Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 59 FRÉTTIR Verslunin Vísir 80 VERSLUNIN Vísir við Lauga- veg 1 er 80 ára í dag, 5. desem- ber, og í tilefni afmælisins verð- ur kynnt konfekt frá Nóa Sír- iusi og boðið upp á nýlagað Merrild-kaffi. Stofnendur versl- unarinnar voru þeir Sigurbjörn Þorkelsson og Guðmundur Ás- björnsson en haustið 1943 urðu eigendaskipti og við rekstrinum tók Sigurbjörn Björnsson fyrir hönd hlutafélags sem einnig rak nokkur útibú frá versluninni. Þeim rekstri lauk árið 1950 er ara Sigurbjörn varð eigandi versl- unarinnar og seldi öll útibúin. Hann lést árið 1957 og tóku þá ekkja hans Vigdís Guðjónsdóttir og börn þeirra við rekstrinum. Var versluninni fljótlega breytt í kjörbúð og áhersla lögð á sölu nýrra ávaxta. Árið 1974 keypti sonur Sigur- björns, Þórir Sigurbjörnsson, verslunina og hefur hann rekið hana síðan. Ásamt Þóri sér Haf- dís Pálsdóttir um afgreiðslu í versluninni. ■ „Sambandstjónarfundur ASÍ haldinn 27.-28. nóvember sl. for- dæmir ódrengilega árás á þá aðila á vinnumarkaði sem minnst mega sín og krefst þess að starfsþjálfunar- nemar njóti launa fyrir vinnuframlag sitt. Þá krefst sambandstjórnarfund- ur ASÍ þess að þegar verði teknar upp viðræður við verkalýðshreyfing- una um framtíðarskipan starfsþjálf- unar í starfsnámi sem fellur utan löggiltra iðngreina." ■ FUNDUR stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Starfsmannafélagsins Sóknar, haldinn miðvikudaginn 29. nóvember sl., mótmælir harðlega þeirri einhliða ákvörðun stjórnar Ríkisspítala, með fullu samþykki heilbrigðisráðuneytisins, að hætta að greiða matartækninemum laun á námstíma sínum, segir í frétt frá Sókn. „Þriggja ára námi þeirra lýk- ur með 34 vikna starfsnámi. Á þess- um starfstíma hafa nemar er ráð- ast til Ríkisspítala tekið laun skv. lægstu töxtum Starfsmannafélags- ins Sóknar. Stjórn og trúnaðar- mannaráð Sóknar telur það ólíðandi að nemar séu á vinnumarkaði sem og í þessu tilviki án þess að þeim séu ætluð laun fyrir störf sín.“ ■ HJÁ JÓGASTÖÐINNI Heims- ljósi, Ármúla 15, verður ýmislegt í boði í desember. Miðvikudaginn 6. desember verður kvöld fyrir unglinga sem eru í próflestri. Kenndar verða aðferðir til að kyrra hugann og ná meiri einbeitingu og slökun. Tvö danskvöld verða föstudagana 8. og 15. desember, umbreytingardans,- heilun með dansi. Mánudaginn 11. desember verður kvöld í slökun. Kvöldin hefjast öll kl. 20. í dag kl. 14 verður kynning á vellíðunamám- skeiði sem hefst þriðjudaginn 5. des- ember. STÁLPASTAÐASKÓGUR í Skorradal er einn þeirra skóga þar sem unnið hefur verið að grisjun og gerð göngustíga í tengslum við skógræktarátak Skeljungs og Skógræktar rikisins. Jólaleikur Shellstöðvanna Á NÆSTU dögum munu birtast í Morgunblaðinu seðlar með spurn- ingu sem fólki gefst kostur á að svara og vinna jólatré að eigin vali. Þeir sem vilja taka þátt í leiknum þurfa aðeins að fylla út seðilinn og fara með hann á næstu Shellstöð fyrir 11. desember. Dregið verður úr réttum svörum og munu fímmtán vinningshafar fá að gjöf heimilis- jólatré að eigin vali. Skógrækt og opnun skóga í fréttatilkynningu segir, að það sé ekki tilviljun að Shellstöðvarnar minna á sig með einmitt þessum hætti nú þegar jólin nálgast. Und- anfarin þijú ár hefur Skeljungur hf. verið í samstarfi við Skógrækt ríkisins um umfangsmikið skóg- ræktarátak. Þetta samstarf hefur miðað að því að efla skógrækt í landinu og að þæta aðgengi að. þeim skógum sem fyrir eru. Fyrir tilstilli átaksins hafa hundruð þús- unda trjáplantna nú þegar skotið rótum um allt land og opnun skóg- anna hefur leitt til þess að fjöldi þeirra sem leggur leið sína í skóga landsins hefur aukist verulega. Ur dagbók lögreglunnar 1.-4. desember 1995 TALSVERT annríki var hjá lög- reglumönnum um helgina. Um 500 bókanir eru í dagbókinni. Af þeim eru 33 færslur vegna óveð- urs aðfaranótt sunnudags, en þá var mjög hvasst á höfuðborgar- svæðinu sem og víðast hvar ann- ars staðar á landinu. Afskipti þurfti að hafa af 49 manns vegna óhóflegrar áfengisneyslu. Vista þurfti rúmlega 40 manns í fanga- geymslunum, bæði vegna of- neyslu áfengis og annarra ástæðna, s.s. innbrota, líkams- meiðinga. Fimmtán ökumenn, sem stöðvaðir voru í akstri, 'eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Tveir þeirra höfðu lent í umferðaróhöppum áður en til þeirra náðist. 36 öku- menn voru kærðir fyrir að aka hraðar en leyfileg hámarkshraða- mörk sögðu til um og ástæða hefur þótt til að setja gjaldseðla á 55 ökutæki vegna rangstöðu. Þá var tilkynnt um 43 umferðaró- höpp. Meiðsl á fólki voru í 4 tilvik- um. Ökumaður var fluttuc á slysa- deild eftir harðan árekstur á gat- namótum Dverghöfða og Höfða- bakka á föstudag. Á laugardags- kvöld voru farþegar og ökumenn tveggja bifreiða fluttir á slysa- deild eftir harðan árekstur þeirra á Kringlumýrarbraut í Fossvogi. Síðdegis á sunnudag voru öku- maður og farþegi fluttir á slysa- deild eftir að bifreið þeirra hafði verið ekið á umferðarljósavita við gatnamót Vesturlandsvegar og Víkurvegar. Um minniháttar meiðsli var um að ræða. Þá varð barn fyrir bifreið á Gagnvegi við Vallarhús skömmu síðar. Það hlaut einungis mar og skrámur. Fjórar rúður voru brotnar í Rimaskóla á föstudagskvöld. Einn piltur af þremur, sem sáust á vettvangi, náðist. Fyrir helgina höfðu sex rúður verið brotnar í skólanum. Lögreglumenn veittu hverfinu sérstaka athygli aðfara- nætur föstudags og laugardags. Svo virðist sem annað hvort séu skilaboð sumra foreldra til barna sinna um háttsemi og virðingu ekki nægilega ákveðin eð þeir geta hreinlega ekki sinnt sem skyldi hlutverki sínu og ábyrgð sbr. ákvæði barnaverndarlaga. Á föstudagskvöld höfðu lögreglu- menn afskipti af pilti, sem unnið hafði skemmdir ásamt félögum sínum á auglýsingaskilti á sölu- turni í Vesturbænum. Honum var ekið heim og rætt var við foreldr- ana. Á föstudagskvöld var tveggja ijúpnaskyttna saknað þar sem þær áttu að vera við Nesjavalla- veg. Þær svöruðu ekki í farsíma og þrátt fyrir eftirgrennslan bar leit ekki árangur. Um hálftvöleyt- ið um nóttina náðu rjúpnaskytt- urnar sambandi við Vestmanna- eyjaradíó. Bíll þeirra hafði bilað í Kaldadal og annar mannanna gengið að skýli SVFÍ og komist þar í talstöð. Ekkert amaði að mönnunum. Lögreglumenn frá Selfossi fór til að aðstoða þá við að komast til byggða. Aðfaranótt laugardags ók öku- maður af vettvangf umferðar- óhapps í Bankastræti. Honum var veitt eftirför í Austurborgina þar sem hann var handtekinn. Snemma á laugardagsmorgun lenti ökumaður á ferð um Suður- landsveg á gijóti, sem hrunið hafði úr bergskeringum. Bifreiðin varð óökufær á eftir. Starfsmenn Vegagerðarinnar sáu um að hreinsa veginn. Laugavegi var lokað fyrir al- mennri umferð ökutækja kl. 13 á laugardag, en hann opnaður aftur skömmu síðar vegna mikillar óánægju kaupmanna og almenn- ings með þá ráðstöfun. Ákveðið hafði verið að loka Laugaveginum tímabundið á ákveðnum tímum fyrir jól, en ástæða er til að endur- skoða þá ákvörðun í ljósi þessa. Um miðjan dag á laugardag fór eldvarnarkerfi í Listasafni íslands af stað. 1 ljós kom að orsökina var að finna í „ilmi“ frá pönnu- kökubakstri. Ökumaður var mældur á 107 km hraða á Bústaðavegi við Flug- vallaveg síðdegis á laugardag, en leyfður hámarkshraði þar við bestu aðstæður er 60 km/klst. Ökumaðurinn var færður á lög- reglustöðina og sviptur ökurétt- indum til bráðabirgða. Síðdegis á laugardag byijaði að hvessa á svæðinu og náði hvassviðrið hámarki um kl. 1 um nóttina. Mikið bar á alls kyns foki á lausahlutum, s.s. blaðagámum, sorptunnum, plötum og timbri nálægt nýbyggingum. Rúður brotnuðu og þakplötur losnuðu.. Þá fuku umferðarljós við gatna- mót á Kringlumýrarbraut og aug- lýsingaskilti við Sæbraut. Ljósa- staur lagðist á hliðina við Eiríks- götu. Starfsmenn borgarinnar brugðust vel við og kölluðu út mannskap auk . félagsmanna í Landsbjörgu. Greiðlega gekk að sinna beiðnum um aðstoð. Tjón af völdum veðursins mun hafa verið mest á blómaskála við hús á Fjölnisvegi. Þá var tilkynnt um tjón á nýbyggingu við Hjalla- brekku við Vesturlandsveg, en þar hafði fokið 28 metra langur gler- veggur og lenti hann að hluta á háspennulínum og fór rafmagnið af svæði í Mosfellsbæ. Veðrið gekk niður um 3.40. Á laugardagskvöld var tilkynnt um mikinn reyk frá leikskóla við Tjarnargötu. Lögregla og slökkvilið voru send á staðinn. 1 Ijós koma að um var að ræða leik- skóla við Tjarnagötu í Reykja- nesbæ, en hringt hafði verið í neyðarsímann 112 í gegnum far- símakerfið. Nokkur sambærileg tilvik hafa komið upp að undan- förnu, en ekki orðið til teljandi vandræða enn sem komið er. Aðfaranótt sunnudags var til- kynnt um slagsmál í Lækjargötu. Þar höfðu tveir menn, rúmlega tvítugir, slegist heiftarlega í fram- haldi af deilum um stúlku. Flytja þurfti annan þeirra á slysadeild. Um nóttina handtóku lögreglu- menn ökumann á ferð í miðborg- inni. Á honum fannst hassmoli. Maðurinn var vistaður í fanga- geymslunum. Aðfaranótt föstu- dags handtóku lögreglumenn þijár stúlkur í Holtunum eftir af- skipti af þeim þar. Við leit fannst hassmoli á einni þeirri. Þá var rúmlega þrítugur maður handtek- inn í Austurborginni eftir að hass- moli og ætlað amfetamín hafði fundist í bifreið hans við athugun lögreglumanna. Snemma á sunnudagsmorgun kom upp eldur í íbúð í Hamra- hverfi. Eldurinn hafði komið upp í svefnsófa í barnaherbergi. Skemmdir urðu talsverðar af völd- um reyks. Fimm ungmenni, sem voru í íbúðinni voru flutt á slysa- deild vegna gruns um reykeitrun. Skömmu eftir hádegi fór maður á slysadeild eftir slagsmál í íbúð í hverfinu. Síðdegis á sunnudag var til- kynnt um að farið hefði verið inn um kjallaraglugga á bakhlið húss við Hvassaleiti. I Ijós kom að mik- ið hafði verið rótað í íbúðinni og m.a. stolið einhveijum verðmæt- um. Sést hafði til ferða tveggja manna við húsið skömmu áður. Rannsóknarlögregla ríkisins vinn- ur að rannsókn málsins. Á sunnudagskvöld var tilkynnt um lítisháttar eld í jólaskreytingu húss í Seljahverfb Engar skemmdir hlutust af. Ástæða er til, að fenginni reynslu, að minna fólk á að fara varlega með eld og rafmagn nú þegar líða fer að jólum. Almannavarnaflauta í Austur- borginni hélt vöku fyrir fólki að- faranótt mánudags. Mikill ijöldi hringinga vegna þessa barst inn á stjórnstöð lögreglunnar á skömmum tíma. Astæðan mun hafa verið bilun í kerfinu. Tíðindalítið var í miðborginni um helgina. Um 1500 manns var þar þegar mest var aðfaranótt laugardags. Hins vegar var u.þ.b. 100 manns þegar flest var aðfara- nótt sunnudags. Segja má að um hafi verið að ræða eina rólegustu vakt sem um getur í miðborginni. Eitthvað var af fólki á skemmti- stöðunum, en þegar út kom hélst það ekki við á götunum vegna roks og rigningar. Miðborgin tæmdist því jafnóðum. Aðventusöngur í V íðistaðakirkju KÓR Öldutúnskóla, Kór Víðistaða- kirkju og Karlakórinn Þrestir halda aðventutónleika í Víðstaðakirkju í dag og hefjast þeir klukkan 20. Þessir kórar fóru saman í vinabæj- arheimsókn til Cuxhaven í Þýska- landi í ágúst síðastliðnum, en hafa ekki áður sungið saman á þessum vettvangi. Munu kórarnir koma fram hver fyrir sig og eins syngja nokkur lög saman í lokin. í frétt frá kórunum segir að þess sé vænst að Hafnfírð- ingar sem aðrir sýni þessu framtaki áhuga og komi og hlýði á söng kór- anna, en aðgöngumiðaverði er mjög stillt í hóf. Vinningstölur 2. des. 1995 1 •4*10«14*21 «24*29 Vinningstölur 4. des. 1995 4»5«6®8®10*11*17 Eldri úrslit á sfmsvara 568 1511 VINNINGAR FJÖLDt VINNINGSHAFA UPPHÆÐ A HVERN VINNINGSHAFA 1.5 af 5 1 13.396.220 O 4 8,5 (8 ^■■Plús ^ 468.610 3. 4a(5 177 9.130 4. 3al5 5.794 650 Heildarvinningsupphæö: 19.715.550 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.