: Ingi- björg Ema, Guðný, Heimir, Sigrún, Andrés og Valdimar, sem öll lifa, og Leó, sem lést á ungum aldri. Ekki var veröldin alltaf góð við Valdísi frænku mína; kannski var hún ekki alltaf mjög góð við veröld- ina. Ég hafði fátt af henni að segja lengi. Síðastliðið sumar fórum við Guðrún svo á systrafund þar sem við lögðum drög að ættarmóti sem reyndar va_r ekki haldið því veikindi hömluðu. Á fundi með þeim systr- um var gaman að rifja upp kynni fyrri áratuga. Valdís var á besta aldri, víkingur til allra verka, hlífði sér hvergi og sást ekki alltaf fyrir. Valdís var næm kona - og sá sem er næmur er oft líka jafnvel viðkvæmur úr hófí fram. Viðkvæmnina reynir hann oft að hylja með hörkufasi. Verða þeir eiginleikar ekki raktir hér en fullyrt að þar fóru mann- kostir sem hefðu getað nýst henni og umhverfínu miklu betur. Halldór var réttu ári yngri en Valdís. Hann vann einnig í föður- húsum, fór í Reykholt og stundaði þar nám í tvo vetur. Hann fór svo í vinnu víða en _ það var á þeim árum sem allir íslendingar fengu allt í einu nóg að gera og svo var lengi þar til atvinnuleysisvofan lagðist við á heimilunum í seinni tíð. Það lék allt í höndum hans og mátti hann heita dverghagur. Hann var hægur í fasi og ró virtist ríkja yfír honum en það var engin logn- molla innra með honum. Oft svipt- ingar. Halldór var greindur maður og fylgdist vel með þjóðmálum og tók virkan þátt í pólitískri umræðu á stundum. Hann gegndi starfi ökukennara, jafnframt störfum fyrir Kaupfélag Borgfirðinga. Hall- dór bjó svo að segja allan sinn búskap í Borgarnesi en hann gekk ungur að eiga Maríu Ingólfsdóttur frá Hrafnkelsstöðum. Þau eignuð- ust Helgu, Lilju, Garðar, Ingólf, Olöfu og Valdimar en hann lést síðastliðið sumar með sviplegum hætti. Barnabörn áttu þau mörg og á heimili þeirra var gott að koma. Þar leit ég inn síðast í sum- ar og skoðaði myndir af afa mínum sem ég hafði ekki séð áður að ekki sé minnst á bæjarmyndirnar af bænum í Hömrum sem var fallegur mannabústaður meðan hann var og hét. Halldór frændi minn var ástríðufullur Íslandsunnandi og bjó bifreið sína svo þau María gátu ferðast um allt land. Hann kunni landið utan að og var haldinn heitri forvitni um hagi landsins og þjóðar- innar. Áhugalið stofnaði með sér samtök þeirra sem búa bíla vel til ferðalaga. Stóðu þeir félagar heið- ursvörð er Halldór var kvaddur úr Borgarneskirkju. Þau systkinin ólust upp við að- stæður sem voru ekki öllum blíðar. Þau tókust stundum á við flóknar kringumstæður og höfðu stundum sigur og stundum ósigur. Að lokum féllu þau svo að segja hlið við hlið í tímanum, þessi systkini frá Guðnabakka. Þau biðu lægri hlut fyrir þeim vágesti sem heitir krabbamein. Valdís var jörðuð í kirkjugarðinum á Borg á Mýrum en Halldör við hlið yngsta sonar þeirra Maríu í Borgarneskirkju- garði. Stórt skarð er höggvið í systk- inahópinn frá Guðnabakka. Því miður auðnaðist okkur ekki að rækta hvert annað sem skyldi síð- ustu árin og því stöndum við eins og oft áður á bakkanum lífsmegin og segjum hvert við annað: Af hveiju eyddum við ekki saman fleiri stundum til að spyija hvert annað, til að fræðast hvert af öðru, til að auðga mannlíf okkar og allra hinna? Með þessum fáum kveðjuorðum flyt ég samúðarkveðjur mínar, konu minnar og móður minnar öll- um þeim góðu vinum og ættingjum sem á þessu hausti hafa tekið þátt í því með okkur að kveðja þau Valdísi og Halldór. Svavar Gestsson. + Berglín Bergsdóttir fæddist 4. desember 1945. Hún lést í Landakotsspítaia 9. nóvember síðastliðinn og fór útförin fram 17. nóvember. MIG langar að minnast hennar Beggu í nokkrum orðum. Það er af nógu að taka þegar um hana Beggu þarf að rita, það var svo mikið sem hún gaf af sér. Mér er mjög minnisstætt þegar við fórum á ættarmót fyrir nokkru. Það var alltaf troðið út úr tjaldinu hjá Beggu og pabba. Hún hafði þau áhrif að fólk laðaðist að henni, hún leit á alla sem jafningja sína og það hefur eflaust verið þess vegna sem hún átti vini á öllum aldri. Krökkun- um þótti alltaf svo gott að skreppa yfír í tjaldið til ömmu og afa og fá sér kanilsnúða og vínarbrauð sem amma hafði bakað fyrir ferðina. Ég yar hluta úr sumri hjá Beggu og pabba þegar þau bjuggu í Kefla- vík. Þegar þau bjuggu þar var ég að passa börn, og ég var líka svolít- inn tíma að vinna í humri. í hvert skipti sem ég spurði hvort ég mætti koma í heimsókn til þeirra var það aldrei nema sjálfsagt, það virtist ekki koma að sök að hún Begga væri upptekin, alltaf gaf hún mér tíma þegar ég kom til hennar. Hún Begga átti hug minn og hjarta, svo einstök var hún. Hún Begga var ein af bestu vinkonum sem hægt var að hugsa sér og leit ég fyrst og fremst á hana sem mína bestu vinkonu. Það var alltaf svo gott að koma til Beggu ef mér lá eitthvað á hjarta og fyrr en varði var hún búin að leysa vandann sem hvarf eins og og dögg fyrir sólu. Ég bjó hjá Beggu og pabba í Sandgerði þegar ég var 15 til 16 ára og vann þá á sama vinnustað og pabbi en Begga var þá að vinna hjá Nirði í mötuneytinu og þangað kom ég alltaf í hádeginu. Allur matur sem hún gerði var eins og hann gerist bestur, kökurnar sem hún gerði voru alveg fyrsta flokks. Það var alveg sama hvað ég bað hana um, alltaf svaraði hún játandi og brosti svo. Ég leit mjög upp til hennar, hún hafði alltaf góð áhrif á mig og er ég henni þakklát fyrir það. Ég var um 17 ára þegar ég flutti norð- ur í land og hóf þar búskap með fyrrum sambýlismanni mínum. í hvert skipti sem ég fór suður kom ég alltaf við úti í Sandgerði hjá Beggu og pabba á Hjallagötunni. Ég eignaðist mína fyrstu dóttur í janúar 1987 og heitir hún Anna Birna, var ég fyrir sunnan þegar hún fæddist og þegar hún var skírð. Það var mikið verið á Hjallagötunni meðan á öllu þessu stóð. Ég bjó fyrir norðan í um 2 ár en dóttir mín númer tvö fæddist í júlí 1988 en hún heitir Erla Kristín. Begga, pabbi og Margrét komu í heimsókn til mín í júní en þá voru þau á leið á ættarmót á Siglufjörð og voru teknar nokkrar myndir af þeim með Önnu Birnu sem gott er að skoða því þá koma upp allar góðu minn- ingarnar frá þeim tíma. Þennan tima sem ég bjó fyrir norðan höfð- um við gott samband okkar á milli. Frá Norðurlandinu fluttist ég suður til Reykjavíkur og bjó þar í tvö ár. Og var þá styttra að skreppa í Sandgerði til þeirra. Síðla árs 1990 langaði mig til að flytjast í Sandgerði og það stóð ekki á Beggu og pabba, þau gerðu allt sem þau gátu til að hjálpa mér til þess að koma undir mig fótunum. Ég bjó hjá þeim meðan ég var að leita mér að húsnæði. í maí 1992 eignaðist ég þriðju dóttur mína. Allar dætur mínar kölluðu hana Beggu ömmu, hún var þeim mikil lyftistöng hvað varðar lífíð og tilveruna. Þeim þótti svo afskaplega vænt um hana ömmu sína, þeirra söknuður er mikill og elskuðu þær ömmu sína mjög mik- ið. Þær hjóluðu stundum til ömmu til þess að gá hvort amma ætti eitt- hvað gott í pokahorninu, sem iðu- lega var. Komu þær stundum sadd- ar heim því þá hafði amma gefið þeim kökur. Hún Begga hafði alveg einstakt lag á stelpunum mínum enda virtu þær ömmu sína mjög mikið. Hún Begga var með alvarlegan sjúkdóm sem hún lést svo af. Þegar hún greindist með þennan sjúkdóm hrundi ég alveg saman en það var hún sem sá það bjarta sem ég sá ekki fyrr en hún benti mér á það, að það deyja allir fyrr eða síðar og maður verður bara að lifa með þessu þó erfitt sé. Þegar illa lá á manni var það alltaf hún sem kom manni til að hlæja og hugsa um það bjarta og það góða. Þurfti Begga alltaf að fara í meðferð vegna sjúkdóms síns. Eftir eina af meðferðunum fór hún með flugi til Eskifjarðar til þess að heim- sækja dóttur sína og fjölskyldu hennar, var hún þá nýflutt í annað húsnæði á sama stað og vildi Begga alveg endilega fara austur til að skoða nýja heimilið og til þess að sjá augasteinana sína eins og hún kallaði börnin hennar Guðnýjar. Það var með eindæmum hvað hún barð- ist frækilega við sjúkdóm sinn. Það virtist vera alveg sama hvemig henni leið, alltaf gat hún komið öll- um til þess að hlæja. í veikindum hennar voru tvær af systrum henn- ar mikið hjá henni og kom margt fólk til þess að heimsækja hana. Begga var einn og hálfan til tvo mánuði á Landakoti þar til hún lést. í hvert skipti sem ég kom til henn- ar inn á spítala var einhver hjá henni, hún var aldrei ein. Svo sam- hent er fjölskylda hennar. Bobba og Vala voru hjá henni á erfiðasta tíma hennar. Þær voru hjá systur sinni í hvert og eitt einasta skipti sem ég kom, ef þær voru ekki stadd- ar hjá henni höfðu þær aðeins skot- ist frá, en það var þá ekki langur tími. Það er búið að vera alveg yndis- legur tími sem ég hef átt með henni Beggu og minningarnar eru óþijót- andi. En minningarnar um hana Beggu geymi ég í hjarta mínu þar sem allt það góða varðveitist í lífi hvers manns. Elsku pabbi, Margrét, Bergur, Guðný og aðrir aðstandendur, mína dýpstu samúð sendi ég ykkur. Guð geymi ykkur öll. Blessuð sé minningin um hana elsku Beggu mína. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lffið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þijóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur hann af raunum sigur ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S.Kr. Pétursson) Þín einlæg Bryndís Guðmundsdóttir. VINNINGASKRÁ BINGÓLOTTÓ Númer viku: 48 Útdráttur þann: 2. desember, 1995 Bingóútdráttun Ásinn 22 30 71 48 68 52 62 20 6 24 65 37 43 73 60 74 12 16 70 28 ___________KFTIRTALIN MIÐANÚMER VINNA 1000 KR VðRUÚTTEKT. 10006 10428 11030 11283 11755 12038 12356 12816 13194 13689 14389 14755 14984 10031 10450 11074 11423 11764 12148 12363 12911 13555 13726 14451 14782 14989 10108 10654 11130 11554 11838 12227 12408 12991 13621 14027 14559 14912 10152 10895 11194 11642 12009 12249 12574 13134 13663 14226 14694 14982 Bingóútdráttun Tvisturinn 74 75 39 68 28 20 6 36 73 37 10 32 47 54 8 42 63 12 4 ___________EFTLRTALIN MIÐANÚMER VINNA 1000 KR. VÖRUÚTTEKT. 10086 10593 10731 11225 11501 11780 12667 12856 13328 14118 14227 14399 14665 10222 10684 10771 11239 11574 12214 12693 12906 13464 14147 14290 14504 14866 10274 10704 10822 11266 11617 12319 12702 12932 13625 14195 14358 14569 10432 10730 10997 11308 11660 12486 12836 13030 14059 14216 14365 14647 Bingóútdráttur: Þristurínn 35 47 15 29 41 32 64 44 13 30 61 74 2 40 54 51 21 39 ___________EFTIRTALIN MIPANÚMER VINNA 1000 KR. VÖRUÚTTEKT. 10027 10207 10408 11195 11767 12211 12337 12744 13089 13505 13781 14419 14621 10124 10212 10481 11488 12051 12249 12375 12889 13173 13648 13800 14455 14849 10169 10255 10769 11660 12106 12254 12399 12890 13374 13684 14071 14498 10190 10353 11061 11727 12182 12284 12662 12953 13417 136% 14266 14564 Lukkunúmer: Ásinn VINNNINGAUPPHÆÐ 10000 KR. VÖRUÚTTEKT FRÁ J.JONES & VERO MODA, 10897 11409 12805 Lukkunúmen Tvisturinn VINNNINGAUPPHÆÐ 10000 KR. VÖRUÚTTEKT FRÁ NÓATÚN. 12490 13736 13879 Lukkunúmer: Þrísturínn VINNNINGAUPPHÆÐ 10000 KR. VÖRUÚTTEKT FRÁ HBP PÓNTUNARLISTANUM. | 11465 13302 14362 Lukkuhiélið Röð: 0130 Nr: 11730 Bílahjýlið Röð: 0133 Nr: 12626 Vinningar grciddir út frá og með þriðjudegi. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASClI-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld i úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasfðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.