Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 37 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.- FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VELFERÐ OG VERKFÖLL FRANSKT þjóðfélag hefur verið nær lamað á aðra viku vegna verkfalla opinberra starfsmanna. Stöðugt bætast fleiri starfsstéttir í hóp verkfallsmanna og hefur ástandið ekki verið jafnalvarlegt í landinu frá uppþotum námsmanna árið 1968. Ástæða verkfallanna eru áform frönsku stjórnarinnar um nið- urskurð á sviði velferðarmála til að ná betri tökum á ríkisfjármál- unum. Verkfallsmenn vilja hnekkja þeim áformum og gera jafn- vel kröfur um útgjaldaauka í stað niðurskurðar. Ríkisstjórnin verður hins vegar að standa við þessi áform sín ætli hún að uppfylla þau skilyrði sem sett eru fyrir þátttöku í myntbandalagi Evrópusambandsríkja varðandi halla á fjárlögum, verðbólgu og skuldsetningu hins opinbera. Flest Evrópuríki standa frammi fyi'ir sama vanda og Frakk- ar. Velferðarkerfið sem byggt hefur verið upp á síðustu áratug- um er að sliga þjóðfélagið. I nær öllum Evrópuríkjum er fyrirsjá- anlegt að lífeyrissparnaður muni ekki standa undir lífeyrisgreiðsl- um á fyrstu áratugum næstu aldar. Árum saman hafa menn neitað að horfast í augu við þennan vanda og fjármagnað kerfið áfram með aukinni skattheimtu og opinberri skuldasöfnun auk þess sem hagvöxtur hefur auðveldað að slá vandanum á frest. Nú er hins vegar komið að þeim mörk- um að menn geta ekki haldið lengra á þeirri braut. Skattheimta verður varla hærri en hún er í Evrópu í dag og skuldir margra ríkja eru orðnar ógnvænlega háar. Þau ströngu skilyrði sem eru fyrir þátttöku í myntbandalaginu hafa neytt ríkisstjórnir Evrópusambandsríkja til að horfast í augu við þennan vanda. Evrópuríki utan Evrópusambandsins, búa hins vegar sum hver við áþekkan vanda. Þessi vandi á eftir að verða enn meira aðkallandi er næst hægir á hagvexti í álf- unni. Þá gætu skuldsett ríki á borð við Svíþjóð lent í alvarlegum erfiðleikum. Það verður að draga saman hið evrópska velferðarkerfi í núver- andi mynd, ella verður nióurstaðan sú að engin velferðarþjón- usta verður að lokum til staöar. Það verður að afnema ýmsa þjónustu sem er einfaldlega munaður er menn hafa ekki efni á til að hægt verði í framtíðinni að viðhalda nauðsynlegri þjónustu á sviði mennta-, heilbrigðis- og lífeyrismála. Niðurskurðurinn mun hins vegar ekki ganga átakalaust fyrir sig líkt og verkföllin í Frakklandi sýna. Hinn kosturinn er þó sýnu verri. Ef ekkert verður gert er sú hætta fyrir hendi, líkt og sænski hagfræðingurinn Assar Lindbeck hefur bent á, að velferðarkerfið tortími efnahagslegum grund- velli sínum. Þá munu kynslóðir framtíðarinnar ekki sætta sig við ofurskatta til að standa undir greiðslum til þeirra kynslóða «r slógu aðgerðum á frest. LENGING FÆÐINGAR- ORLOFS RANNSÓKN, sem þrír læknar við Landspítalann hafa gert, undir stjórn Reynis Tómasar Geirssonar prófessors, sýnir að algengt er að konur vinni á meðan þær ganga með börn sín, enda er atvinnuþátttaka kvenna mikil hér á landi. Hins vegar hætta nærri tvær konur af hvetjum þremur vinnu á meðgöngutím- anum vegna meðgöngukvilla. Reynir Tómas segir í samtali við sunnudagsblað Morgunblaðs- ins að ef konum yrði gert auðveldara en nú að hefja töku fæðing- arorlofs t.d. fjórum til átta vikum fyrir fæðingu, gæti það reynzt þjóðhagslega hagkvæmt, með tilliti til jákvæðra áhrifa á lengd meðgöngu og heilbrigði barns og móður. Æskilegast sé að skerða í engu núverandi orlof, heldur lengja fæðingarorlof allra kvenna með þeim hætti að láta það einnig taka til síðasta mánaðar meðgöngunnar. Niðurstöður læknanna og tillögur þeirra eru vissulega umhugs- unarverðar. Með hliðsjón af sambærilegum rannsóknum í ná- grannalöndunum hafa verið gerðar breytingar á fæðingarorlofi í þá veru, sem Reynir Tómas Geirsson leggur til. Nefnd, sem Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað til að skoða frumvarp til laga um fæðingarorlof, hlýtur því að taka mið af þessum niðurstöðum er hún leggur fram tillögur sínar. í sunnudagsblaði Morgunblaðsins er sagt frá því að í frumvarp- inu, sem nefndin á að endurskoða, sé gert ráð fyrir að allar konur njóti sama réttar til fæðingarorlofs, sama hvar þær starfa á vinnumarkaði. Jafnframt nái réttur til fæðingarorlofs jafnt til karla og kvenna. Hvort tveggja eru þarfar og tímabærar umbæt- ur, eins og Morgunblaðið hefur bent á. Þeim þurfa hins vegar að fylgja aðgerðir í fleiri málum, til dæmis jöfnun launamunar kynjanna. Lengingu fæðingarorlofs og jafnrétti til orlofs þarf auðvitað að skoða í því ljósi að skattgreiðendur beri ekki stóraukinn kostn- að af breytingum. Eins og rannsóknir læknanna á Landspítalan- um benda til, kunna útgjöld annars staðar í heilbrigðis- og trygg- ingakerfinu hins vegar að sparast með því að fæðingarorlof sé lengt. Mestu máli skiptir að breytingarnar stuðli að því að ný- fæddum íslendingum séu búnar sem beztar aðstæður og ástrík- ast umhverfi. Sex sveitarfélög á Vestjörðum samþykkja sameiningu ÓLAFUR Helgi Kjartansson, sýslumaður á ísafirði, á kjörstað um helgina, TALNING atkvæða gekk snurðulaust fyrir sig, en rúmlega 52% þeirra Á ÞINGEYRI var mest andstaða við sameiningu sveitarfélaganna en kosningaþátttaka var fremur dræm í bænum. 3.090 íbúa sem eru á kjörskrá gengu til atkvæða. en þó greiddu yfir 60% sameiningunni atkvæði. Leiðir til spamaðar og hagræðingar Sex sveitarfélög á Vestfjörðum hafa sam- þykkt að ganga í eina sæng með vilja mikils meirihluta íbúa. Heimamenn eru yfirleitt bjartsýnir á framhaldið, en benda sumir á að vert sé að forðast of mikla samþjöppun valds á ísafirði og hafa verði hagsmuni smærri eða dreifðari byggða í huga. SAMEINING sex sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörð- um var samþykkt með mikl- um meirihluta í kosningum sem fram fóru um helgina, eða með 74,13% greiddra atkvæða. Kjörsókn var hins vegar frekar dræm. Á kjör- skrá í sveitarfélögunum, ísafirði, Suðureyri, Mýrahreppi, Mosvalla- hreppi, Flateyri og Þingeyri, voru 3.090 manns og greiddu 52,55% þeirra atkvæði. Sameiningu samþykktu 1.204 þeirra sem kusu en nei sögðu 396 manns. Mest var kjörsókn í Mýra- hreppi, en þar kusu 81,48% þeirra sem eru á kjörskrá, en minnst var kjörsókn á ísafirði þar sem 47,69% þeirra sem eru á kjörskrá greiddu atkvæði. Lítil andstaða við sameiningu Fylgið við sameiningu var mest á Suðureyri þar sem 88,88% þeirra sem kusu voru henni hlynnt, en minnst á Þingeyri þar sem 62,80% af þeim sem kusu töldu hana heilladrýgsta kost- inn. Miðað við tölur frá 1. desember 1994 eru rúmlega 4.800 íbúar í sam- einuðu sveitarfélagi. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á ísafirði kveðst fagna niðurstöð- unni. Hann segir ekki hægt að meta í fljótu bragði hver áhrif sameiningar verða, en þó sé ljóst að þegar til lengri tíma er litið eigi þau að leiða til sparn- aðar og hagræðingar í kjölfarið. „Augljósasta dæmið er sparnaður í yfirstjórn sveitarfélaganna, þar sem verið hafa fjórir framkvæmdastjórar og milli 30 og 40 manns í sveitar- stjórnum ásamt aðild að ýmsum sam- tökum sveitarfélaga. Þetta eru allt þættir sem verða stokkaðir upp. Mesti ávinningurinn með sameiningu tel ég hins vegar að mælist ekki aðeins í krónum og aurum, þ.e. ágæti þess að íbúar þessa svæðis komi fram sem ein heild og taki á þeim verkefn- um sem við er að glíma,“ segir Krist- ján. Urslitin verða rædd í bæjarstjórn ísaflarðar á fimmtudag og kveðst Kristján eiga von á að aðrar sveitar- stjórnir hefji nú undirbúning næsta skrefs, sem samkvæmt sveitastjórn- arlögum er að taka ákvarðanir um íjárhagsmálefni sveitarfélaga, fjölda fulltrúa í nýrri sveitarstjórn, nafn og önnur atriði sem þessu tengjast. Fyr- ir liggja hugmyndir um þessa þætti, en sveitarstjórnir hafa ekki enn tekið afstöðu til þeirra. Allir með jafnan rétt Meðal annars er rætt um að í nýrri sveitarstjórn sitji 11 manns og 5 í bæjarráði og stjórnsýslu sveitarfé- lagsins verði skipt upp í fjögur meg- insvið; umhverfissvið, félags- og menningarsvið, fræðslu- og mennta- svið og hafnarmálasvið. Kristján vísar á bug öllum áhyggj- um um ójafnvægi milli byggða sökum stærðar Isafjarðar og segir ljóst að íbúar í nýju sveitarfélagi verði jafnir. „Allir munu hafa jafnan rétt til að sitja og sækjast eftir kjöri í væntanlega sveitarstjórn, þannig að ekki er mis- ræmi í atkvæðavægi íbúanna. Þeir sem þar munu sitja eru kosnir til að sinna öllu svæðinu og heildarhags- munum þess,“ segir hann. Magnea Guðmundsdóttir oddviti á Flateyri segir að úrslitin falli sér vel í geð. Nú taki við frekari vinna til að sameiningin geti orðið að veru- leika í vor, en búið er að ákveða að kosið verði til sveitarstjórnar í nýju sveitarfélagi 11. maí á næsta ári og Líta samstarf ið björtum augum samtímis valið á það nafn. Magnea segir að þótt kjörsóknin sé ekki meiri en raun ber vitni, telji hún að þeim, sem ekki kusu, standi á sama. „Eg hlýt að meta það svo að fólk sem sat heima vilji ekki taka afstöðu sem er einhvers konar yfirlýsing um hlut- leysi. Þeir sem eru á móti sitja hins vegar ekki heima, þannig að úrslitin endurspegla að andstaðan við sam- einingu er lítil." Magnea kveðst telja að sameining hafi áhrif á samfélagið í heild sinni, ekki aðeins fjárhagslegar forsendur byggðarinnar. „Með þessu getum við samnýtt kraftana á svæðinu og stillt saman strengi mannlífsins. Á sama tíma eru samgöngur að breytast þannig að við eigum möguleika á daglegum samskiptum allt árið um kring, að mestu, og það er mikil- vægt. Ég held t.d. að hefði verið kosið um sameiningu áður en jarð- göng milli Breiðadals og Botnsheiðar urðu að raunverulegum kosti, hefðu sveitarfélögin ekki þrifist í einangrun á sama hátt og þau munu gera eftir að göngin koma til. Málið er því tíma- bært einmitt nú,“ segir Magnea. Skarður hlutur ólíklegur Bergþóra Annasdóttir oddviti á Þingeyri kveðst afar ánægð með nið- urstöðu kosninganna og hún líti björtum aúgum á samstarfið. „Þessi úrslit sýna að fólk vill þjappa sér saman og vinna sig sameiginlega út úr vandanum. Kosningaþátttaka hefði þó mátt vera betri, t.d. á ísafirði, en þetta virðist vera algengt í stærri sveitarfélögum sem samein- ast því að fólkið telur sameiningu ekki jafn stórvægilegt val og á minni stöðum," segir hún. Framundan er mikil vinna að sameiningu að sögn Bergþóru og kveðst hún vonast eftir að það gangi hnökra- lítið fyrir sig. „Ég segi ekki að það verði áfallalaust, en ég hef þó trú á að allt fari vel. Helst er að óttast að íbúum á einum stað finnist þeir bera skarðan hfut frá borði miðað við önn- ur byggðarlög, en ég á ekki frekar von á að svo verði og finnst líklegt að allir íbúarnir haldi þeirri þjónustu sem þeir fá í dag. Þessi þróun veltur auðvitað á því hvort pólitíkin verði með mildum blæ eða hörðum," segir Bergþóra. Úrslit kosninga um sameiningu sveitarfélaga á Vestjörðum 0LL SVEITAR- FÉLÖGIN, SAMTALS: Ákjörskrá: 3.090 Gr. atkvæði: 1.624 Kjörsókn: 52,6% Auðir seðlar og ógildir: 24= 1,5% SUÐUREYRI JA: 112 Nei: 12 /JÁ: ( 88,9%^ Á kjörskrá: 194 Gr. atkvæði: 126 Kjörsókn: 64,9% FLATEYRI Jfl: 97 Nei: 28 /JA; ( 77,6%a VfXm Á kjörskrá: 229 Gr. atkvæöi: 125 Kjörsókn: 54,6% ÍSAFJÖRÐUR JÁ: 802 Nei: 271 nT /JÁ: ( 73,7%j Á kjörskrá: 2.281 Gr. atkvæði: 1.088 Kjörsókn: 47,7% M0SVALLAHR. Jfl: 28 Nei: 5 JÁ: 82,4% A kjörskrá: Gr. atkvæði: 42 34 Kjörsökn: 81,0% ,—v ' ' -héyn MÝRAHREPPUR ÞINGEYRI JÁ: 35 Nei: 9 JÁ: 130__Nei: 71 /JÁ: ( ™>s%Æá ( 62,8%Wtm Á kjörskrá: 54 Á kjörskrá: 290 Gr. atkvæði: 44 Gr. atkvæði: 207 Kjörsókn: 81,5% Kjörsókn: 71,4% Ásvaldur Guðmundsson oddviti Mýrahrepps kveðst sæmilega ánægð- ur með úrslitin, þau séu afdráttarlaus og endurspegli vel undirbúning og kynningu málsins fyrir kosningarnar. „Ég held að eins og málin standa sé fólk almennt hlynnt sameiningu, að minnsta kosti er niðurstaðan hér í Mýrahreppi skýr. Okkar sveitarfé- lag stendur vel en komum til með að taka einhverjar skuldir á okkur, að minnsta kosti að nafninu til, en ég á ekki von á að við finnum fyrir því svo mjög,“ segir Ásvaldur. Aðgætni þörf Hann kveðst ekki óttast mjög að minni .sveitarfélögin verði afskipt í samstarfinu, en þó verði að sýna aðgætni varðandi ýmis mál sem snerta sveitina sérstaklega. „Ég reikna ekki með að við fáum kosna menn í nýju sveitarstjórnina, en treysti því að hafa þar ítök og menn hliðholla okkur og óttast ekki að vera útundan," segir hann. „Dreifð- ari byggðir geta vitaskuld aldrei vænst þess að fá algjörlega sömu þjónustu og þéttbýlið, en við erum alin upp við þá staðreynd þannig að hún kemur ekki á óvart, auk þess sem við hefðum ekki heldur getað veitt okkur slíkt á eigin spýtur.“ Hann segir mikinn undirbúning og umræður hafa farið fram innan sam- starfsnefndar um sameiningu, og þótt væntanleg sveitarstjórn verði óbundin af því starfi, sé þess að vænta að miðstöð stjórnsýslu verði á Isafirði en þjónustufulltrúar starfi í stærri kauptúnum sem verði til að byija með nokkurs konar staðgenglar sveitarstjóra. Einnig verði nefnda- skipan með öðrum hætti en nú er. Vald nær miðju Björn Birkisson oddviti á Suður- eyri segir úrslit kosninganna við- unandi, haldi menn rétt á spilum í kjölfarið. „Við væntum hins besta en ég er þó hræddur um viss málefni í þessu sambandi, t.d. að ákveðnir þættir í sveitunum nái ekki inn á borð nýrrar sveitarstjórnar. Ég hef haft vara á mér gagnvart sameiningu. Við skulum þó spyrja að leiks- lokum og ég vil ekki vera með óþarfa svartsýnishjal. Hann segir stöðu Suðureyrar hafa verið um margt mjög erfiða og ekki verið traustur grundvöllur fyrir nauð- synlegum verkum. Menn hafi þó haft þá trú að heldur væri að birta til í þeim efnum. „Ég held að vilji íbúa sýni að þeir telji að betur gangi í samvinnu en í togstreitu milli sveitarfélaga, enda er það skynsamlegt ef vel er með farið. Það hlýtur að vera ódýrara að reka þessi sveitarfélög sem eina heild í stað þess að vera í mörgum, smærri hlutum. Ekki er þó allt fengið með því, heldur þarf að halda því fram sem snýr að hveiju sveitarfélagi fyr- ir sig. Valdið færist tvímælalaust nær naflanum því eðli málsins samkvæmt verður ísafjörður miðpunkturinn, og það skiptir miklu máli um afdrif sam- einingarinnar hvernig valdinu verður dreift þaðan og hvernig boðin um þarfir og óskir komast frá jöðrunum til miðjunnar," segir Björn. Hagsmunir heildarinnar Björn Björnsson, oddviti í Mos- vallahreppi, segir almenna ánægju með kosningaúrslit og að hann telji þetta skref til gæfu fyrir Vestfirð- inga. „Ég vona að þetta sé leið til að stöðva fólks- flóttann, auka þjónustu og samvinnu. Stærsti ávinn- ingurinn er eflaust sá að samstarfið verður meira þannig að menn hætti að bítast inn- byrðis um það litla fé sem til úthlut- unar er, varðandi t.d. skóla- og hafn- armál. Sem dæmi má taka að hefðum við verið búnir að sameinast fyrir 10 árum, væri höfnin á Flateyri ekki að sökkva í sæ, heldur væri búið að gera við hana,“ segir Björn. Hann kveðst ekki hafa miklar áhyggjur af ójafnvægi milli byggð- arlaga. „Auðvitað getur slíkt gerst og við settum það fyrir okkur þegar við hugleiddum þessar kosningar, að við gætum haft það notalegt hér ein á báti með ágætar skatttekjur og miðsvæðis. En ég held að allir séu sammála um að enginn hafi áhuga á að búa í litlu, notalegu, vel stæðu sveitarfélagi, með allt annað á hausn- um umhverfis. Heildarsamstaðan skiptir mestu máli.“ Sameining ekki trúarbrögð Athygli vekur að tvö sveitarfélög sitt hvorum megin við nýja sveitarfé- iagið ákváðu að taka ekki þátt í sam- einingaráformunum, þ.e. Bolungar- vík og Súðavík. Bergþóra kveðst eiga von á að þau gangi inn í sameinaða sveitarfélagið síðar og ýmsir aðrir viðmælendur blaðsins taka undir þau viðhorf. Ágúst Oddsson forseti bæjar- stjórnar á Bolungarvík kveðst telja að bærinn sé af kjörstærð miðað við hugmyndir félagsmálaráðuneytis, þ.e. með 1.000 íbúa eða fleiri en minni sveitarfélög hefðu ástæðu til að athuga sameiningu. „Árið 1993 var sameining kolfelld hér í Bolung- arvík, eða með um 75% greiddra at- kvæða. Verið getur að þau úrslit hafi stafað af mikilli óvissu um hvað sameining hefði í för með sér. í dag hefur sameiningarnefnd sveitarfélaganna sex hins vegar unn- ið mikið starf, kortlagt hvernig þeir ætla að halda á málum og kynnt fólki það vel, sem ég hlýt að telja jákvætt. í því sambandi má benda á að þau fimm sveitarfélög sem sam- einuðust ísafirði nú, eru litlu ljöl- mennari í heild en Bolungarvík. Hér höfum við alla þá þjónustu sem sveit- arfélag af þessari stærð getur gert kröfu til, svo sem sundlaug, íþrótta- hús, félagsheimili o.s.frv., þannig að þjónustustig bæjarins er talsvert hátt,“ segir Ágúst. Hann kveður hins vegar ómögu- legt að segja hvort til greina komi að Bolungarvík gangi inn í samstarf- ið á næstu árum, slík stefnubreyting velti á síðari tíma forsendum. „Við lítum ekki á sameiningu sem einhvers konar trúarbrögð, heldur spurningu um raunhæfa hugsun. Tvær leiðir eru til í því skyni að koma sameiningu á skrið, annars vegar geta menn unnið heimavinnu sína vel og lagt fram ákveðnar hugmynd- ir eða uppkast að samningi um hvern- ig nýtt sveitarfélag á að líta út, sem síðan er kosið um, eða sveitarfélög fá skipun frá Alþingi um að samein- ast. Leiði íbúar Bolungarvíkur hug- ann að slíku í framtíðinni, hlýtur annar hvor kosturinn að verða ofan á,“ segir Ágúst. Vilja fara hægt Sigríður Hrönn Elíasdóttir oddviti í Súðavík segir að þegar kosið var árið 1993 um sameiningu frá Þing- eyri og inn allt ísafjarðardjúp, hafi það verið fellt með yfir 90% atkvæða. Valdið færist tvímælalaust nær miðjunni „Þá fórum við að velta fyrir okkur öðrum sameiningarleiðum sem end- aði með sameiningu gamla Súðavík- urhrepps, Ögurhrépps og Reykja- fjarðarhrepps um seinustu áramót. Ánnað var því ekki í myndinni," seg- ir hún en kveðst þó telja hugsanlegt að Súðavík gangi inn í sameiningar- ferlið með tíð og tíma. Hún hafi þó ekki fundið fyrir þeim hugarfarsbreytingum hjá íbúum, sem gefi tilefni til að ætla að svo verði í bráð. Súðvíkingar vilji flestir sýna aðgætni að hennar mati. „Mín reynsla er sú að Súðvíkingar vilji skoða útkomuna í eitt ár eða lengur áður en þeir gera upp hug sinn endanlega," segir hún. Páll Pétursson félagsmálaráðherra kveðst mjög ánægður með niðurstöð- ur kosninganna á Vestfjörðum. „Úr- slitin eru mjög afgerandi sem er gott, því að ég legg mikið upp úr að íbúar sveitarfélaganna ráði því sjálfir hvort af sameiningu verður eða ekki og er algjörlega á móti valdboði í þeim efnum. Ég tel farsælla að þarna verði þróun með vilja íbúa en ekki í trássi við hann,“ segir Páll. Bættar samgöngur áhrifavaldur Hann kveðst telja að ný viðhorí hafi skapast til sameiningar með til- komu jarðganga á Vestfjörðum og bættum samgöngum öðrum og hann geri sér vonir um að samstaðan styrki svæðið í heild. Páll segist reikna með að íbúar í Bolungarvík og Súðavík telji hag- kvæmara í náinni framtíð að gerast aðilar að sameinuðu sveitarfélagi. „Það vil ég hins vegar að sé þeirra ákvörðun og hef ekki hugmynd um hvenær af verður. Mér finnst sú nið- urstaða hins vegar líkleg," segii hann. Hann segir í gangi þreifingar um sameiningu á milli nokkurra annarra sveitarfélaga og hann eigi von á að af verði í þeim tilvikum, að minnsta kosti að einhverju leyti. „Að vissu leyti gefur niðurstaðan á Vestfjörð- um tóninn, þótt menn kjósi aðeim fyrir sjálfa sig og aðstæður fyrii vestan eru um margt aðrar en víða annars staðar, einkum með tilliti ti samgöngubóta. En ég geri ráð fyrii að áfram verði sameiningarhugur sveitarfélögum, ekki síst þar sem þai eru að taka við auknum verkefnum sem hlýtur að hvetja menn til dáða frekar en hitt.“ Hann segist ekki óttast að samein- ingin leiöi til óeðlilegrar miðstýringai eða valdatilfærslu, enda megi treysts því að félagsþroski Vestfirðinga s< meiri en svo að það gerist. „Ég von- ast eftir því að Isfirðingar fari ekk að beita önnur byggðarlög neini harðræði í krafti fjölmennis, og he engar grunsemdir í þá veru,“ segi ráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.