Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Almannavamir og vísindin PÁLL Imsland skrif- ar opið bréf til ríkis- stjórnar í Morgunblað- inu 2. nóvember sl. um áherslur á náttúrufars- rannsóknir í landi nátt- úruhamfaranna. Þótt bréfið sé til ríkisstjóm- > arinnar tel ég í lagi að tjá mig um það, þótt seint sé, þar sem það er opið og vegur að mínu mati ómaklega að aimannavarnaráði. Ég er Páli Imsland fyllilega sammála um að efla beri náttúru- farsrannsóknir á Is- landi m.t.t. náttúru- hamfara og tel raunar að óvíða sé eins mikil þekking og hér á landi á því sviði. Ég tel einnig að vegna hárrar tíðni og íjölbreytileika í nátt- úruhamförum á íslandi megi líta á landið sem heppilega „rannsóknar- stofu" á því sviði, þar sem svörun við rannsóknum og tilraunum á sviði náttúruhamfaravarna ætti að geta orðið tíðari og marktækari hér en í öðrum löndum. Þó má ekki gleyma því að íslenskir vísindamenn á sviði náttúru-, verk- og „húm- anískra" fræða eru vel í stakk bún- ir til að sinna þessum rannsóknum og öll eiga þau að skipa sess innan náttúruhamfaravarna. Hér á ekki síst að geta verið uppspretta hug- vits til útflutnings. Hins vegar tel ég að Páll dæmi stjórnvöld og almannavarnaráð full- harðlega í grein sinni og fínnst ekki laust við að meginkvörtunar- efni hans sé að ekki hafi verið far- ið að hugmyndum hans um fyrir- komulag og skipulag þessara mála, en hann hefur talið rétt að hér verði stofnuð sérstök rannsóknarstofnun um náttúruhamfarir. Hugsanlega hefur Páll rétt fyrir sér í því, en spyija má jafnframt hvort ekki væri æskilegra að samræma krafta þeirra rannsóknarstofnana sem fyr- ir eru í landinu og efla þær á þessu sviði í stað þess að stofna enn eina stofnunina. í því sambandi má minna á að nú þegar er til staðar stofnun í landinu, Veðurstofa ís- lands, sem hefur m.a. það hlutverk að annast rannsóknir á náttúruf- ari. með tilliti til nátt- úruhamfara. Innan hennar eru stundaðar veðurfars-, jarðfræði-, eðlisfræði-, snjóflóða-, hálofta- og hafísrann- sóknir, svo eitthvað sé nefnt. Því væri að mínu viti öflugra og hag- kvæmara að efla hana til þessara verka til að nýta fyrirliggjandi inn- viði („infrastructure") stofnunarinnar og tengja starfið með markvissari hætti öðr- um fræðigreinum á þessu sviði með nánu samstarfi við einstakar deildir Háskólans og skipulags- og viðbún- aðarstofnanir í landinu. En víkjum nú að ummælum Páls um almannavarnaráð og alþjóða- áratug Sameinuðu þjóðanna til að fækka stórslysum vegna náttúru- hamfara. Þar finnst mér nokkuð harkalega að vegið. Hinn 11. desember 1987 sam- þykkti allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna ályktun nr. 169 um að helga tíunda áratug þessarar aldar átaki til að.fækka stórslysum vegna náttúruhamfara. Til að undirbúa og skipuleggja þennan áratug skip- aði þáverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, J. Perez de Cuellar, 25 manna vinnuhóp sem skipaður var mönnum hvaðanæva úr heiminum á sviði vísinda-, tækni- og annarra faggreina sem að náttúruhamfara- vörnum koma. Undirritaður var einn þeirra sem skipaður var í hóp- inn og því þátttakandi í þróun máls- ins. Starfi vinnuhópsins lauk í apríl 1989 með tillögum í skýrsluformi um hvernig staðið skyldi að fram- gangi þessa áratugs og jafnframt gaf hópurinn út svokallaða „Tókýóályktun“, þar sem þjóðir heims voru hvattár til að fylgja meginlínum tillagnanna sem eru í lauslegri þýðingu undirritaðs: • Almenningur sem og stjórnvöld vinni að auknu öryggi gagnvart náttúruhamförum. Við þurfum að lifa langt fram á komandi öld við mistök, segir Guðjón Petersen, sem gerð hafa verið í , nýtingu lands. • Ríkisstjórnir allra landa taki þátt í áratugnum með því að fræða og þjálfa almenning til að auka meðvitund hans um þessi mál, með því að auka félagslegan viðbúnað, með því að tengja hamfarameðvit- und við þróun og skipulag og með því að nýta það afl sem býr í vísind- um og tækni til að minnka tjón af völdum náttúruhamfara. • Vísinda- og tæknistofnanir Sam- einuðu þjóðanna, féiagasamtök og einkafyrirtæki styðji við alþjóðlega og svæðisbundna samvinnu um náttúruhamfarir og við flutning á þekkingu á náttúruhamfaravörnum á milli landa og þá sérstaklega til þróunarríkjanna. Þegar áratugurinn hófst skipaði ríkisstjórnin almannavarnaráð til að vera landsnefnd vegna áratugar- ins. Undirritaður telur að almanna- varnaráð hafi á margan hátt stuðl- að að framgangi þeirra mála sem Tókýóályktunin gerir ráð fyrir þótt með því sé ekki verið að meina að ekki hefði mátt gera betur. Al- mannavarnaráð hefur staðið fyrir nokkrum verkefnum sem eru stærri og myndarlegri en vitað er um hjá öðrum þjóðum og.skal hér nokkurra þeirra getið. Á árinu 1990 stóð almanna- varnaráð fyrir tveimur sértækum verkefnum undir merkjum alþjóða- áratugarins. Hið fyrra var gerð myndbands til almenningsfræðslu um náttúruhamfarir, viðbúnað gegn þeim og varnir. Myndbandið var frumsýnt í heild sinni á báðum sjón- varpsstöðvunum á alþjóðlegum degi um náttúruhamfaravarnir í október það ár, auk þess sem einstakir hlut- Guðjón Petersen ar þess hafa síðan verið margsinnis sýndir á báðum sjónvarpsstöðvun- um, eftir því hvaða hættur hafa verið í náttúrunni á hvetjum tíma. Myndbandinu hefur jafnframt verið dreift til Qölmargra grunnskóla inn- an náttúruhamfarasvæða til fræðslu fyrir nemendur. Sama haust fór fram ein lengsta og viðamesta viðbúnaðaræfing sem haldin hefur verið á sviði náttúru- hamfaravarna á höfuðborgarsvæð- inu. Æfingin stóð í 10 daga sam- fleytt með þátttöku sveitarstjórnar- yfirvalda á öliu suðvesturhorni landsins, ríkisstofnana, vísinda- stofnana og félagasamtaka. Þar var velt upp til úrlausnar flestum þeim atriðum sem fylgja kunna náttúru- hamförum við höfuðborgarsvæðið og næsta nágrenni, jarðfræðilegum aðstæðum, legu byggða og orku- kerfa. Æfingin fékk mjög góða dóma yfirvalda og annarra sem þátt tóku í henni og er talið að hún hafi opnað augu margra fyrir þeim vandamálum sem upp geta komið í náttúruhamförum. Þess má geta aÁ Páll Imsland var fenginn til að skrifa æfingahandritið og stýra sviðsetningu náttúruhamfaranna, sem var sérstaklega vel gert. Árið 1991 var sérstaklega unnið að því að leggja betri grunn að við- búnaði heilbrigðiskerfisins til að mæta afleiðingum náttúruhamfara enda það ár áratugarins helgað þeim þætti. Af því tilefni hélt land- læknir ráðstefnu með yfirmönnum heilbrigðisstofnana um viðbúnað þeirra til að bregðast við stórslysum í náttúruhamförum. Árið 1992 stóð Verkfræðingafé- lag Islands fyrir alþjóðlegri ráð- stefnu um náttúruhamfaravarnir helgaðri alþjóðaáratugnum og var þar myndarlega að verki staðið af félagsins hálfu. Almannavarnir rík- isins tóku fullan þátt í undirbúningi þeirrar ráðstefnu og studdu hana. Árið 1993 var enn blásið til að- gerða í nafni alþjóðaáratugarins og nú með Kötluæfingu þar sem nátt- úruhamfarir voru sviðsettar og víð- tækar ráðstafanir æfðar til að tak- ast á við slíka vá. Æfingunni lauk með svokallaðri „Kötlustefnu" þar sem íbúum Vestur-Skaftafellssýslu og öðrum var boðið upp á tveggja daga sýningu um sögu og jarðfræði Mýrdalsjökuls (Kötlu) ásamt kynn- ingu vísindamanna og Almanna- varna á gögnum og viðbúnaði vegna eldgosa þar. Að lokum má geta þess að stærsta almannavarnaæfing sem haldin hefur verið á landinu var haldin á Suðurlandi árið 1994. Þar var sviðsettur landskjálfti með þátt- Mlahlaðborð 4 Hádegi: kr. 1.950- kvöld: kr. 2.650 SMIflbrú Veitíngahús viö Austurvöll. Borðapantanir í síma 562 44 55 Askorun til ríkisstjórnar og Alþingis Islendinga fYRIRTÆKI STOfNANIR. | VELJIÐ ÍSLENSKAR VÖRUR ____________/ íslenskLlpl já takk V______________/ „EIGI skal höggva“ segjum við aldraðir og öryrkjar vegna ýmissa þeirra skerðingar- ákvæða sem koma fram í fjárlagafrumvarpi 1996 um okkar málefni og valda okkur miklum áhyggjum og miklu ör- yggisleysi. Sú leiða siðvenja og allt að því óhugnanlega málvenja hefur skapast hjá stjórnmálamönnum á síðari árum að tala alltof mikið um niður- skurð þegar rætt er um aðhald og sparnað rík- isins, aldrei er talað um sparnað, aðhald eða hagsýni í fjár- málum, alltaf um niðurskurð. Sú aftenging lífeyris og launakjara aldraðra frá hækkun á vikukaupi í almennri verkamannavinnu, sem fyrirhuguð er í fjárlagafrumvarpinu myndi ekki gefa mikið fé í ríkiskass- ann, en getur orðið rothögg á af- komumöguleika aldraðra ef að lög- um verður. Aldraðir munu vera um 10% þjóðarinnar og flestir þeira hafa Halldór Sveinn Rafnar rétt til hnífs og skeiðar og myndi þessi afteng- ing valda þeim íjár- hagslegu öryggisleysi og jafnvel fjárhagslegu hruni, þótt ekki væri um stórar upphæðir að ræða hjá hverjum og einum. Síðan blasir það jafnvel við að um lækk- anir verði að ræða ef fjárhagur ríkisihs þykir ekki nógu góðúr. Að sjálfsögðu þarf að gæta aðhalds og sparnaðar í ríkisfjármálum, en þarna bitnar það á þeim sem síst skyldi, og gæfi samt óverulegar tekjur í ríkissjóð. I ríkisstjórn Islendinga og á Alþingi Islendinga situr margt ágætis fólk og velviljað, en í þessu máli virðist það hafa verið slegið siðferðislegri blindu, og ég fæ ekki séð að neitt réttlæti þennan fram- gang mála. Aldraðir eru ekki þrýsti- hópur, þeir hafa ekki mikið pólitískt vald og liggja þeir því alltof vel við höggi. Fljótt á litið fæ ég ekki betur séð, en að þeir eigi ekki neitt annað Aftengingin þrengir enn að öldruðu fólki, segir Halldór Sveinn Rafnar, sem margt hvert hefur rétt til hnífs og skeiðar. ráð sér til varnar en að gefa þeim annars ágætu flokkum er nú mynda ríkisstjórn ekki átkvæði sín á kom- andi árum og væri það illt ef svo færi. Það er ósk mín og von, að ríkis- stjórn íslands og þeir alþingismenn sem hana styðja hljóti að finna ein- hver önnur ráð til þess að bjarga fjármálum ríkisins en að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Eg leyfi mér að benda ríkisstjórn, alþingismönnum og almenningi öll- um á ágæta grein er birtist í Morg- unblaðinu laugardaginn 18. nóv. sl. á bls. 31 og er höfundurinn Margrét Thoroddsen, varaformaður Lands- sambands aldraðra. töku íbúa og um 2.000 manns frá björgunarsveitum, Rauða krossi, opinberum aðilum og varnarliðinu. Þeirri æfingu lauk með svokallaðri „skjálftastefnu", kynningar- og upplýsingastefnu fyrir íbúa á Suð- urlandi sem haldin var í Fjölbrauta- skólanum á Selfossi. Af framangreindu má sjá að al- mannavarnaráð hefur árlega staðið fyrir stórum verkefnum á sviði nátt- úruhamfaravarna með því að auka umræðu, fræða almenning og þjálfa yfirvöld og neyðarsveitir opinberra aðila og samtaka í að samræma aðgerðir í náttúruhamförum. Meg- intilgangurinn er að auka meðvit- und almennings um náttúruham- faravarnir og styrkja þann náttúru- hamfaraviðbúnað sem við starf- rækjum. Allt þetta hefur verið unn- ið í nánu samstarfi við þær vísinda- stofnanir sem hér starfa á þessu ’sviði. Árið 1995 hefur verið eitt mannskæðasta náttúruhamfaraár þessarar aldar og því óneitanlega vakið upp áleitnar spurningar um hamfararannsóknir, skipulag byggða og annarra langtímaað- gerða til að minnka tjón á lífi og eignum í náttúruhamförum. Sú staðreynd að við höfum innbyggt í þjóðfélag okkar hættulega veikleika gagnvart óblíðri náttúru landsins á að verða til þess að við leggjum meiri þunga á rannsóknir á náttúru- fari og ráðstöfunum til að minnka hættu á tjóni þegar náttúran fer hamförum. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að við munum langt fram á næstu öld þurfa að lifa við þau mistök sem við höfum gert í nýtingu lands og gæða með hliðsjón af þeim ógnunum sem búa í náttúrunni og að það mun taka áratugi að læra að sjá flestar nátt- úruhamfarir fyrir í stað, tíma pg stærð, þrátt fyrir að við stóraukum allar rannsóknir í því skyni. Þess vegna verðum við að gera okkur grein fyrir því að um langa framtíð munum við standa frammi fyrir þeim erfiðu spurningum hvenær vara eigi við náttúruhamförum og hversu umfangsmiklum, og til hversu stórtækra ráðstafana eigi að grípa hveiju sinni, á grundvelli líkinda sem metnar eru á veikum grunni. Þetta eru spurningar nútím- ans og verða spurningar næstu framtíðar sem veita munu fáa sigra en valda aftur á móti oftar sárs- auka vegna ótímabærra ráðstafana án þess að nokkuð gerist, en sorg í því óvænta. Höfundur er forstjóri Almanna- varna ríkisins. Mér er ómögulegt að trúa því að jafnágætir, skynsamir og réttsýnir einstaklingar og Davíð og Friðrik, Halldór og Ingibjörg og aðrir þeir er skipa sæti í ríkisstjórn vorri sjái ekki í tíma, í hvert óefni er verið að stefna og leiðrétti þetta umdeilda ákvæði fjárlaganna, og tryggi þánn- ig ljárhagslega afkomu þeirra sem nú teljast aldraðir og hafa á undan- förnum mannsaldri unnið að því hörðum höndum að byggja upp ís- ienskt þjóðfélag. Að sjálfsögðu þarf að ná tökum á fjármálum ríkisins, greiða upp skuldir þess og skapa hér viðvarandi velferðarþjóðfélag, en það verður ekki gert með því að kroppa nokkrar krónur af öldruðu fólki og öryrkjum, krónum sem ekki hafa úrslitaþýðingu fyrir afkomu ríkissjóðs, en gæti orðið til þess að þessi hluti þjóðarinnar byggi við ör- byrgð og áhyggjur síðustu ár ævi sinnar að afloknu löngu og ósér- plægnu lífi. Þið sem stjórnið íslandi, vaknið af þessum vonda dvala, við erum öll reiðubúin að styðja ykkur til allra góðra mála, en þarna liggur ekki lausnin á ijárhagsvanda íslenska rík- isins. ísland er og á að vera framtíð- arland og sælureitur þeim sem land- ið byggja, og það verður það örugg- lega ef vel og skynsamlega, óg af fullri réttsýni er á málum haldið. Höfundur er fyrrv. framkvænida- stjóri og formaður Blindrafélags- ins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.